Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Dæmi: LIRIKA black Frábær kaffivél fyrir lítil fyrirtæki 3.600,- án VSK Þjónusta- & leigugjald á mán. Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á að komast á slíkum hjólum segist Ró- bert hafa séð þriggja stafa tölu. „Það er nú ekki algengt en það er hægt að ná þeim hraða ef farið er niður langa og beina brekku. En fólk innanbæjar heldur að meðaltali 25-30 kílómetra hraða. Þetta gerir það að verkum að fólk hjólar lengra og fer hraðar yfir.“ Erum að slíta barnsskónum Róbert segir mikla aukningu hafa orðið síðustu ár í sölu fylgibúnaðar fyrir hjól. „Það hefur sérstaklega ver- ið mikil aukning í sölu á fatnaði fyrir hjólareiðafólk. Þegar fólk er að hjóla í vinnuna og skólann þá er hentugra að vera í einhverju öðru en gallabuxun- um og flísjakkanum. Fólk finnur meiri þægindi í sérstökum reiðhjóla- fatnaði.“ En hvað með aukabúnað eins og bjöllur til að láta gangandi vegfarend- ur vita þegar hjólin nálgast? „Það er mikið talað um hvort glitaugu og bjöllur eigi að vera staðalbúnaður. Það er verið að vinna í því að uppfæra reglugerð um hvað er talið vera æski- legur öryggisbúnaður á hjólum en það er mjög misjafnt hvað fólk vill í þessu. Sumir vilja ekki sjá neitt slíkt og eru bara að hugsa um að líta vel út á meðan aðrir horfa á hvað er hentugt og vilja þá nota glitaugu og bjöllur. Ég held að við séum bara að slíta barnsskónum í hjólamenningunni og erum að finna út hvernig gangandi og hjólandi eiga að haga sér á stígunum. Lykilatriðið er að við lærum að virða hvort annað. Um leið og fólk gerir það og virðir umferðarreglurnar þá er þetta ekkert mál.“ Dýrasta hjólið 3,8 milljónir Róbert segir að hjólreiðafólk vilji hafa sér reiðhjólastíga. „Þó það sé dýrt í framkvæmd þá er það æski- legast af því reiðhjólin fara miklu hraðara yfir heldur en gangandi og hlaupandi. Með því er líka dregið úr hættum á slysum, til dæmis ef börn og hundar hlaupa fyrir hjólreiða- menn á miklum hraða þá næst yf- irleitt ekki að stoppa skyndilega.“ Róbert segir að verð á hjólum í hjólabúðunum geti verið frá 70 þús- und krónum og upp úr. „Ég hef heyrt að dýrasta hjólið á landinu hafi kostað 3,8 milljónir króna. Það eru til nokkur hjól sem kosta 2 milljónir króna. En 200-600 þúsund krónur er mjög algengt verðbil. Innflutningur- inn datt niður 2009 en hefur haldist nokkuð stöðugur til dagsins í dag eða í kringum 15-16 þúsund hjól á ári. Hins vegar tvöfölduðust hjól í verði eftir hrun vegna breytinga á gengi krónunnar.“ Hann segir að endingartími hjóla fari eftir umhirðu. „Ef ekki er hugs- að vel um hjólið dugar það í 1-2 ár en ef hjólinu er vel viðhaldið getur það enst í 10 ár eða lengur. Hluti af því að hjólin eru orðin sýnilegri er mikil aukning í að fólk noti hjólin sín. Ég held að áður hafi fólk ekki notað hjól- in sín nema örfáum sinnum yfir árið en núna er hægt að hjóla í vinnuna, taka þátt í margvíslegum hjóla- keppnum og hjólaklúbbum.