Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 17

Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is AUDI A4 2,0 TDI nýskr. 06/2011, ekinn 127 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Verð 3.350.000. Raðnr.254336 FORD MONDEO GHIA 2.0 diesel nýskr. 11/2007, ekinn 154 Þ.km, dísel, 6 gíra. Verð 1.880.000. Raðnr.254262 BMW M3 E46 nýskr. 04/2003, ekinn 178 Þ.km, sjálfskiptur. Súpereintak, skoðar ýmis skipti! Verð 3.990.000. Raðnr.252703 M.BENZ C 220 CDI AVANTGARDE nýskr. 08/2011, ekinn 173 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, facelift, led ljós, 7 gíra skipting.Verð 4.970.000. Raðnr.286548 AUDI Q7 3.0 TDI QUATTRO S-LINE nýskr. 09/2011, ekinn 83 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Einn eigandi. Verð 8.990.000. Raðnr.286545 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafin er bygging fjögurra íbúða í tveimur parhúsum á Tálknafirði. Fasteignafélag í eigu stærsta at- vinnurekanda staðarins og sveitarfé- lagsins stendur fyrir framkvæmd- inni. Tilgangurinn er að auka möguleika á að taka við fyrir- sjáanlegri fjölgun starfsfólks fisk- eldisfyrirtækjanna. „Við erum að veðja á þá uppbygg- ingu sem er að verða í fiskeldi. Nú liggur fyrir tillaga um að fjórfalda sjókvíaeldi á svæðinu og það kallar á mikla fjölgun starfsfólks. Þá er verið að byggja í botni Tálknafjarðar ein- hverja stærstu seiðaeldisstöð á Ís- landi og þótt víðar væri leitað. Þar verða um 20 menn í vinnu. Þar fyrir utan er aukin þjónusta sem byggist upp í kringum eldið,“ segir Indriði Indriðason, oddviti og sveitarstjóri á Tálknafirði. Mikill skortur hefur verið á íbúð- arhúsnæði á Tálknafirði vegna upp- byggingar fiskeldis. Ákvörðun um framkvæmdir við nýju íbúðirnar var tekin áður en breytingar urðu á út- gerðarmynstri hjá Þórsbergi hf., stærsta vinnuveitandanum, þar sem landvinnsla var lögð niður. Við það missti starfsfólk vinnuna. „Við lítum á þetta sem tímabundið ástand. Uppgangurinn í fiskeldinu skapar miklu fleiri störf en tapast hjá Þórsbergi,“ segir Björgvin Sig- urjónsson, byggingameistari hjá TV-verki ehf. sem annast byggingu íbúðanna. Hann segir að væntanlega verði breytingar á samsetningu vinnuaflsins. Stór hópur, mikið pólskir verkamenn, sem hafi verið þar í verbúðum, fari en fjölskyldu- fólk komi í staðinn. Annars segist hann ekki vita annað en allir fyrr- verandi starfsmenn Þórsbergs sem áhuga hafi haft á að búa áfram á svæðinu hafi getað fundið nýja vinnu. Hagkvæmar íbúðir Fasteignafélagið 101 Tálknafjörð- ur var myndað með því að Þórsberg og Tálknafjarðarhreppur lögðu eignir inn í sameiginlegt félag. Það hefur bolmagn til að byggja nokkrar íbúðir. Annað parhúsið er komið upp og verður unnið að innréttingu beggja íbúðanna í vetur. Búið er að steypa sökkla hins hússins sem einn- ig er með tveimur íbúðum og verður væntanlega byrjað að reisa það í vor. Hver íbúð er 95 fermetrar að stærð og með bílskúr, alls nærri 130 fer- metrar að stærð. Björgvin segir reynt að byggja húsin á hagkvæman hátt. Stefnt er að því að hver íbúð kosti ekki meira en 24-26 milljónir kr. Sú áætlun standi ennþá, hvað svo sem síðar gerist. Hann segir mikið muna um gatnagerðargjöldin. Þau séu vel innan við 2 milljónir á íbúð og ekki hægt að líkja því við höfuðborg- arsvæðið þar sem sveitarfélögin hafi drepið niður uppbyggingu íbúðar- húsnæðis með því að gera gatna- gerðargjöldin að tekjulind. Indriði segir að ætlunin sé að leigja íbúðirnar út. Björgvin segir að fólk sem er að flytja á smærri staði vilji helst leigja til að byrja með. Þá segir hann að íbúðirnar séu hent- ugar fyrir eldra fólk sem vilji minnka við sig húsnæði. Heiti fasteignafélagsins, 101 Tálknafjörður, vísar augljóslega til póstnúmers miðbæjar Reykjavíkur. Indriði sveitarstjóri staðfestir það en segir að þessi tillaga að nafni hafi komið fram á íbúafundi. Björgvin segir að ef til vill séu menn að vonast til að jafna fasteignaverðið á 460 Tálknafirði við verðið í 101 Reykja- vík. Veðja á uppbyggingu í fiskeldinu  Fjórar íbúðir byggðar á Tálknafirði eftir langt hlé  Fasteignafélagið 101 Tálknafjörður stendur fyrir framkvæmdinni  Ætlunin er að skapa aðstöðu til að taka við fleira starfsfólki fiskeldisins Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Nýbygging Nægar lóðir eru til á Tálknafirði. Fyrstu íbúðarhúsin í um ára- tug eru risin og fleiri eru í undirbúningi. Skortur hefur verið á húsnæði. Tálknafjarðarhreppur vinnur að því að koma upp hitaveitu í þorp- inu. Varmadæla verður notuð til að skerpa á volgu vatni frá Laugardal sem er rétt utan við þorpið. Indriði Indriðason oddviti segir að búið sé að leggja 3,5 km langa stofnlögn inn í bæ. Vatnið í Laugar- dal er 45 gráðu heitt. Það er notað til að hita upp skóla og sundlaug sem er við jarðhitasvæðið. Þarf að skerpa á vatninu upp í um 70 gráð- ur til að það nýtist til upphitunar húsa í þorpinu. Við það sparast mikil orka því aðeins um 20% af raf- orkunni sem nú er nýtt myndu fara í að knýja varmadæluna. Hitaveitan verði því hagkvæm. Verið er að stofna félag með Orkuveitu Vestfjarða um hitaveit- una og hanna veituna. Indriði von- ast til að hægt verði að fara í það næsta sumar að leggja hitaveitu- lagnir um þorpið. Varmadæla skerpir á volgu vatni  Hitaveita lögð um Tálknafjörð Eygló Harðar- dóttir, félags- og húsnæðismála- ráðherra, hefur sett reglugerð um 20% hækkun uppbóta og styrkja til hreyfi- hamlaðra ein- staklinga vegna bifreiða. Gilda reglurnar frá 1. nóvember sl. Fjárhæðir uppbóta og styrkja vegna bifreiðakaupa voru síðast hækkaðar í byrjun árs 2009 en höfðu þá verið óbreyttar til langs tíma. Skv. velferðarráðuneyt- inu hefur kaupverð bifreiða hækk- að mjög á síðustu árum og því sé frekari hækkun þessara fjárhæða orðin tímabær. Heimilt er í sér- stökum tilfellum að veita styrk vegna mikið fatlaðra barna yngri en tíu ára ef barnið sem í hlut á þarf sannarlega sambærilega bifreið og fullorðinn einstaklingur í sambæri- legri aðstöðu. Er þetta nýmæli í reglugerð sem staðfestir fram- kvæmd Tryggingastofnunar á veit- ingu styrkja í kjölfar úrskurða úr- skurðarnefndar almanna- trygginga. Bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra hækka Eygló Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.