Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 10
Baltasar Kormákur, leikstjóri stór-
myndarinnar Everest, og Daði Einars-
son, sem stýrði tæknibrellum í mynd-
inni, svara spurningum gesta úr sal á
sérstakri sýningu Everest sem haldin
verður kl. 19 fimmtudaginn 5. nóv-
ember í Sambíóunum í Egilshöll.
Tómas Guðbjartsson fjallalæknir
stýrir umræðum og situr jafnframt
fyrir svörum. Þeir munu fjalla um
hvað gerðist í raun og veru í þessum
sögufræga Everest-leiðangri og hvað
hægt er að læra af honum og því sem
fór úrskeiðis. Auk þess sem farið
verður yfir hvernig tæknibrellurnar
voru útfærðar í myndinni. Þá mun
Tómas fjalla um hvaða áhrif súrefnis-
skortur hefur á dómgreind en án efa
munu spinnast fjölbreyttar umræður
út frá spurningum gesta í salnum.
Sýningin er haldin í samstarfi við
66°Norður, Félag íslenskra fjalla-
lækna (FÍFL), Sambíóin og RVK Stud-
ios. Miðaverð er 3.000 kr og rennur
ágóði af sýningunni til Undanfara-
sveitar Landsbjargar. Miðar á sýn-
inguna eru seldir á sambio.is.
Svara spurningum úr sal
Leikstjórinn Baltasar Kormákur.
Lærdómurinn
af Everest
Daði
Einarsson
Tómas
Guðbjartsson
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
Að lesa og skrifa list er góð,kvað sálmaskáldið góða,Hallgrímur Pétursson, á
sautjándu öld. Flestir kunna fram-
haldið „læri það sem flestir. / Þeir
eru haldnir heims hjá þjóð / höfð-
ingjarnir mestir.“ Í meira en þrjár
aldir hefur sannleikurinn í vísukorn-
inu ekki verið véfengdur. Lestur og
skrift hafa enda verið grunnþættir í
menntun barna og forsenda fyrir
frekara námi. En hversu vel skrif-
andi eru ungmenni, sem æ sjaldnar
þurfa að taka sér penna í hönd og
draga til stafs? Kunna þau tengi-
skrift, eða skrifa þau blokkskrift
þegar þau skrifa á annað borð?
Pennar ekki helstu þarfaþingin
Í rannsókn sem pennaframleið-
andinn Bic gerði í ágúst síðast-
liðnum kom fram að helmingur ung-
menna á aldrinum 13 til 19 ára hefur
aldrei skrifað þakkarbréf, 83% aldr-
ei ástarbréf og fjórðungur aldrei af-
mælis- eða jólakort. Rannsóknin tók
til 1.100 ungmenna á Bretlandi og í
Írska lýðveldinu. Pennar og pappír
virtust ekki vera meðal þeirra helstu
þarfaþinga. Tölvur, spjaldtölvur og
snjallsímar hafa að miklu leyti leyst
slík verkfæri af hólmi bæði í skóla-
stofunni og daglega lífinu. Samfara
þróuninni þykir mörgum því mikil-
vægara að vera fingrafimir á lykla-
borðið en að hafa þjála og fallega rit-
hönd.
Þrátt fyrir, að margra mati, skelfi-
legar niðurstöður rannsóknarinnar
viðurkenndu flestir þátttakendur
ýmsa ókosti þess að þurfa að stóla á
tölvuritun. Næstum sjö af hverjum
tíu sögðu rithönd sína hafa orðið
mun verri fyrir vikið og 22% sögðu
stafsetningu sína lakari samfara
aukinni tölvuritun.
Bic pennaframleiðendunum vænt-
anlega til nokkurrar ánægju kváðust
58% þátttakenda þó kunna sjálfir
betur að meta að fá handskrifuð
skilaboð en rafræn boð og einnig
voru 64% þeirrar skoðunar að ætt-
ingjum þeirra og vinum þætti bera
vott um meiri hugulsemi af hálfu
sendandans að fá handskrifað bréf.
