Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 30. janúar 1986 5 stiga er gert af Leifi Breið- fjörð, glerlistamanni. I lok ræðu sinnar sagðist Ingólfur leyfa sér að vona að með húsi þessu gæti hita- veitan framvegis veitt við- skiptamönnum sínum enn betri þjónustu en hingað til og hafi hún með húsi þessu fengið þá framhlið, sem henni væri samboðin. Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígslu húss- ins sl. föstudag. - pket. Alla hönnun, utan húss og innan, hefur Arkitekta- stofan sf. annast. Verk- fræðileg þjónusta hefir verið gerð af Verkfræði- stofu Suðurnesja. Hönnun rafmagnskerfis annaðist Guðmundur Karl Þorleifs- son, og loftræstikerfi er hannað af Fjarhitun hf. Eftirlitsmaður með verk- inu var Guðmundur Björnsson, verkfræðingur. Glerlistaverk í glugga við Skrifstofa Hitaveitu Suðurnesja í nýtt húsnæði Hitaveita Suðurnesja hefur tekið í notkun nýtt húsnæði undir skrifstofur fyrirtækisins að Brekku- stíg 36 í Njarðvík. Stærð nýja hússins er 700 ferm., en til þessa hefur HS verið með 500 ferm. skrif- stofuhúsnæði að Brekku- stíg 36. í ræðu Ingólfs Aðal- steinssonar, framkvæmda- stjóra hitaveitunnar, við vígslu húsnæðisins, kom fram að í lok árs 1984 var vitað að fyrir dyrum stæði að taka við öllu starfsfólki rafveitnanna, - um 20 manns. þurfti því mikla aukningu á skrifstofurými auk stóraukins rýmis fyrir rafmagnsvörur rafveitn- anna. Sagði Ingólfur að ákveðið hefði verið að kaupa þetta hús og skipta því í tvennt, þ.e. um 500 ferm. vöruskemmu og um 200 ferm. fyrir skrifstofu. Séð inn í hina nvju afgreiðslu hitaveitunnar. Ingólfur Aðalsteinsson flytur ræðu við vígslu hússins. Hafist var handa um breytingu og útlit hússins strax eftir afhendingu, 15. maí sl. Skipt var um þak að miklum hluta og hönnun þess breytt til samræmis við eldra húsið. Sú breyting var framkvæmd af Viðari Jónssyni verktaka og hans mönnum. Að þeim framkvæmdum loknum var næsti hluti verksins boðinn út, en það var í stórum dráttum einangrun og múrhúðun. Um það verk var samið við lægstbjóð- anda, sem var Húsanes sf. og Hannes Einarsson. 28. október eru svo opnuð tilboð í síðari áfanga innanhússfrágangs. Um það verk var samið við lægstbjóðanda, sem var Viðar Jónsson. Suðurnesjamenn athugið Erum flutt á Iðavelli 9b, sími 1212. Byggá Byggingavöruverslun J.Á. 1 Sími4040 Simi4040 Fimmtudagur: LOKAÐ VEGNA BREYTINGA. 0 Föstudags- og laugardagskvöld: Hljómsveitin GOÐGÁ leikur fyrir dansi frá kl. 22-03. SNYRTILEGUR ALDURSTAKMARK KLÆÐNAÐUR 20 ÁRA Sími 1777 Girnilegur matseðill um helgina, m.a. þorramatur í trogum beint á borðið verð aðeins kr. 498.- BARINN opinn frá kl. 18. Verið velkomin Sími 1777 Pizzur Pítur Hamborgarar Hringið og pantið eða borðið á staðnum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.