Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1986, Síða 2

Víkurfréttir - 30.01.1986, Síða 2
2 Fimmtudagur 30. janúar 1986 VÍKUR-fréttir yfiKun Útgefandi: Víkur-fréttir hf. Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 14, II. hæð - Sími 4717 - Box 125 - 230 Keflavík Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Emil Páll Jónsson, heimasími 2677 Páll Ketilsson, heimasími 3707 Fréttastjóri: Emil Páll Jónsson Auglýsingastjóri: Páll Ketilsson Upplag: 4500 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes hvern fimmtudag. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Setning, tilmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF.. Keflavík fi Skíðaáhugamenn Munið símsvarann í síma 1111 Allar upplýsingar veittar í símsvaranum eftir kl. 9 á morgnana. Skíðafélag Steindór Suðurnesja Sigurðsson Fasteignaþjónusta Suðurnesja KEFLAVÍK - NJARÐVÍK: 2ja herb. frágengin íbúð við Heiðarhvamm .... 1.350.000 Rishæð við Hátún, 3ja herb. góð íbúð. Góðir greiðsluskilmálar .............................. 1.170.000 2ja og 3ja herb. íbúðir tilb. undir tréverk, við Heiðarholt. Verö frá ........................... 1.300.000 Góð 2ja herb. íbúð við Háteig (sexbýli) ........ 1.450.000 3ja herb. góö ibúö viö Mávabraut. Útb. aöeins 45% á 12 mánuðum, eftirstöðvar lánaöar meö 20% vöxtum ..................................... 1.500.000 3ja herb. efri hæð við Faxabraut, laus strax ... 1.500.000 3ja herb. stór kjallaraíbúð við Hafnargötu. Laus strax .......................................... 1.200.000 Hæð og ris við Hafnargötu, 5 svefnherbergi, eng- ar áhvílandi veðskuldir ........................ 2.100.000 110 ferm. efri hæð við Hátún. Sér inng., engar áhvílandi veðskuldir. Bilskúr fylgir einnig .... 2.400.000 114 ferm. neðri hæð (kjallari), góð íbúð, sér inng. 1.800.000 4ra herb. efri hæð, sér inng. við Háteig m/bílsk. 2.650.000 4ra til 5 herb. ibúð við Hringbraut (Flugv.veg) með bílskúr. Skipti á ódýrari eign æskileg .... 2.050.000 3ja herb. góö íbúö viö Fífumóa. Ath. útborgun í íbúðinni aðeins 40% sem greiðist á 12 mán. .. 1.450.000 Einbýlishús til sölu við Kirkjubraut, Njarðvikur- braut og Háseylu í l-Njarðvík. Verð frá ....... 1.850.000 120 ferm. fokhelt einbýlishús við Móaveg. Teikn- ingar fyrirliggjandi. Nánari uppl. á skrifstofunni. Lítið eidra einbýlishús við Klapparstíg í Keflavík, laust fljótlega ................................ 1.180.000 GRINDAVÍK: Höfum úrval eigna á skrá i Grindavík, s.s. Viðlagasjóðshús, einbýlishús við Mánagötu, Marargötu, Efstahraun, Borgar- hraun og víðar, efri hæð við Víkurbraut o.fl. Heiöarholt, Keflavik: Höfum til sölu ný parhúsvið Heiðarholt með bilskúr. Skipti möguleg. Verð frá 2.650.000 Heiöarbraut 17, Keflavík: 138 ferm. nýlegt einbýlis- hús á mjög góðum stað. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavik - Simar: 3441, 3722 Sparisjóðurinn í Keflavík: Heldur fyllilega sínu í Víkurbæjarmálinu Víkur-fréttir leita svara við því, hvers vegna Spari- sjóðurinn bauð ekki í Víkurbæjareignirnar, og hvernig þau mál standa í dag Víkurbæjarhúsið, sem nú hefur komist í eigu Sparisjóðsins. Á síðara nauðungarupp- boðinu á húseignum þrota- bús Víkurbæjar að Hafnar- götu 21 og 23 á þriðjudag í síðustu viku, átti Árni Samúelsson, fyrri eigandi Víkurbæjar, hæsta boð og voru slegnar eignirnar á 10 milljónir. Nokkra athygli hefur vakið að annar stærsti