Morgunblaðið - 02.11.2015, Page 11

Morgunblaðið - 02.11.2015, Page 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári Einkunnir á samræmdum prófum í íslensku í 4. bekk 2009-2014 2009 2010 2011 2012 2013 2014 34 33 32 31 30 29 28 27 26 25 24 Reykjanes - vegið meðaltal Reykjanesbær Reykjavík Nágreni Reykjavíkur Lína (Reykjanesbær) fræðsluráði Hafnarfjarðar að þörf væri á heildstæðri lestrarstefnu vegna slakrar niðurstöðu á PISA árið 2012. „Í framhaldi af því var stofn- aður stýrihópur til þess að leggja drög að aðgerðaáætlun fyrir bætt læsi fyrir börn í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Með stýrihópnum störfuðu tveir verkefnastjórar. Verk- efnastjórarnir byrjuðu á því að kynna sér hvað væri verið að gera varðandi læsi í nágrannasveitarfélögum eins og Kópavogi, Garðabæ, Akranesi, Ár- borg og Reykjanesbæ. Sá góði árang- ur sem Reykjanesbær hafði náð varð- andi stefnu um framtíðarsýn í læsi vakti athygli verkefnastjóra og stýri- hóps.“ Áshildur segir að í framhaldinu hafi verið ákveðið að taka grunn- línumælingar í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar og móta síðan að- gerðaáætlun sem er kölluð „Lestur er lífsins leikur“. Áhersla hafi verið lögð á að bæta læsi á öllum skólastig- um frá byrjun leikskóla til tíunda bekkjar á unglingastigi með því að vinna út frá grunnþáttum lestrar. „Hver skóli setur sér markmið til árs- ins 2020 um þann árangur sem skól- inn stefnir að í hverri skimun/prófun með áherslu á íhlutun.“ Líkt og í Reykjanesbæ er sam- vinna lykilatriði í Hafnarfirði og mun tengiliðahópur með fulltrúum frá öll- um leik- og grunnskólum Hafnar- fjarðar vinna námið með foreldrum, heilsugæslu og bókasafninu. „Innleiðing aðgerðaáætlunar- innar í Hafnarfirði er þegar hafin og verður spennandi að fylgjast með þegar fyrstu niðurstöður berast eftir skimanir/prófanir,“ segja Áshildur og Eiríkur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 Margir finna fyrir því aðlundin þyngist þegar veturnálgast og skammdegið gengur í garð. Þótt ekki upplifi allir svo mikil einkenni depurðar, kvíða, þreytu eða orkuleysis að það valdi þeim vandræðum, þá virðist þeim gjarnan fjölga á þessum árstíma sem glíma við erfiðari líðan eða þunglyndi. Það er auðvitað óhjákvæmilegt að við sem búum á Íslandi eigum nokk- uð margar stundir í rökkri eða myrkri yfir veturinn, þannig hefur það alltaf verið og verður líklega áfram um ókomna tíð. Það er kannski hægt að kalla það eðlilegt að ákveðnu marki að lundin þyngist þegar myrkrið er mest og veðrin verst. Birta og veður getur hamlað virkni margra, ekki síst þeirra sem búa við einhverskonar hömlur. Kannski er það jafn mikill hluti þjóðarsálar okkar að hægja á um vetur og það er að rífa okkur úr föt- um í 8 gráðum að vori og fara í sól- bað í sundi. Val og vald Hvernig sem því er háttað er gott að hafa ákveðna hluti í huga þegar skammdegið leggst yfir sálina. Við getum kannski ekkert gert við myrkrinu en það eru hlutir sem við getum gert sem eru þess megnugir að létta lund og tendra ljós í myrkri. Það er nefnilega þannig að við get- um passað að bera einungis þá byrði sem er en bæta ekki hlassi ofan á með hugarfari okkar og hegðun. Að við bætum ekki þjáningu ofan á þann sársauka sem óhjákvæmilegur er í því sem er eða við erum að ganga í gegnum. Þar nefnilega höf- um við bæði val og vald. Við þekkjum öll spurninguna um það hvort glasið sé hálftómt eða hálf- fullt. Við vitum öll að svarið mótast af því hvernig túlkað er en að bæði svörin eru þó jafnsönn. Mikilvægi munurinn liggur í þeim áhrifum sem hvor túlkunin fyrir sig hefur á líðan okkar og viðbrögð. Til lengri tíma dregur það úr okkur að túlka okkur ekki í vil, það veldur kvíða að búast við erfiðleikum og þyngir lundina að dæma sig hart. Ef jákvæðari túlk- unarmöguleikar geta mögulega átt við, þá er okkur einfaldlega