Morgunblaðið - 04.11.2015, Side 29
einstaklega ljúfur og góður við
okkur þrátt fyrir að við værum nú
sennilega ekki alltaf þær einföld-
ustu að eiga við. Við þökkum sam-
fylgdina og góðar stundir, kæri
vinur. Minning þín lifir í hjörtum
okkar. Fjölskyldunni vottum við
samúð okkar og biðjum ykkur
guðsblessunar.
Sigurbjörg Harðardóttir
(Sibba) og Dagbjört Eiríks-
dóttir (Dæja).
Horfinn er yfir landamæri lífs
og dauða öðlingsmaðurinn Sveinn
Kristjánsson, kennari, eftir langt
og giftusamt líf. Hann fæddist í
Gnúpverjahreppnum og ólst upp í
Geirakoti í Flóanum í faðmi for-
eldra og systkina. Hann var því
hreinn Árnesingur og hann unni
átthögum sínum af heilum hug
þar sem æskuspor hans lágu og
þar mótaðist lífsskoðun hans og
þroski.
Lífsstarf hans var kennsla og
þar nýttust hæfileikar hans vel.
Hlutverk kennarans er mikilvægt
og vandasamt, ekki síst á þroska-
skeiði ungmenna á aldrinum 13 til
16 ára, þegar einstaklingurinn er
að breytast úr barni í þroskaðan
einstakling, en þessum aldurshóp-
um kenndi Sveinn lengst af. Á
þessu aldursskeiði er það ekki að-
eins fræðsla, sem kennarinn þarf
að veita ungmennunum svo mik-
ilvæg sem hún er, hann þarf einn-
ig að stuðla að þroska sem ein-
staklings í samfélaginu. Þar
nýttust hæfileikar Sveins vel þar
sem saman fór skörp greind,
skapfesta, kímni, reglusemi og
næmi á hugsunarhátt og atferli
unglinga.
Sveinn hóf kennslu við Laug-
arnesskólann í Reykjavík haustið
1947 sama árið og hann lauk prófi
frá Kennaraskóla Íslands. Þar
kenndi hann til ársins 1969 en
fluttist þá um haustið í Lauga-
lækjarskóla ásamt fleiri kennur-
um úr Laugarnesskólanum, þegar
unglingadeildir skólans voru flutt-
ar þangað. Þar kenndi Sveinn til
starfsloka. Hann var ötull við að
auka þekkingu sína gegnum árin
og fylgjast með nýjungum á sviði
kennslumála. Þeir eru margir sem
nutu kennslu og leiðsagnar hans í
gegnum árin og minnast hans með
þakklátum huga. Vert er einnig að
nefna hinn mikla þátt sem Sveinn
átti í skógræktinni í Katlagili,
skólaseli Laugarnesskóla.
Fyrstu kynni okkar voru vorið
1944 þegar við þreyttum báðir ut-
anskólapróf upp í annan bekk
Kennaraskólans og bundumst
strax sterkum vináttuböndum
sem veitt hafa okkur og fjölskyld-
um okkar mikla gleði í gegnum ár-
in. Sveinn varð á vissan hátt mikill
örlagavaldur í lífi mínu vorið 1947
þegar við lukum kennaraprófi og
vorum farnir að svipast um eftir
starfi. Þá var það dag einn að
Sveinn spurði mig hvort ég vildi
keyra sig inn í Laugarnesskóla en
hann átti pantað viðtal við skóla-
stjórann. Þannig stóð á að ég var
með jeppa að láni og ók því Sveini.
Við hittum skólastjórann á gangi
og heilsum honum, en ég hafði
hvorki séð hann né talað við hann
áður.
Ég segi við Svein „ég bíð hérna
meðan þið talið saman“. „Nei“,
segir skólastjórinn, „þið komið
báðir inn.“ Hann gengur inn, sest
við skrifborðið sitt og við gegnt
honum. Þá segir hann: „Sveinn þú
færð 30 tíma og Stefán þú færð
29.“ Þar með vorum við báðir
ráðnir kennarar við Laugar-
nesskólann.
Sveinn varð þeirrar gæfu að-
njótandi að kvænast mannkosta-
konu, Aðalheiði Edilonsdóttur frá
Ólafsvík. Þau voru samhent í því
að búa sér og börnunum sínum
fimm myndarlegt heimili og koma
þeim öllum til mennta. Síðustu
mánuði átti Sveinn við erfið veik-
indi að stríða og þá var umhyggja
konu hans aðdáunarverð sem
stytti honum stundirnar.
Með söknuði kveð ég traustan
vin og sendi öllum aðstandendum
samúðarkveðjur.
