Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.2015, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015 ✝ Þorsteinn JónJónsson fædd- ist í Vík í Mýrdal, V-Skaftafellssýslu, 13. september 1926. Hann lést á heimili sínu 21. október 2015. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson, f. 31. maí 1881, d. 1927, barnaskóla- kennari og sláttu- maður í Vík í Mýrdal, og síðari kona hans, Þórunn Karitas Ingi- mundardóttir, f. 13. janúar 1897, d. 1975. Alsystur hans voru Karitas, f. 1923, d. 1969, og Elín, f. 1925, hún er búsett í Bandaríkjunum. Hálfsystkini Þorsteins voru Þau eru Sigríður, f. 12.12. 1949, Þórunn Karitas, f. 4.1. 1952, Jón Davíð, f. 25.1. 1953, Elísabet María, f. 23.1. 1954, Kristín, f. 8.5. 1956, Elías Arnar, f. 1.9. 1957, Daníel, f. 21.10. 1958, Margrét Rut, f. 25.11. 1959, Ómar, f. 25.7. 1961, Arthur Páll, f. 26.11. 1962, Laila, f. 5.12. 1964, og Ari Jóhannes, f. 10.2. 1969. Þorsteinn missti föður sinn rúmlega árs gamall og flutti fjölskyldan þá í Hafnarfjörðinn þar sem móðir hans bjó með börnin um tíma en síðar ólst hann upp í Reykjavík. Þorsteinn vann við logsuðu í Ofnasmiðj- unni í áratugi en síðustu starfs- árin vann hann hjá Álafossi. Þorsteinn og Margret bjuggu í Reykjavík fyrstu búskapar ár sín en 1962 fluttu þau í Kópa- voginn þar sem þau bjuggu sér og börnum sínum gott heimili. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, 2. nóvember 2015, kl. 13. Sigríður, f. 1910, d. 2002, Ragnhildur, f. 1919, d. 2005, Einar, f. 1913, d. 2008, og Ingibjörg, f. 1915, d. 2000, þau voru börn Jóns frá fyrra hjóna- bandi, móðir þeirra var Sigríður Ein- arsdóttir, f. 1887, d. 1916. Dætur Þórunnar Karitas- ar, móður Þorsteins, voru Lilja Jóhanna Jóhannsdóttir Reyn- dal, f. 1920, d. 1961, og Oddrún Fríða Guðmundsdóttir, f. 1931, d. 1984. Árið 1951 kvæntist Þorsteinn Margréti Jónsdóttur, f. 19. mars 1929, d. 28. janúar 2009. Þau eignuðust 12 börn. Þegar ég hugsa til tengdaföð- ur míns Þorsteins Jónssonar, sem við kveðjum í dag, koma nokkrar myndir í hugann sem lýsa honum vel. Þegar við Kara, dóttir hans, vorum á okkar frumbýlisárum og alltaf blönk, langaði okkur til að eignast bíl. Við höfðum auðvitað engin efni á því. Festum samt kaup á Fastback sem þá var ekk- ert smáflott bifreið. Þetta reynd- ist stórgallaður bíll, vantaði hluta af gólfinu og veðrið úti næddi um okkur inni í bílnum því hita- leiðslur voru ónýtar líka. En þegar neyðin var mest komu Þorsteinn og bræður Köru til hjálpar. Þorsteinn var gamall suðumaður úr Ofnasmiðjunni og þarna sá ég í fyrsta sinn hve mik- ill völundur hann var í höndun- um. Það liðu ekki margir dagar þar til bíllinn var sem nýr og hit- inn frá miðstöðinni malaði eins og í nýjum bíl. Þegar ég þakkaði honum greiðann þá nægði bara hlýtt handtak. Þetta sýndi mér líka annan eiginleika tengdaföður míns sem var greiðasemi hans. Mér hefur líka oft verið það hulin ráðgáta hvernig iðnverka- maður á launum þess tíma upp úr miðri öldinni, gat með launum sínum haldið fjórtán manna fjöl- skyldu uppi. Síðar þegar Margrét Jónsdóttir heitin, tengdamóðir mín, hóf störf við ræstingar voru þau bæði láglaunafólk þess tíma en tókst engu að síður að