Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 17
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 30. janúar 1986
17
„Vantaði allan
kraft“
„Ótímabær
skot“
l-X-2 l-X-2
UMFN-KR
annað kvöld
Á morgun kl. 20 leika
Njarðvíkingar og KR í
úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í ljónagryfj-
unni í Njarðvík. Ekki er
að efa að Keflvíkingar
fjölmenna á leikinn og
hvetja nágranna sína til
sigurs, þar sem þeir eru
nú í harðri baráttu við
KR um sæti í 4ra liða úr-
slitum.
Á sama tíma eigast
við nágrannaliðin í 1.
deild körfuboltans.
Grindvíkingar heim-
sækja þá Reynismenn og
má búast við hörkuleik.
pket.
,,Okkur einfaldlega
vantaði allan kraft Þar
að auki byrjuðum við
ekki að pressa fyrr en
þegar 3 mín. voru eftir,
en þá var það orðið of
seint“, sagði Ingólfur
Haraldsson, einn besti
maður IBK gegn IR.
„Það klikkaði bók-
staflega allt seni gat
klikkað, nema kannski
Ingi, hann stóð fyrir
sínu. Við spiluðum
sóknina illa og tókum
ótímabær skot. Nú, í
fráköstunum stóðum
við okkur illa og vörnin
var gloppótt. Þetta var
bara lélegur leikur af
okkar hálfu“, sagði
Hreinn Þorkelsson,
þjálfari ÍBK.
Urvalsdeild - IBK-IR 76:78 (37:45):
Slakt er ÍBK tapaði fyrir ÍR
Það var heldur tómlegt
um að lítast á áhorfenda-
pöllum Iþróttahúss Kefla-
víkur sl. laugardag, en þá
áttust við ÍBK og ÍR-ingar í
3. skiptið á aðeins tveimur
vikum. Sennilega er það
skýringin á því hversu fáir
áhorfendurnir voru. Kefl-
víkingar byrjuðu ágætlega,
börðust vel í vörninni, létu
boltann ganga vel í sókn og
tóku góð skot. En boltinn
vildi alls ekki ofan í körf-
una. IR-ingum gekk betur
að skora og komust í 10:2
strax í byrjun. IBK náði að
jafna, 10:10, í fyrsta og jafn-
framt síðasta skipti.
Eftir þetta fór heldur
betur að halla undan fæti
hjá IBK. Vörnin vargötótt
og baráttan var lítil. Sókn-
in gekk fyrir sig á svipaðan
hátt, það er að segja alltof
stuttar sóknir sem enduðu
oftar en ekki með slæmum
skotum. í fráköstunum
voru fæstir með á nótunum.
Allt þetta hjálpaðist að við
að gera þetta að einum slak-
asta leik liðsins í langan
tíma.
IR-ingar höfðu undir-
tökin frá byrjun þó svo að
þeir hafi einnig oft sýnt
betri leik. Munurinn á lið-
unum var þetta 3-13 stig
allan fyrri hálfleikinn.
I hálfleik skildu 7 stig
liðin af, 45:37. í seinni liálf-
leik var það sama sagan.
Ekkert virtist ganga upp
hjá þeim keflvísku. Þó
tókst IBK að minnka mun-
inn tvigang í 3 stig, en alltaf
misstu þeir þann mun í 10
eða 13 stig strax á eftir. Það
var ekki fyrr en þegar 3
mín. voru til leiksloka, að
ÍBK-strákarnir fóru að átta
sig á því hvað var að ske.
Litlu munaði að Keílvík-
ingum tækist að jafna fyrir
leikslok, en þeir áttu síð-
asta skotið, en þá var stað-
an 76:78. IR-ingar fóru því
með sigur af hólmi, 76:78, í
slökum leik.
Þó er ástæðulaust fyrir
Keflvíkinga að gefast upp
þótt á móti blási. Þeir eiga
að taka þetta sem áminn-
ingu um að ef vinnast á
leikur verða allir að vera
samtaka um það.
