Morgunblaðið - 04.11.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
Enginn einn kostur er tekinn út úr
og kynntur sem aðalvalkostur
Landsnets í tillögu að matsáætlun
fyrir Sprengisandslínu sem Lands-
net hefur sent Skipulagsstofnun. Al-
menningur getur kynnt sér áætl-
unina á vef Landsnets og sent
Skipulagsstofnun athugasemdir fyr-
ir 17. nóvember næstkomandi.
Í drögum að matsáætlun var einn
aðalkostur kynntur og aðrir val-
kostir með. Einnig var opnað fyrir
þann möguleika að hægt yrði að
leggja línuna í jarðstreng á um 50
km kafla um miðbik línuleiðarinnar.
Athugasemdir bárust við ýmislegt í
drögunum. Hefur verið tekið tillit til
þeirra við gerð tillögunnar.
Í matsáætluninni sem nú hefur
verið kynnt eru kostirnir bornir
saman á jafnréttisgrundvelli. Jafn-
framt er þannig frá málum gengið að
hugsanlegur jarðstrengur geti verið
valkostur á öllum línuleiðunum.
Þær breytingar hafa orðið að
Vegagerðin sem vann með Lands-
neti að verkefninu þannig að hægt
yrði að meta saman nýjan veg og lín-
ur á Sprengisandi ákvað að hætta
matsferlinu. Gísli Gíslason, lands-
lagsarkitekt hjá Steinsholti ehf., sem
er ráðgjafi Landsnets í matsferlinu,
segir að ákvörðun Vegagerðarinnar
ætti ekki að trufla matsferlið. Vega-
gerðin hafi verið búin að setja niður
allar mögulegar veglínur yfir sand-
inn. Horft sé til þeirra þegar þörf sé
á því að skoða línur og vegi í sam-
hengi. Megináherslan sé samt sú að
horfa til núverandi Sprengisands-
leiðar sem meginleiðar.
Næsta stig matsferlisins er að
gera frummatsskýrslu. helgi@mbl.is
Ekki gert upp á milli
valkosta í matsáætlun
Morgunblaðið/Golli
Umhverfismat Áhugamenn kynna
sér tillögu Landsnets að línuleið.
Umhverfismat
Sprengisandslínu
! "#
$
%&
'
( %
)
(
*
'
+++
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
A-hluti borgarsjóðs verður rekinn
með 13,4 milljarða króna halla á
þessu ári. Þetta kemur fram í út-
komuspá sem kynnt var í borgar-
stjórn í gær, þegar meirihluti hennar
lagði fram frumvarp að fjárhags-
áætlun næsta árs.
Til A-hlutans
telst sú starfsemi
sem er að hluta
eða öllu leyti fjár-
mögnuð með
skatttekjum. Þá
verður samstæða
borgarinnar, A-
og B-hluti, rekin
með 3,5 milljarða
króna halla á
þessu ári.
Í spánni vegur
þyngst áætluð gjaldfærsla vegna líf-
eyrisskuldbindingar borgarinnar,
sem nemur 14 milljörðum króna á
þessu ári, langt umfram gjaldfærslu
undanfarinna ára og áætlaða gjald-
færslu komandi ára, að því er segir í
greinargerð með frumvarpinu. Þá
tekur áætlunin einnig mið af versn-
andi afkomu í kjölfar mikilla launa-
hækkana.
Tekjur hættu að duga
fyrir gjöldum
„Með öðrum orðum, tekjur hættu
að duga fyrir gjöldum, líkt og gildir
um sveitarfélög á öllu höfuðborgar-
svæðinu,“ segir í inngangi borgar-
stjóra, Dags B. Eggertssonar, að
frumvarpinu. Hann segir rekstrar-
hallann einnig eiga skýringu í fjár-
hagslegum samskiptum borgarinnar
við ríkið og bendir á að mat fjármála-
stjóra sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu sé að frá árinu 2011 vanti 7,7
milljarða framlag frá ríkinu til rekst-
urs þeirra, sökum ýmissa atriða.
„Það eru viðræður í gangi um
þessar fjárhæðir, en útkoman veltur
að miklu leyti á því hvernig Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga gengur
í því verkefni,“ segir Dagur í samtali
við Morgunblaðið.
Uppsagnir verði undantekning
Í greinargerðinni víkur hann að
því að launa- og rekstrarkostnaður
muni dragast saman á næstu þremur
árum. Aðspurður hvort starfsmönn-
um borgarinnar verði sagt upp segir
Dagur að slíkt muni heyra til und-
antekninga. „Laun eru að hækka
umtalsvert og á móti þurfum við að
hagræða til að eiga fyrir því, svo að
tekjur og gjöld nái endum saman. Í
þessu skyni munum við hægja á ný-
ráðningum. Starfsmannaveltan er
svo mikil að við teljum að með því ná-
ist okkar markmið, en að sjálfsögðu
þarf að velta við öllum steinum.“
Fjórtán upplýsingafulltrúar?
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokks í borgarstjórn, segir
rekstur borgarinnar skorta aðhald.
