Morgunblaðið - 02.11.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Aldrei hefur
verið
auðveldara
að heyra
Enn er bætt um betur með nýju
ReSound heyrnartækjunum
sem gefa eðlilega og
áreynslulausa heyrn.
Taktu þátt í framþróuninni og
prófaðu þessa hágæða tækni.
GOLDEN
LOBE
AWARDS
2014
ASSOCIATION OF
INDEPENDENT
HEARING HEALTHCARE
PROFESSIONALS
Most Innovative
Concept 2014
presented to:
Resound - LiNX
made for iPhone
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nautkálfar sem aldir hafa verið
upp á úrvals heyi og kjarnfóðri að
auki gáfu um 67 kílóa þyngra fall
og kjötið flokkast auk þess betur,
en naut sem eingöngu voru alin á
úrvalsheyi. Nautum úr báðum
flokkum Möðruvallatilraunarinnar
2014-2017 var slátrað í fyrradag.
Það kom á óvart að stjarna tilraun-
arinnar, nautið ÞórSari, var ekki
með þyngsta fallið heldur Búði frá
Búðarnesi sem auk þess gaf áber-
andi besta kjötið.
Þóroddur Sveinsson, lektor við
Landbúnaðarháskóla Íslands og
stjórnandi tilraunarinnar, segir að
kornkálfarnir skili um 75 þúsund
króna tekjum umfram heykálfana
við slátrun ríflega 19 mánaða gaml-
ir.
Eldistími ungnauta til kjötfram-
leiðslu er með afbrigðum langur
hér á landi, eða að jafnaði um 25
mánuðir á móti 16-17 mánuðum í
eins kerfum í Norður-Evrópu.
Möðruvallatilraunin gengur ekki
síst út á það að ákvarða hámarks
vaxtargetu íslenskra nauta og bera
saman árangur og hagkvæmni mis-
munandi fóðrunar. Keyptir voru
kálfar og aldir í tveimur hópum,
annars vegar í hefðbundnu eldi en
þó með úrvalsheyi og hins vegar í
sterku eldi þar sem kjarnfóðri er
bætt við.
311 kíló á 19 mánuðum
Stórum hópi var slátrað í vikunni
og voru öll nautin ríflega 19 mán-
aða. Meðalfallþungi kornnautanna
reyndist 311 kg í þurrvigt og hey-
nautanna 244 kg. Er þetta nálægt
því sem að var stefnt. Munurinn er
67 kíló auk þess sem kjötið af korn-
kálfunum flokkast betur. Þóroddur
áætlar að það muni um 75 þúsund í
tekjum þarna á milli.
Eigi að síður hafa heynautin vax-
ið vel, að mati Þórodds, og flokkun
kjötsins af þeim reyndist einnig
ágæt. Það sýnir að hans mati að
bændur geti gert betur í ungn-
autaeldinu en algengast er. Allt
voru þetta kálfar af íslenska mjólk-
urkúakyninu sem er undirstaðan í
kjötframleiðslunni. Vitað er að
holdanautablendingar vaxa mun
hraðar.
Niðurstöður hafa verið settar
jafnóðum út á Facebook-síðu til-
raunarinnar. Þóroddur segir
skemmtilegt fyrir hann sem vís-
indamann að finna hvað áhuginn
hefur verið mikill og undirtektir
góðar.
Þóroddur tekur fram að enn eigi
eftir að slátra nautum og afla frek-
ari upplýsinga og síðan að vinna úr
þeim. Til dæmis sé alveg eftir að
reikna út át nautanna og kostnað
við fóðrun þeirra.
Telur hann of snemmt að ráð-
leggja bændum um nautaeldi.
„Þegar upplýsingarnar eru komnar
fram getur hver og einn bóndi
reiknað út hvað er hagkvæmast
fyrir hann.“ Verð á heyfóðri og
korni sé afar mismunandi og menn
verði sjálfir að verðleggja það fóð-
ur sem þeir hyggjast nota í eldið.
ÞórSari stóðst ekki væntingar
Það vekur athygli að nautið sem
var þyngst á fæti frá upphafi, nr.
769, ÞórSari frá Torfum, var ekki
með þyngsta fallið þegar upp var
staðið. Nýja stjarnan kom ekki í ljós
fyrr en nautin höfðu verið felld og
skrokkarnir hengdir upp í slát-
urhús.
Þyngsta fallið reyndist vera naut
númer 260, Búði frá Búðarnesi, sem
vigtaði 332 kíló, 10 kílóum meira en
ÞórSari. Búði var með áberandi
bestu holdfyllinguna og flokkaðist
kjötið langbest af kjöti allra naut-
anna. Kjötið af ÞórSari náði ekki í
úrvalsflokk.
Kornnaut skila 75 þús-
und kr. meira en heynaut
Búði var þyngri en ÞórSari er skrokkarnir voru vigtaðir
Búði Naut númer 360 leyndi á sér
þegar það var vigtað.
Ljósmyndir/Þóroddur Sveinsson
ÞórSari Skrokkurinn á þyngsta nautinu í Möðruvallatilrauninni stóð ekki
undir væntingum. Sérstaklega vantaði upp á holdfyllingu á lærum.
