Morgunblaðið - 02.11.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kristinn Björnsson, fv.
forstjóri Skeljungs, lést
laugardaginn 31. októ-
ber sl. eftir skammvinn
veikindi, 65 ára að
aldri.
Kristinn fæddist í
Reykjavík 17. apríl
1950, sonur Björns
Hallgrímssonar for-
stjóra og Emilíu Sjafn-
ar Kristinsdóttur hús-
freyju.
Kristinn ólst upp í
Reykjavík og varð
stúdent frá MR 1970.
Hann lauk lögfræði-
prófi frá Háskóla Íslands 1975 og
varð héraðsdómslögmaður tveimur
árum síðar. Hann starfaði sem lög-
fræðingur hjá borgarverkfræðingi
Reykjavíkurborgar 1975-1976 og
rak lögmannsstofu ásamt Gesti
Jónssyni hrl. og síðar Hallgrími B.
Geirssyni hrl. frá 1976-1982.
Kristinn varð forstjóri Nóa-
Síríusar og Hreins hf. árið 1982 og
gegndi því starfi til 1990 er hann var
ráðinn forstjóri Skeljungs. Kristinn
lét af störfum hjá Skeljungi að eigin
ósk haustið 2003. Frá árinu 2005 var
hann einn eigenda
fyrirtækisins Líflands
ehf. og starfandi
stjórnarformaður
þess.
Kristinn gegndi
ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir atvinnu-
rekendur og samtök
þeirra. Hann sat í
stjórn Félags ís-
lenskra iðnrekenda á
árunum 1983-1990 og
var varaformaður um
skeið, átti sæti í
stjórn og fram-
kvæmdastjórn Versl-
unarráðs Íslands 1986-1996, í stjórn
og samningaráði Vinnuveitenda-
sambands Íslands 1988-1999 og
varaformaður á árunum 1992-1995.
Við stofnun Samtaka atvinnulífsins
árið 1999 settist hann í stjórn og
framkvæmdastjórn og sat þar um
árabil.
Á sínum yngri árum var Kristinn
virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins.
Átti hann sæti í stjórn Heimdallar
1973-1975, var varaformaður Vöku,
félags lýðræðissinnaðra stúdenta,
og var í stjórn SUS 1983-1985.
Kristinn var formaður Baldurs, fé-
lags ungra sjálfstæðismanna á
Seltjarnarnesi, árin 1979-1981 og
formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna á Seltjarnarnesi 1983-
1985. Þá var hann um skeið í
fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins.
Kristinn sat í stjórnum fjölda fyr-
irtækja, eins og hjá H. Benedikts-
syni, Nóa-Síríusi , Sjóvá, Eimskip,
Haraldi Böðvarssyni hf., Hraðfrysti-
húsi Eskifjarðar, Hans Petersen,
Plastprenti, Straumi fjárfestinga-
banka hf. og Líflandi ehf.
Eftirlifandi eiginkona Kristins er
Sólveig Pétursdóttir, fv. þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, dómsmála-
ráðherra og forseti Alþingis. Eign-
uðust þau þrjú börn; Pétur Gylfa,
Björn Hallgrím og Emilíu Sjöfn.
Björn Hallgrímur og kona hans,
Herborg H. Ingvarsdóttir, eiga fjög-
ur börn; Ingu Bríeti, Kristin Tjörva,
Einar Ísak og Markús Braga.
Kristinn átti sæti í stjórn Árvak-
urs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á
árunum 2005-2008.
Morgunblaðið þakkar Kristni
störf í þágu blaðsins og sendir fjöl-
skyldu hans og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Andlát
Kristinn Björnsson
Davíd Bartimej Tencer var á laug-
ardag vígður biskup yfir Reykja-
víkurbiskupsdæmi kaþólsku kirkj-
unnar. Nýverið samþykkti páfi
afsögn Péturs Bürcher af heilsu-
farsástæðum, en hann hafði þá
gegnt biskupsstöðu í 21 ár.