sjá fyrir stórri fjölskyldu og koma sér upp húsnæði í Hófgerði í Kópavogi þar sem þau bjuggu lengst af með sinni stóru fjölskyldu. En gjafmildi Þorsteins er mér ekki síður minnisstæð. Þó að hann væri aldrei vel stæður, var hann stöðugt að gefa af örlæti sínu og ég minnist gjafa eins og værðarvoða og fallegra muna sem hann færði okkur að gjöf. Þorsteinn var líka mikið nátt- úrubarn. Hann undi sér vel í garðinum heima og í bústaðnum sáum við hve mikið hann naut þess að vera innan um trén og runnana, blómin og jurtirnar. En flestir munu minnast hans fyrir einlæga og barnslega trú hans á Jesú Krist og baráttu hans við að boða fagnaðarerindið. Þar var hinni einu og sönnu trú á frelsara vorn haldið að okkur í ræðu og riti. Það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig Þor- steinn tileinkaði sér tæknina með tölvuna og prentara að vopni og lærði á flókin umbrotsforrit til að geta þjónað frelsaranum stöðugt betur til að koma boðskapnum til skila. Ekki geri ég ráð fyrir að hann hafi ætíð haft erindi sem erfiði. En fáum mönnum hef ég kynnst sem hafa tekið svo rækilega tæknina í þjónustu sína við frels- arann, fyrst með handskrifuðum bréfum, síðan vélrituðum og síð- ast á tölvutæku formi. Hann hafði hlýtt handtak, hann Þorsteinn. Ég heimsótti hann stundum í lok dags. Þétt handtak hans sýndi ætíð þá miklu vinsemd og hlýhug sem hann bar til fjölskyldunnar. Alltaf beðið fyrir kveðjur með bros á vör. Hann varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að deyja eins og hann hafði helst kosið, í stólnum sín- um. Við munum minnast velvildar hans í garð fjölskyldunnar. Hann fylgdi sannfæringu sinni eftir allt til enda. Það er virðingarverður eiginleiki. Þráinn Hallgrímsson. Þorsteinn Jón Jónsson ✝ Sigríður Bene-diktsdóttir fæddist á Egils- stöðum í Vopna- firði 23. mars 1926, en ólst upp í Hofteigi á Jök- uldal. Hún lést á Hrafnistu 24. október 2015. Foreldrar hennar voru Benedikt Gísla- son, bóndi í Hofteigi og síðar rithöfundur í Reykjavík, og Geirþrúður Bjarnadóttir, hús- freyja frá Sólmundarhöfða á Akranesi. Hún var fjórða í röð ellefu systkina, en þau voru: Bjarni, f. 25.4. 1922, d. 18.7. 1968; Hildur, f. 15.7. 1923, d. 9.3. 2013; Lára Margrét, f. 4.2. 1925, d. 25.9. 2014; Bergþóra, f. 30.4. 1927, d. 21.5. 2009; Árni, f. 30.12. 1928; Guðrún Auður, f. 11.12. 1930; Hrafn, f. 14.12. 1934; Gísli Egill, f. 14.1. 1936, d. 3.5.1967; Steinarr, f. 23.8. 1937, d. 14.5. 2008; Einar, f. 15.3. 1939, d. 2.1. 1985. Sigríður var sjónskert frá fæð- ingu og lögblind öll sín fullorðins- ár. Framan af ævi vann hún ýmis- konar umönn- unarstörf ásamt heimilis- störfum, meðal annars á heimili foreldra sinna. Þá var hún nokkur sumur ráðskona í vegagerð. Þrjátíu síðustu starfsárin vann hún á síma- skiptiborði Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og átti heimili á Blindraheimilinu við Hamrahlíð. Síðustu tólf ár- in naut hún umönnunar á Hjúkrunardeild Hrafnistu. Útförin fer fram frá Ás- kirkju í dag,2. nóvember 2015, og hefst athöfninkl. 