“ Róbert segir að nú séu starfandi um 8 hjólreiðafélög á Íslandi þar sem hjólreiðafólk kemur saman til að æfa og keppa. „Til viðbótar er mikill fjöldi af öðrum hjólreiðahópum þar sem fólk er að hjóla saman til að halda sér við og fá félagsskap með því að hitta annað hjólreiðafólk. “ Innflutningur 40% minni Innflutningur á reiðhjólum 2006-2015 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2006 2007 2009 2011 20142008 2010 20132012 2015* Heimild: Hagstofan*8 mánuðir  17 þúsund reiðhjól að verðmæti 614 milljónir króna á fyrstu 8 mánuðum ársins  Hjólamenning að slíta barnsskónum, segir rekstrarstjóri reiðhjólaverslunar BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Miðað við þróun reiðhjólamenningar á höfuðborgarsvæðinu kemur það væntanlega mörgum á óvart að inn- flutningur á reiðhjólum fyrstu átta mánuði þessa árs er einungis 60% af fjölda reiðhjóla ársins 2008, þegar flutt voru inn 28 þúsund reiðhjól. Reiðhjólainnflutn- ingur hrundi árið á eftir þegar flutt voru inn helmingi færri hjól eða 14 þúsund. Í ár er innflutningurinn orðinn tæplega 17 þúsund reiðhjól að fob-verðmæti 614 milljónir króna. Róbert Grétar Pétursson, rekstr- arstjóri reiðhjólaverslunarinnar TRI, segir að umfjöllun um reiðhjólin end- urspegli ekki innflutningsmagnið. „Það virðist ekki haldast í hendur. En líklega er hægt að rekja það til þess að þar sem mikið hefur verið gert í að bæta samgöngur til að auðvelda reið- hjólafólki að komast í vinnu og skóla þá eru reiðhjólin orðin sýnilegri.“ Hann segir það sífellt færast í aukana að fyrirtæki bjóði starfsmönnum góða aðstöðu til að koma hjólandi í vinn- una, með sturtum og fataklefum. „Það er mikil aukning í notkun keppnishjóla sem eru mjög létt þann- ig að hægt er að komast mjög hratt yfir með minni áreynslu,“ segir Ró- bert. Aðspurður hversu hratt hægt sé Róbert Grétar Pétursson tals 639 milljónum króna sem er 10,5% hærra en árið á undan. Stöðugildi í fyrirtækinu eru 100. Eigið fé félagsins í árslok var 1,6 milljarðar króna og eiginfjárhlut- fallið var 69%. Óráðstafað eigið fé í lok árs var 1,1 milljarður króna sem er 72% af eigin fé félagsins. Ekki hvíla langtímaskuldir á félag- inu að frátalinni 78 milljóna króna ábyrgðarskuldbindingu og skamm- tímaskuldir eru 662 milljónir króna, einkum viðskiptaskuldir. Skuldir við lánastofnanir eru eng- ar. Ekki greiddur út arður Einu eigendur félagsins eru hjónin Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir, að mestu í gegnum félagið BE fjárfestingar sem fer með 90,9% hlut. Stjórn fé- lagsins lagði til að ekki yrði greidd- ur arður vegna síðasta rekstrarárs. Bílabúð Benna skilaði 118 milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er 24,5% meiri hagnaður en árið á undan. Fyrirtækið selur meðal ann- ars bifreiðar frá Porsche, Opel, Chevrolet og Ssangyong. Velta fé- lagsins var 4,3 milljarðar króna á síðasta ári og jókst um 4,4% á milli ára. Handbært fé frá rekstri var 231 milljón króna í samanburði við 86 milljónir króna árið á undan. Laun og tengd gjöld námu sam- Hagnaður eykst hjá Benna  Eigið fé 1,6 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 69% Morgunblaðið/Styrmir Kári Bílar Benedikt Eyjólfsson er for- stjóri og eigandi Bílabúðar Benna. ● Stjórn VÍS hefur boðað til hluthafa- fundar í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla á þriðjudaginn í næstu viku. Á fundinum fer fram stjórnarkjör en frestur til að tilkynna framboð til stjórnar rennur út á morgun, 5. nóv- ember. Stjórnin vekur