gagn- legra að beina sjónum okkar þangað. Öll él birtir upp um síðir Það gefur okkur nefnilega kjark að túlka sigra okkar sem vísbend- ingu um getu, von að hugsa til þess að alla vinda lægir að lokum og sátt að sjá að við gerðum okkar besta og að það var nóg. Núna ríkir skammdegi á okkar ægifögru eyju. Ég býð þér að bregð- ast við. Kveiktu ljós og búðu til góða og fallega birtu yfir daginn, farðu út að ganga þann stutta tíma sem sólin skín, hittu vini og fjölskyldu, gerðu það sem þér finnst gaman og ekki gleyma að horfa til þeirra fjölmörgu góðu stunda sem hægt er að búa til ef vel er að gáð. Mundu svo að þú ert ekki ein/n. Það eru margir sem vilja og geta veitt stuðning þegar þörf er á.  Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafar- þjónusta, Skeifunni 11a, Reykjavík. www.heilsustodin.is Morgunblaðið/RAX Birta Í skammdeginu er gott að búa til fallega birtu innandyra sem utan. Heilsupistill Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur Ljós í skammdeginu hefur undir ámæli fyrir sínar ofur- grönnu fyrirsætur á tískuvikunni í New York í haust, en hún hundsaði til- mælin. Að sögn formanns nefndar- innar var sama uppi á teningnum hjá mörgum öðrum. Gínurnar gagnrýndar Þótt hægt sé að banna tiltekinn vöxt á starfandi fyrirsætum, er trú- lega erfiðara viðureignar að banna tískuverslunum að hampa gínum, sem eru í engu samræmi við vöxt venju- legs fólks. Samt var viðskiptavinum Thop Shop-tískukeðjunnar nóg boðið í sumar yfir mjóum og mjófættum gín- um verslunarinnar. Einn kvartaði á Facebook, fékk yfir þrjú þúsund „like“ á nokkrum klukkutímum og einnig fjölmiðlaumfjöllun. Í kjölfarið lofaði Thop Shop að hætta að kaupa gínur með spóaleggi. En fleiri tískukeðjur í Bretlandi, bæði breskar og alþjóð- legar, eru undir sömu sök seldar; Oas- is, Urban Outfitters, Zara og H&M svo dæmi séu tekin. Sumar gínurnar í um sjötíu verslunum Zara í Bretlandi eru yfir tveir metrar á hæð og 56 cm í mittið – slíkt vaxtarlag er trúlega líf- fræðilegur „ómöguleiki“. The Sunday Times fór nýverið á stúfana og kannaði líkamsvöxt fyrir- sætna hjá helstu umboðsskrifstofum landsins. Hjá Abercrombie & Fitch voru þær að mati næringarfræðinga hættulega mjóar í mittið miðað við hæð. Dr. Margaret Ashwell, næringar- fræðingur, sem sæmd hefur verið orðu breska heimsveldisins fyrir bar- áttu sína fyrir heilbrigði og hollustu, sagði að svona ofurgrannar stúlkur væru í meiri hættu en aðrar að deyja ungar og eiga við ófrjósemisvandamál að stríða. Gínur Lögun sumra gínanna er í litlu samræmi við vaxtarlag flestra raunverulegra kvenna.  Árangur af verklagi framtíðarsýnar eftir fjögur ár er mælanlegur, hann kemur fram sem framfarir í læsi á öllum aldri og bættum árangri á samræmdum prófum í íslensku, ensku og stærðfræði. Hann kom fyrst fram í leikskólum og á yngsta stigi og miðstigi í grunnskólum, en er ekki kominn fram að fullu á unglingastigi.  Markmiðið er að viðhalda því verklagi og góða árangri sem náðst hefur á yngri stigunum, byggja ofan á hann og ná fram sambærilegum árangri á unglingastigi, þá fyrst telst markmiðum framtíðarsýnar náð.  Hluti af því starfsfólki sem unnið hefur við uppbyggingu læsis í Reykjanesbæ er nú kominn til starfa hjá Menntamálastofnun við Þjóðarátak um læsi. Það hlýtur að auki að vera viðurkenning á læsisárangri í Reykjanesbæ.  Ráðstefnan í Stokkhólmi var alþjóðleg og nefndist á frummálinu Läs- och skrivlärning – en nationell och internationell angelägenhet. Hún var á vegum Uni- versitets- och högskolerådet í Citykonferensen í Stokkhólmi. Læsisráðstefna Guðný og Gyða með fyrirlestur sinn á læsisráðstefnunni í Stokkhólmi fyrir skemmstu. FRAMTÍÐARSÝN REYKJANESBÆJAR Í MENNTAMÁLUM Framfarir í læsi á öllum aldri Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Kamasa verkfæri – þessi sterku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.