Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 30.01.1986, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 30. janúar 1986 VIKUR-fréttir a leið Ertu tii útlano 'p u Útvegsbankinn hefur að baki áratuga reynslu i gjaldeyrismálum og býður upp á 5 gerðir af ferðatékkum. Auk þess tékka i öllum gjaldmiðlum. Allt afgreitt á meðan þér bíðiö, - að sjálfsögðú Útvegsbankinn býður eftirtalda gjaldmiðla i ferðatékkum: bandaríkjadali steríingspund V-þýsk mörk peseta hollenskar flórínur (nýtt) Aðrir gjaldmiðlar afgreiddir i tékkum. ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA Hafnargötu 60 - Simi 1199 Keflavik Að sigra sorg Sorgin er aldrei velkominn gestur, en þó svo mikill og raunverulegur hluti af lífi okk- ar manna. Eina staðreyndin sent við vitum með vissu í líf- inu, er að við munum deyja. Allir deyja einhvern tíma. Engin mannleg reynsla getur svo umturnað lífinu sem sorg við andlát ástvinar. Það er eins og hluti af manni sé farinn, maður er ekki heill lengur. Vilhjálmur Vilhjálmsson, heitinn, skráði svo vel tilfinn- ingar sínar rétt fyrir sitt eigið andlát: Mér finnst ég varla heill né hálfur [maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi’ ég [glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það, en samt ég verð að [segja, að sumarið líður allt of fljótt. Sumir vita hvers þeir mega vænta er þeir ganga inn í dimman dal sorga, en flest okkar hafa litla sem enga hug- mynd um hvernig vistin þar er. Ótti grípur um okkurog kvíði, stundum finnst okkur sem við séum alveg að missa glóruna. Ef slíkar tilfinningar hafa komið við hjá þér, þá leyf mér Alþýðuflokkurinn í Njarðvík: Prófkjör Alþýðuflokksfélag Njarðvíkur hefur ákveðið að viðhafa prófkjör við val á frambjóðendum flokks- ins vegna bæjarstjórnarkosninga í júní 1986. Prófkjörið mun fara fram í febrúar 1986. Kosningarétt í prófkjörinu hafa allir alþýðuflokks- menn svo og allir stuðningsmenn flokksins sem eru 18 ára eða eldri. Hér með er auglýst eftir frambjóðendum á próf- kjörslistann. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í Njarðvík við bæjarstjórnarkosningarnar 1986 og hafa skrif- leg meðmæli 10 flokksbundinna alþýðuflokks- manna. Framboðsfrestur er til kl. 22 sunnudaginn 9. feb. '86. Framboðum skal skila til formanns Alþýðu- flokksfélagsins, Hilmars Hafsteinssonar, Hæðar- götu 13, Njarðvík, eða Ásmundar Jónssonar, Hlíðarvegi 60, Njarðvík. Prófkjörsnefnd Alþýðuflokksins. að fullvissa þig að sorgin er eðlileg og heilbrigð viðbrögð við miklum missi. Sorgin er til- raun okkar til þess að græða sárin - að verða heill aftur. Það er engin ein aðferð til þess að syrgja. Hver einstaklingur er sérstakur og mun syrgja á sinn sérstaka hátt og Guð vill lækna hann persónulega. Er lost guðlegt deyfílyf? En þó svo að engir tveir ein- staklingar syrgi eins, þá eru ýmsir þættir algengir meðal syrgjenda. Eg hika við að kalia þetta stig eða þrep sorgar, heldur frekar að kringumstæð- ur leiða okkur frá einum við- brögðum til annarra, oft án nokkurrar ástæðu né skýr- ingar. Lost eða máttleysi er ein af fyrstu reynslum sorgar. Sumir telja að þetta lost vari frá tveimur tímum til tvo daga, en ég veit um fólk sem var í losti jafnvel vikum eftir andlát ást- vinar. Þeim er það svo til ómögulegt að muna hvað gerðist vikurnar eftir andlátið. Það má vel vera að lost sé guð- legt deyfilyf, ef svo má segja, sem kemur í veg fyrir bráðan dauða, þegar við fréttum af andláti vinar. Einn varnarleikur manns- ins við andlátsfregn, er þrálát vantrú. Sumir sérfræðingar kalla þetta neitun. En þessi viðbrögð koma fram mjög fljótlega eftir andlátsfregn. Ung stúlka fór á sjúkrahús- ið til að vitja föður síns. Hún vissi ekki að hann var þegar látinn. Starfsfólk sjúkrahúss- ins og aðstandendur höfðu reynt