Stefán Ólafur Jónsson.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
✝ Jóninna GuðnýSteingríms-
dóttir (Ninna)
fæddist á Blönduósi
8. september 1928.
Hún lést á Héraðs-
hælinu á Blönduósi,
21. október 2015.
Ninna ólst upp á
Blönduósi.
Foreldrar henn-
ar voru Helga D.
Jónsdóttir hús-
freyja, f. 8.12. 1895, d. 7.6. 1995,
og Steingrímur Davíðsson
skólastjóri á Blönduósi og vega-
verkstjóri í Húnavatnssýslum, f.
17.11. 1891, d. 9.10. 1981.
Steingrímur og Helga eign-
uðust 14 börn og náðu 12 þeirra
fullorðinsaldri. Ninna var sjö-
unda barn foreldra sinna. Elst
var Anna, f. 1999, d. 1993,
Svava, f. 1921, d. 2014, Olga, f.
1922, d. 2010, Hólmsteinn, f.
1923, Haukur, f. 1925, Fjóla, f.
1927, d. 1993, Brynleifur, f.
1928, Sigþór, f. 1931, Davíð, f.
1932, Pálmi, f. 1934, d. 2001, og
15.3. 2005, og Bjarkar, f. 16.6.
2009.
2) Helga Ingileif, f. 15.8. 1952,
gift Ingibergi Sigurðssyni, f.
21.9. 1954. Börn þeirra eru Jón
Ingi, f. 1.12. 1979, og Guðrún
Tinna, f. 22.3. 1982. Kona Jóns
Inga er Klara Hauksdóttir, f.
27.2. 1981. Börn þeirra eru
Haukur Ingi, f. 14.9. 2008, og
Helga Kristín, f. 12.12. 2011.
Sonur Guðrúnar Tinnu er Andri
Freyr Gilbertsson, f. 24.7. 2002.
3) Pétur, f. 4.7. 1957. Dóttir
hans er Ása Ninna, f. 16.8. 1980.
Börn hennar eru Patrekur Thor
Herbertsson, f. 25.2. 2003, og
Kormákur Krummi Guðmunds-
son, f. 29.8. 2007.
Ninna og Þormóður bjuggu
lengst af að Mýrabraut 19 en
fluttu haustið ’98 í Kópavog.
Eftir andlát Þormóðs flutti
Ninna í íbúð í Boðaþingi, Kópa-
vogi, en fluttist svo á Elliheim-
ilið á Blönduósi í mars 2015.
Ninna var húsmóðir á meðan
börn hennar voru ung en starf-
aði síðar sem matráðskona á
sumrin í vegavinnu og hjá Pól-
arprjóni. Þá vann hún lengi hjá
Jónasi Tryggvasyni við bólstrun
húsgagna.
Útför Jóninnu verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag, 4.
nóvember 2015, kl. 13.
Sigurgeir, f. 1938.
Ninna giftist
Þormóði Péturs-
syni og bjuggu þau
á Blönduósi, þar
sem Þormóður
starfaði fyrst hjá
Kaupfélagi Hún-
vetninga, síðan hjá
Búnaðarsambandi
Austur-Húnvetn-
inga. Var síðan
lengi rekstrarstjóri
hjá Vegagerð ríkisins. Þor-
móður var fæddur 25.7. 1929, d.
5.2. 2007.
Börn Ninnu og Þormóðs: 1).
Steingrímur, fæddur 27.9. 1951,
kona hans Guðbjörg Egils-
dóttur, f. 12.3. 1951. Börn þeirra
eru Egill Þorri, f. 26.1. 1972, og
Þormóður Skorri, f. 2.4. 1974,
kona Egils Þorra er Ingunn Ás-
geirsdóttir, f. 24.5. 1975, börn
þeirra eru Ásgeir Þorri, f. 4.2.
1998 og Kári, f. 1.6. 2005. Kona
Þormóðs Skorra er Þuríður
Linda Auðunsdóttir, f. 1.7. 1974,
börn þeirra eru Steingrímur, f.
Elsku amma Ninna er fallin
frá. Ég sakna hennar afskaplega
mikið og þykir erfitt að hugsa til
þess að hún sé ekki lengur á með-
al okkar.
Fjöldi minninga streymir fram
í hugann, hver annarri dýrmæt-
ari. Flestar tengjast minningarn-
ar öllum þeim stundum sem við
frændsystkinin áttum hjá ömmu
og afa á Blönduósi. Þar tóku þau
ávallt vel á móti okkur og var
mikið í mun að við hefðum eitt-
hvað skemmtilegt fyrir stafni.