Davíd er fæddur árið 1963 í Nová
Baòa í Slóvakíu. Hann hlaut prest-
vígslu 15. júlí 1986. Hann kom til Ís-
lands árið 2004, var skipaður að-
stoðarprestur í Maríusókn í
Breiðholti í Reykjavík og hóf um
leið íslenskunám. Árið 2007 var
hann skipaður sóknarprestur í sókn
heilags Þorláks á Reyðarfirði.
Davíd segir í samtali við Morgun-
blaðið að nú taki við skipulagning
og undirbúningur fyrir ár misk-
unnarinnar sem páfi hefur mælt
fyrir um að eigi að hefjast 8. desem-
ber. Þá segir hann sín markmið
snúast fyrst og fremst um að efla
kaþólsku kirkjuna hér á landi og
nefnir byggingu kirkna að kaþ-
ólskum sið. Talsvert hefur fjölgað í
söfnuðinum á undanförnum árum.
isak@mbl.is
Tencer tekinn við sem biskup kaþólskra á Íslandi
Nýr biskup í nyrsta
biskupsdæmi kaþólskra
Ljósmynd/Lárus Bjarnason
Vígsla Pétur Bürcher, til hægri á myndinni, vígir Davíd Bartimej Tencer.
Greiningardagur fór fram í Þjóð-
minjasafninu í gær. Þar gafst lands-
mönnum tækifæri til að fá gripi
sína greinda eftir aldri, efni og upp-
runa. Safnið getur þá um leið skráð
upplýsingar um þá gripi sem eru til
á heimilum landsmanna.
Á myndinni hér að ofan má sjá
silfurmuni þeirra Kristínar Höllu
Jónsdóttur og Sigurðar B. Þor-
steinssonar. Gripirnir eru frá árinu
1845, smíðaðir í Lundúnum og inni-
halda 92,5% hreint silfur. Þeir
komu til landsins á árum seinni
heimsstyrjaldarinnar en það var
faðir Sigurðar, Þorsteinn Eyjólfs-
son úr Hafnarfirði, sem kom með
þá hingað til lands. Var hann stýri-
maður á togara sem sigldi með fisk
til Bretlands þar sem hann keypti
gripina en þeir hafa verið fjöl-
skyldustolt æ síðan.
Komu á safnið með silf-
urmuni frá árinu 1845
Morgunblaðið/Eggert
Silfrið Þór Magnússon, fv. þjóðminjavörður, greinir silfurmuni Kristínar
Höllu Jónsdóttur og Sigurðar B. Þorsteinssonar en þeir eru frá 1845.
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Sena, stærsti útgefandi tónlistar á
Íslandi, mun aðeins gefa út tíu
geisladiska fyrir jólin. Þar af eru
sex nýir og restin safnplötur. Er
þetta talsverð fækkun frá fyrri ár-
um og endur-
speglar
aukna aðsókn
Íslendinga í
streymiveitur
eins og Spoti-
fy.
Ísleifur
Þórhallsson,
fram-
kvæmda-
stjóri tónlist-
ar- og
viðburðasviðs
Senu, segir fyrirtækið einfaldlega
vera að bregðast við því að geisla-
diskasala hafi farið minnkandi á
síðustu árum.
Lengra komið í Skandinavíu
„Sena sem fyrirtæki er með
nokkrar deildir og starfsemi á ýms-
um sviðum. Það þarf ekki að hafa
áhyggjur af okkur, en það má velta
fyrir sér þeirri stöðu sem tónlistar-
menn eru í á meðan þessar breyt-
ingar ganga yfir. Við fórum í það að
halda tónleika og viðburði þegar
geisladiskasala fór að dragast sam-
an, en við sáum í hvað stefndi fyrir
tíu árum. Tónlistin er í dag senni-
lega um 8% af okkar rekstri,“ segir
Ísleifur og bætir við að í Skandin-
avíu sé þróunin lengra komin. Þar
er stærra hlutfall neytenda áskrif-
endur að streymiveitum á netinu en
á Íslandi.