athygli á því að í samþykktum félagsins um stjórnarkjör er gert ráð fyrir kynjakvóta. Frestur til morguns að tilkynna framboð í VÍS ● Alls bjuggu 331.310 manns á Íslandi í lok þriðja ársfjórðungs samkvæmt töl- um Hagstofunnar. Þar af voru 166.590 karlar og 164.720 konur. Lands- mönnum fjölgaði um 700 á ársfjórð- ungnum. Brottfluttir með íslenskt ríkis- fang voru 640 umfram aðflutta og fleiri konur fluttust frá landinu en karlar. Að- fluttir erlendir ríkisborgarar voru 720 fleiri en þeir sem fluttu á brott. Þá fæddust 1.130 börn á ársfjórð- ungnum en 530 einstaklingar féllu frá. Fleiri fluttu utan en heim á þriðja fjórðungi                                     ! "   ## #$ "$% $! !   %#% &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %  !! ! ! #$ % "   $$ ! %$! ##  % $  # #$ #$"! "$$% $% ! %" %#  " ● Frekar rólegt var í Kauphöll Íslands í gær en Eimskip hækkaði mest í viðskiptum dags- ins. Hækkaði virði félagsins um 1,3% í um 93 milljóna króna viðskiptum. Á sama tíma lækk- uðu bréf Icelandair um tæp 0,3% í rúm- lega 660 milljóna króna viðskiptum sem reyndust mestu viðskiptin með fé- lag í Kauphöllinni í gær. Næstmest við- skipti voru með bréf í Reitum eða rúm- ar 230 milljónir og hækkaði félagið um 0,3% í viðskiptum gærdagsins. Eimskipafélagið með mestan byr í Kauphöll STUTTAR FRÉTTIR ... Mesta mánaðarhækkun hlutabréfa- vísitölu Gamma frá því í janúar 2013 varð nú í október þegar vísitalan hækkaði um 4,4%. Valdimar Ár- mann, hagfræðingur og fjár- málaverkfræðingur hjá Gamma, segir að töluverðar hækkanir hafi verið á íslenskum hlutabréfamark- aði það sem af er ári en þessa miklu hækkun í október megi rekja til ým- issa þátta. „Mörg uppgjör bárust seinni hluta október fyrir þriðja árs- fjórðung hjá félögum sem eru skráð í Kauphöllina. Þau sýndu flest fram á bætta rekstrarafkomu sem styður við hækkandi hlutabréfaverð. Fyrir uppgjörin höfðu þrjú fyrirtæki sent frá sér jákvæða afkomuviðvörun, þar sem þau greindu frá því að af- koma ársins yrði umfram vænt- ingar,“ segir Valdimar. Hann segir að fjárfestar horfi fyrst og fremst til þess að hagvaxt- arhorfur á Íslandi líti vel út sem skili sér í betra rekstrarumhverfi fyrir innlend fyrirtæki og bættum rekstr- arhorfum. „Fjölgun erlendra ferða- manna á Íslandi hefur góð áhrif á rekstur margra fyrirtækja sem eru í Kauphöllinni. Hvort sem það eru bein áhrif á fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustunni eða óbein áhrif vegna aukinna umsvifa í hagkerfin. Þá hafa fréttir af samningum ríkis- ins og slitabúa gömlu bankanna um stöðuleikaframlag haft jákvæð áhrif á markaðinn enda útlit fyrir að skuldastaða ríkissjóðs muni stórlega batna á næstu misserum.“ Valdimar segir að samhliða góð- um horfum og góðum undirliggjandi rekstri hafi lítið framboð verið af nýjum hlutabréfum og skráningar í Kauphöllina ekki verið stórar á þessu ári. „Þetta samspil hefur ýtt undir hækkanir á hlutabréfaverði. Þá hefur borið á því að erlendir fjár- festar hafa fjárfest á hlutabréfa- markaðinum.“ Flest félög sýna bætta afkomu  Mesta hækkun hlutabréfavísitölu Gamma frá janúar 2013 Hlutabréf Valdimar Ármann segir ýmsa þætti skýra hækkun í október.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.