Morgunblaðið - 02.11.2015, Síða 16

Morgunblaðið - 02.11.2015, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríki og sveit-arfélöggeta gert margt í þeirri við- leitni að lækka byggingarkostnað. Aðstæður í samfélaginu kalla eftir slíku og sömuleiðis svig- rúmi svo byggingar geti verið af ýmsum gerðum,“ sagði Friðrik Ágúst Ólafsson, for- stöðumaður byggingarsviðs Samtaka iðnaðarins í samtali við Morgunblaðið um helgina. Friðrik benti á að í núgild- andi byggingarreglugerð, sem var sett eftir að ný mann- virkjalög voru samþykkt í lok árs 2010, séu íþyngjandi ákvæði sem hækki bygging- arkostnað, meðal annars um aðgengi: „Þegar byggingar- reglugerðin kom út var hún sögð afar framsækin og tak- markið væri að þótt aðstæður fólks breyttust þyrfti það aldr- ei að skipta um húsnæði. Það hljómar fallega. Flest skiptum við þó um húsnæði nokkrum sinnum á lífsleiðinni eftir því sem aðstæður okkar breyt- ast,“ sagði Friðrik. Fyrsta markmiðið sem til- greint er í mannvirkja- lögunum er að „vernda líf og heilsu manna, eignir og um- hverfi með því að tryggja fag- legan undirbúning mann- virkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt“. Þetta er eðlilegt markmið og sjálfsagt að ríkisvaldið geri lágmarkskröfur til að tryggja öryggi fólks í byggingum. Þau markmið sem á eftir fylgja í upptalningunni eiga ekki jafn augljóslega rétt á sér og geta jafnvel valdið óhófleg- um kostnaði við byggingar. Þetta er ekki vegna þess að markmiðin séu alltaf óæskileg, al- mennt eru þau já- kvæð og skynsamleg, svo sem ákvæði um að stuðla að end- ingu, vernd umhverfis, tækni- legum framförum, aðgengi fyrir alla og góðri orkunýt- ingu. Þegar slíkur óskalisti er settur í lög, sem síðan eru út- færð með mjög einstrengings- legum hætti í byggingar- reglugerð og jafnvel fylgt eftir með afar ósveigjanlegri fram- kvæmd, eins og þeir þekkja til dæmis sem hafa þurft að byggja í höfuðborginni, þá snúast hin jákvæðu markmið upp í andhverfu sína. Í stað þess að bæta húsakost lands- manna verður regluverkið um byggingar að hindrun sem fyrst og fremst eykur kostnað almennings við að reisa sér þak yfir höfuðið. Það verður þess vegna ekki til að bæta húsakost almennings, nema ef til vill þeirra sem betur eru settir fjárhagslega og geta auðveldlega tekið á sig hin íþyngjandi ákvæði reglnanna. Ríkisvaldið ætti í megin- atriðum að treysta fólki til að meta sjálft hvaða kröfur það vill gera til eigin húsnæðis, ef frá eru taldar lágmarkskröfur um öryggi. Allir vilja byggja þannig að hagkvæmt sé, nýj- ustu þekkingu sé beitt og að húsið „henti íslenskum að- stæðum“. Slík ákvæði eru óþörf í lögum og reglugerðum og mega alls ekki verða til að auka byggingarkostnað almennings og takmarka þannig möguleika fólks til að byggja yfir sig og sína. Ríkisvaldið ætti að treysta fólki betur fyrir eigin húsnæði} Brýnt að lækka kostnað Í gærmorgunbárust af því fregnir að víga- menn Al-Shabaab, íslamskra hryðju- verkasamtaka sem berjast gegn veik- burða stjórnvöldum í Sómalíu, hafi ráðist á hótel, drepið marga og sært enn fleiri. Um sólarhring fyrr hrapaði rússnesk farþegaflugvél á Sín- aí-skaga og skömmu síðar lýsti Ríki íslams því yfir að hafa skotið hana niður. Nú er að vísu talið ólíklegt að samtökin búi yfir vopnum til slíkrar árásar á farþegaþotu í mikilli flughæð, en yfirlýsingin ein er hrollvekjandi og lýsir samtök- unum Ríki íslams vel. Fréttir af ofbeldi, mann- vonsku og hryðju- verkum samtaka á borð við fyrrnefnd samtök í Mið- Austurlöndum og Afríku eru orðin daglegt brauð og hafa valdið gríðarlegri þján- ingu og tjóni í fjölda ríkja á þessu svæði og víðar. Ástandið vegna slíkra hryðjuverkasamtaka er fyrir löngu orðið óþolandi fyrir alla heimsbyggðina. Vísbendingar eru um, sumar veikar að vísu, að skilningur sé að aukast á því að ekki dugi að bíða og vona það besta. Megi atburðir helgarinnar verða kornin sem fylla mælinn hjá þeim