Amma vildi allt fyrir okkur gera
og fyrir okkur börnin var eins og
við værum í veislu á hverjum
degi. Nýbakaðar kleinur, kökur
og auðvitað fékk maður alltaf
sjeik þegar maður vildi. Allar
stundirnar sem ég átti hjá ömmu
og afa á Blönduósi urðu til þess
að á milli okkar skapaðist kær-
leiksríkt og einlægt samband.
Amma var einstök kona eins
og allir vita sem hana þekktu.
Hún var umhyggjusöm, glaðlynd
og mjög gestrisin. Henni þótti
vænt um barnabarnabörn sín og
talaði ávallt um þau með miklu
stolti. Hún ljómaði alltaf þegar
þau komu í heimsókn og dekraði
við þau eins og hún dekraði við
okkur barnabörnin á Blönduósi.
Elsku amma, minningu um þig
mun ég ávallt geyma í hjarta
mínu.
Jón Ingi Ingibergsson.
Elsku amma mín.
Ég vildi óska þess að ég gæti
hitt þig bara einu sinni enn, knús-
að þig og kysst. Maður veit víst
aldrei hvenær kemur að þessu en
sama hvenær það er þá er það
erfitt. Ég er rosalega þakklát fyr-
ir að hafa átt þig fyrir ömmu og
fyrir allar þær góðu minningar
sem þú hefur gefið mér. Mikið á
ég eftir að sakna þín.
Ég man þegar ég var yngri og
við Jón Ingi og Ása komum alltaf
til ykkar afa á Blönduós á sumrin
og páskunum. Við tölum ennþá
um það hversu gaman það var að
vera hjá ykkur, hversu góð þið
voruð og hversu heppin við vor-
um að eiga ykkur að. „Blönduós
júhú,“ var sönglað síðasta hálf-
tímann í rútunni á leiðinni til ykk-
ar í von um að eftir næstu hæð
værum við komin. Stundum
fengu vinkonur mínar að koma
með mér en það skipti engu máli
hver kom til ykkar, allir voru vel-
komnir og öllum fannst gaman.
Hjá ykkur var líka allt leyfilegt.
Við gátum umbreytt ganginum í
hús og göng með öllum dýnum og
teppum sem fundust í húsinu,
fengið sjeik í kvöldsnarl, vakað
fram eftir og farið í vatnsslag í
garðinum. Fyrir mig eru þessar
æskuminningar frá Blönduósi
ómetanlegar. Þegar ég átti
Andra voruð þið flutt í bæinn og
þá sá ég ykkur nánast á hverjum
degi þegar þið komuð að heim-
sækja barnabarnabarnið ykkar.
Ég man alltaf hvað mér fannst
æðislegt að Andri ætti langömmu
sem bæði gat og nennti að setjast
á gólfið hjá honum og leika við
hann. Þannig man ég eftir þér,
elsku amma, þú varst amman
sem lék við börnin enda er ekki
að furða að öll börn elskuðu þig.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja ömmu Ninnu.
Elsku amma mín. Ég er svo
þakklát fyrir allan þann tíma sem
við höfum átt saman, mér þykir
endalaust mikið vænt um þig. Ég
mun alltaf minnast þín sem bestu
og yndislegustu ömmu sem hægt
er að hugsa sér. Guð geymi þig,
elsku amma.
Guðrún Tinna
Ingibergsdóttir.
Ilmandi kleinulykt, smurt
brauð með bláberjasultu, kjöt-
bollur, pönnukökur með miklum
sykri og hlýja fangið hennar
ömmu Ninnu. Þegar ég loka aug-
unum er ég komin í eldhúsið á
Mýrargötu á Blönduósi. Ég sé
ömmu mína standa við ofninn
með rúllur í hárinu og klút bund-
inn um höfuðið, mjög líklega með
ein gleraugu á höfðinu og önnur
hangandi framan á sér. Þegar
hún lítur upp frá bakstri eða elda-
mennsku þá er stutt í brosið sem
er eiginlega nokkurs konar glott.
Augun eru pírð og full af húmor,
eldmóð, dulúð og mikilli ást. Eld-
húsið var hennar höll og þar var
gott að vera með ömmu.
Ég var þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að vera mikið á heimili
ömmu og afa á Blönduósi. Pásk-
arnir komu þegar ég , Jóni Ingi
og Tinna tókum rútuna á Blöndu-
ós til ömmu og afa, þar gerðust
ævintýrin. Það var fátt sem við
fengum ekki að gera okkur til
skemmtunar, hvort sem það var
að taka undir okkur stóran hluta
hússins fyrir handbolta- eða fót-
boltamót, hoppa af þakinu í snjó-
skafl eða vaka fram á nótt að
háma í okkur heimatilbúin sjeik
og spila. Allt fannst ömmu þetta
vera mjög góðar hugmyndir og
hún gerði sér oft lítið fyrir og var
með í uppátækjum okkar.