að ná sambandi við hana, en tókst ekki, þar sem hún var á leið til sjúkrahúss- ins. Hún leit inn um glugga á gjörgæslunni og sá fjölskyld- una þar umhverfis sjúkrarúm- ið. Presturinn var þar einnig. Hennar fyrstu viðbrögð voru að hlaupa út úr sjúkrahúsinu svo enginn gæti sagt henni fréttirnar. Ef enginn segði henni neitt, þá þyrfti hún ekki að trúa því. Fyrir henni voru neitun og lost viðbrögð sem komu fram samstundis og hún gerði sér grein fyrir andláti föður síns. Reiði algeng viðbrögð Margir verða haldnir mikl- um ótta og kvíða sem heltekur þá og lamar. Sumir kvíða því næsta sem gerist í lífi þeirra, aðrir óttast einmanaleikann og enn aðrir segjast óttast myrkrið. Reiði er mjög algeng við- brögð sorgar. Fólk getur verið reitt út í lækninn, hjúkrunar- konurnar eða sjúkrahúsið, prestinn, einstaklinginn sem dó, eða jafnvel sjálfan sig. Það er einnig nokkuð algengt að syrgjendur séu reiðir út í Guð. Þriggja barna móðir hafði misst nána ástvini hvað eftir annað á mjög skömmum tíma. Síðast dó yngsti sonur hennar. Hún var ákaflega reið út í Guð, en safnaðarsystkini hennar skömmuðu hana fyrir slíkar tilfínningar. Þvílíkur léttir var það henni þegar hún loksins uppgötvaði að Guð hefur jafn mikinn áhuga á að hlusta á reiði hennar eins og gleði hennar. Hún hitti ein- stakling sem leyfði henni að láta reiðina í Ijós, hún talaði einnig við Guð um reiðina, - og árangurinn? - Sættir við Guð. Lífíð úr fókus Þegar neitun og reiði bera engan árangur og þegar reynt hefur verið að fá loforð frá Guði án þess að tapið sé bætt, leggjast margir í þunglyndi. Þetta einkennist af tilfinning- um vonleysis, hjálparleysis, örvæntingar, uppgjafar, á- hugaleysis eða ákafrar leitar að hinum látna. Sumir missa matarlystina, geta ekki sofíð og hafa ekki áhuga á neinu nema hinum látna. Höfuð- verkur, bakverkur, þyngsli fyrir brjósti, að maturinn bragðast eins og sandur, munnþurrkur og flökurleiki, er reynsla margra. Þeir geta ekki einbeitt sér að neinu nema þeim ástkæra sem nú er horfi- inn. Hæfileiki þeirra til að vinna skipulega virðist gjör- samlega horfinn. Eg held að besta hugtakið til þess að lýsa þessu ástandi sé: ,,að lífið sé úr fókus“. Þessar tilfinningar og lík- amsástand sem við höfum lýst hér, eru ósköp eðlileg við- brögð við andlát ástvinar. En er tíminn líður og einstakling- urinn fær góðan stuðning þar sem hann getur látið tilfinn- ingar sínar í Ijós og tjáð sökn- uðinn, þá hverfur þessi níst- andi sorg og lækning - sigur á sorginni - verður trúanlegur raunveruleiki. Lækning sorgarinnar er ekki beint strik upp á við, það koma tímar þegar sorgin virð- ist hellast yfír mann aftur. Hátíðisdagar og afmæli hafa sérstakan hæfileika til þess að ýfa upp gömul sár, en sorgin verður ekki eins þungbær og fyrr, því sárin eru byrjuð að gróa. Við ættum ekki að forðast sorg eða líta fram hjá henni. Fyrr eða síðar fáum við að finna fyrir henni. En til þeirra sem hafa misst ástvin við and- lát eða fráskilnað og til þeirra sem standa andspænis sínum eigin dauða, vil ég segja: „Leyf- ið sorginni að koma, hún er þér lækning". Þröstur B. Steinþórsson Vantar umferðarmerki Daglegur vegfarandi um Miðnesheiði hringdi: „Ég er sammála því sem fram kom í blaðinu nýlega, að hestamenn eigi að bera endurskinsmerki þar sem nauðsynlegt reynist oft að ríða meðfram veginum. En á þessum kafla, frá hest- húsahverfinu að Sandgerð- isafleggjara og þaðan út í Keflavík, mætti hiklaust setja upp u'mferðarmarki sem sýndu ríðandi umferð, og einnig merki um að þessi afleggjari væri leiðin út í Sandgerði. Ókunnugir aka oft framhjá honum og út í Garð. Einnig bið ég ökumenn sem þarna aka, að taka tillit til hestamanna og hægja aðeins ferðina á ökutækj- um sínum“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.