sem sýnt hafa óþarflega mikið langlundargeð. Íslömsk hryðju- verkasamtök hafa ógnað heimsbyggð- inni allt of lengi} Vargöld S ú stórmerkilega frétt birtist um helgina að Ingvar Kamprad, stofn- andi IKEA, væri nú loksins farinn að borga aftur skatta í Svíþjóð, eftir að hafa flust þaðan árið 1973. Í fréttinni var það sérstaklega tilgreint að hann hefði flutt til Sviss til þess að forðast hina háu skatta sem lagðir eru á efnafólk í Svíþjóð. Núna hefði hins vegar hægri stjórn lækkað skattana, og það ásamt andláti konu hans árið 2011, hefði sannfært Kamprad að nú væri rétti tíminn til að snúa aftur heim. Ég verð að játa að ég þurfti nánast að lesa þessa frétt tvisvar, svo mikið brá mér. Eftir að hafa lifað í landi, þar sem stjórnmálastéttin nánast í heild sinni hefur talað um „hámörkun skattstofna“ eins og sjálfsaflafé almennings sé ekkert nema tala í Excel-líkani, vildi ég varla trúa því að sjálfur IK í EA væri „skattaflóttamaður,“ í hópi með æði skuggalegum kónum eins og Gerard Depardieu, Tom Jones og Rolling Stones. Það var þá ekki rétt, sem íslenskir skattspekingar hafa haldið fram í öll þessi ár, að skattgreiðendur væru eins og svampur, sem einungis þyrfti að kreista nógu mikið. Það var þá ekki rétt að alltaf mætti hækka skatta og gjöld, án þess að það hefði nokkur áhrif á hegðun almennings, að þessu sinni með því að viðkomandi hreinlega fluttist bú- ferlum erlendis og bjó þar bróðurpart ævinnar. Í þessu samhengi má geta að auðæfi Kamprads eru metin á um fjóra milljarða Bandaríkjadala og hann borg- aði að þessu sinni um 2 milljónir Bandaríkja- dala, eða um 17,7 milljónir sænskra króna til sænska ríkisins. Það er hægt að kaupa nokkr- ar Billy-hillur fyrir það. Það liggur við að það sé ótrúlegt að þurfa að nefna hin sjálfsögðu sannindi sem felast í Laf- fer-kúrvunni víðfrægu, nefnilega að þegar skattar eru of háir, dragast tekjurnar af þeim saman. Að sama skapi þegar hinir of háu skatt- ar eru lækkaðir aukast tekjurnar, þar sem fleiri eru þá tilbúnir til þess að greiða þá og verða um leið ólíklegri til þess að reyna að víkja sér undan þeim, eða hreinlega að svíkja undan skatti. Stundum þegar skattamál eru rædd er not- uð samlíking af tíu manns á veitingahúsi sem skiptir reikningnum eftir efnahag. Ef reikn- ingnum er skipt nægilega ójafnt þannig að hinn efnamesti telji sínum hag betur borgið annars staðar þá fer hann og borðar þar. Hinir níu sitja eftir með sárt ennið. Það má því segja að í þessu dæmi hafi Ingvar Kamprad ákveðið að snúa aftur til borðsins. Sett fram á annan hátt: Hvað skyldi Svíþjóð hafa orðið af miklum tekjum frá Ingvari Kamprad á þessum 42 árum sem hann hefur búið erlendis? Með því að hrekja hann (og eflaust marga fleiri) annað hefur byrðin á þá sem eftir voru aukist nokkuð, þar sem það hefur þurft hærri skatta á þá sem eftir stóðu til þess að ná inn sama fé. Væntanlega hefur það ekki verið hugmyndin þegar skattarnir voru hækkaðir til að byrja með. sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Að setja hlutina rétt saman STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þó að viss ljómi fylgi flugþjónustu- starfinu er það andlega og líkamlega erfitt. Vinnuvaktir eru langar og flugfreyjur og flugþjónar standa mestallan tímann meðan á starfi þeirra stendur. Flugvaktin hefst oft og tíðum snemma að morgni og sumir hafa ekki náð fullum svefni þegar mætt er til vinnu. Þó að starf- ið geti verið erfitt er það skemmti- legt og stéttin er upp til hópa glöð og ánægð í starfi,“ segir Ásta Kristín Gunnars- dóttir flugfreyja um starf sitt en hún er jafnframt menntaður hjúkrunarfræð- ingur, útskrifuð með meistara- gráðu í hjúkrun frá Háskóla Íslands og stjórnun og lýðheilsu frá Háskólanum í Reykja- vík. Þá hefur Ásta Kristín aflað sér kennsluréttinda auk diplomagráðu í öldrunarfræðum. Í meistaranámi sínu í hjúkrun rannsakaði hún þreytu sem tengdist flugþjónustustarfinu, hvað