Víkurfréttir - 30.01.1986, Side 4
4 Fimmtudagur 30. janúar 1986
VfKUR-fréttir
Fasteignasalan
Hafnargötu 27 - Keflavík
KEFLAVÍK:
Eldra einbýlishús viö Klapparstíg ............ 1.000.000
Viðlagasjóðshús við Álsvelli m/bílskúr, mikið
endurnýjað. Ath. Skipti á ódýrari eign ...... 2.950.000
Raðhús við Mávabraut í mjög góðu ástandi. Ath.
skipti á minni íbúð .......................... 2.250.000
Raðhús við Miögarð m/bílskúr, mikið endurn. . 3.300.000
4ra herb. íbúö við Aðalgötu (e.h. í tvíbýlishúsi) 1.550.000
4ra herb. íbúövið Miðtún m/bílskúr, nýstandsett 1.500.000
Nýtt glæsilegt raðhús við Heiðarbraut m/bil-
skúr, 188 ferm................................ 4.500.000
3ja herb. íbúð við Aðalgötu, e.h. í tvíbýlishúsi, sér
inng., 50% útb., sem greiðist eftir samkomulagi 1.050.000
Rúmgóð 2ja herb. risíbúð við Hringbraut í góðu
ástandi ...................................... 1.250.000
3ja herb. íbúð við Mávabraut með mikilli sameign 1.450.000
3ja herb. ibúð við Mávabraut, nýstandsett, góðir
greiösluskilmálar............................. 1.500.000
Fasteignir i smiöum i Keflavik:
Höfum á söluskrá 2ja og 3ja herb. íbúðir við
Heiðarholt og Mávabraut. Mjög góðir greiðslu-
skilmálar. Seljendur: Húsagerðin hf. og Hilmar
Hafsteinsson.
Hlíöarvegur 12, Njarövík:
Húsiö mikið endurnýjað,
m.a. ný eldhúsinnrétting og
parket á gólf. Skipti á ein-
býlishúsi i Keflavik eða
Njarðvík koma til greina.
2.550.000
Hátún 23, e.h., Keflavik:
4ra herb. íbúð, sér inngang-
ur, ný hitavatnslögn og nýtt
gler ............ 2.400.000
NJARÐVÍK:
3ja-4ra herb. neðri hæð við Holtsgötu . 1.300.000
4ra herb. jarðhæðv/Reykjanesveg ígóðuástandi 2.100.000
GRINDAVÍK:
Höfum mikið úrval fasteigna á söluskrá, m.a. við
Borgarhraun, Efstahraun, Gerðavelli, Heiðar-
hraun, Hvassahraun, Höskuldarvelli, Mánagötu,
Suðurvör, Víkurbraut og víðar.
FASTEIGNASALAN
Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420
Skattaframtöl
Annast gerð skattframtala fyrir einstakl-
inga. Tímapantanir í símum 3566 og 3628.
JÓN G. BRIEM hdl.
Hafnargötu 37a - Keflavík
Suðurnesjamenn!
Þorrablót Þingeyinga verður haldið í Stapa,
laugardaginn 1. febrúar 1986 kl. 19 stund-
víslega. - Góð skemmtiatriði og hljóm-
sveit. - Miðar verða seldir íStapa 30. jan.frá
16-19.30. - Heimasímar 1619 og 2615.
Félagar! Fjölmennið og takið með ykkur
gesti.
Nefndin
Athafnamenn
Nú er tíminn til að hugaað bókhaldinu. Get
bætt við mig litlu eða meðalstóru fyrirtæki.
Tölvufærsla. Hafið samband í síma 2598
eða 91-44551 eftir kl. 16.
Börnum og starfsfólki á Tjarnarseli
og Garðaseli boðið á Glóðina
Um jóla-leytið var
börnum og starfsfólki á
dagvistarheimilum Kella-
víkurbæjar boðið á Glóð-
ina í kakó og kleinur. Þessi
ferð var góð skemmtun og
tilbreyting fyrir börnin.
Viljum við því koma á
framfæri innilegu þakklæti
til Axels og starfsfólksins
fyrir frábærar móttökur
góðar veitingar. Jafnframt
vill starfsfólk á Garðaseli
þakka lögreglunni fyrir
aðstoð við flutning barn-
anna þegar þessi ferð átti
sér stað.
Vantraust á
meirihlutann
I viðtali við Víkur-
fréttir, þegar úrslitin
í prófkjöri íhaldsins í
Keflavík lágu fyrir,
sagði Hjörtur Zakarías-
son að þau væru van-
traust á núverandi meiri-
hluta bæjarstjórnar. Ef
þessi orð eru íhuguð
nánar, sést að þetta eru
orð að sönnu, því að af
fjórum fulltrúum sem
flokkurinn átti í bæjar-
stjórn gaf aðeins helm-
ingur þeirra kost á sér til
endurkjörs og féllu
báðir, annar að vísu
niður í 4. sæti, en hinn
alla leið niður í 8. sæti.
