Morgunblaðið - 02.11.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.11.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Fyrir fáeinum árum máttigreina neikvæðan tón þeg-ar kom að árangri gunn-skólabarna í Reykjanesbæ á samræmdum prófum og niður- stöður gáfu tilefni til aðgerða. Starfs- fólk fræðslusviðs Reykjanesbæjar hóf 2010 að leggja áherslu á sóknar- færi í málaflokknum, sérstaklega þegar kæmi að læsi og stærðfræði í leik- og grunnskólum. Þegar framtíð- arsýn í menntamálum var sett fram fyrir ári var ljóst að þær aðgerðir sem farið var í virkuðu en þær fólust í því að bæta námsárangur og um leið einkunnir á samræmdum prófum. Sem dæmi um góðan árangur má nefna að 4. bekkingar tóku miklum framförum í íslensku og hafa verið með þeim hæstu á landinu, einnig í stærðfræði. Landsmeðaltal náðist í íslensku og stærðfræði í 7. bekk í fyrra og nú er stefnan að ná því einn- ig í 10. bekk. Þá hefur brottfall úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja stór- minnkað á undanförnum árum. Að sögn Guðnýjar Reynisdóttur skólaráðgjafa og Gyðu Margrétar Arnmundsdóttur, deildarstjóra sér- fræðiþjónustu, hefur þessi góði ár- angur einkum náðst með samtaka- mætti þeirra sem koma að menntun barnanna, en verkefnið nær einnig til nágrannasveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis. Öll í sama liði „Allir sem hafa komið að þessu verkefni hafa verið jákvæðir og lagst á eitt að gera sitt besta. Skólastjórn- endur, bæjaryfirvöld, kennarar og foreldrar hafa unnið saman að því markmiði að bæta árangur í læsi og stærðfræði. Mikil samvinna er á milli kennarahópa, skólastjórnendur deila sín á milli þeirri þekkingu sem gefst vel og foreldrar fá að fylgjast náið með árangri barna sinna og geta gripið strax inn í ef þarf. Við erum öll í sama liði.“ Að sögn Gyðu hefur leshraði barna mesta forspárgildið varðandi árangur barna í lestri. Slakur lestur leiði yfirleitt af sér aðra námserfið- leika, sér í lagi á eldri námsstigum þegar námsefni þyngist. Guðný segir að samfélagið þurfi að vera vakandi þegar kemur að lestri barna því samkeppni við bókina sé orðin svo mikil. „Rannsóknir hafa sýnt að bókalestur er að minnka því við höfum aðgang að svo mörgu og samkeppnin er ströng. Ég held að lausnin gæti verið fólgin í því að bjóða bækur á annan hátt en bara á prenti.“ Greiningartæki mikilvæg Þær aðferðir sem hafa verið not- aðar í Reykjanesbæ eru regluleg skimunarpróf í lestri og stærðfræði. Meðal greiningartækja sem notuð hafa verið er LOGOS, norskt lestrar- greiningartæki sem sérstaklega er notað til að skima eftir lesblindu frá 3. bekk grunnskóla og upp úr. „Við hófum að þýða og staðfæra þetta tæki fyrir okkur 2006 og feng- um háskólasamfélagið til liðs við okk- ur, m.a. til þess að fá vissu um að tæk- ið veitti rétta niðurstöðu. Við gáfum það út 2008 og höfum nýtt það síðan. Greiningartækin eru mikilvæg til að hægt sé að rýna í niðurstöður hvers og eins og grípa inn í um leið,“ segir Gyða sem var ein af þeim sem komu að þýðingu og staðfærslu. Leið til læsis, sem er staðlað skimunarpróf frá Námsmatsstofnun, er notað á yngri stigum og niðurstöður þess nýttar bæði í leik- og grunnskólum til að gera starfið markvissara. Að sögn Gyðu hafa margir leik- og grunnskólar sýnt árangrinum í Reykjanesbæ athygli og komið í heim- sókn til að kynna sér aðferðirnar betur og starfsfólk hefur farið víða um land með kynningar. En hvernig kom það til að Svíar sýndu verkefninu áhuga? „Svíar eru að ganga í gegnum það sem við gengum í gegnum fyrir nokkrum árum, þ.e. niðurstöður PISA sýna slakan árangur í lestri og þeir vilja sporna við því. Háskólaráð- ið í Stokkhólmi hafði samband við Rannís sem benti m.a. á verkefni okk- ar og þeim leist ljómandi vel á. Ég held að ekki hafi síður skipt máli sú staðreynd að við getum sýnt jákvæð- ar niðurstöður vinnunnar, m.a. á ár- angri 4. bekkinga í íslensku.