Morgunblaðið - 02.11.2015, Page 20
✝ HaraldurMagnússon var
fæddist í Vest-
mannaeyjum 17.
febrúar 1953. Hann
lést á bráða-
móttökunni í Foss-
vogi 24. október
2015.
Foreldrar hans
eru Unnur Har-
aldsdóttir, f. 27.
október 1933, og
Magnús Byron Jónsson, f. 12.
október 1932, d. 27. desember
2001.
Börn Haraldar eru Unnur, f.
31. júlí 1974, d. 15. apríl 1975.
Haraldur kvæntist Sigur-
björgu Björnsdóttur, f. 28.7.
1953, d. 4. janúar 1992. Börn
þeirra eru 1) Unnur Ósk, f. 15.
október 1979, gift Braga H.
Foreldrar hennar voru Sveinn
Þ. Sigurðsson, f. 23. nóvember
1905, d. 11. júní 1996, og Guð-
rún Helga Gísladóttir, f. 28. des-
ember 1915, d. 24. júní 2011.
Synir Þórönnu eru Sveinn. A.
Michaelsson, f. 24. október
1971, og Leifur Kristinsson, f. 7.
júní 1982, sambýliskona hans er
Marta Rut Traustadóttir, f. 13.
desember 1982. Haraldur átti
þrjár systur, 1) Ásthildi Byron,
f. 26. febrúar 1956, gift Arne
Holte, f. 6. apríl 1943. 2) Sigur-
björgu M. Byron, f. 5. júlí 1966,
gift Gunnari Hreinssyni, f. 22.7.
1962. 3) Helenu Byron, f. 22.6.
1976.
Haraldur var menntaður
matreiðslumeistari og starfaði
lengst af sem slíkur á Reykja-
lundi. Síðustu starfsárin vann
hann hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur.
Haraldur naut þess að
ferðast, fara í veiðiferðir og átti
fjölskyldan hug hans allan. Út-
för Haraldar fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 2. nóvember
2015, og hefst athöfin kl. 13.
Þorsteinssyni.
Börn: Sigurbjörg
Sara, f. 7. júlí 2000,
Eyrún Birna, f. 10.
apríl 2008, Elva
María, f. 23. sept-
ember 2013. 2)
Helga Björk, f. 30.
nóvember 1981,
sambýlismaður
hennar Bjornar
Ness, f. 23. júlí
1977, sonur þeirra
er Bendik, f. 15. ágúst 2012. 3)
Magnús Már Byron, f. 9. nóv-
ember 1984, sambýliskona hans
er Aþena Mjöll Pétursdóttir, f.
17. ágúst 1986. Börn þeirra eru
Elías Breki Byron, f. 28. febr-
úar 2007, og Sigurbjörg Embla,
f. 18. mars 2009. Eftirlifandi
eiginkona Haraldar er Þóranna
Sveinsdóttir, f. 22. júní 1950.
Elsku yndislegi pabbi okkar.
Engin orð fá því lýst hversu sárt
það er að þurfa að kveðja þig svo
fljótt. Mikið sem þú reyndist okk-
ur systkinunum alltaf vel, um-
hyggjan og kærleikurinn sem þú
gafst okkur og umvafðir, er okk-
ur ómetanlegur. Alltaf varstu
tilbúinn að rétta okkur hjálpar-
hönd, boðinn og búinn alveg
sama hvernig á stóð, alltaf varstu
til staðar. Þau voru ófá símtölin
sem við áttum við þig, nánast
daglega, og samverustundir
góðu, alltaf vildir þú vita að allt
væri í góðu lagi hjá okkur. Þú
gerðir þitt besta til að fylla upp í
skarðið þegar elskulega mamma
okkar féll frá langt fyrir aldur
fram og stóðst þú þig svo vel. Þú
varst bæði pabbi og mamma fyrir
okkur eftir það. Við erum svo
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
pabba og trúum því að þú haldir
áfram að passa upp á okkur.
Gefðu elsku mömmu knús frá
okkur. Við pössum hvert annað
vel, börnin okkar, ömmu og Þór-
önnu, hvíldu í friði elsku engillinn
okkar.
Við kveðjum þig með tregans þunga
tár
sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elskum þig af öllu hjarta, við
kveðjum þig með miklu þakklæti
og söknuði. Takk fyrir allt, elsku
pabbi. Elskum þig, þín börn,
Unnur Ósk, Helga Björk og
Magnús Már.
