Morgunblaðið - 04.11.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
gegnum Húsavíkurhöfða hefjist í
febrúar nk. Þá er verið að opna nýja
efnisnámu fyrir hafnargerð og vega-
gerð.
Dýpkun í lok nóvember
Snæbjörn segir tíðarfarið það sem
af er hausti og vetri hafa komið sér
vel fyrir verktakana, bæði við Bakka
og á Þeistareykjum, þar sem Lands-
virkjun reisir jarðvarmavirkjun í
tengslum við stóriðjuna á Bakka.
Von er á dýpkunarskipi og starfs-
milli bæjarins og Bakka, sunnan við
iðnaðarlóðina þar sem PCC Bakki
Silicon hyggst reisa kísilverksmiðju.
„Ég fann vel fyrir þessum skjálfta
sjálfur, hélt fyrst að hurð hefði verið
skellt aftur í næsta húsi,“ segir Snæ-
björn.
Að sögn Snæbjörns eru fram-
kvæmdir við jarðvinnu komnar vel af
stað og verktakar eru að hefja lagn-
ingu Bakkavegar til Húsavíkurhafn-
ar.
Reiknað er með að gerð jarðganga
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Við vitum vel að við erum á virku
skjálftasvæði og það kemur ekkert á
óvart þó að það komi kippir annað
slagið. Það hefur verið tekið tillit til
þessa í hönnun á
jarðgöngum og
öðrum mann-
virkjum og í öll-
um vinnuferlum,“
segir Snæbjörn
Sigurðarson,
verkefnisstjóri
hjá Norðurþingi,
en Húsvíkingar
og nágrannar
fundu vel fyrir
jarðskjálfta um
miðnætti á sunnudagskvöld. Stærsti
skjálftinn var upp á 2,9 stig á Richter
og voru upptökin við Héðinshöfða-
bæina, um 4 km frá Húsavík og
skammt norðan við iðnaðarlóðina á
Bakka. Barst Veðurstofunni fjöldi
tilkynninga frá fólki sem fann kipp-
inn vel.
Snæbjörn segir aðstandendur
verkefnisins vel meðvitaða um að
lóðin á Bakka sé á þekktu skjálfta-
svæði. Húsavíkurmisgengið liggur
mönnum Björgunar til Húsavíkur í
lok nóvember til að hefja dýpkun í
höfninni. Vegagerðin bauð út þá
framkvæmd í sumar og Björgun átti
lægsta tilboð, upp á tæpar 250 millj-
ónir króna.
Snæbjörn segist engar fregnir
hafa fengið frá forsvarsmönnum
Björgunar um að það tefjist þó að
dýpkunarskipið Perla hafi sokkið í
Reykjavíkurhöfn. Sér vitanlega hafi
annað skip, sem hafi verið í dýpkun í
Þorlákshöfn, átt að koma norður.
Bakki Horft yfir iðnaðarsvæðið á Bakka og til Húsavíkur. Húsavíkur-
misgengið svonefnda liggur á milli Bakka og bæjarins.
Framkvæmdir vegna kísil-
versins á Bakka á góðu skriði
Heimamenn kippa sér ekki upp við jarðskjálfta skammt norðan við Bakka
Héðinshöfði
Skjálfti 1. nóv.
2.9 stig
Húsavíkurhöfði
Húsavíkur-
misgengið
Húsavík
Bakki
Snæbjörn
Sigurðarson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Viðskiptaráð Íslands bendir á það
að launakostnaður vinnuveitanda
vegna starfsmanns sem er með
500.000 krónur í grunnlaun á mán-
uði sé 740.000 krónur. Starfsmað-
urinn fær hins vegar ekki nema
340.000 krónur útborgaðar. Búið er
að ráðstafa 400.000 krónum áður en
launþeginn fær greitt. Viðskiptaráð
birti nýlega á heimasíðu sinni (vi.is)
skýringarmynd sem sýnir skipt-
inguna. Hér birtist mjög einfölduð
útgáfa af myndinni.
Byggt á rannsókn Hagstofu
Frosti Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs Íslands, sagði
að tölur um skiptingu launakostn-
aðar væru byggðar á rannsókn
Hagstofunnar frá 2012. Hann taldi
að ekki hefðu orðið veigamiklar
breytingar á skiptingu launakostn-
aðar síðan þá.
„Vissulega rennur sumt af þessu
í vasa launþega á endanum eins og
lífeyrisréttindi, orlofs- og frídaga-
réttur og veikindaréttindi. Þessi
réttindi nýtast fólki vel. En þau
auka verulega muninn á launa-
kostnaði atvinnurekenda og út-
borguðum launum,“ sagði Frosti.