Oddviti Mýrdalshrepps bindur von-
ir við að nú skapist aðstæður til að
Umhverfisstofnun hefji uppbygg-
ingu í þágu ferðafólks í Dyrhólaey.
Áformin hafi strandað á deilum
um eignarrétt á landinu.
„Það er gríðarlega gott að hafa
fengið hreina og klára niðurstöðu í
þetta mál. Það hefði þurft að gera
fyrir löngu,“ segir Elín Ein-
arsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps,
um niðurstöðu Hæstaréttar um
eignarhald á Dyrhólaey. Hæstirétt-
ur dæmdi Mýrdalshreppi og sam-
eigendum að Austurhúsum í Dyr-
hólahverfi beinan eignarrétt að
öllu landinu. Hið óskipta land Dyr-
hólaeyjar skiptist þannig, sam-
kvæmt bókun í sveitarstjórn að
hreppurinn á 53,86% eyjarinnar,
Matthildur Ólafsdóttir Valfells á
23,07%, Jón Valfells á 16,16% og
Vigfús Ásgeirsson 6,91%.
Sveitarstjórnin hefur falið sveit-
arstjóra og oddvita að ganga nú
þegar til viðræðna við sameig-
endur hreppsins um stofnun sam-
eignarfélags sem hafi það hlutverk
að koma fram fyrir hönd landeig-
enda um öll málefni eyjarinnar.
Dyrhólaey er friðland í umsjón
Umhverfisstofnunar og þangað
koma hundruð þúsunda ferða-
manna á ári. Aðstöðu er mjög
ábótavant. Elín segir mikilvægast
að lagfæra veginn út í eyjuna, gera
bílstæði og göngustíga og koma
upp salernisaðstöðu. Gert er ráð
fyrir slíku á deiliskipulagi.
helgi@mbl.is
Ráðist verði í uppbyggingu
STOFNA SAMEIGNARFÉLAG UM DYRHÓLAEY
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Töluvert magn af grjóti hrundi úr
Kirkjufjörubjarginu á Lágey Dyr-
hólaeyjar um helgina. Strax og
hrunið uppgötvaðist fóru starfs-
maður Umhverfisstofnunar og
fulltrúi frá Veðurstofu Íslands á
staðinn til að meta ástandið, hvort
hætta væri á frekara hruni.
Lögreglan var beðin um að loka
svæðinu, bæði þar sem hrunið átti
sér stað og við fjöruna, með lög-
regluborðum.
„Næsta skref er að fá þessar upp-
lýsingar frá Veðurstofunni og hafa
samband við lögregluna og almanna-
varnanefnd svæðisins og fá þá til að
meta stöðuna,“ segir Ólafur Arnar
Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverf-
isstofnun. Hann segir að tvennt sé í
stöðunni. Loka svæðinu algjörlega
með skilti og hindrunum, jafnvel
borða, en sé ekki ástæða til þess
verði farið í fjöruna með skilti og
ábendingar.
Jón Björnsson, svæðalandvörður
á Suðurlandi, sagði í samtali við mbl.
að fólk mætti eiga von á frekara
hruni á næstunni.
„Brúnin ofan bjargsins er töluvert
mikið sprungin svo við reiknum með
því að meira eigi eftir að hrynja –
frekar fyrr en síðar,“ sagði hann og
bætti við: „Við viljum því hvetja fólk
eindregið til þess að halda sig fjarri
bjarginu og vera ekki að þvælast um
í fjörunni á meðan ástandið er
svona.“
Fundað verður í dag um fram-
haldið.
Ljósmynd/ Birgir Örn Sigurðsson
Hætta á ferð Fólk er eindregið hvatt til að halda sig fjarri bjarginu enda er
hætta á frekara hruni. Brúnin ofan bjargsins er töluvert mikið sprungin.
Tveir mögu-
leikar í stöðunni
Mikið grjóthrun við Dyrhólaey
Húsfyllir var á málþingi ADHD-
samtakanna í Gamla bíói um
helgina. Yfirskriftin var „Leik-
skólar og ADHD, að skilja – styðja
og styrkja.“ Tæplega 180 manns
voru skráðir þátttakendur. Dag-
skráin fjallaði að stórum hluta um
hvernig hægt er að vinna með börn-
um á leikskólaaldri og hvernig
hægt er að koma til móts við þeirra
þarfir.
Elín H. Hinriksdóttir, formaður
samtakanna, setti þingið. Í setning-
arræðu sinni sagði hún meðal ann-
ars að koma yrði til móts við börnin
þar sem þau væru stödd.
„ADHD-samtökin hafa fundið
fyrir að vandinn er mikill og til
samtakanna leita iðulega foreldrar
sem eru orðnir úrkula vonar um að
fá þjónustu fyrir barnið sitt.
Markmið okkar á í fyrsta lagi að
vera að útrýma biðlistum. Í öðru
lagi að stytta biðtíma og veita við-
unandi aðstoð, greiningu og með-
ferð innan mjög skamms tíma. Í
stóra samhenginu er um litla upp-
hæð að ræða,“ sagði Elín.
Foreldrar í vanda leita til ADHD-samtakanna
Morgunblaðið/Ómar
Formaður Elín sagði í ræðu sinni að mark-
mið samtakanna væri að útrýma biðlistum.