kröfuhafinn, Sparisjóður- inn í Keflavík, bauð ekki í eignirnar. Til að fá fregnir af því hvað væri á seyði, hafði blaðið samband við Pál Jónsson, sparisjóðsstjóra. Hann hafði þetta um málið að segja: „Þegar uppboðið fór fram höfðu staðið yfir samningar milli Árna Samúelssonar og Spari- sjóðsins í Keflavík og hefur þeim nú lyktað þannig, að Sparisjóðurinn yfirtekur alla húseignina að Hafnar- götu 21-23, samtals ca. 1.550 m2 á fjórum hæðum og kjallara. Er kaupverðið lægra en Sparisjóðurinn hefði þurft að bjóða í Víkur- bæjarhlutann, sem eru tvær hæðir og kjallari. Við gjaldþrot Víkurbæj- ar var fasteign verslunar- innar metin til söluverðs af þar til kvöddum mats- mönnum á kr. 15.6 millj., en brunabótamat _þess hluta er 29 milljónir. Áætl- að söluverð tveggja efstu hæðanna er ca. 5 millj. kr., þannig að ljóst má vera að Sparisjóðurinn kemur ekki til með að tapa neinu í við- skiptum við Víkurbæ“, sagði Páll að lokum. Eins og sjá má af ofanrit- uðu hefur Sparisjóðurinn nú tekið við öllu húsinu, þ.e. fjórum hæðum ásamt kjallara. - epj. Bikarkeppni KKÍ, UMFN-KR 82-71 (44-41); „Er sama hverja við fáum í undanúrslitum“ -sagði Gunnar Þorvarðarson, eftir sigurinn á KR „Mér er alveg sama hvaða lið við fáum í undan- úrslitum. Þetta eru allt frek- ar jöfn lið sem eru eftir. Svo spilast þessir bikarleikir alltaf öðruvísi en deildarleik ir“ sagði Gunnar Þorvarð- arson, þjálfari UMFN eftir sigurleik þeirra gegn KR sl. þriðjudagskvöld í Njarðvík. Njarðvíkingar unnu nokkuð öruggan sigur þó svo liðið hafi ekki verið mjög sannfærandi í fyrri hálfleik. Lokatölur urðu 82-71 eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 44-41 fyrir UMFN. Heimamenn byrjuðu þó leikinn vel, komust í 10-4 en þá fóru röndóttu strák- arnir úr vesturbænum að bíta frá sér og komust yfir 10-13 og náðu mest 9 stiga forskoti. UMFN jafnaði síðan 31-31 og leiddi svo í hálfleik eins og áður segir með 3 stigum, 44-41. Svo virtist sem allt púður hafi farið úr KR-ingum við að drekka djúsinn í leik- leikhlé, því Njarðvíkingar náðu strax afgerandi for- ystu sem varð mest 15 stig, 70-5^,þegar um 6 mín. voru til leiksloka. Ellefu stig skildu svo í lokin, 82-71. Öruggur sigur meistaranna, Þar bar helst til tíðinda nokkrum mínútum fyrir leikslok að þeir Kristinn Einarsson og Birgir Mika- elsson voru reknir út úr húsinu eftir að hafa lent í stimpingum. Það þýðir lík- lega eins leiks bann. „Hreiðar hélt Birgi gjör- samlega niðri í vörninni og líklega hefur honum verið farið að leiðast gæslan úr því hann æsti sig svona við Kristin" sagði Gunnar Þor- varðarson um þetta atvik. Njarðvíkurliðið var jafnt í þessum leik, enginn skar- aði verulega framúr og allir sem léku, átta af tíu skor- uðu. Jóhannes þó mest eða 22 stig, V alur 18, Árni og Isak 10 hvor, Hreiðar 9, Helgi 8, Kristinn 3 og Ingi- mar 2 stig. Stigahæstur KR-inga var Birgir Mikaelsson með 20 stig og hefði eflaust skorað miklu meira ef ekki hefði komið til góður varnarleik- ur Hreiðars. Þau lið sem eftir eru í 4ra liða úrslitum eru Haukar, Valsmenn, ÍBK og UMFN. -pket. KR vann UMFN í l.deild kvenna UMFN og KR áttust við í l.deild kvenna að úrvals- deildarleiknum loknum. KR sigraði UMFN í þeirri baráttu með 55 stigum gegn 33, staðan í hálfleik var 26- 21 fyrir KR. í lið UMFN vantaði þær Þórunni, Maríu og Katr- ínu og munaði um minna. -pket.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.