Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
Heimastjórn Skotlands hefur lagt
blessun sína yfir áform um að reisa
vindmyllur undan strönd landsins og
segir að þær verði stærsta fljótandi
vindorkubú heimsins.
Norska orkufyrirtækið Statoil
hyggst setja upp fimm hverfla, sem
geta framleitt sex megavött af raf-
magni hver, um 25 kílómetra undan
strönd Peterhead í norðvestanverðu
Skotlandi. Gert er ráð fyrir að vind-
orkubúið geti fullnægt orkuþörf um
það bil 19.000 heimila. Stefnt er að
því að hafist verði handa við að setja
vindmyllurnar upp á næsta eða þar-
næsta ári.
Minni kostnaður
Vindhverflarnir verða settir á
fljótandi stólpa til að hægt verði að
koma þeim fyrir langt frá landi þar
sem vindurinn er sterkari og stöð-
ugri. Þeir sjást ekki frá ströndinni
og hávaði frá þeim veldur ekki ónæði
á landi eins og venjulegar vindmyll-
ur, að sögn Irene Rummelhoff, tals-
manns Statoil. Hún segir að vind-
orkubúið njóti einnig góðs af því að
það verði nálægt olíuborginni Aber-
deen, ásamt þjónustu og mann-
virkjum í tengslum við olíu- og gas-
vinnslu í Norðursjó.
Breska dagblaðið The Guardian
segir að talið sé að kostnaðurinn við
orkuframleiðsluna í vindorkubúinu
verði minni en 100 pund á hverja
megavattstund, eða um það bil 85 til
95 pund (16.900 til 18.900 krónur).
Að meðaltali sé framleiðslukostn-
aður slíkra vindorkubúa, sem þegar
hafa verið reist, um 112 pund (22.200
krónur) á hverja megavattstund.
Ráðgert er að reisa stærsta fljótandi vindorkubú heimsins,
Hywind Scotland, undan strönd Skotlands
Fljótandi vindorkubú
Sex mega-
vatta hverfill
sem tækni-
fyrirtækið
Siemens
framleiðir
Viðhalds-
pallur Kjölfesta
Hólkur
fylltur vatni
og grjóti
Sjávarborð
Eiffel-turninn
324 m
Hywind
266 m
154 m
Fest við sjávarbotninn
með þremur akkerum
Heimildir: Heimastjórn Skotlands/Statoil
Nota á fimm
hverfla sem
geta framleitt
allt að 135
gígavattstundir
á ári af rafmagni
Strengur til að flytja
rafmagn til Peterhead
Getur fullnægt
orkuþörf
19.000 heimila
ENGLANDÍRLAND
SKOTLAND Norður-sjór
50 km
Edinborg
Peterhead Hywind Scotland
London
Hyggjast reisa stærsta
fljótandi vindorkubú heims
Sænska lögreglan bar í gær róma-
fólk, sígauna frá Rúmeníu og Búlg-
aríu, út úr tjaldbúðum sem settar
höfðu verið upp í Malmö án heim-
ildar. Um það bil hundrað mótmæl-
endur höfðu safnast saman við búð-
irnar til að varna lögreglunni
inngöngu en lögreglunni tókst að
rýma búðirnar.
Um 200 róma-menn höfðu dvalið í
búðunum en borgaryfirvöld í Malmö
komust að þeirri niðurstöðu í vikunni
sem leið að þær gætu skaðað heilsu
róma-fólksins og íbúa í grenndinni.
Fólkið fékk frest til sunnudagsins
var til að fara úr búðunum.
„Erum menn, ekki dýr“
Mótmælendurnir sem söfnuðust
saman fyrir utan búðirnar segja að
mótmælin hafi verið friðsamleg og
þeir hafi ekki veitt lögreglunni mót-
spyrnu. Lögreglumaður og mótmæl-
andi urðu þó fyrir meiðslum í at-
ganginum, að sögn sænskra
fjölmiðla. Einn mótmælendanna var
handtekinn fyrir að ráðast á lög-
reglumann, að sögn Expressen, og
Aftonbladet sagði að allt að 800 lög-
reglumenn hefðu tekið þátt í aðgerð-
unum eða verið í viðbragðsstöðu.
Mótmælendurnir söfnuðust seinna
saman við ráðhúsið í Malmö og
kröfðust þess að róma-fólkinu yrði
séð fyrir varanlegum samanstað.
