Morgunblaðið - 02.11.2015, Side 15
AFP
Fagnað Blysum var brugðið á loft.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
AKP-flokkur forsetans Recep Tayy-
ip Erdogan hlaut í kringum 50% at-
kvæða í þingkosningum sem fram
fóru í Tyrklandi í gær. Atkvæðin
tryggja flokknum 315 sæti á þinginu
sem telur 550 þingmenn og ætti
hann því nú að geta myndað ríkis-
stjórn án erfiðleika.
„Dagurinn í dag er dagur sigurs,“
sagði forsætisráðherrann Ahmet
Davutoglu við fagnandi stuðnings-
menn í heimabæ sínum. „Og tyrk-
neska þjóðin á þennan sigur.“
Kom mörgum í opna skjöldu
Davutoglu kallaði eftir samheldni í
landinu, sem hefur verið í ójafnvægi
eftir ofbeldisöldu Kúrda og blóðugar
sjálfsmorðsárásir. Þá hafa áhyggjur
vaxið um fallvaltan efnahags lands-
ins og það sem gagnrýnendur segja
vera einræðisstjórn Erdogans.
Niðurstöður kosninganna komu
mörgum í opna skjöldu. Skoðana-
kannanir höfðu gert ráð fyrir álíka
niðurstöðum og urðu í kosningunum
í júní síðastliðnum, þegar AKP hlaut
aðeins 40% atkvæða og missti þá
meirihluta sinn í fyrsta skipti í 13 ár.
„Það er ég eða glundroði“
Sérfræðingar segja að svo virðist
sem kjósendur hafi snúið baki við
flokkum þjóðernissinna og Kúrda.
„Erdogan reið ofbeldisölduna aft-
ur til valda,“ segir Aykan Erdemir,
fyrrverandi þingmaður Tyrkja sem
starfar hjá Lýðræðisverndarstofn-
uninni í Washington, í samtali við
fréttaveitu AFP.
Skýrt kom fram í gærkvöldi hvaða
áskorun komandi ríkisstjórn stendur
helst frammi fyrir, þegar í brýnu sló
á milli lögreglu og mótmælenda í
meginborg Kúrda í Tyrklandi, Diy-
arbakir.
Í kosningabaráttunni lýsti Erdo-
gan því yfir að aðeins hann og hans
tryggi forsætisráðherra, Ahmet
Davutoglu, gætu tryggt öryggi
Tyrkja. Ferðaðist hann vítt og breitt
um landið með skilaboðin: „Það er ég
eða glundroði.“
Óttast allsherjarstríð í landinu
Hið pólitíska landslag hefur enda
gjörbreyst frá því í júní síðastliðn-
um. Æ skýrari línur hafa verið
dregnar í landið eftir bæði þjóð- og
trúbrotum og vandinn sem við því
blasir vex dag frá degi.
Margir Tyrkir óttast að allsherj-
arstríð muni brjótast út á ný gegn
uppreisnarsinnum í hinum út-
læga Verkamannaflokki
Kúrda, PKK. Hættan á
frekari sjálfsmorðsárás-
um varpaði einnig skugga
sínum á kosningarnar eft-
ir röð slíkra árása sem
kenndar hafa verið við Ísl-
amska ríkið, meðal annars þá
sem varð 102 mönnum að
bana í Ankara í októ-
ber.
Erdogan reið ofbeldisölduna til valda
AKP-flokkurinn hlaut um helming atkvæða í tyrknesku þingkosningunum Óeirðir í kjölfar úrslita
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Rússneska farþegaþotan, sem brot-
lenti í Egyptalandi á laugardag með
þeim afleiðingum að allir um borð
létust, virðist hafa brotnað í sundur
í miðju flugi og þannig sáldrað braki
á víð og dreif um stórt svæði.
Rússneska fréttastofan RIA-No-
vosti hefur þetta eftir Viktor Soro-
chenko, sem fer fyrir alþjóðlegri
nefnd sem skipuð hefur verið til að
rannsaka orsakir flugslyssins. Segir
Sorochenko að enn sé þó of snemmt
að draga af þessu nokkrar álykt-
anir.
Angaði af bráðnuðum málmi
Flugriti vélarinnar hefur verið
fundinn og segir í tilkynningu frá
egypsku ríkisstjórninni að upplýs-
ingar hans séu nú til rannsóknar.
Fréttaritari AFP segir vettvang
brotlendingarinnar vera þakinn
svertu braki úr vélinni. Angaði loftið
af bráðnuðum málmi þegar hann
kom þar við í gærdag.
Engar líkamsleifar voru sjáanleg-
ar en til hliðar stóðu hermenn vörð
um tugi poka og ferðatöskur farþeg-
anna. Skammt þar frá lá ofurlítill
rauður jakki, líklega af barni, sem
gaf enn aðra vídd þessum hryllingi
sem hrifsaði til sín líf 17 barna.
Átta kílómetra frá brakinu
Leitarmenn hafa fundið lík 168
farþega af þeim 224 sem um borð
voru. Eitt þeirra var af þriggja ára
stúlku sem fannst átta kílómetra frá
meginbraki vélarinnar.
Fánar blöktu í hálfa stöng víða í
Rússlandi í gær en stjórnvöldu lýstu
því yfir að gærdagurinn væri dagur
þjóðarsorgar vegna slyssins.
Ekki marktækar fullyrðingar
Yfirvöld í bæði Kaíró og Moskvu
hafa dregið í efa sannleiksgildi yf-
irlýsingar Íslamska ríkisins í
Egyptalandi um að samtökin hafi
skotið þotuna niður. Forsætisráð-
herra Egypta, Sharif Ismail, segir
sérfræðinga hafa staðfest að víga-
mennirnir gætu ekki hafa skotið
niður þotu í 30 þúsund feta hæð. Þá
segir samgönguráðherra Rússa,
Maxim Sokolov, að ekki sé hægt að
taka mark á fullyrðingu samtak-
anna.
