Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
Höndin, alhliða mannúðar- og
mannræktarsamtök, á 10 ára af-
mæli í dag, miðvikudaginn 4. nóv-
ember.
„Samtökin aðstoða og liðsinna
hinum þurfandi og veita þeim
stuðning,“ segir í tilkynningu.
Í tilefni afmælisins verður haldin
hátíð í neðri sal Áskirkju í kvöld kl.
20.30.
Dagskrá hefst með söng Karla-
kórs Kjalnesinga. Síðan flytur Ey-
þór Eðvarðsson vinnustaðasálfræð-
ingur fyrirlesturinn. „Hamingja,
himnaríki og helvíti“
Næst verður afhending viður-
kenninga og Þorsteinn Guðmunds-
son uppistandari kemur fram. Sam-
komunni lýkur með fjöldasöng.
Kynnir verður Ólafur Jóhann
Borgþórsson, prestur í Seljakirkju
Boðið verður upp á kaffi og
heimagert meðlæti.
Allir eru velkomnir á afmælis-
hátíð Handarinnar.
Fagna
afmæli í
Áskirkju
Höndin heldur
upp á 10 ára afmælið
Morgunblaðið/Eggert
Áskirkja Fjölbreytt afmælisdagskrá
verður í kirkjunni í kvöld.
Alþjóðaforseti Lionshreyfingar-
innar, dr. Jitsuhiro Yamada, heila-
og taugaskurðlæknir frá Japan, var
í heimsókn á Íslandi á dögunum.
Hann heimsótti meðal annars
barna- og unglingageðdeild Land-
spítalans og kynnti sér starfsemina
þar ásamt félögum í Lionsklúbb-
num Fjörgyn og forystumönnum
Lionshreyfingarinnar á Íslandi.
Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur
lengi verið bakhjarl BUGL og stutt
starfsemina þar á fjölmargan hátt.
Fyrir sjö árum gaf klúbburinn til
dæmis BUGL tvo bíla til afnota. Þar
sem þeir voru komnir til ára sinna
var endurnýjunar þörf. Bílarnir
voru því seldir og Fjörgynjarmenn
gáfu aðra tvo bíla, 5 manna Renault
Clio og 9 manna Renault Trafic.
Auk þess gáfu þeir BUGL Jura XS9
Classic kaffivél til að nota í starfi
með skjólstæðingum.
Stórtónleikar framundan
Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur í
12 ár haldið stórtónleika í byrjun
nóvember í Grafarvogskirkju til
styrktar BUGL þar sem fram hafa
komið margir af fremstu tónlistar-
mönnum landsmanna.
Enn er haldið áfram á þeirri
braut og 12. nóvember næstkom-
andi verða stórtónleikar þar sem
listamenn spila og syngja og gefa
framlag sitt til stuðnings barna- og
unglingageðdeildinni.
Margir af þekktustu tónlistar-
mönnum landsins hafa komið fram
á styrktartónleikunum í Grafar-
vogskirkju í gegnum árin.
Gáfu BUGL tvo nýja bíla
Ljósmynd/Landspítali
Nýr bíll Jitsuhiro Yamada alþjóðaforseti Lions við stýrið.
Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur stutt starfsemina þar
Hrafnaþing verður haldið í dag, mið-
vikudaginn 4. nóvember kl. 15:15. Þá
mun Birgir Vilhelm Óskarsson jarð-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands flytja erindið: Nýtt jarð-
fræðikort af Austurlandi í mæli-
kvarða 1:100.000
Í erindinu verður greint frá út-
gáfu nýs jarðfræðikorts af Austur-
landi sem nær yfir svæði frá Beru-
firði yfir í Mjóafjörð. Það sýnir þrjár
útkulnaðar megineldstöðvar: Breið-
dalseldstöðina, Reyðarfjarðareld-
stöðina og Þingmúlaeldstöðina.
Einnig verður greint frá niður-
stöðum rannsókna á jarðfræði Aust-
urlands.
Hrafnaþing er haldið í húsakynn-
um Náttúrufræðistofnunar að Urr-
iðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Allir
eru velkomnir.
Kynnir nýtt
jarðfræðikort
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.pog.is