Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 16
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ríkisútvarpið þarf aðeins um þriðj-
ung núverandi húsnæðis til að rúmt
sé um starfsemina.
Þetta er mat Páls Magnússonar,
fyrrverandi útvarpsstjóra, sem rifjar
upp hugmyndir um að núverandi
húsnæði yrði fyrir ríkisútvarp og að
sambærilegt húsnæði fyrir ríkis-
sjónvarp yrði reist þar við hliðina. Af
þeirri uppbyggingu varð ekki.
Hér til hliðar má sjá samanburð á
umfangi rekstrar hjá 365 miðlum og
RÚV og skal tekið fram að vísir.is,
Fréttablaðið og Tal eru undanskilin í
þessari tölfræði um 365 miðla
Um samanburð af þessu tagi verð-
ur alltaf deilt. Hitt liggur fyrir að
stöðugildi hjá RÚV eru ríflega tvö-
falt fleiri en hjá þessum deildum 365.
Verktakar eru ekki taldir með.
Páll Magnússon var útvarpsstjóri
RÚV frá því fyrirtækið varð að opin-
beru hlutafélagi (ohf.) árið 2007 og
þar til í desember 2013 að hann lét af
störfum. Hann stjórnaði því félaginu
rekstrarárin 2007-2008 til 2012-2013.
Skuldirnar hafi lækkað
Páll gagnrýndi í viðtali í Morgun-
útvarpi Rásar 2 í gær að höfundar
skýrslunnar skyldu núvirða
rekstrartölur árin 2007 til 2015 en
birta efnahagsreikning á verðlagi
hvers árs. Af þeirri framsetningu
megi álykta að skuldir RÚV hefðu
aukist á tímabilinu. Hið rétta sé að
þær hafi lækkað á þessu tímabili.
Samkvæmt útreikningum Páls
hafa núvirtar heildarskuldir RÚV
lækkað úr 8,4 milljörðum árið 2007 í
6,7 milljarða rekstrarárið 2012-2013,
eða um 1,7 milljarða. Þá sé búið að
draga frá lækkuninni þá upphæð
sem kom til vegna breytingar á 900
milljóna skuld við ríkið í hlutafé.
Þá gagnrýnir Páll þá fullyrðingu
skýrsluhöfunda að RÚV hafi fengið
um það bil 2 milljarða króna í auka-
framlög árin 2007 til 2009. Páll segir
að þar sé annars vegar um að ræða
fyrrgreindar 900 milljónir á núvirði,
með breytingu á skuld í hlutafé.
Páll segir ekki rétt að telja þennan
lið til aukatekna, enda komi þetta
ekki fram í tekjum RÚV. „Þetta er
ekki tekjuframlag heldur breytt
form á eign ríkissjóðs,“ segir Páll.
Loks tilgreindu skýrsluhöfundar 716
milljóna króna aukafjárveitingu árið
2009, á verðlagi 2015. Páll segir að
það liggi fyrir að þetta var ekki
aukafjárveiting heldur leiðrétting á
villu í prentuðum fjárlögum.
Fram kemur í skýrslunni að hús-
næði RÚV sé alls 16.400 fermetrar
og að félagið noti nú 13.900 fermetra.
Um 2.500 fermetrar eru leigðir út til
Reykjavíkurborgar.
Tækni minnkar húsnæðisþörf
Spurður hvað hann telji RÚV
þurfa stórt húsnæði segist Páll telja
að um þriðjungur alls húsnæðisins,
eða 5-6 þúsund fermetrar, myndu
duga. Vegna tæknibreytinga þurfi
RÚV ekki jafn mikinn húsakost og
áður. Til dæmis sé nú hægt að gera
það sama á fartölvu og áður þurfti
heilu klippiherbergin til að vinna.
„Ég teldi vænlegast að selja ekki
bara lóðarréttindi heldur húsið líka
eins og var til athugunar 2013. Það
færi langt með að greiða upp lang-
tímaskuldir RÚV,“ segir Páll.
Fjallað var um skuldahliðina hjá
RÚV í Morgunblaðinu á laugardag-
inn var. Þar voru birtar í töflu lykil-
stærðir úr rekstrinum á tímabilinu
2007-2015 og tekið fram að tekjur og
gjöld hefðu verið færð á verðlag
rekstrarársins 2015. Skuldir væru
hins vegar á verðlagi hvers árs.
Síðan sagði að „heildarskuldir
RÚV séu nú ríflega 6,6 milljarðar,
eða rúmlega 1,6 milljörðum hærri en
við stofnun RÚV ohf. árið 2007“. Það
kom því fram að verið væri að bera
saman skuldir á nafnvirði.
Skuldirnar jukust svo aftur
Eftir viðtalið við Pál á Rás 2 ræddi
Morgunblaðið við Eyþór Arnalds,
formann nefndarinnar sem vann
hina umtöluðu skýrslu um RÚV.
