Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 25

Morgunblaðið - 04.11.2015, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Lyfjakeðjan Lyfja fer mikinn þessa dag- ana, auglýsir eins og berserkur um allar koppagrundir og dreifir fé til allra átta eins og enginn sé morgundagurinn. Lyfja sem m.a. rek- ur lyfjakeðjurnar Lyfja og Apótekið fór á hausinn í hruninu með margra milljarða króna skuldahala sem nú er búið að af- skrifa. Eigendur Lyfju eru slitabú Glitnis og Haf Funding sem var upphaflega írskt félag en er nú í eigu slitabúsins. Eftir hrunið vonuðust ýmsir til þess að stjórnendur bankanna sendu ekki afturgengin þrotabú gjaldþrota fyrirtækja í samkeppni til höfuðs þeim fyrirtækjum sem fyrir voru á markaði og þurftu ekki milljarða króna fyrirgreiðslur frá ríki og almenningi til að ná endum saman. Sú hefur ekki orðið raunin a.m.k. hvað Lyfju varðar og vekur þetta ýmsar siðferðislegar spurn- ingar, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrirtækið er á fullum dampi að reyna að auka hlut sinn á markaði á kostnað keppinautanna. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að fyrirtæki í eigu slitabúa bankanna eigi að halda sig til hlés þar til búið er að selja þau, nú eða af- henda þau á silfurfati til vildarvina svona rétt áður en ríkið yfirtekur þau. Undirritaður vill benda þeim á sem ekki vilja eiga viðskipti við afturgengin apótek í eigu slitabúa að ýmis ágætis apótek eru til í landinu sem hvergi komu nálægt hruninu og má í því sambandi nefna að eignarhald flestra þessara apóteka kemur fram á vefsíðum þeirra. Afturganga í apóteksrekstri Eftir Hauk Ingason Haukur Ingason »Eigendur Lyfju eru slitabú Glitnis og Haf Funding sem var upphaflega írskt félag en er nú í eigu slitabús- ins. Höfundur er apótekari í Garðs Apóteki. Lengi hef ég unnið að hugmyndum um hvernig megi bæta bú- setuaðstæður í land- inu, ekki síst hinna fjarlægari byggða. Besta aðferð til þess er að leggja sæmilega hálendisvegi til að tengja hinar fjarlægari byggðir stystu leið yfir hálendið við aðra landshluta og búa til um leið hag- kvæmar hringleiðir sem mundu tryggja að hringflæði ferða- mennsku næði lengra út á land. Við kynningu á hugmyndunum átti ég engan öflugri bandamann en Ómar Ragnarsson, sem m.a. flaug með mig tvisvar upp á Sprengi- sand um miðjan vetur til að skoða, og hafa viðtal við mig, hjá hinum upphækkaða Kvíslaveituvegi, sem lítinn snjó festir á. Í nýútkominni bók minni Mótun framtíðar greini ég frá þessum og öðrum málum, og á mynddiski sem fylgir bókinni, er t.d. frétt Ómars úr flugi okkar að Kvíslaveituvegi á Sprengisandi um miðjan nóvember. Í innganginum að sjónvarpsfrétt- inni með viðtalinu við mig þarna, lýsir Ómar snjóalögum útfrá loft- myndum sem hann tók úr flugvél- inni á leiðinni: „Það er autt langt norður og tiltölulega lítill snjór á kafla áð- ur en fer að halla nið- ur í Bárðardal. Það gildir enn frekar um Kjalveg en Sprengi- sandsleið að þar hef- ur verið snjóléttara á vetrum en menn hafa hyllst til að halda. Í hitteðfyrra var snjó- léttara á Kili en á lágsveitum á Suður- landi“. Um mikilvægi upp- byggðra vega segir Ómar: „Það virðist skipta sköpum hvort vegir eru upphækkaðir og liggja hátt“. Í ljósi þessa er það undarlegt að í landsskipulagsstefnunni, sem