Amma Ninna hafði einstakt
lag á því að koma í veg fyrir
árekstra eða láta okkur sættast
ef eitthvað kom upp á. Ef hún var
búin að reyna allt og ennþá var
skífa á þrjósku andliti þá endaði
hún með því að kitla mann.
Amma Ninna var einstaklega
klár og sagði mjög skemmtilega
frá. Þegar hún leyfði sér að setj-
ast niður og spjalla þá var sko
gaman að hlusta og vera til. Hún
var engin venjuleg amma, þessi
amma Ninna, og hún var okkar.
Hún elskaði börnin sín og barna-
börn mikið og orðatiltækið að
hverjum finnst sinn fugl fagur er
ekki nógu sterkt í því samhengi.
Enginn var eins góður og hennar
fólk og það var bara þannig.
Að sofna í ömmu- og afaholu
var ein af dýrmætustu minning-
unum. Yfirleitt sungu þau bæði
og struku yfir hárið þar til
draumahöllin kallaði.
Lagið sem hún söng til að
svæfa mig var Lóan er komin að
kveða burt snjóinn. Ég er svo
þakklát elsku amma að fá að
syngja þetta lag fyrir þig áður en
hún sofnaðir síðasta sinn.
Hvíl í friði elsku besta amma
Ninna. Ég veit að það verður tek-
ið vel á móti þér.
Ása Ninna.
Lítill strákur horfði stórum
augum á mömmu sína þegar
langamma náði í kökudisk upp í
eldhússkáp. Hún hafði vippaði
sér upp á stól í inniskónum og
þaðan upp á eldhúsborð. „Má
þetta?“ spurði strákurinn undr-
andi. Heimsóknirnar til ömmu
Ninnu voru alltaf aðeins öðruvísi
en venjulegar heimsóknir. Þegar
árin liðu og strákarnir okkar Eg-
ils kynntust ömmu Ninnu betur
var hún aldrei kölluð annað en
amma Ninja því hún var svo
skemmtileg og engri annarri lík.
„Hún verður hundrað ára,“ sagði
Ásgeir, „hún breytist aldrei.“
Heima hjá ömmu mátti allt.
Það var í lagi að vera í fótbolta á
ganginum og leika með kristals-
skálarnar. Stundum var æsingur-
inn fullmikill og þá var afi sendur
út að kaupa ís handa öllum. Aldr-
ei var stoppað, ef börnin léku sér
skein ánægjan af Ninnu og Þor-
móði. Ekkert var sjálfsagðara og
fátt gladdi þau meira en fullt hús
af gestum.
Það var alltaf tilhlökkun hjá
strákunum þegar von var á
Ninnu í heimsókn til Blönduóss.
Það þýddi líf og fjör, húsið fylltist
af hlátri og skemmtilegum uppá-
tækjum. Stofunni var breytt í
tjaldsvæði eða bílabraut og þegar
Kári, matargikkurinn litli, átti að
borða var það amma sem plataði
hann til þess. Eitt sinn teygði hún
sig í penna og teiknaði lítinn
strák á servíettu. Hann var að
spila fótbolta í skyrtu og stuttum
buxum. Kári kláraði af disknum
undir sögustundinni og spurði
svo ömmu hvort það væru pönnu-
kökur í eftirrétt og auðvitað
skellti hún í pönnukökur fyrir
strákinn sinn.
Elsku Ninna, þegar ég kynnt-
ist Agli talaði hann mikið um þig
og Þormóð afa á Blönduósi. Sumt
af því sem hann sagði var lyginni
líkast. Svo kynntist ég ykkur loks
þegar þið fluttuð til Reykjavíkur.
Þá sá ég að þið voruð raunveru-
lega einstök, góðhjörtuð og um-
hyggjusöm og þú svo ótrúlega
skemmtileg og hnyttin. Stundum
varstu svo hvatvís og hreinskilin
að fólk gat orðið nokkuð undr-
andi en þó endaði oftast allt með
hlátrasköllum.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér, Ninna
mín, og að strákarnir mínir eigi
um þig margar góðar og fallegar
minningar. Við gleymum þér
aldrei. Hvíl í friði, elsku amma,
langamma og vinkona.
Ingunn Ásgeirsdóttir.
Elsku langamma mín.
Ég trúi ekki að þú sért farin.
