Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1986, Side 7

Víkurfréttir - 30.01.1986, Side 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 30. janúar 1986 7 Skagaröst KE 70 - Nýtt nafn í flotann Nýlega urðu eigendaskipti að m.b. Axeli Eyjólfs KE 70, er Guð- mundur Axelsson keypti hlut meðeiganda síns, Helga Hermanns- sonar, í bátnum. Jafnhliða þessu hefur verið skipt um nafn á bátnum og heitir hann nú Skagaröst KE 70 og hefur hinn gamalkunni skip- stjóri, Halldór Brynjólfsson, tekið við bátnum. - epj. Keflavíkurbær: Kaupir bærinn læknabústaðinn? Keflavíkurbær hefur leit- að eftir kaupum á lækna- bústaðnum að Sólvalla- götu 8 í Keflavík. Var málið tekið fyrir í skólanefnd Keflavíkur 16. jan. sl. og þar var þessari ákvörðun fagnað. Jafnframt samþykkti skólanefndin að ítreka mikilvægi fyrri samþykkta um að kennsla fatlaðra barna af Suðurnesjum flytj- ist sem fyrst í heimahérað. epj. Læknabústaðurinn að Sólvallagötu 8 Orðsending til foreldra - þeirra barna, sem fara með Steindóri í Bláfjöll Borið hefur á því að krakkar sem fara með Steindóri upp í Bláfjöll, finnast ekki þegar fara á heim, vegna þess að þau hafa farið áður með foreldr- um eða vinum. Vegna þess að þau hafa ekki látið vita hefur þetta oft seinkað brottför ofan að, meðan leitað hefur verið viðkom- andi barna. Hefur þessi seinkun oft komið sér illa. Eins hefur borið á því að krakkar séu enn uppi í brekkum þegar tími brott- farar rennur upp. Hefur þetta m.a. einu sinni kostað það að rútan komst ekki heim fyrr en morguninn eftir. Að sögn Steindórs Sig- urðssonar hefur einnig borið á því að krakkar telja sig hafa týnt skíðaskóm, og fyrir stuttu var meðal annars snúið við út af slíku, á stað þar sem áður hafði verið stoppað til að setja undir keðjur. Við leitina lenti rútan síðan út af veg- inurn og þurfti að fá 55 manna rútu héðan að sunnan til að draga hina upp á veginn. Síðan kom í ljós að viðkomandi hafði gleymt skónum heima hjá sér. Þá vill Steindór koma því á framfæri að krakkarnir séu ekki að snæða nesti sitt á leiðinni, slíkt sé t.d. alveg bannað í Reykjavíkurbíl- unum. Enda hlytistafþessu mikill óþrifnaður og í Blá- fjöllum sé góð aðstaða til að snæða nesti sitt. - epj. SIGURVEGARf í VAXTAKAPPHLAUPINU SPARISJÓÐURINN

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.