11. Ég get ekki stært mig af því að hafa verið dugleg að heim- sækja Siggu föðursystur mína þau tólf ár sem hún dvaldi á Hrafnistu. Þó sat ég hjá henni daginn áður en hún dó og furð- aði mig á því hve andardráttur nær níræðrar dauðvona konu var hraustlegur. Það er enda orðið sem ég vil nota til að lýsa Sigríði Benediktsdóttur: Hraustleg. Kraftmikil. Samt var hún fyrsta manneskjan sem ég kynntist sem bjó við verulega skert lífsgæði. Hún fór ung að missa sjón og varð að lokum al- blind. Hún talaði þó alltaf um að sjá og stundum fannst mér að hún sæi meira og væri betur átt- uð en við hin. Þar sem ég sit við dánarbeð Siggu sé ég að stendur skraut- ritað á korti: Guð er oss hæli og og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm. 46:2) Sigga var mjög trúuð kona. Hún gaf öllum systkinabörnum sínum Biblíuna í fermingargjöf, að ég held, en það er samt ekki gott að vita af því að við vorum alls tuttugu og átta, frændsystk- inin. Ég held líka að Sigga hafi sem fyrirmynd haft áhrif á trúarþroska okkar allra. Á heið- ursstað við hlið Biblíunnar ligg- ur önnur bók, Lífsjátning Guð- mundu Elíasdóttur. Af hverju sú bók, hugsa ég og iðrast þess að hafa ekki kynnst eldri kynslóð fjölskyldunnar dýpra. Nú er ég komin á þann aldur að vilja vita svo margt um fortíðina en bráð- um verða fáir til frásagnar. „Drottinn blessi heimilið,“ stendur á útsaumaðri mynd í herbergi Siggu. Líklega er myndin ættuð af heimili afa míns og ömmu en Sigga bjó lengi hjá þeim. Þar varð hún sem önnur móðir tveggja syst- ursona sinna, Þorgeirs og Frið- riks Sigurðssona, sem hafa allt- af haldið mikilli tryggð við hana. Á þeim tíma vann Sigga á sím- anum hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og sem barn skildi maður ekkert í því hvern- ig nokkur manneskja, jafnvel þótt sjáandi væri, gæti tileinkað sér þá list að tengja fólk saman í gegnum gamaldags skiptiborð. Margir muna enn eftir Siggu sem var á þessum árum andlit Sambandsins. Á náttborði hægra megin við rúm Siggu liggja tækin sem gerðu henni kleift að lesa en síð- ustu árin gat hún ekki lengur stytt sér stundir við það auk þess sem hún fór að missa heyrn og einangraðist við það töluvert. Þar sem ég sit í friðsældinni við dánarbeð hennar velti ég því fyrir mér hversu innihaldsríku innra lífi manneskja getur lifað þrátt fyrir að hafa misst þau skilningarvit sem helst tengja hana við annað fólk. Eitt er víst að Sigga mundi alla hluti betur en aðrir og iðulega var leitað til hennar ef einhver þarfnaðist áreiðanlegra upplýsinga. Á kommóðu gegnt rúminu stendur kistill sem minnir mig á annan kistil sem ég fékk að eiga þegar Sigga flutti á Hrafnistu úr húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Sá kistill var fullur af minjagrip- um sem hún hafði keypt á ferð- um sínum um heiminn, ferðum sem hún talaði alltaf um eins og sjáandi manneskja. Því óttumst vér eigi þótt jörðin hagg- ist og fjöllin steypst í djúp hafsins. (Sálm. 46:3) Þannig heldur áfram ritning- argreinin úr Sálmunum sem ég vitnaði til áðan. Trúin gaf Siggu kraft til að lifa og kjark til að deyja. Hvíl þú í friði, elsku frænka. Björg Árnadóttir. Ég hef ekki kynnst betri manneskju en Siggu frænku minni. Hún vildi öllum vel og reyndi það sem hún gat til að að- stoða alla sem þurftu hjálp. Hún giftist ekki og fór seint að heim- an og þess naut ég á