Eyþór vísar því á bug að tölurnar
um skuldir RÚV séu rangar. Sendi
hann jafnframt Morgunblaðinu nú-
virtar skuldir RÚV 2007-2015 og eru
þær birtar í töflu hér fyrir ofan.
Eyþór segir rangt hjá Páli að
RÚV hafi ekki fengið 2 milljarða í
aukafjárveitingar árin 2007-2009,
sem svo hafi nýst til lækkunar
skulda. Á næstu árum hafi skuldir
RÚV svo aftur aukist sem sé í takt
við þá niðurstöðu nefndarinnar að
RÚV hafi ekki tekist að ná jafnvægi í
tekjum og útgjöldum.
Um það atriði sagði Páll í viðtalinu
á Rás 2 að áform um 10% niðurskurð
hjá RÚV haustið 2013 hefðu ekki náð
fram að ganga. Páll segir að þvert á
markmið um að draga úr útgjöldum
hefðu þau aukist úr 5,2 milljörðum
rekstrarárið 2012-13 í 5,5 milljarða
rekstrarárið 2013-2014. Eins og sýnt
er hér fyrir ofan jukust skuldir RÚV
um tæpan milljarð milli ára 2013-14.
15 fréttamenn og þulir hjá 365
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri
365, segir annarra að meta hvort
samanburður skýrsluhöfunda á
RÚV og 365 sé sanngjarn.
Hann segir stöðugildin 25 við
fréttir, fréttatengt efni og íþróttir
hjá 365 skiptast þannig að 15 frétta-
menn og þulir starfi í sjónvarpi og
útvarpi, 3 starfsmenn starfi hjá Ís-
landi í dag og alls 2 stöðugildi séu hjá
öðrum dagskrárgerðarmönnum og
fréttamönnum sem vinna innslög
fyrir Ísland í dag, samhliða öðrum
störfum. Þá eru 5 íþróttafréttamenn.
Sævar Freyr segir aðspurður að
þáttagerð íþróttadeildar 365 sé ekki
talin með í skýrslunni sem fram-
leiðsla á innlendu sjónvarpsefni.
Alls notar 365 nú 6.050 fermetra
undir starfsemina. Það húsnæði hýs-
ir alla starfsemi félagsins, þ.m.t.
Fréttablaðið og Tal. Sævar Freyr
segir aðspurður að það sé heldur
þröngt um þjónustuverið hjá 365 en
að öðru leyti fari vel um starfsfólk.
Tók lítinn þátt í starfinu
Eftirfarandi texti birtist í frétta-
skýringu Kvennablaðsins um nýju
skýrsluna: „Kvennablaðið hefur
heimildir – sem blaðið telur traustar
– víða úr stjórnkerfinu um að for-
stjóri 365 hafi haft svo mikið aðgengi
að nefndinni og drögum skýrslunnar
að hann hafi því sem næst verið full-
gildur meðlimur nefndarinnar.
Skýrslan ber þess sterk merki.“
Spurður um þessa fullyrðingu seg-
ir Sævar Freyr að hann hafi átt fund
með Svanbirni Thoroddsen nefnd-
armanni og svo símafund með nefnd-
inni. Þá óskaði nefndin eftir staðfest-
ingu á að rétt væri farið með gögn
sem 365 hafði útvegað eftir fyrir-
spurnir hennar. Framangreint sé að-
koma hans að skýrslunni.
RÚV tókst ekki að hagræða
Fyrrverandi útvarpsstjóri segir að þvert á áform um að minnka útgjöld hafi þau aukist síðustu ár
Telur breytingu 900 milljóna skuldar í hlutafé ekki hafa verið tekjuframlag ríkisins til RÚV
Samanburður á RÚV og 365
Starfsmannafjöldi
Húsnæði* Útsent sjónvarpsefni í klukkustundum árið 2014
365 miðlar: Stöð 2, Maraþon, Bíórásin og Bylgjan RÚV: Allur rekstur, þ.m.t. sjónvarp, Rás 1, Rás 2 og ruv.is
16
.4
0
0
7.
87
7
6.
0
50
13
.9
0
0
*RÚV hefur leigt frá sér 2.500 fermetra. Húsnæði 365 miðla
er fyrir alla starfemi félagsins, þ.m.t. Fréttablaðið og Tal.
Meðalútsendingartími á dag
RÚV: 12 tímar
365: 16,4 tímar
Heimild: Ársskýrsla RÚV og upplýsingar frá 365 miðlum.