„Ég er mjög svekktur yfir því hvern-
ig komið var fram við okkur,“ hafði
fréttavefur Dagens Nyheter eftir
rúmenskum innflytjanda meðal mót-
mælendanna. „Við erum menn, ekki
dýr.“
„Ég vil fá að vera í Svíþjóð í fimm
mánuði eða svo til viðbótar, til að
geta betlað og sent peninga heim til
fjölskyldu minnar,“ hafði danska
ríkisútvarpið eftir öðrum rúm-
enskum innflytjanda sem hafði dval-
ið í búðunum.
Stefan Löfven, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sagði að stjórnvöld í
heimalöndum róma-fólksins bæru
ábyrgð á því. „Auðvitað þarf að
standa þannig að útburðinum að
mannréttindi séu virt, en hafa þarf í
huga að menn geta ekki sest að hvar
sem þeir vilja í Svíþjóð. Það gildir
einnig um Svía almennt og allir eiga
að vera jafnir fyrir lögunum,“ hefur
Dagens Nyheter eftir Löfven. „Til
lengri tíma litið þurfa heimalöndin
að bera ábyrgð á því að rómafólkið
fái atvinnu, menntun og samastað í
landi sínu. Svíþjóð ber ekki ábyrgð á
því.“ bogi@mbl.is
AFP
Útburður Lögreglumenn bera róma-fólk út úr búðum í Malmö. Lögreglan
hefur gripið til svipaðra aðgerða víðar í Svíþjóð, m.a. Stokkhólmi.
Tjaldbúðir róma-
fólksins rýmdar
Segir Svía ekki bera ábyrgð á fólkinu
Abdel Fattah al-Sisi, forseti
Egyptalands, sagði í gær að rann-
sóknin á því hvers vegna rússnesk
farþegaþota hrapaði á Sínaískaga á
laugardag gæti tekið langan tíma,
jafnvel nokkur ár. Hann sagði ekk-
ert hæft í yfirlýsingu liðsmanna
Ríkis íslams, samtaka íslamista, um
að þeir hefðu grandað þotunni til
að hefna loftárása Rússa í Sýrlandi.
Yfirlýsingin væri áróður af hálfu
samtakanna sem vildu „skaða ör-
yggishagsmuni og ímynd Egypta-
lands“.
Rannsókn er hafin á flugritum
þotunnar en hún gæti tekið nokkr-
ar vikur eða mánuði ef þeir eru
skemmdir, að sögn heimildar-
manna fréttaveitunnar AFP. 224
létu lífið í þotunni, flestir þeirra
ferðamenn frá Rússlandi.
EGYPTALAND
Rannsóknin gæti tekið langan tíma
AFP
Rannsókn Brak úr þotunni sem hrap-
aði á Sínaískaga á laugardaginn var.
Fjórir af hverjum tíu atvinnu-
mönnum í fótbolta í Englandi og
Wales eru með skemmdar tennur
og í sumum tilvikum kemur slæm
tannheilsa niður á frammistöðu
þeirra í leikjum, samkvæmt rann-
sókn breskra tannlækna. Rann-
sóknin náði til 187 leikmanna Man-
chester United, Hull, South-
ampton, Swansea, West Ham,
Brighton, Cardiff og Sheffield
United. Um 53% þeirra reyndust
vera með tanneyðingu, 45% sögðu
ástand tannanna valda þeim ama
og 7% sögðu slæma tannheilsu
hafa slæm áhrif á frammistöðu
þeirra á æfingum og í leikjum. Um
40% voru með að minnsta kosti
eina tannskemmd en á meðal
ungra breskra karlmanna almennt
er hlutfallið 30%. „Þessi niður-
staða kemur á óvart vegna þess að
fótboltamennirnir eru vel launaðir
og eyða miklum peningum í sjálfa
sig,“ hefur breska ríkisútvarpið
eftir einum tannlæknanna. Þeir
telja að slæma tannheilsu íþrótta-
mannanna megi m.a. rekja til
neyslu á matvælum sem innihalda
mikinn sykur. Skýrt er frá rann-
sókninni í tímaritinu British Jour-
nal of Sports Medicine.
BRETLAND
40% fótboltakappa með tannskemmdir
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Norræna siglir
í allan vetur
Bókaðu
núna!
Norræna siglir vikulega yfir vetrartímann frá Seyðisfirði til Færeyja og
Danmerkur. Hægt er að bóka ferðir í allan vetur á frábæru verði.
Þeim sem bóka sig er sérstalega bent á að kynna sér vel aukaskilmála vegna vetrarsiglinga.
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500