Hann sagði að menn fyndu mikið
fyrir þessum launatengdu gjöldum
í rekstri einyrkjafyrirtækja og
smærri fyrirtækja.
Lækka gjöld og skatta
„Tilfinning fólks þegar verið er
að semja um kaup og kjör er mjög
ólík eftir því hvort um er að ræða
launagreiðanda eða launþega.
Launþeginn horfir á útborguð laun
en launagreiðandinn á heildar-
launakostnaðinn. Þegar munurinn
er svona mikill er ekki furða þótt
menn upplifi sanngirni kröfugerðar
og niðurstöður samninga með ólík-
um hætti.“
Viðskiptaráð telur að með lækk-
un tryggingagjalds um tvö pró-
sentustig, lækkun tekjuskatts og
útsvars um eitt prósentustig hvors
um sig og með því að hætta ein-
greiðslum mætti hækka útborguð
laun eftir skatt um 40.000 krónur á
mánuði eða 480.000 krónur á ári.
Tryggingagjald er nú 7,3% af heild-
arlaunagreiðslum vinnuveitenda.
Frosti sagði að með eingreiðslum
væri t.d. átt við orlofsuppbót í júlí
og desemberuppbótina og aðrar
slíkar greiðslur.
Einfaldara fyrirkomulag
„Kjarasamningum lýkur oft með
samkomulagi um einhverjar sér
greiðslur eða sporslur sem flækja
launafyrirkomulagið frekar en hitt.
Við tölum fyrir því að fyrir-
komulagið verði einfaldað svo hægt
verði að hækka grunnlaunin. Menn
vita þá betur um hvað er verið að
semja varðandi kaup og kjör,“
sagði Frosti. Hann kvaðst ekki
efast um að lækkun trygginga-
gjalds, tekjuskatts og útsvars
myndi skila sér til launþega.
Ósk um upplýstari umræðu
Viðskiptaráð vill ekki síst ein-
falda launafyrirkomulagið til þess
að menn skilji betur sjónarmið
hver annars og geti betur borið
saman kaup og kjör bæði opinberra
starfsmanna og á almenna vinnu-
markaðnum og eins á milli starfs-
stétta.
„Ég held að flestir séu sammála
um að það sé erfitt að bera saman
kjör ólíkra starfsstétta vegna mik-
ils flækjustigs í kjarasamningum
og fyrirkomulagi launagreiðslna.
Það væri til mikils að vinna að ein-
falda þetta og samræma eins og
hægt er til að stuðla að upplýstari
umræðu og aukinni sátt á vinnu-
markaði,“ sagði Frosti.
Launatengd gjöld og
skattar hærri en kaupið
Viðskiptaráð Íslands vill einfalda flókið launakerfið
Í hvað fara launin?
Heimild: Viðskiptaráð Íslands
Lífeyrisframlag-70.000740.000
500.000
340.000
Orlof og frídagar-70.000
Tryggingagjöld-50.000
Hlunnindi-30.000
Skattur-140.000
Veikindi-20.000
Lífeyrisgreiðsla-20.000
Gjöld vinnuveitanda
Útborguð
laun
Grunnlaun
Launa-
kostnaður
Gjöld starfsmanns
Hádegismatseðill
alla virka daga
frá kl. 11:30 til 14.00
Borðapantanir í síma 562 7335
eða á caruso@caruso.is.
Caruso, Austurstræti 22, 101 Reykjavík
Rómantískur og hlýlegur
veitingastaður í
miðbæ Reykjavíkur
Um 2.500 fermingarbörn í 66
sóknum um allt land ganga í hús
dagana 2.-6. nóvember og safna
fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs
kirkjunnar í Eþíópíu.
Söfnunin nú er sú sautjánda í
röðinni en í fyrra söfnuðu ferm-
ingarbörn 8.162.460 krónum. Frá
árinu 1998 hafa fermingarbörn
safnað yfir 96 milljónum króna til
vatnsverkefna Hjálparstarfs
kirkjunnar.
Fyrir söfnunarvikuna fengu
fermingarbörnin fræðslu um mik-
ilvægi þess að hafa aðgengi að
hreinu vatni og um aðstæður
fólks sem býr við vatnsskort. Í
fræðslunni heyrðu börnin um ár-
angur af verkefnum Hjálp-
arstarfs kirkjunnar og sáu hvern-
ig hægt er að safna
rigningarvatni og grafa brunna
sem gjörbreyta lífinu til hins
betra.
„Hjálparstarf kirkjunnar hvet-
ur landsmenn til að taka vel á
móti fermingarbörnunum,“ segir
í tilkynningu.
Safna fyrir vatns-
verkefni í Eþíópíu