Morgunblaðið - 02.11.2015, Side 1
M Á N U D A G U R 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 257. tölublað 103. árgangur
FRAMFARIR
Í LÆSI Á
ÖLLUM ALDRI TÓNLEIKAR Á AIRWAVES
ÞESSI VERK
VORU ENGINN
DANS Á RÓSUM
HIDE YOUR KIDS 29 ÍSLENSKIR SLÁTTUHÆTTIR 26REYKJANESBÆR 10
Möðruvallatilrauninni 2014-2017
er lokið og var þá nautunum sem
tóku þátt í tilrauninni slátrað.
Stjarna tilraunarinnar, nautið
ÞórSari, var ekki með þyngsta fall-
ið en hann var þyngstur á fæti frá
upphafi. Þyngsta fallið hafði Búði
frá Búðarnesi sem auk þess gaf
áberandi besta kjötið.
Tilraunin hefur sýnt fram á að
betri árangur næst ef naut eru alin
upp á korni og heyi fremur en heyi
eingöngu. Þóroddur Sveinsson,
lektor við Landbúnaðarháskóla Ís-
lands og stjórnandi tilraunarinnar,
segir að kornkálfarnir skili um 75
þúsund króna tekjum umfram hey-
kálfana. »9
ÞórSari ekki þyngst-
ur eftir slátrun
Símahleranir
» Heimild til símahlerana var
veitt í 715 af 720 skiptum sem
lögregla óskaði eftir frá 2009-
2013.
» 65 af 98 úrskurðum um
hleranir frá 2008-2010 voru
vegna innflutnings fíkniefna.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Allir eru sammála um að það þurfi
meira aðhald í þessum málaflokki.
Einnig þarf að skoða það álag sem er
á héraðsdómurum. Þeir taka við hler-
unarbeiðnum frá lögreglu meðfram
sínum störfum. Á þá er mikill þrýst-
ingur um að málin gangi hratt fyrir
sig. Það er ein leið sem verður að
skoða – hversu vel dómstólar landsins
eru í stakk búnir til þess að fjalla um
þessi mál,“ segir Skúli Magnússon,
formaður Dómarafélags Íslands, um
lagaumhverfi og framkvæmd síma-
hlerana lögreglunnar á Íslandi. Dóm-
arar á Íslandi veittu heimild til síma-
hlerana í 99,3% tilfella þegar eftir því
var leitað á árunum 2009-2013.
Í lokaritgerð sem Oddur Ástráðs-
sonar skilaði í meistaranámi í lög-
fræði frá Háskóla Íslands um síma-
hlustanir, færir hann rök fyrir því að
víða sé pottur brotinn í lagalegu um-
hverfi og framkvæmd hlerana. „Það
er ef til vill ofsögum sagt að veiting
heimilda til símahlustana sé af hálfu
dómstólanna hugsunarlaus stimpilat-
höfn […] Hins vegar er jafnljóst að
brotalamir eru á bæði lagaumhverfi
og framkvæmd símahlustana sem
kunna að bjóða hættu á misnotkun
heim,“ segir í ritgerðinni.
Hætta á misnotkun hlerana
Hleranir veittar í 99,3% tilfella þegar lögregla óskaði eftir því Mikill þrýst-
ingur á að mál gangi hratt fyrir sig Brotalamir í lagaumhverfi og framkvæmd
MSakborningar eiga … »4
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur
samþykkt að láta gera athugun á
framkvæmd gjaldeyrisreglna bank-
ans. Tilefnið er m.a. nýlegt bréf
umboðsmanns Alþingis þar sem at-
riði í framkvæmdinni eru gagnrýnd.
Þórunn Guðmundsdóttir, formað-
ur bankaráðs, staðfestir að málið sé
í vinnslu. Viðræður standi yfir við
tiltekinn aðila um að taka að sér
rannsókn málsins. Hún vildi að
öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Samkvæmt öruggum heimildum
Morgunblaðsins hefur Seðlabank-
inn leitað til Lagastofnunar Há-
skóla Íslands varðandi þessa rann-
sókn.