Elsku Halli.
Það er erfitt að setjast niður
og skrifa þessi orð. Þetta bar svo
snöggt að. En við skulum ekki
gleyma öllum frábæru stundun-
um okkar saman. Allt sem við
brölluðum hvort sem var veiði-
ferðir þar sem þú veiddir stærsta
fiskinn og spurðir hver er best-
ur?“ Þú ert bestur, sumarbú-
staðaferðir út á land eða bara
kaffisopi með pönnsum hjá afa
Halla. Stelpurnar mínar sakna
þín mikið. Allt sem situr eftir eru
frábærar minningar um þig sem
hélst svo vel utan um okkur fjöl-
skylduna. Passaðir alltaf að allt
væri í lagi og ef eitthvað var þá
varstu kominn undir eins. Betri
tengdapabba er ekki hægt að
hugsa sér. Minning um harðdug-
legan, hjartahlýjan og elskulegan
mann lifir í hjörtum okkar. Kær
kveðja, þinn tengdasonur,
Bragi Hreinn Þorsteinsson.
Hvar ertu núna, hvert liggur þin leið?
(Skítamórall)
Þetta lag, þessi orð minna okk-
ur á þig, elskulegi bróðir okkar,
sem við í dag fylgjum til grafar.
Við systur sitjum eftir og minn-
umst allra þeirra góðu stunda
sem við áttum saman, bæði hérna
heima sem og í Noregi. Einmitt
þetta lag var oft sungið á góðri
stundu ásamt þinu uppáhalds
lagi, Undir bláhimni. þegar öll
fjölskyldan var saman, þá leið þér
vel enda naustu þín best þegar
við vorum öll saman.
Þú kvaddir okkur skyndilega
og allt of fljótt, en við vitum að
það var tekið vel á móti þér og þú
hvílist vel þar sem þú ert núna.
Við viljum þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir okkur og ekki
minnst fyrir móður okkar, sem
þú varst alltaf til staðar fyrir. Þú
varst höfuð fjölskyldunnar eftir
andlát föður okkar, og minning
þín mun alltaf lifa hjá okkur
systrunum og ylja okkur um
ókomin ár.
Mamma sendir þér ástar-
kveðjur með þakklæti fyrir allt.
Hvíl í friði elsku bróðir. Við
kveðjum þig með orðum spá-
mannsins sem faðir okkar benti
okkur á á sínum tíma:
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til
ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í
gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Elsku Þóranna, mamma, Unn-
ur Ósk, Helga Björk, Magnús
Már, Svenni, Leifur og fjölskyld-
ur.
Guð gefi ykkur styrk á þessari
erfiðu stundu.
Ásthildur, Sigurbjörg
(Sibba, Helena og fjöl-
skyldur.
Haraldur
Magnússon
✝ HrafnhildurJónasdóttir
fæddist á Helga-
stöðum í Reykjadal
8. janúar 1920. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Norður-
lands 17. október
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Jónas Frið-
riksson, bóndi á
Helgastöðum, f. á
Kraunarstöðum í Aðaldal 16.11.
1896, d. 16.2. 1983, og María
Sigfrúsdóttir f. á Bjarnastöðum
í Skútustaðahreppi 17.2. 1898,
d. 13.4. 1978. Hrafnhildur var
næst elst tíu alsystkina. Eru þau
í aldursröð: Sigfús Pálmi, lát-
inn, Hrafnhildur, Friðrik Reyn-
ir, látinn, Sighvatur, Egill, lát-
inn, Friðrik, látinn, Arnhildur,
látin, Reynir, Úlfhildur og
Kristján Elís.
Hinn 12. júní 1943 giftist
Hrafnhildur Ragnari Þór Kjart-
anssyni f. á Grundarhóli Fjalla-
hreppi Norður Þingeyjarsýslu
7.4. 1918, d. 24.6. 2007. Hrafn-
hildur og Ragnar eignuðust
þrjú börn, sem eru: 1) Kolbrún,
f. 1943, gift Hauki Helga Loga-
syni, f. 1937, d. 2013. Synir
þeirra eru Logi, f. 1963, og
Börn þeirra eru Arnhildur, f.
1972, og Þorsteinn, f. 1975.
Barnabörnin eru fjögur. 2)
Steinunn Friðgeirsdóttir, f.
1957, var gift Gunnari Theódóri
Gunnarssyni, f. 1954, d. 1980.