Þótt niðurstöðurnar hafi leitt í ljós
að fjórðungur drengja og 14%
stúlkna handskrifuðu aðeins annan
hvern mánuð, virtust þáttakendur
almennt gera sér grein fyrir gildi
handskrifaðra bréfa.
Tjáning í rithöndinni
„Handskrift er eitt okkar helsta
tjáningarform, sem við ættum að
meta til jafns við aðrar listgreinar
eins og skissuteikningu, málun og
ljósmyndun. Við þurfum að hvetja
ungmennin til að taka sér penna í
hönd,“ sagði framkvæmdastjóri Bic
Rannsókn Bic pennaframleiðandans á skriftarfærni 13 til 19 ára ung
Helmingur þátttakenda
hafði aldrei skrifað bréf
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Háar, mannlausar hallir ogtóm seglskip við strönd-ina í aldagamalli borg ífjarlægu landi. Plága.
Munaðarlaus, sjálfala ungmenni.
Gæska og grimmd. Hættur og leynd-
ardómar við hvert fótmál. Um allt
þetta og meira til hverfist fantasíu-
og ævintýrabókin Koparborgin eftir
Ragnhildi Hólmgeirsdóttur. Bókin
sem er frumraun höfundar á skálda-
brautinni er nýkomin út hjá Björtu
bókaútgáfu.
Í miðri æsispennandi atburða-
rásinni í Koparborginni er Pietro,
tólf ára drengur. Hann er frekar lítill
í sér til að byrja með en vex ásmegin
eftir því sem sögunni vindur fram.
Hér verður söguhetjunni hvorki lýst
nánar né söguþráðurinn rakinn í
þaula heldur sjónum meira beint að
höfundinum, sem viðurkennir að
þótt Pietro sé fjarri því að vera henn-
ar annað sjálf eigi þau eitt og annað
sameiginlegt.
Eins og álfur út úr hól
„Pietro finnst hann oft svolítið
skrýtinn þegar hann talar við aðra.
Mér leið stundum þannig eftir jólafrí
í skólanum en þá gerði ég ekki annað
en lesa bækur, svaf óreglulega og
talaði varla við nokkurn mann. Svo
þegar ég loksins hitti fólk átti ég erf-
itt með að horfa í augun á því og
fannst allt sem ég sagði hljóma fornt
og eins og upp úr bók. Og ég vera
eins og álfur út úr hól. Pietro er ýkt
útgáfa af upplifun minni því öfugt við
mig hefur hann lent í óskaplega
miklum raunum og áföllum, orðið
fyrir yfirnáttúrulegri reynslu og ég
veit ekki hvað og hvað,“ segir Ragn-
hildur og útskýrir að Pietro sé aleinn
sumarlangt og samskiptafærni hans
sé ekki upp á marga fiska þegar
hann hittir loksins aðrar mann-
eskjur. „Annars eru allar söguhetj-
urnar algjörlega skáldaðar. Þær eiga
sér enga stoð í raunveruleikanum,“
bætir hún við líkt og til að fyrir-
byggja málsókn – en er auðvitað að
grínast.
„Hugmyndin að sögunni kom til
mín í martröð fyrir tíu árum þegar
ég var sautján ára. Mig dreymdi hóp
barna sem á flótta laumaðist um yfir-
gefna garða umkringda háum múr-
veggjum inn í hús þar sem þau
mættu ólýsanlega vondri mann-
eskju. Ég byrjaði að skrifa, lagði í
megindráttum grunn að aðalpersón-
unum og kláraði um það bil þrjá
kafla. Svo gafst ég upp og hálf-
gleymdi þessu, en eftir menntaskóla
vaknaði hjá mér áhugi á að skrifa
bók og þá dró ég fram gulu stílabók-
ina sem ég hafði skrifað söguna í.
