Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 20
mun ýuUii Fimmtudagur 30. janúar 1986 AFGREIÐSLA BLAÐSING er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 471/. Smygl í b.v. Sveini .Tnnssyni:- — -------- — Lögreglan veitti smyglurunum athygli - Ekkert óeðlilegt hafði komið fram við toliskoðun fyrr um morguninn Lögreglumenn á eftirlits- ferð um Sandgerði veittu athygli síðdegis á sunnu- dag grunsamlegum manna- ferðum við togarann Svein Jónsson KF. 9, sem komið hafði til hafnar fyrr um morguninn. Við nánari eftirgrennslan kom upp grunur um tilraun til smygls og var tollgæslan í Keilavík því látin vita. Að sögn Zakaríasar Hjartarsonar, deildarstjóra tollgæslunnar í Keflavík, fundust við leit þessa 8 hljómflutningstæki, sem ekki höfðu komið fram við tollskoðun um morgun- inn. Hafa tveir skipverjar nú viðurkennt að eiga varn- ing þennan, sem gerður hefur verið upptækur. Togarinn var að koma af veiðurn, en þangað fór hann beint úr söluferð. epj. Lögregluvörður var við togarann meðan síðari leitin fór fram. Fékk á sig brotsjó Albert GK 31 frá Grinda vík fékk á sig brotsjó er skipið var á leið til heima- hafnar sl. sunnudagskvöld. brotnuðu nokkrar rúður í brúnni og sjór komst inn í hana og skemmdust ein- hver tæki þar. Veður var slæmt, suð- austan hvassviðri og þungur sjór við suður- ströndina. - epj. Vetur konungur gerir vart við sig En þó vetri og snjó fylgi gaman, skulum við einnig muna eftir smáfuglunum. Raforkusala til aldraðra: Vetur konungur hefur undanfarna daga gert vart við sig ef svo má segja, eftir fádæma veðurblíðu. Munu halda sömu fríðindum áfram - þrátt fyrir sameiningu rafveitnanna Nokkuð hefur borið á ó- ánægju meðal eldri borg- ara þeirrasveitarfélagasem veittu öldruðum fríðindi varðandi rafmagnskostn- að áður en rafvehurnar voru sameinaðar. Ástæða óánægjunnar er, að eftir sameiningu rafveitnanna við Hitaveitu Suðurnesja hafa fríðindi þessi verið felld niður. Af þessu tilefni höfðum við samband við Ingólf Aðalsteinsson hjá Hitaveit- unni. Hann hafði þetta um málið að segja: „Okkur hef- ur reynst erfitt að fylgja þessu eftir, en þessu verður kippt í lag. Erum við nú að skoða þessi mál og reyna að finna einhvern flöt á því“. epj. ATH: Afgreiðsla Víkur-frétta er flutt að Vallar- götu 14, Keflavík. Spumingin: __Ferð þú á__ þorrablót? Haraldur Brynjólfsson: „Hef gert það, fer þó ekki í vetur, býst ég við, en mér finnst þorramatur góður“. Gunnar Rúnarsson: „Vonandi fer ég á eitt með fólkinu á mínum vinnu- stað. Þó finnst mér allt þetta súrsaða vont“. Gísli Gíslason: „Eg reikna með því, þorramatur er langbestur, sérstaklega súrmaturinn“. Þorbjörg Þorgrímsdóttir: „Já, enda er allur þorra- matur mjög góður“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.