„Þó að fjárhagsleg samskipti
borgarinnar við ríkið væru í lagi væri
reksturinn samt sem áður undir
þeim mörkum sem fjármálaskrif-
stofa hennar setur,“ segir Halldór.
„Grundvallarmálið er því að rekst-
urinn er án aðhalds. Það er hægt að
tiltaka eitt og annað sem hægt er að
laga, en það er bara ekki nóg. Það
þarf að taka á rekstrinum.“
Halldór segir að vandinn sé upp-
safnaður og að ekkert taumhald virð-
ist vera á ráðningum til borgarinnar.
„Af þessu tilefni taldi ég hversu
margir upplýsingafulltrúar starfa
hjá borginni. Niðurstaðan er sú að
þeir eru 14. Þarf fjórtán upplýsinga-
fulltrúa? Ég held ekki.“
Í greinargerðinni kemur fram að
gert sé ráð fyrir að gjaldskrár skóla-
og frístundasviðs muni hækka að
jafnaði um 4,9%, en sú hækkun er
sögð fylgja verðlagi. Seðlabanki Ís-
lands gerir hins vegar ráð fyrir 4-
4,5% verðbólgu á komandi ári og ASÍ
gerir ráð fyrir 3,8% verbólgu.
Leikskólabörnum fer fækkandi
Gert er ráð fyrir að börnum í leik-
skólum borgarinnar muni fækka frá
árinu 2015 og lækkar fjárheimild
skóla- og frístundasviðs um 78 millj-
ónir króna vegna þess. Þá er talið að
nemendum í borgarreknum grunn-
skólum muni fjölga um 183 á næsta
ári, verði fjárheimildin því hækkuð á
móti um tæpar 122 milljónir.
Meirihluti borgarstjórnar gerir
ráð fyrir að rekstri borgarinnar
verði snúið við á næsta ári og muni
A-hluti hennar þá skila 567 milljóna
króna afgangi. Þá verði öll samstæð-
an rekin með tæplega 8,1 milljarða
króna afgangi. Halldór segist efa það
að áætlunin gangi eftir.
Lítið megi út af áætlun bera
„Mjög stór hluti þessa er svokall-
aðar fjárfestingatekjur, það er sala
eigna, sala byggingarréttar og
gatnagerðargjöld. Þetta er mjög
áhættusamt enda segir fjármála-
skrifstofan að það megi lítið út af
bera til að þetta fari úrskeiðis,“ segir
Halldór. „Og fyrir því eru mörg for-
dæmi á undanförnum árum.“
Eins og áður sagði gerir meirihluti
borgarstjórnar ráð fyrir auknum
tekjum næstu ár. Dagur segir að í
því felist spá um hversu auknum
sköttum launahækkanir í samfélag-
inu muni skila borginni. „Við gerum
ekki ráð fyrir að hækka skatthlut-
fallið, hvorki í gegnum útsvar né
fasteignaskatta,“ segir hann.
Í greinargerðinni má sjá að sums
staðar vilja borgaryfirvöld draga
seglin saman. Til að mynda verður
hætt með lengri sumarafgreiðslu-
tíma í tveimur sundlaugum og þá
verður dregið úr umfangi Vetrarhá-
tíðar.
Hluthafafundur yrði boðaður
„Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri
stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015
og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa,
þá væri hluthafafundur boðaður í
skyndi og skipt um stjórnendur,“
sagði Halldór við lok ræðu sinnar á
borgarstjórnarfundi í gær.
Dagur svarar gagnrýni Halldórs á
þann veg: „Við og önnur sveitarfélög
erum nú ekki síst að glíma við afleið-
ingar af dýrum kjarasamningum,
sem margir eru gerðir af Sambandi
íslenskra sveitarfélaga. Það er þá
spurning hvort hluthafafundinn eigi
að halda hjá borginni eða hjá sam-
bandinu.“
13,4 milljarða halli hjá borginni
Dregið verði úr launa- og rekstrarkostnaði Gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga nemur 14 milljörðum
Gjaldskrár hækki um 4,9 prósent á næsta ári Versnandi afkoma í kjölfar mikilla launahækkana
Áætlun meirihlutans
» Skuldir og skuldbindingar
borgarinnar nema rúmlega
300 milljörðum króna.
» Rekstrarsamstæðan verður
rekin með 3,5 milljarða tapi á
þessu ári.
» Miðað er við að útsvar og
fasteignaskattur verði óbreytt
á næsta ári.
» Gjaldskrár muni hækka að
jafnaði um 4,9% og er sú
hækkun sögð fylgja verðlagi.
» Rekstrarafgangur sam-
stæðunnar á að nema átta
milljörðum króna á næsta ári.
» Fjárfest verður fyrir 9,9
milljarða króna á árinu 2016.
» Stærstu verkefnin eru
skóla-, íþrótta- og menning-
arhúsnæði í Úlfarsárdal, við-
byggingar við Klettaskóla og
Vesturbæjarskóla, útilaug við
Sundhöllina og stækkun
Borgarbókasafns við Tryggva-
götu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fundað Meirihlutinn í borginni lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár á fundi í gær. Minnihlutinn segir rekstraraðhald skorta.
Halldór
Halldórsson