Synir þeirra eru Friðgeir Örn,
f. 1975, og Gunnar Magnús, f.
1980. Barnabörnin eru tvö. 3)
Arnaldur F. Axfjörð, f. 1960,
kvæntur Kolbrúnu Eggerts-
dóttur, f. 1958. Börn þeirra eru
Edda, f. 1988, og Ari, f. 1992, og
eitt barnabarn.
Hrafnhildur ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Helgastöðum í
Reykjadal. Hún gekk í Alþýðu-
og Húsmæðraskólann á Laug-
um og fór síðan í vist á Akur-
eyri . Þau Ragnar Þór byggðu
parhús á Ásgarðsvegi 21 á
Húsavík, en keyptu nokkrum
árum síðar einbýlishús á Garð-
arsbraut 35b, sem var þeirra
heimili. Þar ólu þau upp börn
sín þrjú, þrjú börn Arnhildar
systur Hrafnhildar, sem lést
1964, og sonardóttur sína. Þau
fluttu í Hvamm, heimili aldr-
aðra á Húsavík, árið 2003.
Hrafnhildur vann ýmis störf
meðal annars við sölustörf hjá
Kaupfélagi Þingeyinga og í
Efnalaug KÞ. Hún var virk í
félagsstörfum á Húsavík og
vann fyrir Leikfélag Húsavíkur
sem og Slysavarnarfélagið. Hún
tók virkan þátt í starfi Kirkju-
kórs Húsavíkur.
Útför Hrafnhildar fer fram
frá Húsavíkurkirkju í dag, 2.
nóvember 2015, kl. 14.
Hrafn, f. 1966.
Barnabörnin eru
sex. 2) Emil, f.
1946, kvæntur El-
ínu Jónasdóttur, f.
1946. Börn þeirra
eru Ragnar, f.
1965, Börkur, f.
1966, Jónas, f.
1971, og Guðrún
Þórhildur, f. 1980.
Barnabörn og
barnabarnabörn
eru sextán. 3) Jónas Már, f.
1951, kvæntur Sigríði Péturs-
dóttur, f. 1952. Dóttir þeirra er
Þórunn Hilda, f. 1978. Dóttir
Jónasar með Guðrúnu Björns-
dóttur, f. 1952, d. 2010, er
Hrafnhildur Jóna, f. 1969. Börn
Sigríðar af fyrra hjónabandi og
fósturbörn Jónasar eru Guð-
laug, f. 1968, og Pétur Gísli, f.
1970. Barnabörnin eru níu.
Hrafnhildur og Ragnar ólu upp
sonardóttur sína, Hrafnhildi
Jónu, f. 1969. Hún er gift Gunn-
ari Jóhanni Elíssyni, f. 1972,
þau eiga tvo syni á lífi, en
misstu dóttur. Ennfremur ólu
þau upp þrjú systurbörn Hrafn-
hildar, en móðir þeirra andaðist
frá stórum barnahópi. Þau eru:
1) María Axfjörð, f. 1953, gift
Pálma Þorsteinssyni, f. 1947.
Það var sólskin og fallegur
haustdagur á Norðurlandi þeg-
ar Hrafnhildur Jónasdóttir frá
Helgastöðum í Reykjadal
kvaddi. Hún var umvafin ást-
vinum, södd lífdaga í hárri elli.
Fyrir okkur, börnum Arn-
hildar systur hennar, var hún
fyrst og fremst Krumma okkar
með hlýja faðminn sinn og
endalausu umhyggjuna fyrir
okkur og fjölskyldum okkar.
Hún talaði oft um það að hún
væri stolt þegar við kynntum
hana sem fósturmóður okkar.
En það var hún í þess orðs
bestu merkingu. Þau Ragnar
gengu þremur okkar í foreldra
stað á sinn óeigingjarna og
fórnfúsa hátt.
Hún var í fararbroddi um-
hyggjusamra ættinga okkar
sem tóku utan um okkur systk-
inahópinn þegar mest þurfti á
að halda. Og auk þess að ganga
þremur okkar í móðurstað var
hún alltaf til staðar fyrir okkur
öll með góðum stuðningi Ragn-
ars síns. Þetta verður seint full-
þakkað þessum góðu hjónum.
Það var einfaldlega eins og það
væri alltaf pláss á Garðars-
brautinni. Ekki bara í húsinu,
heldur í hjartanu líka.
Um hana má segja að hún
var fjölhæf listakona á svo
margan hátt. Tónlistin var allt-
af sterkur þráður í lífi hennar.
