Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
LEIÐRÉTT
Hefur siglt Herjólfi
um 250.000 km
Steinar Magnússon skipstjóri hefur
siglt Herjólfi um 250.000 km, eins og
fram kom í viðtali við hann í blaðinu í
gær, en ekki 150.000 eins og misrit-
aðist í undirfyrirsögn. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Gervihnattasendum var skotið í
þrjá hnúfubaka í Eyjafirði í síðustu
viku og eftir miðjan mánuð verða
slík merki sett í tvo hvali til við-
bótar. Að þessu sinni er um sam-
starf Hafrannsóknastofnunar og
Hvalasafnsins á Grandagarði að
ræða. Þar mun fyrirhugað að sýna
gestum upplýsingar um ferðir
hvalanna á lifandi og myndrænan
hátt.
Jákvætt samstarf og
skemmtileg nýjung
Gísli Víkingsson, hvalasérfræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun, segir
að síðasta gervihnattamerkið, sem
Hafrannsóknastofnun átti, hafi ver-
ið sett í hnúfubak síðasta vetur. Í
156 daga hafi síðan tekist að fylgj-
ast með ferðum þess dýrs, meðal
annars á þekktar æxlunarstöðvar
hvala í Karíbahafinu. Sá árangur
hafi verið einstakur og vakið at-
hygli víða um heim.
„Hvalasafnið lýsti áhuga á sam-
starfi við okkur og þau vilja gjarn-
an sýna ferðir merktra hvala,“ seg-
ir Gísli. „Við höfðum að svo stöddu
ekki ráð á fleiri merkjum og það
varð því úr að þeir keyptu merkin.
Við hins vegar höfum þekkingu á
því hvernig á að
standa að hlutum
og njótum góðs í
fræðunum af
niðurstöðunum.
Þannig að þetta
er jákvætt sam-
starf og
skemmtileg nýj-
ung,“ segir Gísli.
Áætla má kostn-
að við merkin fimm sem senda boð
um gervihnött um eða yfir tvær
milljónir króna.
Komið nær hugsanlegu fari
Merki hafa borist frá tveimur
hvalanna, sem merktir voru í síð-
ustu viku og halda þeir enn til í
Eyjafirði á svipuðum slóðum og
þeir voru merktir. Beðið verður
fram eftir mánuði með merkingar á
tveimur hnúfubökum til viðbótar og
segir Gísli að eftir miðjan mánuð
verði komið nær hugsanlegu fari
hvalanna suður á bóginn.
Síðustu ár hafa allt að 20 hnúfu-
bakar haldið sig í Eyjafirði út nóv-
embermánuð. Gísli segist hafa þær
upplýsingar frá sjómönnum, að í
maga þorsks sem veiðist í Eyjafirði
um þessar mundir sé mikið af smá-
síld. Ekki sé ólíklegt að hnúfubak-
urinn sæki einnig í síldina.
Starfsmenn Hafrannsóknastofn-
unar merktu hnúfubakinn langför-
ula 10. nóvember í fyrra sunnan við
Hrísey í Eyjafirði. 10. janúar hélt
hvalurinn ákveðið í vesturátt og
síðan til suðurs. Fylgst var með
ferðum dýrsins suður á bóginn og
um miðjan mars hélt það kyrru fyr-
ir í Karíbahafinu í tæplega tvær
vikur. Síðasta skeyti barst frá
hnúfubaknum 12. apríl, 153 dögum
eftir að hann var merktur, og var
hann þá tæplega hálfnaður til baka
til Íslands.
Ekki hafði áður tekist að nema
merki úr sendi sem var festur á
hval við Ísland í svo langan tíma.
Mest fór hnúfubakurinn um 100
mílur á sólarhring fyrst eftir að
hann lagði af stað, en algengt var
að hann færi um 75 mílur á sólar-
hring í þessu síðbúna haustfari.
Dýrið var 5-6 vikur á leið í Kar-
íbahafið og líklega svipaðan tíma á
leiðinni heim.
Gísli óskaði eftir því við hvala-
skoðunarfyrirtæki síðari hluta maí-
mánaðar að þau svipuðust um eftir
hvalnum. Hann sendi út lýsingu á
dýrinu og mynd af sporði hans, en
hægt er að þekkja dýrin í sundur
m.a. á einkennum á sporði. Við-
brögðin létu ekki á sér standa og
staðfest var í byrjun júní að hval-
urinn hefði skilað sér heim og sést í
Skjálfandaflóa þann 25. maí. Ekki
var um að villast þegar myndir
voru bornar saman og þá kom í ljós
að merkið hafði losnað úr dýrinu.
Ungur tarfur sem stoppaði
stutt á æxlunarstöðvum
„Um karldýr eða tarf reyndist
vera að ræða og í sjálfu sér kom
okkur á óvart hvað hann stoppaði
stutt á áfangastað miðað við hversu
mikið var haft fyrir ferðinni,“ segir
Gísli. „Ég veit ekki um aldur dýrs-
ins, en nokkrir kollegar mínir í
Bandaríkjunum hafa sagt að áferð-
in á sporðinum bendi til að þetta sé
ungt dýr.
Aldurinn gæti skýrt hvers vegna
hann fór seint af stað til æxlunar-
stöðvanna. Kannski hefur honum
ekki litist á hljóðin eða baulið í
stóru törfunum þegar á leiðarenda
var komið og því stoppað stutt, en
þekkt er meðal hnúfubaka að karl-
inn helgar sér svæði og reynir að
laða kvenkynið til sín með söng.
Hitt gæti allt eins eins verið að
kúm hafi verið farið að fækka þeg-
ar hann mætti á svæðið í lok fengi-
tímans, nú eða að hann hafi ekki
þurft lengri tíma til að rækja kyn-
hlutverk sitt. Allt eru þetta órök-
studdar hugdettur þar til við lær-
um meira um atferli hnúfubaksins,
m.a. með áframhaldandi merk-
ingum.“
Samstarf um merkingar og
ferðir hvala sýndar á lifandi hátt
Fimm hnúfubakar merktir í Eyjafirði Fylgst var með hval í 153 daga í vetur
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Engir tveir sporðar eins Myndin til vinstri er tekin við merkingu hnúfubaks í Eyjafirði í nóvember í fyrra og sú til hægri í Skjálfanda 25. maí í vor, skömmu
eftir komu hans til Íslands að lokinni ferð í Karíbahafið. Sérfræðingar hafa rýnt í myndirnar og segja um sama hval að ræða, það megi m.a. ráða af mynstri
almennt á neðanverðum sporði og sérstaklega dökka blettinum vinstra megin og rákunum hægra megin. Upplýsingar úr suðurferðinni hafa vakið athygli.
Gísli Víkingsson
Ljósmynd/Christian Schmidt
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Glæsilegar
sparipeysur
Stærðir 36 - 52
Skoðið laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Peysuúrval
Buxnaúrval
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Ný sending
• Síðar peysur
• Jakka peysur
• Stuttar peysur
• Túnikur
• Töskur
• Silkislæður
• Ponsjo
• Kjólar
Verið velkomin
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Einnig erum við með
vinsælu velúrgallana
Stærðir S-XXXXL