“ Hafnfirðingar nýta reynsluna Guðný segir að mörg sveitar- félög á Íslandi hafi notfært sér að- ferðir þeirra við eflingu læsis og kom- ið í sínar stefnumótanir. Kollegar þeirra í Hafnarfirði, sem einnig var boðið að halda erindi á ráðstefnunni í Stokkhólmi, séu að fara af stað með verkefni sem byggt sé að stórum hluta á þeirra vinnu. Að sögn Ásthildar Bj. Snorra- dóttur, talmeinafræðings og verk- efnastjóra, og Eiríks Þorvarðar- sonar, sálfræðings og fulltrúa stýrihóps í læsi, sem fóru frá Hafnar- firði á læsisráðstefnuna, kom bæði fram hjá fulltrúum bæjarstjórnar og í Lestur er lífsins leikur Sá góði árangur sem Reykjanesbær hefur náð í læsi undanfarin ár hefur spurst víða og heimsóknir hafa verið tíð- ar til bæjarfélagsins frá samstarfsfélögum sem vilja kynna sér aðferðir þar. Tveir starfsmenn fræðslusviðs voru ný- lega í Stokkhólmi þar sem þeim var boðið að segja frá þessum góða árangri í læsi á læsisstefnu þar í borg. Leið til læsis Guðný Reynisdóttir og Gyða M. Arnmundsdóttir með leikskólabörnum á Tjarnarseli sem koma í viku- legar heimsóknir á bókasafnið. Þær heimsóknir eru mikilvægar vörður á leið til læsis. Sagnagrunnurinn er kortlagður gagnagrunnur úr helstu þjóðsagna- söfnum Íslands. Á kortinu sjást jafnt sögustaðir sagnanna sem og heimili heimildarfólksins sem sagði þær. Flestar sagnirnar eru úr þjóðsagna- söfnum sem safnað var frá miðri 19. öld fram á fyrri hluta 20. aldar. Sagnirnar eru mislangar, mis- skrýtnar og trúlega að margra mati misskemmtilegar og koma hvaðan- æva af landinu. Hér er ein í styttri kantinum: „Það hefur verið sagt frá umskiptingi einum að kerling nokkur sem var með hann spurði hann einu sinni: „Hvað ertu gamall, skömmin þín?“ „Áttræður,“ svaraði drengur- inn. Var þá reynt að koma honum upp á altarið; en hann varð þá svo hár að hann komst þar ekki fyrir.“ Vinna við skráningu sagnagrunns- ins hófst 1999 að tilstuðlan Terry Gunnell, prófessors í þjóðfræði við Háskóla Íslands, en í fyrra voru gerð- ar á honum miklar endurbætur. Vefsíðan www.sagna- grunnur.com/is Morgunblaðið/Árni Sæberg Tröll Íslenskar þjóðsögur tengjast margar hverjar tröllum og álfum. Íslensku þjóðsagnirnar kortlagðar Frakkar samþykktu fyrr á árinu lög sem banna sjúklega grannar fyrir- sætur á tískusýningum og í auglýs- ingum. Lögin eru liður í að sporna við anorexíu og eru sambærileg við lög í nokkrum öðrum löndum, t.d. á Spáni, Ítalíu og í Ísrael. Samkvæmt lögunum mega þær fyrirsætur sem mælast með BMI-stuðul undir átján ekki starfa sem fyrirsætur. Bretar hafa enn ekki gengið svona langt en í þinginu hafa verið umræður um að banna tískufyrirtækjum að ráða til starfa bæði stúlkur undir lög- aldri og þær sem eru sjúklega grann- ar. Þingið skipaði nefnd til að rann- saka hvernig málum væri háttað og ræða í því skyni við leiðandi tísku- hönnuði og umboðsskrifstofur fyrir- sætna. Tilmælum nefndarinnar um að þeir kæmu til skrafs og ráðagerða um lausn vandans var hins vegar fálega tekið. Meiningin var til dæmis að ræða við Victoriu Beckham, sem legið Margar breskar tískufyrirsætur eru sjúklega grannar Spóaleggir standa víða traust- um fótum í tískuheiminum Ekki til viðtals Tískuhönnuðurinn Victoria Beckham var gagnrýnd fyrir að tefla fram allt of grönnum fyrirsætum á tískuvikunni í New York í haust. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. „Skólastjórnendur deila sín á milli þeirri þekk- ingu sem gefst vel og foreldrar fá að fylgjast náið með árangri barna sinna og geta gripið strax inn í ef þarf.“ ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.