Aðspurður segir Ísleifur að
geisladiskaútgáfan í ár sé frekar
miðuð að eldri neytendum. Þeir
kaupa geisladiska frekar en unga
kynslóðin, sem er í meira mæli
komin yfir á netið. Sena hefur tekið
eftir því að tónlist sem er miðuð að
ungu fólki selst ekki vel í geisla-
diskaforminu.
Diskum
fækkar
um jólin
Sena gefur aðeins
út tíu geisladiska
Geisladiskar Víkja
fyrir streymiveitum.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Enginn aukakostnaður er fyrir Land-
spítalann að ráða erlenda geislafræð-
inga til starfa á
spítalanum. Þeir
sem koma hingað
til lands munu
hafa aðgang að
herbergjum sem
spítalinn á þangað
til þeir finna sér
sína eigin íbúð.
„Þetta eru
geislafræðingar
sem koma inn á
sömu kjörum og aðrir,“ segir Óskar
Sesar Reykdalsson, framkvæmda-
stjóri rannsóknarsviðs á Landspítal-
anum. „Við reynum að aðstoða þessa
einstaklinga við leit að húsnæði sem
spítalinn á en sumir finna sér húsnæði
strax.“
Þarf að tryggja réttindi
Þegar starfsfólk kemur frá útlönd-
um þarf spítalinn að taka á móti fólk-
inu, skrá það í landið og vinna töluvert
með því. Það þarf að tryggja réttindi
þess á Íslandi og m.a. hafa samráð við
Landlæknisembættið. Mikil óánægja
er meðal félagsmanna í Félagi geisla-
fræðinga með að sex geislafræðingar
hafi ekki fengið endurráðningu eftir
að hafa sagt upp störfum í verkfalli
BHM.
Sautján geislafræðingar sem störf-
uðu í 14 stöðugildum hættu störfum á
sjúkrahúsinu í verkfallinu. Fjórtán
sóttu um þegar störfin voru auglýst,
innlendir og erlendir geislafræðingar.
Verið að henda verðmætum
Katrín Sigurðardóttir, formaður
Félags geislafræðinga, sagðist í
Morgunblaðinu sl. laugardag hafa
heimildir fyrir því að átta erlendir
geislafræðingar myndu koma til
starfa.
Sagði Katrín mikillar óánægju
gæta á meðal félagsmanna með þetta
fyrirkomulag. „Við eigum ekki orð yf-
ir það hvernig er verið að henda verð-
mætum.“
Páll Matthíasson, forstjóri spítal-
ans, sagði í vikulegum pistli sínum að
spítalans biðu ærin verkefni. „Þannig
bíða þúsundir aðgerða á biðlistum,
það tekur tíma að ná sátt í starfs-
mannahópnum á ný og ná fullum af-
köstum.“
Enginn auka-
kostnaður fyrir
Landspítalann
Útvega erlendu starfsfólki húsnæði
Óskar Reykdalsson
Í Talnabrunni
Landlæknisemb-
ættisins í október
var áfengis-
neysla lands-
manna skoðuð
frá 2007-2012.
Litlar breytingar
urðu en þó má
sjá örlitla niður-
sveiflu í könnuninni árið 2009 og
má ætla að um áhrif efnahags-
hrunsins sé að ræða.
Þegar Íslendingar neyta áfengis
virðast langflestir drekka 1-3 sinn-
um í mánuði. Karlar drekka mun
meira en konur í öllum aldurs-
hópum. Á þetta við um öll árin.
Heldur dregur saman í ölvunar-
drykkju milli kynjanna í yngsta ald-
urshópnum. Konur og eldra fólk
virðast vera að auka ölvunar-
drykkju á meðan áfengisneysla
karla í yngri hópunum virðist
sveiflast lítillega eða vera stöðug.
Heildarsala áfengis var nokkru
meiri árið 2007, eða 7,5 lítrar af
hreinum vínanda, 6,9 lítrar árið
2009 og tæplega sjö lítrar árið
2012.
Áfengisþorstinn minnkaði við hrunið