ylli henni og afleiðingar hennar meðal ís- lenskra flugfreyja og flugþjóna. Hún tekur fram að starfsandi sé góður en vellíðan og góð vinnuskil- yrði séu mikilvæg, það auki fram- leiðni. „Það er mikilvægt að flug- freyjur geti með þekkingu og lærð- um úrræðum komið líkamsklukku sinni í jafnvægi og á staðartíma. Forvarnir og fræðsla efla heil- brigði,“ segir hún. Full þörf á rannsóknum Ásta Kristín segir niðurstöður meistararannsóknarinnar hafa kveikt hjá sér áhuga til frekari rannsóknar. „Þær sýndu að full þörf var á að skoða frekar þau atriði sem geta haft áhrif á líðan og úthald stéttarinnar í starfi,“ segir Ásta Kristín, spurð hvað hafi orðið til þess að hún fór að kynna sér heilsu- far flugáhafna. Í framhaldi af meistararitgerð- inni hefur hún gert stuttar rann- sóknir á líðan flugfreyja og -þjóna sem tengja má við vinnuumhverfi þeirra. „Fyrir skömmu gerði ég rannsókn á undirbúningi, úthaldi og líðan flugfreyja og -flugþjóna í næt- urflugi. Niðurstöður þeirrar rann- sóknar komu ekki á óvart heldur voru þær staðfesting á líðan stétt- arinnar í næturflugi,“ segir hún. Ýmis einkenni koma fram Ásta Kristín á eftir að kynna betur niðurstöður sínar fyrir stétt- arfélagi sínu en spurð út í hvað er- lendar rannsóknir hafi almennt gef- ið til kynna um heilsufar stéttarinnar segir hún: „Þær sýna meðal annars að stöðug tilfærsla svefns og vöku í vakta- og næturvinnu veldur marg- víslegri andlegri og líkamlegri trufl- un. Vaktavinna, þó aðallega nætur- vinna, er talin geta aukið líkur á ýmsum alvarlegum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, ým- iss konar sýkingum, krabbameini og þunglyndi. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að streituhormónið kortisól eykst í munnvatni hjá flugfreyjum sem verða reglulega fyrir truflun á líkamsklukkunni sökum flugs yfir mörg tímabelti. Því hærra sem þetta hormón mælist hjá flugþjónustu- liðum því fleiri óæskileg andleg og líkamleg einkenni geta komið fram hjá þeim. Helst ber á minnisleysi, skertu langtímaminni og lakari getu til rökhugsunar. Einkennin eru áberandi eftir fimm ár í starfi og aukast með hækkandi starfsaldri.“ – Ástandið er væntanlega svip- að hjá íslenskum flugáhöfnum eða er eitthvað sem er séríslenskt? „Mér vitanlega hafa engar rannsóknir verið gerðar á ofan- greindum sjúkdómum hjá stéttinni. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, sem gerð var fyrir 11 árum á tengslum krabbameins og starfsum- hverfis flugáhafna, leiddi í ljós að hjá íslenskum flugáhöfnum greind- ust heldur fleiri tilfelli brjósta-, húð- og blöðruhálskirtilskrabbameins en hjá öðrum starfsstéttum. Fram- haldsrannsókn stendur nú yfir til þess að kanna hvort krabbamein- stilfellum hafi fjölgað meira hjá flugáhöfnum en öðrum stéttum síð- an fyrri rannsóknin var gerð,“ segir Ásta Kristín en nyrst á norðurhveli jarðar gætir áhrifa segulsviðsins minna en sunnar, en geimgeislun er þeim mun meiri. Íslensku flug- félögin fljúga norðar en önnur flug- félög og því er íslenskum flug- áhöfnum væntanlega hættara við geimgeislun en áhöfnum þeirra sem sunnar fljúga. Sérstaða á vinnumarkaði – Hyggstu halda rannsóknum þínum áfram samhliða flugfreyju- starfinu? „Já, ég hef hugsað mér það. Full þörf er á að halda áfram rann- sóknum á þessu sviði því starf flug- freyja og flugþjóna hefur ákveðna sérstöðu á vinnumarkaði. Hér er bæði um háloftastarf að ræða og óreglulegan vinnutíma sem leiðir iðulega til truflunar á líkamsklukk- unni. Þess vegna nægir ekki að miða við rannsóknir á vaktavinnu starfs- stétta sem vinna á jörðu niðri. Þá er fyrirséð að flugrekstur muni vaxa að umfangi á næstu árum.“ Starfsánægja í háloft- unum en mikið álag Háloftin Flugfreyjustarfið hefur löngum heillað en rannsóknir hafa í senn sýnt mikla ánægju en um leið ýmis álagseinkenni, bæði líkamleg og andleg. Ásta Kristín Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.