Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 30. janúar 1986 VÍKUR-fréttir Aöal- fundur Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja verður haldinn í húsi Verslunarmannafélagsins 10. febrúar n.k. kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, fjölmennið! Stjórnin Al Cattanack Hinn geysivinsæli skyggnilýsingamiðill Al Cattanack mun starfa hjá Sálarrannsókn- arfélagi Suðurnesja dagana 6.-26. febrúar n.k. Miðill þessi starfaði tvisvar á sl. ári á vegum félagsins og komustfærri að en vildu. Erfé- lagsmönnum því bent á að miðasala á einkafundi fer fram föstudaginn 31. jan. n.k. (á morgun) frá kl. 15-19. ATH: Miðar aðeins seldir til félagsmanna. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Orðvar skrifar: - ■ . 1 ■■■.- 1 ■ -= Einkaumferðarmenning okkar Þeir, sem ekki hafa alist upp hér á Suðurnesjum, telja það meiriháttar lífs- reynslu að aka um Kefla- vík. Sumir halda því jafn- vel fram, að þeir hafi aldrei komist nær dauðanum, en í umferðinni hér. Okunnugir halda að Hafnargatan sé göngugata, bílastæði, kappaksturs- braut eða aðalathvarf ungl- inganna, allt í senn. Hver kannast ekki við umferðar- stíflu, sem myndast þegar bílstjórar ræða dægurmál- in útum bílglugga á miðri götunni. Bílana sem standa þversum, hálfir útá götuna, reyndar eru Hafnarmenn sérfræðingar á þessu sviði. Svörtu rákirnar eftir spyrnurnar. Umferðar- hnútarnir, sem myndast oft við Vatnsnestorg geta orðið svo magnaðir að kalla verður á lögregluna. Hún kemur á staðinn, skilur bíl- inn eftir á miðri götunni og flækir svo venjulega málið enn meira. Dæmi eru um að bílstjórar í miðri þvögunni hafi skotist í klippingu og allt verið við það sama þegar þeir komu til baka. Fólk er hlaupandi fram og aftur yfir götuna með smá- börn í eftirdragi án þess að veita umferðinni nokkurn gaum. Hópar ungmenna þramma upp og niður miðja götuna á síðkvöld- um og langt frammá nætur. Gangbrautarljósin í Njarðvík og á Hringbraut- inni er það eina í umferð- inni hér sem gefur til kynna að við séum að aka inní 21. öldina. Enginn veit sem betur fer, hvað þau hafa bjargað mörgum mannslíf- um. Hver hefur ekki lent í flóamarkaðinum í Njarð- vík, eftir hádegi á föstudög- um, við aðalumferðaræð Suðurnesja, þar er ringul- reiðin líkust því að bílarnir hafi lent inní miðjum rollu- hóp. Hér sem annarsstaðar eru bæði ungir og aldnir akandi. Heimamenn standa nokkuð klárir á þeim eldri, sem eru aleinir í heiminum, alltaf í rétti, líta hvorki til hægri né vinstri og æða viðstöðulaust inná aðalbraut hvar sem er. Þeir eiga það sameiginlegt allir að aka hægt, mjög hægt, lenda mun sjaldnar í óhöppum en þeir yngri. Þó kastar nú fyrst tóftum þegar menn ferðast í leigu- bílum hér, það er kapítuli alveg út af fyrir sig. Af tvennu illu eru þessir eldri skárri, en fólk getur hæg- lega lent á aldamótabíl- stjóra, sem skelfur og nötr- ar svo við stýrið, að rokkóð- ir unglingar verka á mann eins og myndastyttur lengi á eftir. Þessir fulltrúar fyrstu bílstjóra landsins, reyna að fela þetta með vindlareyk, en rykkirnir og allt annað aksturslag minn- ir fólk svo þægilega á fyrstu daga þess hjá ökukennar- anum. Enþjónustanergóð, svo góð að þeir skila fólk- inu stöku sinnum inní bíl- skúr á áfangastað, gegnum hurðina og það sem í skúrn- um er. Margir kunna ekki að meta svona þjónustu, sérstaklega ekki í sínum eigin bílskúr. Ungu bíl- stjórarnir aka aftur á móti með allt í botni og nái fólk ekki að skorða sig rækilega áður en ferðin hefst, veltur það bara hornanna milli til áfangastaðar, því útvarpið er líka í botni, og engum boðum hægt að koma í framsætið. Það geta flestir horft í gegnum fingur sér við sérleyfis- og flutninga- bílstjóra, þó þeir leggi hvar sem er, hvernig sem er og hvenær sem er, þeir eru þó að vinna sitt starf. Þessari menningu okkar má alls ekki breyta, því oft er um- ferðin hér æviminning ókunnugra, sem álpast óviðbúnir inní hringiðu einkaumferðarmenningar okkar. Orðvar VIÐ FLYTJUM Opnum á morgun afgreiðslu og skrifstofu okkar á nýjum stað, Vallargötu 14, Keflavík (Grágás). Athugið að skilafrestur auglýsinga verður sem fyrr til kl. 14 þriðjudaga. yfimn jítiUi Vallargötu 14 - Keflavik - Simi 4717 Strandir hf., Reykjanesi: KAUPA NORÐMENN VERKSMIÐJUNA? Hin gufuknúna fiski- mjölsverksmiðja Stranda h.f. á Reykjanesi hefur ver- ið auglýst til sölu. í nýleg- um Fiskifréttum er haft eftir Hilmari Haraldssyni aðaleiganda verksmiðjunn- ar að það sé skortur á fyrir- greiðslu sem valdi því að verksmiðjan sé nú til sölu. Segir hann í blaðinu að þeir hafi aldrei náð verk- smiðjunni í fullan gang og því sé ekki fullreynt hvort hagkvæmt sé að reka slíka verksmiðju. En eins og kunnugt er þá nýtir verk- smiðjan gufu frá Sjóefna- vinnslunni h.f. sem orku- gjafa. Einnig kom fram að norskir aðilar hefðu sýnt áhuga fyrir kaupum á verk- smiðjunni. Verksmiðjan hefur nú verið stopp um tíma og tók t.d. ekki loðnu til vinnslu á yfirstandandi loðnuvertíð. ■ Aðalfundur hjá öldruðum Næstkomandi laugardag heldur Styrktarfélag aldr- aðra á Suðurnesjum aðal- fund sinn að Suðurgötu 12- 14 í Keflavík og hefst hann kl. 14. Aukvenjulegraaðal- fundarstarfa verður starf- semi hins virka félags rædd, en formaður þess er Guðrún Sigurbergsdóttir. epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.