Morgunblaðið - 02.11.2015, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur reynst erfitt að halda sínu
striki þegar engu er líkara en allir vilji leggja
stein í götu manns. Leyfðu þeim að deila vel-
gengni þinni með þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Einbeittu þér að því að gera lífið þægi-
legra og prýða þitt nánasta umhverfi. Inn-
heimtu það sem þú átt útistandandi og
komdu fjármálunum í lag.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér verður ljóst að ýmislegt þarf að
lagfæra af heimilistækjum og öðru á heim-
ilinu í dag. Sérviska er sjarmerandi í ákveðinn
tíma, en þreytandi til lengdar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu ekki deigan síga við að fá fram
þau úrslit mála sem þér eru mest að skapi.
Fullt tungl ýkir allar aðstæður.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Atvinnumenn í íþróttum fá tækifæri til
þess að ná enn betri árangri núna. Draumar
um fjarlæga staði gera dagana djúpa. Hóf-
stilltur og traustur málflutningur er enn það
sem fólk helzt vill.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sælt er að láta sig dreyma en sitthvað
er draumur og raunveruleiki. En smátilbreyt-
ing er nú alltaf til góðs.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að halda vel á spilunum ef þér á
að takast að ná til þín verkefni sem þú hefur
mikinn áhuga á. Planaðu frí, skemmtikvöld
eða hvers kyns afþreyingu sem þér kemur í
hug.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Tilfinningar þínar eru í miklum
tengslum við eigur þínar í dag. Og jafnvel
þótt hann sé ekki lengur til staðar, er plássið
þar enn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hættu að sýna gagnrýninni
manneskju þolinmæði, ekki síst ef viðkom-
andi manneskja ert þú. Gleymdu ekki heldur
að þú þarft líka tíma fyrir sjálfa(n) þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er líklegt að skortur verði á
starfsfólki í vinnunni í dag. láttu hendur
standa fram úr ermum, að öðrum kosti áttu á
hættu að sitja eftir með sárt ennið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú flækist inn í mál sem á eftir að
valda þér miklu angri. Huggaðu þig við það
að þetta muni líða hjá innan tíðar eins og
flest það sem þjakar hugann.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ringulreið og óreiða ríkir á heimili
þínu í dag. Einhver nýtti góðan hluta lífs síns í
að safna minningunum saman og þess vegna
eru þær dýrmætar.
Hallmundur Kristinsson yrkir áBoðnarmiði:
Klaufinn hann Bárður á Brávöllum
böðlaðist gróflega á öllum
tuttugu og tveim
tækjunum þeim
sem hann fékk oft lánuð hjá öllum.
Þá er röðin komin að Skúla Páls-
syni:
Það má lengi þæfa ull
og þræði áfram teygja,
hér er lítið limrubull,
lítið hef að segja:
Oft hef ég heyrt það af Ingvari
að Ingvar sé geðveikur syngvari,
keðjusöng syngi
sífellt á þingi
og sé af því kallaður hringfari.
„Alltaf er gaman að reyna að
koma í vísu orðum og orðatiltækjum
sem maður lærir. Heyrði áðan ágæta
auglýsingu,“ skrifaði Davíð Hjálmar
Haraldsson í Leirinn á miðvikudag-
inn:
Ég felldi í gær 5000 lerki
og furur, af greinum og berki
allt hreinsaði um leið
en hætti út úr neyð
með hamlandi stoðkerfisverki.
„Talsmenn kirkjunnar fái þjálfun
í umræðu“ kom í fréttum sem kom
Davíð Hjálmari tilefni til að spyrja:
„Eru prestar ekki helstu talsmenn
kirkjunnar?“
Finngálkn og skoffín og frenju má hemja
og fnæsandi graðhest með lagni má
temja
en það er sem kennum við köttum að
mala
er kirkjunnar menn fara að læra að tala.
„Ef maður talar þrjú tungumál er
maður „þrítyngdur“, kemur sér vel
í útlöndum,“ skrifar sr. Skírnir
Garðarsson:
Hinn þrítyngdi Þorkell, sá kjáni,
er þónokkuð hress niðrá Spáni.
Þar drekkur hann skota,
og í dömur vill pota,
“Dú jú læk mit mír fásér í tání.“ *
* altsvo: Myndi yður hugnast að
fá yður í tána með mér? (má ég
bjóða í glas?) (stundum heyrir mað-
ur þetta á barnum), innsk höf.