nú liggur fyrir Alþingi, er lögð áhersla á að vegir á hálendinu séu lítt upp- byggðir. Sérstaklega er þetta und- arlegt í ljósi þess að stundum kem- ur það mikill snjór – eins og sl. vor – að ferðaþjónustuaðilar komast ekki upp á hálendið fyrr en langt var liðið á sumar. Síðar í inngangi sínum að sjón- varpsfréttinni gefur Ómar dæmi um mikinn ávinning af hálendis- vegum við að stytta vegalengdir: „með afleggjara (frá Sprengisand- svegi) niður í Eyjafjarðardal þá styttist leiðin frá Sigöldu til Akur- eyrar þrefalt, verður 200 km, en er nú hvorki meira né minna en 584 km“. Í hinni nýju bók minni birti ég 700 myndir sem skýra efni hennar. Birti ég hér með þessari grein tvær þeirra sem skýra atriði er varðar hálendisvegina. Mynd 1 sýnir með rauðu þá hluta úr há- lendisvegakerfinu sem þegar eru komnir og með grænu það sem á vantar. Mynd 2 sýnir að NA-hluti landsins mundi færast um 200 km nær Reykjavík ef tillaga lands- skipulagsstefnu um kræklótta há- lendisvegi yrði ekki látin ráða. Enginn þarf að óttast að hálendis- vegir yrðu lagðir eftir reglustiku þó þeir birtist sem bein strik á litlum kortum. Vegir eru í dag allt- af lagðir þannig að þeir fari vel í landslagi. Hálendisvegirnir mundu gegna meginhlutverki við að veita straumi ferðamennsku lengra út á land á um 7 til 8 mánaða tímabili á hverju ári. Með þessu fengju hinar dreifðari byggðir meiri hlutdeild í ferðamennskunni og hinar nýju, styttri hringleiðir byggju til hring- flæði, en ferðamenn vilja ógjarnan aka sömu leiðina tvisvar. T.d. hent- ar það ekki vel að aka til Akureyr- ar, og síðan sömu leiðina til baka. Ferð til Akureyrar yrði hinsvegar stórum áhugaverðari ef hægt væri að aka stutta, góða leið um hálend- ið til baka. Enn er ónefnt eitt stærsta hlut- verk hálendisvega, þ.e. að vera varaleiðir ef hringvegurinn rofnar. Á fundi Austurbrúar á Hallorms- stað 2013 hélt Birgir Jónsson jarð- verkfræðingur, stórmerkt erindi um þá jarðfræðilegu atburði á síð- ustu öld sem mundu hafa rofið hringveginn sunnan jökla ef hann hefði verið kominn. Dæmi: Jökul- hlaup (Katla, Skeiðará…), jarð- skjálftar í Árnes- og Rangárvalla- sýslum (sem gætu laskað brýr) og hraunrennsli á Skaftársvæði. Í framtíðinni má, að auki, búast við sjávarrofi við Jökulsárlón, sem gæti rofið veginn varanlega. Álíka atburðum má líka búast á þeirri öld sem nú er nýbyrjuð. Niður- staða Birgis var að af öryggis- ástæðum væri mikil þörf á vegi að baki Vatnajökuls sem gæti nýst sem varaleið þegar hamfarir, eins og þær sem nú hafa verið nefndar, ríða yfir og rjúfa hringveginn á suðurströndinni – í sumum til- fellum jafnvel í marga mánuði. Rök Ómars fyrir gagnsemi hálendisvega Eftir Trausta Valsson » Í sjónvarpsfréttum sem Ómar Ragnars- son hefur gert um há- lendisvegahugmyndir Trausta Valssonar set- ur Ómar fram sterk rök fyrir mikilvægi hálend- isvega. Trausti Valsson Höfundur er prófessor í skipulagsfræði við HÍ. Kort: TV Höfundur greinarinnar Mynd 2: Hálendisvegirnir mundu færa staði á Austur- og NA-landi um 200 km nær Reykjavík.. Kort: TV Höfundur greinarinnar Mynd 1: Rautt: Lokið af hálendisvegum. Grænt: Eftir af þremur hálendisvegum. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Sýningareintak á staðnum. Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.