Stendur til að láta rannsaka ann-
ars vegar lagalegan grunn um-
ræddra reglna, og framkvæmd
þeirra, og hins vegar lagaheimildir
fyrir stofnun Eignasafns Seðla-
banka Íslands (ESÍ). Umrætt bréf
Tryggva Gunnarssonar, umboðs-
manns Alþingis, var sent til seðla-
bankastjóra, formanns bankaráðs,
fjármála- og efnahagsráðherra og
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis í byrjun októbermánaðar.
Gagnrýndi Tryggvi þar m.a. að
hann skyldi ekki hafa fengið réttar
upplýsingar frá fulltrúum Seðla-
bankans og efnahags- og viðskipta-
ráðuneytisins í ársbyrjun 2011
varðandi það hvort lögáskilið sam-
þykki ráðherra fyrir gjaldeyrisregl-
unum væri fyrir hendi. Án þessa
samþykkis gátu reglurnar ekki tal-
ist viðhlítandi refsiheimild. Samt
kærði bankinn einstaklinga fyrir
meint brot.
Þá kvaðst umboðsmaður ekki sjá
að „ótvíræður lagagrundvöllur hafi
verið til staðar“ þegar Seðlabank-
inn flutti eignir til ESÍ.
Bankaráðið vill rannsókn
Bankaráð Seðlabankans lætur sérfræðinga yfirfara gjaldeyrisreglur bankans
Framkvæmd reglnanna verður rannsökuð Tilfærsla eigna í ESÍ líka könnuð
Aðsókn í hvalaskoðun hefur aukist mikið sam-
hliða hraðri fjölgun ferðamanna. Síðustu ár er
það svo að hvalaskoðun er starfrækt allan ársins
hring. Í gær fór úr höfn bátur, fullur af ferða-
mönnum, á vegum hvalaskoðunarfyrirtækisins
Eldingar. Ferðamennirnir láta ekki íslenska
kuldann stöðva sig frá því að líta stærstu spen-
dýr hafsins, hvalina, augum í náttúrulegu um-
hverfi sínu.
Setja kuldann ekki fyrir sig í hvalaskoðun
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn fara í hvalaskoðun við landið allan ársins hring
Lík 162 far-
þega, af þeim 224
sem fórust þegar
rússnesk far-
þegaþota hrap-
aði á Sínaí-
skaga, voru flutt
til Rússlands í
nótt frá Kaíró.
Orsakir slyssins
eru enn óljósar
og deilt er um
samskipti flugstjórans við flug-
umferðarstjórn í aðdraganda þess.
Yfirlýsingar Íslamska ríkisins um
ábyrgð á hrapi flugvélarinnar eru
dregnar í efa af ráðamönnum í
Kaíró og Kreml. »15
Deila um atvik í að-
draganda slyssins
Ljós Rússar syrgðu
hina látnu í gær.
Morgunblaðið hefur líka örugg-
ar heimildir fyrir því að banka-
ráð Seðlabankans hafi sam-
þykkt að greiða Þórarni G.
Péturssyni, aðalhagfræðingi
bankans, laun fyrir setu í pen-
ingastefnunefnd Seðlabankans.
Ákvörðunin er afturvirk og felur
í sér að Þórarinn fær sennilega
2-3 milljónir króna vegna
ógreiddrar stjórnarsetu á um
tveggja ára tímabili, eða yfir
100 þúsund á mánuði. »6
Fær auka-
greiðslur
HAGFRÆÐINGUR HJÁ SÍ
Eerlendar rannsóknir á heilsu-
fari flugfreyja og -þjóna hafa sýnt
fram á ýmiss konar líkamleg og
andleg einkenni sem leitt hafa til al-
varlegra sjúkdóma. Ásta Kristín
Gunnarsdóttir, flugfreyja og hjúkr-
unarfræðingur, hefur rannsakað
heilsufar starfssystkina sinna hér á
landi. Hún segir starfsánægjuna
mikla en vissulega sé álagið mjög
mikið. Full þörf sé á að framkvæma
frekari rannsóknir, enda sé sér-
staða stéttarinnar mikil á vinnu-
markaðnum. Forvarnir og fræðsla
auki heilbrigði. »16
Mikið álag á flug-
freyjum og -þjónum