Páll Imsland yrkir á haustköld-
um morgni.
Hermundur Stígsson í Hvammi
hafði sig talsvert í frammi.
Hann hélt gjarnan ræður
og ritaði skræður.
Var enda flokksbundinn frammi.
Ingólfur Ómar Ármannsson yrk-
ir í klassískum stíl:
Lyftir huga á hærra plan,
henni dável unni.
Alltaf finnst mér ferskeytlan
fim og slyng í munni.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af skógarhöggi og góðu fólki
Í klípu
„SENDU INN KVÖRTUN EF ÞÚ VILT, EN ÉG
VARA ÞIG VIÐ, VIÐ ERUM NOKKUÐ GÓÐ Í
AÐ BJARGA OKKAR EIGIN RASSI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EF ÞÚ VÆRIR HESTUR HEFÐUM
VIÐ SKOTIÐ ÞIG!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sækja fötin hennar
í hreinsun með glöðu
geði.
ÞÚ ERT AÐ DRAGA AÐ ÞÉR
HEILMIKLA ATHYGLI
GERÐU EITTHVAÐ!
DÆS
AUGLÝS-
INGA-
PLÁSS
EKKERT
VEX Í
GARÐINUM
OKKAR
!
VIÐ
ÞURFUM
BETRI
MOLD!
ÉG BAÐ VIN UM
AÐ AÐSTOÐA
OKKUR...
HEY! MOLDUGI
MAGGI!
Eitt af höfuðskáldum Íslendingakom formlega úr felum um
helgina. Í hálfa öld stóð stytta Ás-
mundar Sveinssonar af Einari Bene-
diktssyni á Klambratúni í Reykjavík,
en var rækilega falin bak við tré, ör-
skammt frá Miklubraut. Fleira gerði
líkneski þetta afskipt þarna á túninu,
svo öll rök voru fyrir því að hið mikla
skáld bæði ljóða og framkvæmda
yrði fært um set. Niðurstaðan var að
setja varðann niður við Höfða, hvar
Einar bjó á árunum 1914-1917.
x x x
Húsið við Sundin, sem var byggtfyrir franskan konsúl árið 1907,
nefndi Einar Héðinshöfða eftir
bernskuslóðum sínum norður á Tjör-
nesi. Í daglegu tali fólks styttist
nafnið í Höfða og festist það í sessi.
Ýmsir bjuggu síðar í Höfða, en það
var árið 1958 sem Reykjavíkurborg
eignaðist þetta reisulega hús sem var
gert að móttökubústað. Í alla staði er
húsið borgarprýði og er þess utan
sveipað dulúð vegna sagna um
draugagang.
x x x
Saga Einars og Höfða tvinnastskemmtilega saman, en að mati
Víkverja sómir styttan sér mátulega
vel við það hús. Eðlilegra væri að þar
yrði komið upp táknmynd um leið-
togafund þeirra Ronalds Reagan
Bandaríkjaforseta og Mikhails Gor-
bachev Sovétleiðtoga sem þarna var
haldinn haustið 1986. Að ári, þegar
þrjátíu ár eru liðin frá þeim viðburði,
verður þess efalítið minnst með ein-
hverju móti. Að setja upp listaverk
þá – af nefndu tilefni – væri mjög vel
til fundið. Er líklegt að steingerv-
ingur Einars, maður í frakka með
yfirvaraskegg sem stendur við skáld-
hörpuna, verði þá algjörlega á skjön
við annað í þessu umhverfi.
x x x
Í jaðri Heiðmerkurinnar er gamliElliðavatnsbærinn og þar stóð
vagga Einars Benediktssonar sem
fæddur var árið 1864. Þar, á fæðing-
arstaðnum, hefði styttan auðvitað átt
að vera. Við Höfða er henni afleitlega
komið fyrir – og það kæmi ekki Vík-
verja á óvart að í fyllingu tímans yrði
kúnstverk þetta flutt upp að Elliða-
vatni. víkverji@mbl.is
Víkverji
Lát engan líta smáum augum á æsku
þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði
og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi.
1. Tím. 4.12.
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Alltaf eitthvað nýtt!
Hágæða öflugar 12V loftdælur
frá ViAir í Californíu fyrir jeppann, trukkinn
og traktorinn á frábæru verði.
Amerísk
hönnun ViAir 70P
ViAir 85P
ViAir 88P
ViAir 450P