Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 13
6-7 W,Ð inr.- - SJÓN ER SÖGU RÍKARI BÚSTOÐ Tjarnargötu 2 - Keflavík - Sími 3377 bað- og eldhúsinnréttingar VANDAÐAR INNRÉTTINGAR Á GÓÐU VERÐI Komið og kynnið ykkur þá fjölbreyttu möguleika sem innréttingar okkar bjóða uppá !!!!!!! VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 30. janúar 1986 13 Þetta endaraðhús að Suður- garði 24, Keflavík, sem er í bygg- ingu, er til sölu. Uppl. gefur Jakob Árnason í síma 1661. stöðva sem selja þess vegna Dönum orkuna á lægra verði, heldur en við fáum notið í okkar landi. Meðal annars af þessari fámennisástæðu hygg ég að það sé mjög eftirsóknar- vert að leyfa fjársterkum útlendingum að reisa hér fyrirtæki, bæði til að fá úr sögunni þann árvissa at- vinnuleysisvanda sem fylgir sjávarútveginum og fiskvinnslunni, svo og að fá loks notið verulega mikils lækkaðs orkuverðs. Ég geri mig ekki ánægðan með svona „pínöts“ lækkun eins og átti sér stað í haust. Stjórnmálamenn! Takið nú hendur úr vösum og takið að sinna hugmyndum Karls Steinars, jafnvel þótt hann sé ,,krati“ ogþiðeitt- hvað allt annað í orði, og sjálfsagt betri strákar(?). Verið aðeins minnugir þess, að sama er hvaðan gott kemur, nema ef vera skyldi fyrir ráðamenn í næstu kosningum, sagði viðmæl- andi minn og kastaði mæð- inni. Verndaður vinnustaður í sjónmáli? Frh. á na-stu síðu Ólafur Þór Eiríksson: Leiðir til að bæta atvinnuástandið moduEa IBR Ég átti tal við ungkarl nokkurn. tveggja barna föður, sem hefur verið meira og minna atvinnu- laus síðasta hálfa annað árið, þrátt fyrir að hafa all- góða menntun að baki. Astæður þess gætu verið þær, að hans eigin sögn, að atvinnulíf á Suðurnesjum, „þessu gósenlandi tækifær- anna“, er allt of fábrotið. Hann hefurákveðnarskoð- anir á hverjar séu orsakir þessarar fábreytni. Ráðamenn á Suðurnesj- um eru alls ekki nógu hug- myndaríkir, auk þess sem ekki virðist vera sama hvaða stjórnmálastefnu hugmyndafrjóir menn hafi. Tökum sem dæmi hann Karl Steinar, verkalýðs- málaforkólf. Fyrir nokkr- um árum reifaði hann sinar byktingarkenndu hug- myndir um fríiðnaðarsvæði hér á Suðurnesjum í nánd við eina alþjóðlega flugvöll- inn á íslandi. Fyrir þá sem ekki vita skal það upplýst, að fríiðnaðarsvæði merkir, að erlend fyrirtæki á slíku svæði njóta tollfríðinda, umfram þau sem annars staðar eru staðsett, geta því flutt hingað öll sín aðföng og hráefni til fullvinnslu, án þess að vera undir duttl- ungum stjórnvalda komin með afkomu. Slík svæði hafa getað leyst mörg vandamál við Dyflini á Irlandi, þar sem atvinnuleysi fjölda manns hefur verið landlægt um aldir. Eftir tilkomu þessa fríiðnaðarhafa lífskjör fyrr- um atvinnuleysingjanna á svæðinu í kring batnað til mikilla muna, því að þetta fólk hefur loks fengið örugga launavinnu. En, spurði ég, er það rétt- lætanlegt að hleypa erlend- um fyrirtækjum inn í land- ið á þeim kjörum að þau fái notið fríðinda umfram þau innlendu? Já, vegna þess að þau skapa aukna atvinnu, bæði við eigin framleiðslu, svo og hjá ýmsum iðnaðarfyrir- tækjum sem sinntu t.d. við- haldi húsakynna. Sjáðu sem dæmi álverið í Straumsvík. Hvað held- urðu að margir misstu spón úr sínum aski, færi svo að fyrirtækið leggði upp laup- ana? Otölulegur fjöldi manna, svaraði ég, en væri ekki mun heillavænlegra að veita íslenskum fyrirtækj- um slík fríðindi, eins og ýmsir þjóðlegir menn hafa viljað? Nei, þótt það væri vissu- lega ákjósanlegra, en öll strandar slik framkvæmd mála á peningaleysi sem aftur stafar af fámenni þjóðarinnar. Þetta hafa ír- lendingar séð hvað varðar allar meiri háttar fram- kvæmdir í þeirra eigin landi, enda telja þeir aðeins um tvær milljónir sjálfir. Ég tel að við mörlandar séum í þeirri afkáralegu stöðu að vera alltof fámennir í alltof stóru landi og auðugu. I raun höfum við ekki nógu mikla pen- inga, eða gjaldeyri til að geta nýtt allar okkar auð- lindir. Þjóðin verður að kaupa allar sínar vélar er- lendis frá til að fá nýtt landið. Fámennið er og aðalorsök fyrir háu verði á rafmagni, heitu vatni og t.d. landbúnaðarvörum til neytenda. Til samanburð- ar nægir að líta yfir pollinn til nágranna okkar, Dana. Þrátt fyrir það, að þeir neyðist til að framleiða nær allt sitt rafmagn og hita með brennslu á olíu. Þeirra hagur felst í þvi að vera tæpar fimm milljónir í litlu landi. Þeir eru fleiri um að greiða svipaðan stofn- kostnað við byggingu orku-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.