Fjölmörg stór flugfélög, þar á
meðal Lufthansa, Emirates og Air
France, hafa sagst munu hætta að
fljúga yfir Sínaí-skagann á meðan
orsakir slyssins eru enn til rann-
sóknar. Þotan, sem var á vegum
rússneska félagsins Kogalymavia,
missti samband við flugumferðar-
stjórn 23 mínútum eftir flugtak frá
Sharm el-Sheikh flugvellinum.
Ólíkar meiningar um samskipti
Egypskur flugumferðarstjóri full-
yrðir að flugstjóri þotunnar hafi
sagst eiga í vandræðum með fjar-
skipti. Flugmálaráðherrann Moha-
med Kamal segir hins vegar að
samskiptin hafi verið „eðlileg“.
„Það var ekkert óvanalegt […] og
flugstjórinn bað ekki um leyfi til að
breyta um stefnu,“ hefur AFP eftir
ráðherranum.
Spurningar vakna um öryggi
Öryggi rússneskra flugfélaga hef-
ur lengi þótt mjög ábótavant. Og
jafnvel þó stærri flugfélög séu byrj-
uð að endurnýja flota sína getur
slysið orðið til að vekja spurningar
varðandi öryggi lítilla flugfélaga á
borð við Kogalymavia. Flugmálaeft-
irlit Rússlands, Rostransnadzor,
skipaði félaginu í gær að kanna
ástand allra véla sömu gerðar og
þeirrar sem fórst, en tegundin nefn-
ist A-321 og er framleidd af Airbus.
Harmleikur í Egyptalandi
224 létust þegar rússnesk farþegaþota brotlenti á Sínaí-skaga „Árás eða
slys?“ spyrja Rússar sem syrgðu hina látnu í gær Ber Íslamska ríkið ábyrgð?
Flug KGL9268
» Þotan flaug af stað frá
Sharm el-Sheikh klukkan sex á
laugardagsmorgun.
» Um borð í vélinni voru 213
Rússar, 4 Úkraínumenn og
a.m.k. einn Hvít-Rússi.
» 22 mínútum síðar hvarf hún
af ratsjám, í 31 þ. feta hæð.
» Herþotur Egypta staðsettu
brakið í kjölfarið, skammt
sunnan við Miðjarðarhafið.
» Deildar meiningar eru um
hvort flugstjórinn hafi látið í
ljós vandamál fyrir slysið.
» Egyptar munu leiða rann-
sóknina með aðstoð Rússa og
alþjóðlegra sérfræðinga.
AFP
Auðn Egypskir hermenn standa vörð um eigur farþega. Brakið dreifðist um stórt svæði og fannst lík einnar stúlku átta kílómetra frá meginbrakinu.
AFP
Þjóðarsorg Merkisfáni rússneska forsetaembættisins blakti í hálfa stöng á
þaki Kreml í gær. Gærdagurinn var dagur þjóðarsorgar þar í landi.
Hafist hefur verið
handa við að reisa
fyrstu varanlegu
herstöð Breta í
Mið-Austur-
löndum síðan árið
1971. Utanríkis-
ráðherra Breta,
Philip Hammond,
tók á laugardag
þátt í athöfn í
Barein sem markar upphaf bygging-
arinnar.
Stöðin, sem nefnast mun HMS
Juffair, verður reist til að styðja bet-
ur við sjóher Breta í Persaflóa og
sagði Hammond við athöfnina að
bygging hennar sýndi í verki skuld-
bindingu Bretlands við þennan
heimshluta.
„Konunglegi sjóherinn er kominn
til að vera í Barein, sem tryggir
áframhaldandi veru Breta austan
við Súes-skurðinn,“ sagði Hammond
við tilefnið. „Nýja herstöðin mun
hjálpa Bretlandi að vinna með
bandamönnum sínum að því að
koma á stöðugleika í Persaflóanum
og víðar.“
Þá fullyrti Hammond við lok ræðu
sinnar í Barein að baráttan gegn
öfgum íslamista væri „stærsta
áskorun okkar tíma“.
Bretar reisa
herstöð í
Barein
Öfgar íslamista
„stærsta áskorun
okkar tíma“
Philip Hammond
Leiðtogar Japans,
Kína og Suður-
Kóreu segjast
hafa „algjörlega
endurnýjað“ við-
skipta- og örygg-
issamvinnu sína.
Kemur þetta
fram í tilkynningu
eftir fund þeirra
þriggja sem fór
fram í Seúl um
helgina, í fyrsta skipti síðan árið
2012. Þá hyggjast þeir funda reglu-
lega á ný eftir 3 ára hlé þar á.
Fundi leiðtoganna var ætlað að
losa um einhverja þá spennu sem
myndast hefur undanfarin ár, meðal
annars vegna deilna um yfirráða-
svæði. Samkvæmt fréttaritara BBC
í Seúl virðist sem það hafi tekist að
einhverju leyti.
Losuðu um
spennuna
Park Geun-Hye
forseti S-Kóreu.
Hinn 61 árs gamli Erdogan hefur
gnæft yfir stjórnmálasenu Tyrk-
lands í rúman áratug og er oft
kallaður „Soldáninn“. Í upphafi
var hann lofaður af Vestur-
löndum fyrir að búa til það sem
eitt sinn var kallað fyrirmyndar
lýðræðisríki múslima. Undan-
farið hefur hann hins vegar
verið sakaður um ítrekuð
brot gegn andstæðingum
sínum og gagnrýnum fjöl-
miðlum
landsins.
Sakaður um
ítrekuð brot
UMDEILDUR SOLDÁN