barnaskóla- aldri, þegar ég og bróðir minn bjuggum hjá afa og ömmu í veikindum mömmu minnar. Sigga hafði litla sjón en hún sá þegar eitthvað var að og hún reyndi að gera allt gott. Hún brýndi fyrir mér og öðrum að hugsa vel um allt sem manni væri trúað fyrir, hvort sem það væri stórt eða smátt og þess veganestis minnist ég nú sér- staklega þegar ég kveð hana með söknuði. Þorgeir Sigurðsson. Sigríður Benediktsdóttir eða Sigga frænka, móðursystir okk- ar, eins og hún alltaf var kölluð, er fallin frá, 89 ára að aldri. Hún náði háum aldri og við vorum farin að trúa því að hún yrði allt- af til staðar, að hún yrði elst af öllum, en þannig er ekki lífið og Sigga var orðin södd lífdaga, bú- in að dveljast á Hrafnistu í 11 ár. Sigga var ein af 11 systkinum og eru nú þrjú þeirra eftir á lífi. Sigga átti þar af leiðandi mörg systkinabörn, sem henni var mjög annt um. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að styðja og hjálpa til bæði við upp- eldi og annað það sem hún gat innt af hendi gagnvart fjölskyld- unni. Sigga var lengi stoð og stytta foreldra sinna, þar sem hún bjó með þeim allan búskapartíma þeirra. Við systkinin minnumst Siggu frá skólaárum okkar, þar sem við bjuggum bæði tíma- bundið í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð 17. Hún studdi við bakið á okkur og við gerðum það sem við gátum til að hjálpa henni, þar sem hún var nær blind frá barnæsku. Hafði lengst af eingöngu leiðsjón og sjóninni hrakaði mikið með árunum. Síð- ustu árin var Sigga nær alveg blind, sá bara mun á birtu og myrkri. Sigga elskaði að ferðast og fór í margar utanlandsferðir bæði á eigin vegum og með systkinum sínum, Spánn var mikið uppáhald. Hún heimsótti okkur systkinin til Svíþjóðar nokkrum sinnum á meðan heilsan leyfði og naut þess að vera með litlu stelpunum okk- ar. Margar góðar minningar höf- um við systkinin frá árunum i Hamrahlíðinni. Sigga vissi fátt skemmtilegra en að fylgjast með hvað væri í tísku, spurði oft ef maður kom í nýrri flík, hvort þetta væri í tísku núna og ef svo var, var hún ekki sein að finna sér nýjustu tískuna. Hún fylgd- ist líka mjög vel með í gegnum tískublöð og ekki minnst í gegn- um dönsku blöðin, þau elskaði hún. Hún var mikill konungs- sinni, elskaði kóngahúsin í Evr- ópu, sérstaklega danska og sænska kóngafólkið og fylgdist mjög náið með hvað var á seyði þar. En mest var hún hrifin af klæðnaði kóngafólksins. Sigga var dugnaðarforkur, vann lengi sem símadama hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, SÍS. Sigga var lengst af meðlimur í Fíladelfíukirkjunni og eignað- ist þar marga og góða vini sem sinntu henni vel þegar heilsan brast. Við systkinin viljum með þessum orðum þakka henni Siggu okkar fyrir allt sem hún hefur verið okkur í gegnum árin og vonum að Guð taki vel á móti henni. Deisa Karlsdóttir Holl, Jón Karlsson og fjöl- skyldur. Ég get ekki stært mig af því að hafa verið dugleg að heim- sækja Siggu föðursystur mína þau tólf ár sem hún dvaldi á Hrafnistu. Þó sat ég hjá henni daginn áður en hún dó og furð- aði mig á því hve andardráttur nær níræðrar dauðvona konu var hraustlegur. Það er enda orðið sem ég vil nota til að lýsa Sigríði Benediktsdóttur: Hraustleg. Kraftmikil. Samt var hún fyrsta manneskjan sem ég kynntist sem bjó við verulega skert lífsgæði. Hún fór ung að missa sjón og varð að lokum al- blind. Hún talaði samt alltaf um að sjá og stundum fannst mér eins og hún sæi meira og væri betur áttuð en við hin. Þar sem ég sit við dánarbeð Siggu sé ég að stendur skraut- ritað á korti: „Guð er oss hæli og og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Sálm. 46:2.