Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 30. janúar 1986 15 Fréttatilkynning um afhendingu ávarp Allsherjarhúss Réttvísinnar, „Fyrirheit um heims- frið“, til embættismanna og forráða- manna í Keflavík og Njarðvík Þann 24. okt. sl. voru 40 ár liðin frá stofnun Samein- uðu þjóðanna. Við það kærkomna tækifæri á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna, saman komnu í New York, lýsti aðalritari þeirra árið 1986 árfriðar. Á sama degi var honum af- hent ávarp Allsherjarhúss Réttvísarinnar, sem er æðsta stjórnarfarslega sjofnun Bahá'í Trúarinnar. Ávarp þetta, sem ber nafnið „Fyrirheit um heimsfrið“, hefur síðan verið þýtt á flest öll tungu- mál, þar á meðal íslensku, og hefur verið fært að gjöf hinum ýmsu þjóðarleiðtog- um heimsins. Þann 29. okt. var ávarpið afhent forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur, við formlega at- höfn. Bahá’íar vinna nú að því að afhenda ávarpið öllum framámönnum þjóðarinn- ar, svo sem bæjarfógetum, bæjarstjórum, þingmönn- um og skólastjórum. Þó að aðaláherslan sé fyrst lögð á að afhenda bréfið þjóðarleiðtogum og framámönnum hvers lands, er ætlunin að koma ávarpinu í hendur alls al- mennings á ari friðarins, því að það er stílað til „þjóða heimsins". í ávarpinu fjallar Alls- herjarhús Réttvísarinnar ítarlega um núverandi stöðu mannkynsins og framtiðarhorfur þess. Bent er á, að þessir umbrota- sömu og háskalegu tímar séu náttúrulegur áfangi á leið mannkynsins til full- þroska og muni að end- ingu leiða til stofnunar varanlegs heimsfriðar. Sterk öfl vinna þó gegn þessari þróun og þá helst fastheldni manna við gamalt hegðunarmynstur: óvilji þeirra til að reyna leiðir til samráðs og sam- vinnu. En kraftarnir, sem hjálpa til við þessa þróun, eru þegar virkir og birtast m.a. í stofnun alþjóðasam- taka og í samstarfi fólks af öllu þjóðerni í alþjóðlegu hjálparstarfi. I bréfínu segir, að þjóðir heimsins hafi aðeins tvo valkosti: að koma á heims- friði með samráði og sam- vinnu, eða að heimsfriður verði fyrst að veruleika eftir „óumræðilegar skelfing- ar“. Bréfið segir Ijóst, að friður mun komast á og að leiðtogar heimsins enn hafa möguleika að velja fyrri kostinn. Slíkt val mun verða öllu mannkyni til ómælanlegs gagns og að endingu leiða til sameiningu þjóða heims- ins í eina allsherjarfjöl- skyldu. Slíkt vald mun verða öllu mannkyni til ómælanlegs gagns og að endingu leiða til sameiningu þjóða heims- ins í eina allsherjarfjöl- skyldu. Ávarpið má einnig skoða sem innlegg Bahá’ía í þá friðarumræðu, sem verið hefur í gangi síðastliðin ár. Fyrirheitið, sem ávarpið dregur nafn sitt af, er að finna í niðurlagi þess og hljóðar svo: ,,Þessar tilgangslsusu deilur, þessi eyðileggjandi stríð, munu líða undir lok og ,Friðurinn mesti* komast á“. Frá Andiegum Svæðisráðum Bahá’ía í Keflavík og Njarðvík Munið nýja heimilisfangið okkar að Vallargötu 14. VIKUR-fréttir Að sigra sorg Hefur þú misst ástvin og ekki náð að sigra sorg- ina og lifa góðu lífi aftur? Ef svo er, þá bjóðum við þér að vera með okkur næstu fimm mánudagskvöld og vinna að því að sigra sorg. Nánari upplýsingar veitir Þröstur Steinþórsson, í síma 4222. NÝTT Á ÞRISTINUM ÓDÝR MATUR í HÁDEGI til að taka með heim eða borða á staðnum. Tilboðsréttir vikuna 3.-8. febrúar: Mánudagur 3. feb.: Steiktur fiskur . kr. 195 Þriðjudagur 4. feb.: Svikinn héri . kr. 220 Miðvikudagur 5. feb.: Bjúgu ........ kr. 210 Fimmtudagur 6. feb.: Lambasmásteik... kr. 240 Föstudagur 7. feb.: Fiskibollur .. kr. 210 Laugardagur 8. feb.: Pottréttur...... kr. 270 Munið okkar Ijúffenga þorramat. icTWatStofaii íistiwinn Brekkustig 37 • sim■ 3688 Njardvik AVALLTI LEIÐINNI. sssssssssssssssssssssss STÓRKOSTLEG HLJÓMPLÖTU ÚTSALA í fullum gangi. Allt niður í 100 kr. hljómplatan HLJÓMVAL Hafnargötu 28 - Keflavík - Sími 3933

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.