Heiðarhornið í
fyrsta og öðru sæti
Það ætti ekki að vera
verra að búa næsta kjör-
tímabil við Heiðarhorn-
ið í Keflavík, því eftir
prófkjörið eru fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í 1.
og 3. sæti báðir búandi í
þeirri götu og raunar
aðeins eitt hús á milli
þeirra. Auk þess ervitað
að sá sem lenti í 2. sæti
listans á góða stuðnings-
menn við þá sömu götu.
Það hlýtur því að vera
séð sérstaklega vel fyrir
þörfum götunnar af
hálfu bæjarins næstu
fjögur árin.
Hemmi tekinn
með trompi
Það urðu margir hissa
þegar þeir sáu að nýtt
nafn er komið til valda í
Alþýðuflokknum í
Keflavík. Hér er um að
ræða Hermann Ragn-
arsson, og er hann sann-
arlega tekinn með
trompi inn í flokkinn. Er
hann því kominn í bar-
áttu um efstu sætin á
framboðslista fyrir
næstu bæjarstjórnar-
kosningar, auk þess sem
hann hefur nú verið
gerður að formanni
flokksins í Keflavík.
Víkur-fréttir
television
Það hefur trúlega ekki
farið framhjá mörgum,
að Kór Keflavíkurkirkju
heimsótti Landið helga
um jólin. Þar kom upp
sú staða, að video-
áhugamaður úr Kefla-
vík ætlaði að taka tón-
leikana upp á mynd-
band. Vandkvæði voru
hjá honum að staðsetja
sig rétt, en að lokum
fann hann ákjósanlegan
stað, sem hann hóf töku
myndarinnar á, en fljót-
lega komu verðir til að
vísa honum frá. En
okkar maður var ekki
ráðalaus, heldur ávarp-
aði viðkomandi aðila
með eftirfarandi hætti:
„I amfrom Víkur-fréttir
television Keflavik, Ice-
land“, og þá var ekki að
sökum að spyrja, allir
voru samstundis til-
búnir að rétta honum
alla þá hjálparhönd sem
til þurfti og því gat hann
lokið ætlunarverki sínu.
Löglegt, en siðlaust
Sú ákvörðun kjör-
stjórnar Sjálfstæðis-
flokksins í Keflavík í
prófkjörinu á dögunum,
að senda öllum fram-
bjóðendum upplýsingar
um nöfn þeirra sem
kosið höfðu, að kvöldi
hvers kjördags, var lög-
leg, en siðlaus aðgerð,
því meðal margra þeirra
sem kusu voru aðilar
sem gerðu það fyrir
kunningja eða vini og
vildu alls ekki láta titla
sig við einn eða neinn
flokk. Sumir frambjóð-
endur fjölfölduðu síðan
listana og dreifðu meðal
sinna stuðningsmanna.
Með því móti komust
þeir jafnvel í hendur
aðila sem ekki höfðu
gott af því að sjá hverjir
kusu og hverjir ekki.
Hætt er við að þátttak-
an hefði ekki orðið
svona góð, ef menn
hefðu vitað um slikar
persónunjósnir fyrir-
fram.
Ekki vinstri listi
í Njarðvík
Alþýðubandalagið í
Njarðvík hefur nú tví-
vegis biðlað til Alþýðu-
flokks og Framsóknar-
flokks um sameiginleg-
an vinstri lista í
bæjarfélaginu við næstu
kosningar. I fyrra skipt-
ið stungu þeir upp á að
flokkarnir þrír röðuðu
saman mönnum á sam-
eiginlegan nafnalista, en
þegar það hlaut lítinn
hljómgrunn hjá hinum
flokkunum tveim, buðu
þeir upp á prófkjör um
skipan á slíkan lista, sem
yrði þá mótvægið við
lista Sjálfstæðismanna.
En þeir síðastnefndu
hafa boðið upp á sam-
eiginlegt prófkjör allra
flokka í Njarðvík. Hafa
Alþýðuflokkur og Fram
sóknarflokkur nú einnig
hafnað síðari hugmynd
kommanna, en þess í
stað svarað jákvætt
hugmynd íhaldsins, og
því er ljóst að sameigin-
legt prófkjör verður alla
vega varðandi skipan
listanna hjá sjálfstæðis-
mönnum, krötum og
framsókn í Njarðvík, en
ekki er vitað um það
hvort kommar verða
með. En hugmynd um
sér vinstri manna lista er
úr sögunni.