“ Sigga var mjög trúuð kona. Hún gaf öll- um systkinabörnum sínum Biblíuna í fermingargjöf að ég held en það er samt ekki gott að vita af því að við vorum alls tuttugu og átta, frændsystkin- in. Ég held líka að Sigga hafi sem fyrirmynd haft áhrif á trúarþroska okkar allra. Á heiðursstað við hlið Biblíunnar liggur önnur bók, Lífsjátning Guðmundu Elíasdóttur. Af hverju sú bók, hugsa ég og iðr- ast þess að hafa ekki kynnst eldri kynslóð fjölskyldunnar dýpra. Nú er ég komin á þann aldur að vilja vita svo margt um fortíðina en bráðum verða fáir til frásagnar. „Drottinn blessi heimilið“ stendur í útsaumaðri mynd í herbergi Siggu, líklega er hún ættuð af heimili afa míns og ömmu, en Sigga bjó lengi hjá þeim. Þar varð hún sem önnur móðir tveggja systursona sinna, Þorgeirs og Friðriks Sigurðs- sona, sem hafa alltaf haldið mik- illi tryggð við hana. Á þeim tíma, eins og meirihluta starfsævinn- ar, vann Sigga á símanum hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga og sem barn skildi maður ekkert í því hvernig nokkur manneskja, jafnvel þótt sjáandi væri, gæti tileinkað sér þá list að tengja fólk saman í gegnum gamaldags skiptiborð. Margir muna enn eftir Siggu, sem var á þessum árum andlit Sambands- ins. Á náttborði hægra megin við rúm Siggu liggja tækin sem gerðu henni kleift að lesa en síð- ustu árin gat hún ekki stytt sér stundir við það auk þess sem hún fór líka að missa heyrn og einangraðist við það töluvert. Þar sem ég sit í friðsældinni við dánarbeð hennar velti ég því fyrir mér hversu innihaldsríku innra lífi manneskja getur lifað þrátt fyrir að hafa misst þau skilningarvit sem helst tengja hana við annað fólk. Eitt er víst, að Sigga mundi alla hluti betur en aðrir og iðulega var leitað til hennar ef einhver þarfnaðist áreiðanlegra upplýsinga. Á kommóðu gegnt rúminu stendur kistill sem minnir mig á annan kistil sem ég fékk að eiga þegar Sigga flutti á Hrafnistu úr húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Sá kistill var fullur af minjagrip- um sem hún hafði keypt á ferð- um sínum um heiminn, ferðum sem hún talaði alltaf um eins og sjáandi manneskja. Björg Árnadóttir. Sigríður Benediktsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍSABET ÞÓRÓLFSDÓTTIR (Elsa) húsmóðir og hóndi, Arnarbæli á Fellsströnd, lést á Dvalarheimilinnu Silfurtúni, Búðardal 30. október. Jarðsett verður frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn 7. nóv. kl. 14.00. . Gunnar Tryggvason, Ásdís Tryggvadóttir, Guðmundur Hafsteinn, Gissur Tryggvason, Ragnheiður Axelsdóttir, Edda Tryggvadóttir, Þorgeir Tryggvason, Guðborg Tryggvadóttir, Sigurður R. Friðjónsson, Tryggvi Tryggvason, Sigríður Tryggvadóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.