Stig ÍBK: Guðjón 15,
Ingi 13, Siggi I. 12, Jón Kr.
10, Elreinn 9, Steini Bjarna
6, Oli G. 5, Hrannar 4 og
Maggi 2.
Stig IR: Björn Stef. 23,
Kári 14, Jón Örn 15, aðrir
minna. - gjó.
1. deild kvenna - IBK-IR 70:56 (38:28):
LÉTT HJÁ ÞEIM KEFLVÍSKU
$3
^________________
Hlín Hólm. leikmaður ÍBK. reynir skot í leiknum gegn ÍR.
„Verið frekar slappur í vetur“
,,Ég er búinn að vera frekar slappur í vetur. Hef unnið
þrisvar, en allt smávinningar, samtals um 5000 kall“,
sagði Olafur Róbertsson, leikmaður Víðis í Garði og næsti
spekingur okkar.
„Eg hef einu sinni fengið 12 rétta, fyrir tveimur árum,
og fékk þá 34 þúsund ásamt 15 öðrum. Þetta er yfirleitt
svona 500 kr. á viku en svo dettur alltaf eins og ein vika úr
inn á milli, þannig að ég er í „undis-ballans“ enn sem
komið er á þessu tímabili.
Uppáhaldslið? Lengst af hef ég verið Derby-maður, en
þegar við Víðismenn fórum út í fyrra og sáum leik Man.
Utd. og Liverpoo! á Anfield, sá ég að það var ekki fært
lengur að halda einungis með 3. deildar liði og það í botn-
baráttu. Fyrir leikinn ákvað ég því að halda framvegis með
því liði sem ynni leikinn. Júnætid vann 1:0 og síðan hafa
þeir verið mitt lið, og svo Derby auðvitað“, sagði Ólafur
Róbertsson. _________________________
Óskar Jónsson, síðasti spámaður okkar, náði
mjög „algengum" árangri, ef svo má segja, á síðasta seðli,
eða alls 6 réttum. Garðmaðurinn Óli Robb. er til alls lík-
legur eins og sjá má á seðlinum. - pket.
Hreinn Þorkelsson og félagar
hans í ÍBK máttu þola tap
gegn ÍR.
í BK-stúlkurnar áttu ekki
í miklum vandræðum með
IR-ingana og er greinilegt
að IBK-liðið fer vaxandi
með hverjum leik. Mikil
barátta var í liðinu. Vörnin
var mjög sterk og boltinn
gekk vel í sókninni. Staðan
í hálfleik var 38:28.
I seinni hálfleik lék IBK á
Heildarspá Ólafs:
Leikir 1. febrúar:
Arsenal - Luton .....
Aston Villa - South’pton
Everton - Tottenham .
Ipswich - Liverpool ..
Newcastle - Coventry
Nott’m For, - Q.P.R. .
Oxford - Birmingham
Watford - Sheff. Wed.
Barnsley - Norwich ..
Bradford - Wimbledon
Leeds - Stoke ......
Sheff. Utd. - Brighton
Óskar með sex
als oddi og skoruðu þær
m.a. 5 þriggja stiga körfur,
Björg 3 og Margrét 2. Leik-
urinn endaði með 14 stiga
sigri ÍBK, 70:56.
Stig ÍBK: Guðlaug 22,
Björg 15, Auður 10. Mar-
grét 8, Fjóla 8, Kristín 6 og
Guðrún 1.
Stigahæst IR-inga var
Þóra með 17 stig. - gjó.
Sigur á Haukum
IBK-stúlkurnar unnu
mikilvægan sigur á Hauk-
um er liðin áttust við í
Hafnarfirði í síðustu viku.
IBK komst í 17:2 og þann
mun náðu Hauka-stúlkur
ekki að brúa og lokatölur
urðu 53:46 fyrir IBK - gjó.