Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 1
Úrtak Fasteignamats ríkisins: Yerðþróun íbúðarhúsnæðis hagstæðust á Suðurnesi'um O if Söluverð 74.5% af verðinu á höfuðborgarsvæðinu Fasteignamat ríkisins hefur gert marktækt úr- tak urn söluverð íbúðar- húsa í Keflavík og Njarð- vík fyrri helming síðasta árs. Kemur þar fram að þessi tvö byggðariög mynda ,sama markaðs- svæði. Á þessu tímabili hefur söluverð á fermetra hækkað um 20% miðað við sama tímabii árið áður. Fjöldi íbúða í úrtaki þessu eru 76, að meðal- stærð 99,8 ferm. og er út- borgunarhlutfall þeirra 63,8%. Hefur meðalverð íbúða hækkað um 11,6% milli áranna, en meðal- verðið á íbúð var fimmtán hundruð níutíu og fjögur þúsund, eða 16.665 kr. að meðaltali á hvern fer- metra. Á sama síma hefur útborgunarhlutfallið lækkað um 2,4%. Ef skoðaðúr er saman- burður milli markaðs- svæða kemur í ljós að svæði þetta er þaðstærsta hér á landi utan höfuð- borgarsvæðisins. Einnig að söluverð hækkaði á síðasta ári um 20% á rnóti 16% á Akureyri. Þar var söluverðið til jafnað- ar 68,4% af söluverði í Revkjavtk, ef miðað er við fermetrastærð, en á Suð- urnesjum var söluverðið hins vcgar 74,5% af' verð- inu í höfuðborginni, reiknað á sama hátt. Þá kemur einnig frarn í úrtaki þessu, að verð- tryggð lán eru 19,5% á Suðúrnesjum og öniiur lán 16,7%. Athygii vekur að verðþróunin hefur verið hagstæðust á Suður- nesjum, þar sem hlutfall útborgunar er lægst á landinu. - epj. Suðurnes: 25 þús. tonna minni heildarafli á sl. ári - miðað við árið áður. - Mestu munar um minni loðnuafla Skv. bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands nam heildaraflinn lagður á land á Suðurnesjum á sl. ári 141.069 tonnum, en var 166.453 tonn árið áður. Er mismunurinn því óhag- stæður um 25.384 tonn. Mest munar um minni loðnuafla eða 22.545 tonn, en þorskafli var eina afla- tegundin sem var hærri milli þessara ára, eða 4.567 tonnum hærri 1985 en 1984. Annar botnfiskur minnkaði um 4.580 tonn, síldin minnkaði um 1924 tonn, og humarinn og rækjan um 902 tonn milli áranna. Á síðasta ári var Grinda- vík hæsta löndunarstöðin á svæðinu með 54.754 tonna heildarafla, þar af 15.047 tonn af þorski. í Sandgerði var heildaraflinn 52.094 tonn, þar af 12.709 tonn af þorski, og í Keflavík var heildaraflinn 33.450 tonn, Sá guli bíður næsta áfangastaðar. þar af 13. 406 tonn af þorski. Aðrir staðir, þ.e. Hafnir, Garður og Vogar, voru aðeins með nokkur hundruð tonna heildarafla yfir árið. - epj. Skipverji á b.v. Sveini Jónssyni: Lést af afleiðingum vinnuslyss úti á rúmsjó - Sjópróf fóru fram í Keflavík í gær Fyrir um hálfum rnánuði lést í Reykjavík maður, sem slasaðist um borð í b.v. Sveini Jónssyni KE 9 um s.l. áramót. Maður þessi var 42 ára, búsettur í Reykjavík og var í sinni fyrstu sjóferðá togaranum, en hafði verið til sjós fyrr á árum. Þar sem blaðið var farið í prentun, þegar sjópróf fóru fram vegna slyssins í Kefla- vík í gær, er ekki að fullu vitað um slys þetta. Þó er vitað að togarinn kom með mann þennan að landi á Bolungarvík 28. des. s.l. Var hann þá illa marinn en óbrotinn; hafði hann lentá milli í slorkari. Leit ekki út sem hann væri alvarlega slasaður og því fór hann með áætlunar- flugvél til Reykjavíkur þann 4. jan. sem venjulegur farþegi og nreð tilvísun um rannsókn á blóðrás í hægri handlegg. En eins og fyrr segir lést hann síðan um miðjan mánuðinn. Þar senr ekki leit út fyrir að hann væri alvarlega slas- aður, var engin lögreglu- skýrsla gerð um málið í upphafi né sjópróf haldin. Lauk togarinn veiðiferð sinni og hélt beint í söluferð og síðan aftur á veiðar, án þess að koma að landi fyrr en s.l. sunnudag. Hafi eitthvað nýtt komið fram við sjóprófin sem fram fóru í gær, verður greint frá því í næsta tölu- blaði. epj- Sveitir Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Glæsilegur árangur - Sigruðu með miklum yfirburðum í fyrstu umferð í spurningakeppni framhaldsskóla og eru komnar í undanúrslit í mælskukeppni Mikla athygli hefur vakið hinn glæsilegi árang- ur sveitar Fjölbrautaskóla Suðurnesja í spurninga- keppni framhaldsskólanna sem útvarpað var beint sl. sunnudag. Meðan aðrir skólar náðu mest 27-28 stigum, sigraði sveit FS sveit Menntaskólans í Kópavogi með 57 stigum gegn 20. Þessi sigursæla sveit er skipuð þeim Einari Fali Ingólfssyni, Þorkeli Loga Steinarssyni og Árna Ragnari Lúðvíkssyni. . En vegur keppnisliðs FS í mælskukeppni franhalds- skólanna hefur ekki síður verið glæsilegur fram til þessa. Hefur það sigrað bæði Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann og er nú komið í undanúrslit. Ef sveitin sigrar í næstu keppni kemst hún í úrslita- keppnina sem fram mun fara í Háskólabíói. Meðal þeirra sem viðstaddir voru síðustu úrslitakeppni var forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir. - epj. ------------------------\ ATHUGIÐ: Afgreiðsla blaðsins er flutt að Vallargötu 14.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.