Það voru uppeldisáhrifin frá
bernskuheimilinu á Helgastöð-
um. Hún naut sín virkilega þeg-
ar sungið var saman. Hún vakti
ung athygli fyrir fallega söng-
rödd og söng alla tíð mikið í
kórum. Hún kunni ógrynni
sönglaga og texta alveg til síð-
asta dags, og hún vílaði ekki
fyrir sér að syngja á erlendum
tungumálum, þó ekki væru þau
henni tungutöm að jafnaði. Hún
naut þess að hlusta á fagran
söng, og ekki síst ef það voru
börnin í fjölskyldunni sem
fluttu tónlistina. Saumaskapur
og allar hannyrðir léku í hönd-
um hennar fram á síðasta dag,
og hún skilur eftir sig óteljandi
listaverk á því sviði. Hún miðl-
aði þessari þekkingu sinni til
okkar sem nutum samvista við
hana, og má sjá þau áhrif víða
hjá afkomendum hennar.
Það er ekki einfalt að skrifa
lýsandi kveðjuorð um Hrafn-
hildi móðursystur okkar. Orð
duga ekki til, en það sem hún á
í hjarta okkar varðveitum við
þar um alla framtíð. Það var
okkar gæfa að eiga hana að. En
nú er komið að kveðjustund.
Hjartans þakkir fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur systkinin.
Takk fyrir öll knúsin, öll hlýju
orðin, alla ástina. Hvíl í friði.
María, Friðjón, Steinunn,
Friðgeir, Arnaldur, Jónas
Reynir og Hildigunnur.
Hrafnhildur
Jónasdóttir
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015
Fleiri minningargreinar
um Hrafnhildi Jón-
asdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Fleiri minningargreinar
um Harald Magnússon bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FRÍÐA KRISTJÁNSDÓTTIR,
fyrrv. bankastarfsmaður,
Strandvegi 20, Garðabæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þann
24. október 2015. Útför hennar verður gerð frá Vídalínskirkju í
Garðabæ fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 13.
.
Ragnheiður V. Rögnvaldsdóttir, Hallgrímur Viktorsson,
Regína Rögnvaldsdóttir, Helgi Már Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
BJÖRN JÓNASSON,
Stóragerði 29,
108 Reykjavík,
jarðfræðingur og framkvæmdastjóri
hjá Varahlutaversluninni Kistufelli,
lést á Landspítalanum 24. október síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju
4. nóvember klukkan 15.
.
Jóhanna Kristín Björnsdóttir, Þórir Ingþórsson,
Þórunn Jóhanna Þórisdóttir,
Elísabet Hildur Þórisdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR,
Dvalarheimilinu Grund
(áður Fannborg 3, Kópavogi).
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Litlu
Grundar fyrir góða og alúðlega umönnun.
.
Inga Engilberts, Gísli Krogh,
Bryndís Krogh Gísladóttir, Haraldur Hilmar Heimisson,
Heimir Krogh Haraldsson, Sverrir Krogh Haraldsson.
Tengdamóðir mín, amma okkar og
langamma,
GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR,
áður til heimilis í Hamrahlíð 25,
lést á heimili sínu, Hrafnistu,
Boðaþingi 5, þriðjudaginn 27. október.
.
María Gréta Guðjónsdóttir,
Guðrún Halla Sveinsdóttir, Sturla Halldórsson,
Guðjón Már Sveinsson, Hulda Hrafnkelsdóttir,
Arna Gréta Sveinsdóttir, Eiður Aron Arnarson,
Ásgerður, Gunnhildur, Sveinn og Dóra María.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
E. GUNNAR SIGURÐSSON
frá Seljatungu,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
fimmtudaginn 22. október.
Útför hans fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju
þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 11.
Rútuferð verður frá BSÍ klukkan 9.30 sama dag.
.
Guðný V. Gunnarsdóttir,
Sigrún S. Gunnarsdóttir, Jón Ásmundsson,
Margrét Kr. Gunnarsd., Gunnar Þ. Andersen,
Laufey S. Gunnarsdóttir,
Einar Gunnar Sigurðss., Ingunn Svala Leifsdóttir,
Richard V. Andersen,
Andri Einarsson, Rannveig Eriksen,
Ísak Logi Einarsson, Dagur Orri Einarsson,
Lovísa Eriksen Andrad., Magnea Eriksen Andrad.