Morgunblaðið - 02.11.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 02.11.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 Árin segja sitt1979-2015 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. SVIÐSLJÓS Björn Björnsson bgbb@simnet.is Það teygðist úr kvöldinu á hagyrð- ingamóti í menningarhúsinu Mið- garði í Skagafirði síðastliðið föstu- dagskvöld. Þar var „Ort í þágu lífsins“ eins og sagði í auglýsingu um þennan atburð og fullt hús áheyr- enda skemmti sér konunglega þegar listamenn til orða og tóna fóru á kostum. Forseti Alþingis, Einar K. Guð- finnsson, stjórnaði þingi hagyrðinga, en hann og sr. Hjálmar Jónsson höfðu frumkvæðið að samkomunni og því að allur ágóði kvöldsins myndi renna óskiptur til Skagafjarð- ardeildar Krabbameinsfélagsins. Séra Hjálmar bauð gesti vel- komna og kallaði á svið og kynnti hagyrðingana Halldór Blöndal, Sig- urð Hansen, Gunnar Rögnvaldsson og Eyþór Árnason. Síðan flutti framkvæmdastjóri Krabbameins- félags Íslands, Ragnheiður Haralds- dóttir, ávarp. Að þessu loknu tóku hagyrðingar til máls og svöruðu spurningum sem stjórnandi vék til þeirra. Meðal ann- ars spurði stjórnandi: „Hvaða drykkur annar en vatn er í uppá- haldi hjá þér?“ Þessu svaraði Sigurður Hansen: Fljótlega ég fann þess vott, við fyrsta nætursukkið. Að áfengi er ekki gott, án þess að vera drukkið. Svo hef ég reyndar síðan þá séð mig um hönd hvað þetta varðar, setið hesta og sopið á og sungið í kórum Skagafjarðar. Einnig var spurt um hver yrði næsti forseti Íslands. Þessu svaraði Halldór: Um Gálgahraun er gengið eftir göml- um tröðum, beina leið að Bessastöðum. Mjög er spurt og margan hefur mann- inn langað; séra Hjálmar horfir þangað. Gunnar svaraði: Forsetinn má hlæja hátt, og heilla fólk í röðum. Það yrði alger þjóðarsátt, um Þórólf á Hjaltastöðum. Óskað var eftir lýsingu á með- hagyrðingum, en þessu svaraði Gunnar, (en honum á hægri hönd voru Sigurður, Halldór, Hjálmar og Einar). Það mætti reka myndarbú og manna á þóftur áraskip, með forsetunum fyrr og nú, fræðimanni og kirkjugrip. Um það á hvern hátt unnt yrði að hafa meiri tekjur af ferðamönnum sagði Gunnar: Til að finna viðráðanlegt verð, skal virkja náttúrunnar helstu flokka. Rukka fyrir kopp og kamarferð, klósettpappír, dömubindi og smokka. Í vísnaefnum var víða drepið nið- ur, meðal annars var rætt um skag- firska efnahagsvæðið og umræður um „skagfirska mafíu“ og í því tilviki þingflokk Pírata. Gunnar sagði: Með sjóræningja sjálfsagt er í sagnaleitabankann. Þeir gerðu ei fleiri glennur hér, sem ganga þyrftu plankann. En er þá skagfirska mafían til? Halldór svaraði: Svipir reika að sjálfsögðu um söguslóðir Sturlungu. Það setur beyg að Birgittu hún bendlar það við mafíu. „Að mafían sé með breyttum brag“ Birgitta spyr sig, slag í slag, hver hún sé og hvar í dag, hún heldur að ’ún sé kaupfélag. En einnig kom fram að stjórn kaupfélagsins hefði heimsótt Bessa- staði og kom þá fram þessi vísa frá Gunnari: Sögu einni svo er lýst að sunnan kom með hraði. Kaupfélagið keypti víst, komplett Bessastaði. Spurt var: Ef þú fengir það hlut- verk að fara til Moskvu og tala máli Íslendinga við Vladimír Pútín, hvernig yrði ræðan þín? Halldór svaraði: Ég auðvitað mikla áherslu legði á mína voldugu skagfirsku vini. Við Pútín karlinn ég kotroskinn segði: „Ég er kunnugur Þórólfi Gíslasyni“. Um jafnréttið sagði Gunnar: Um jafnrétti ég eygi veika von vígin falla, staðan orðin svona. Við barnagæslu Bjarni Maronsson og biskupinn á Íslandi er kona. Ekki er unnt að tíunda allt það sælgæti sem flaug um salinn í fer- hendum en einnig í óhefðbundnara formi. Eyþór fann meira að segja upp nýjan bragarhátt sem félagar hans treystu sér ekki til að finna nafn á, þó að eftir væri leitað. Voru undirtektir áheyrenda slíkar að vel hefði mátt sitja lengur en til ellefu en þá var talið nóg kveðið. Um mitt kvöld var gert hlé á kveð- skap og kallaði þá Gunnar Rögn- valdsson til söngs þau Írisi Olgu Lúðvíksdóttur, Sigvalda Gunn- arsson og Jón Hall Ingólfsson sem ásamt honum fluttu frumsamið efni um ýmis þau vandamál sem þjaka þessa dagana. Flutningurinn féll í góðan jarðveg hjá áheyrendum sem þökkuðu með dynjandi lófataki. „Ég er kunnugur Þórólfi Gíslasyni“  Fullt hús á hagyrðingakvöldi í Miðgarði í Skagafirði  Afrakstur kvöldsins rann til Krabbameins- félagsins  Ortu m.a. um forsetakjör, Pírata, biskupinn, kaupfélagið og „skagfirsku mafíuna“ Morgunblaðið/Björn Björnsson Skemmtun Hagyrðingakvöldið í Miðgarði var vel sótt og hefði verið hægt að halda lengi áfram inn í nóttina. Hagyrðingar F.v. þeir Sigurður Hansen, Halldór Blöndal (í vari), Hjálmar Jónsson, Einar K. Guðfinnsson, Gunnar Rögnvaldsson og Eyþór Árnason. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hélt um helgina upp á 65 ára afmæli sitt, en sveitin var stofnuð 27. nóv- ember 1950 í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli það sama ár. Rúmlega 130 manns mættu á há- tíðina, sem haldin var á Hótel Nat- ura við Reykjavíkurflugvöll, en gest- ir voru á öllum aldri og þeir elstu á níræðis- og tíræðisaldri og hafa starfað með sveitinni í meira en hálfa öld. Á hátíðinni var Stefán Bjarnason gerður að heiðursfélaga, en hann gekk inn í sveitina árið 1954. Hefur Stefán setið í stjórn félagsins í fjölda ára, sinnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir sveitina og leiddi hann meðal annars byggingu núverandi hús- næðis sveitarinnar fyrir um 25 árum og smíði fjallaskála félagsins í Tind- fjöllum. Þá fengu einnig fjölmargir félagar heiðursorður fyrir störf sín fyrir félagið gegnum árin. Stofnfélagar sveitarinnar voru 29 talsins og fyrsti formaður var kjör- inn Þorsteinn E. Jónsson flugmaður. Síðan þá hafa 13 gegnt því embætti og voru myndir af öllum formönn- unum afhjúpaðar í tilefni af afmæl- inu í húsnæði sveitarinnar. Ljósmynd/Jón Svavarsson Heiðursverðlaun Stefán Bjarnason (t.v.) og Jóhannes Ingi Kolbeinsson, for- maður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, sem heiðraði Stefán. Stefán heiðraður fyrir sitt framlag  Flugbjörgunarsveitin orðin 65 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.