Mér fannst martröðin góður grunn-
ur en sá fljótlega að ég þyrfti að gjör-
breyta stílnum og frásagnarmát-
anum. Ég byrjaði að skrifa söguna
sumarið 2008, sama ár og ég hóf nám
í sagnfræði við Háskóla Íslands,
skrifaði hana í hjáverkum með námi
og vinnu, og sló endapunktinn í ágúst
2014, en var svo fram í júlí í ár að
laga hana, bæði upp á eigin spýtur og
með útgefandanum. Það teygðist á
forsögunni hjá mér og því var ég ár-
um saman að skrifa mig að risinu í
sögunni sem byggist á martröðinni.
Hvaða börn voru þetta, hvað voru
þau að gera, hvar voru þau stödd og
hvað var fyrir utan þessa háu veggi?
voru til dæmis mikilvægar spurn-
ingar sem ég þurfti að svara áður en
kom að fundi barnanna og illmenn-
isins. Auk þess sem ég þurfti að
byggja heila borg og skálda sögu
hennar,“ útskýrir hún.
Staða kvenna fyrr og síðar
Sögusvið Koparborgarinnar
minnir á 16. öldina en Ragnhildur
kveðst hafa verið mjög spennt fyrir
því tímabili áður en hún byrjaði í
sagnfræðinni og fór af einhverjum
ástæðum að hafa áhuga á miðöldum.
BA ritgerðin hennar frá árinu 2011,
Riddarar og frúr. Fyrirmyndir ís-
lenskra aristókrata á 14. öld, fjallar
um riddarasögur og hlutverk þeirra í
samfélaginu á því tímabili. Í MA rit-
gerðinni, sem hún skilaði í vor, Með
honum sett til stjórnar og lands
gæslu, tekur hún út stöðu norskra
drottninga á miðöldum, allt frá hálf-
goðsagnakenndum persónum kon-
ungasagna á 10. öld til Margrétar
Valdimarsdóttur á síðari hluta 14.
aldar.
Koparborgin
reist á martröð
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir er að stíga sín fyrstu skref á skáldabrautinni. Í hjá-
verkum og milli þess sem hún hefur síðastliðin sjö ár sökkt sér niður í riddarasög-
ur og heimildir um stöðu norskra drottninga á miðöldum skrifaði hún fantasíu-
og ævintýrabókina Koparborgina. Höfundur og söguhetjan eru um margt lík.
Pietro horfði á fjarlæga ljósdeplana við hafnar-
bakkann synda fyrir augum sér á meðan hann
beið eftir að deyja. Hann lá á þakinu á litla hús-
bátnum af því að inni voru allir dánir. Hann mundi
ekki hvað hann hafði verið lengi veikur en þetta
var önnur nóttin hans uppi á þakinu. Á næturnar
var þægilega svalt og það róaði hann að horfa á
ljósdeplana og reyna að telja þá, en á daginn lá
hann og stiknaði og vatnsbrúsinn var löngu tóm-
ur.
Eins og dáleiddur fylgdist hann með ljósinu á
hafnarbakkanum hreyfast til og frá. Það hreyfðist
miklu meira en síðustu nótt. Pietro ruglaðist stöðugt í talning-
unni en það skipti ekki öllu máli. Hann fylgdist með deplunum skipta sér
upp í fjóra hópa sem tóku síðan að færast nær og nær. Hann sá þá ekki
skýrt því það vætlaði enn blóð úr augunum á honum en þegar vindurinn
færði honum lyktina af logandi eldi, þá fann hann óttann læðast að sér.
KAFLABROT ÚR KOPARBORGINNI
Miðaldafræðingurinn
Sögusvið Koparborgar-
innar minnir á 16. öld-
ina, sem Ragnhildur var
mjög spennt fyrir áður
en hún byrjaði í sagn-
fræðinni og fékk áhuga
á miðöldum.
Inni voru allir dánir
Innrömmunarþjónusta
Láttu fagmenn sjá um
innrömmunina
Gæða innrömmun
verndar myndir
og listaverk
Sérsmíðaðir rammar
úr tré og áli
Rauðarárstíg 33 – Fjarðargötu 19, Hafnarfirði – S. 511 7000