Fjöldi stöðugilda við fréttir, fréttatengt efni og íþróttir
54
25
252
111
Fjöldi stöðugilda í heild
Fjöldi fermetra í heild
Innlent efni
Fjöldi fermetra í notkun
Erlent efni
1.948 1.681
2.495 4.197
Sjónvarps- og útvarpsrekstur 365 miðla og RÚV
Í milljónum króna RÚV
365 sjónvarp
og útvarp
Tekjur 2013-14 2014 Mismunur
Ríkisframlag/áskriftartekjur 3.318 2.666 -652
Auglýsingatekjur 1.844 1.240 -604
Aðrar tekjur 238 35 -203
Tekjur alls 5.400 3.941 -1.459
Gjöld
Dagskrár- og framleiðslukostnaður 3.929 2.010 -1.919
Dreifi- og sölukostnaður 522 401 -121
Sameiginlegur rekstur og stjórnun 646 1.093 447
Afskriftir 317 73 -244
Rekstrargjöld alls 5.414 3.577 -1.837
Rekstrarhagnaður -14 364 378
EBITDA 303 437 134
Þróun skulda hjá RÚV árin 2007-2015*
*Samkvæmt útreikningum KPMG.Tölur eru sóttar í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007.
Á verðlagi hvers árs
í milljónum (31.8. ár hvert)
2007
Stofnun ohf. 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
Breyting
frá 2007
Breyting
frá 2010
Vaxtaberandi skuldir 3.408 3.969 4.335 3.937 3.755 3.621 3.702 4.245 4.817 4.982 1.013 1.227
Aðrar skuldir 1.570 1.438 1.273 1.075 1.031 1.202 1.218 1.374 1.769 1.645 207 614
Heildarskuldir 4.978 5.407 5.608 5.012 4.786 4.823 4.920 5.619 6.586 6.627 1.220 1.841
Á föstu verðlagi í lok ágúst
2015 í milljónum króna
Vaxtaberandi skuldir 5.484 6.283 5.991 4.906 4.477 4.110 4.035 4.435 4.922 4.982 -1.301 505
Aðrar skuldir 2.526 2.276 1.759 1.339 1.229 1.364 1.328 1.435 1.807 1.645 -631 416
Heildarskuldir 8.010 8.559 7.750 6.245 5.706 5.474 5.363 5.870 6.729 6.627 -1.932 921
Páll
Magnússon
Sævar Freyr
Þráinsson
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
Starfsmannasamtök RÚV hafa
sent frá sér tilkynningu:
„Á hverju hausti þegar vinna
við fjárlagafrumvarp stendur yf-
ir hefst sama atburðarásin þar
sem þyrlað er upp moldviðri í
kringum starfsemi RÚV ohf.
Þeir sem vilja hag fyrirtækisins
sem minnstan tala hátt og finna
starfseminni og starfi okkar
flest til foráttu í þeim augljósa
tilgangi að stuðla að því að Al-
þingi skeri enn eina ferðina nið-
ur fjárveitingar til RÚV …
Fyrir rúmu ári síðan gall í
andstæðingum RÚV að fyrir-
tækið þyrfti að hagræða og ná
tökum á rekstrinum … Nú, ári
síðar, hefur RÚV nýlega kynnt
uppgjör sem sýnir algeran við-
snúning og hallalausan rekst-
ur … En nýtur félagið góðs af
þessum góða árangri í umræðu
andstæðinga RÚV? Nei þvert á
móti er eins og þeir verði bara
enn ákveðnari í að fela þennan
góða rekstrarárangur sem
náðst hefur á undanförnum ár-
um … Við starfsfólkið óskum
eftir því að stjórnmálamenn og
aðrir sýni þá sjálfsögðu kurteisi
að byggja mál sitt á stað-
reyndum. Starfsfólk RÚV er
langþreytt á ófaglegri um-
ræðu.“
Umræðan
sé ófagleg
YFIRLÝSING STARFSMANNA
Magnús Geir
Þórðarsson
útvarps-
stjóri boðar
athugun
vegna þeirr-
ar fullyrð-
ingar Guð-
laugs Þórs
Þórðarsonar,
varafor-
manns fjár-
laganefndar, að stjórnendur
RÚV hafi veitt nefndinni rangar
upplýsingar um fjárhag RÚV.
„Við teljum eðlilegt, fyrst
þessi staða er komin upp vegna
fullyrðinga þingmannsins, að
kallað sé eftir afstöðu fjár-
málaráðuneytisins sem getur
skýrt hver staða málsins er.
RÚV vann þetta mál allt í góðu
samstarfi við fjármálaráðuneyti
og mennta- og menningarmála-
ráðuneyti,“ sagði Magnús Geir í
skriflegu svari í gærkvöldi.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær telur Guðlaugur
Þór að tölvupóstar milli fráfar-
andi formanns stjórnar RÚV og
starfsmanns fjármála- og efna-
hagsráðuneytis sanni að RÚV
hafi lagt fram rangar upplýs-
ingar hjá nefndinni í vor. Voru
umræddir tölvupóstar birtir
orðréttir hér í Morgunblaðinu.
Loks skal þess getið að í
undirfyrirsögn með fréttaskýr-
ingu í Morgunblaðinu í gær
sagði að núverandi þjónustu-
samningur við RÚV væri fallinn
úr gildi. Það var oftúlkun eins
og lesa mátti úr fréttinni. Beð-
ist er velvirðingar á þessu.
Boðar athug-
un hjá RÚV
GAGNRÝNI ÞINGMANNS
Magnús Geir
Þórðarson