Ef ég hefði vitað að þetta myndi
gerast svona fljótt hefði ég komið
til þín á Blönduós. Ég vildi óska
að ég hefði getað séð þig bara
einu sinni enn. En það er eins og
það er og ég mun alltaf eiga góðu
minningarnar um þig í hjarta
mínu. Eins og þegar ég kom til
þín í blokkina og þú varst alltaf
með tilbúna hraunmola og þegar
ég, þú og amma Helga fórum
saman í ísbúð. Svo var alltaf svo
gaman þegar þú varst hjá okkur
á jólunum. Allt það góða mun ég
alltaf muna.
Ég vona að þér líði vel þarna
uppi, elsku amma. Ég elska þig,
amma mín, og ég vildi óska að ég
gæti sagt þér það núna.
Ástarkveðja,
Andri Freyr Gilbertsson.
Við vorum náin, enda rúmt ár
á milli okkar. Jóninna Guðný var
árinu eldri.
Það er svo undarlegt með ævi-
skeiðið, að því meir sem árunum
fjölgar, því ljósari verður bernsk-
an.
Ég man, þegar systur mínar
sögðu mér, að þvo mér vel á bak
við eyrun. Ég man líka þegar þær
Fjóla og Ninna sögðu mér að
leggja ekki undir flatt og gjóa
augunum út í loftið. Þann kæk
hafði ég lagt mér til sem barn. Ég
hætti því.
Tímalaus er eilífðin, ennþá
stjörnur blika.
Í dag sakna ég þess að geta
ekki hringt í Ninnu systur, spurt
um veðrið á Blönduósi, hvernig
„ósinn“ liti út, hvað hún hefði
heyrt af fólki.
Ninna vildi „norður“ eins og
móðir okkar og vildi deyja þar.
Þar var æskuslóð hennar og ævi-
starf. Hún var fædd við Blöndu,
eins og ég.
Var það flúðarómurinn, það
undrastef, sem dró? Ég veit ekki.
Árin liðu. Það að heimsækja
Ninnu og Þormóð á Blönduósi
var eins og að koma heim. Ninna
systir var öllum öðrum veitulli,
hjálpsamari og góðgjarnari.
Allir sem skynjuðu eðli henn-
ar, hlutu að dá hana. Hún er nú
tímalaus, aðeins minning.
Ég sendi börnum hennar og
fjölskyldum kveðju mína.
Ævi langa oft á gjóa.
Alltaf tær er Ninnu sýn.
Yfir fjöll og fönn og snjóa,
fegurst birtist minning þín.
(B.S.)
Brynleifur Steingrímsson.
Það er sjónarsviptir að henni
Ninnu okkar. Líf og fjör fylgdi
henni hvert sem hún fór og öll
mannamót, stór og smá, urðu ein-
hvern veginn skemmtilegri ef
hún mætti. Hún var hláturmild,
athugul, með fjörugt ímynd-
unarafl og setti oft fram ógleym-
anlegar athugasemdir.
Ninna var yngsta systirin í
hinum stóra barnahópi
skólastjórahjónanna á Blönduósi
og sú eina sem ílengdist þar. Því
varð það kannski hennar hlut-
verk að halda hópnum saman og
hún var sú sem hélt í alla strengi
og vissi alltaf hvað var að gerast í
stórfjölskyldunni. Hún og Þor-
móður heitinn bjuggu lengst af í
þjóðbraut og þótti því sjálfsagt að
koma við á Mýrarbrautinni á leið-
inni norður. Þau voru óhemju
gestrisin og þótti ekki tiltökumál
að skella einu læri í viðbót í ofn-
inn eða búa um nokkra ættingja í
gestaherberginu með litlum fyr-
irvara. Alltaf var líf og fjör.
Lítill frændi var sendur úr
Kópavogi á Blönduós yfir sum-
artímann í vegavinnu. Þar var
hann undir verndarvæng Þor-
móðs og Ninnu föðursystur sinn-
ar, sem réðu lögum og lofum í
veginum, hann í framkvæmdun-
um og hún sá um að allir fengju
nú nóg að borða. Og það var
reynt að láta piltinn að sunnan
gera gagn. Sem hann nú tæplega
gerði. En sérstakt vináttusam-
band myndaðist þeirra á milli
sem entist ævilangt.
Þegar pilturinn eignaðist sjálf-
ur fjölskyldu var hún líka vel-
komin á þeirra heimili og litlar
stúlkur áttu þar hauka í horni.
Ævintýradagar í Lautasmáran-
um eða hesthúsinu. Þau voru ein-
staklega barngóð og alltaf var líf
og fjör.
Þau hjónin fluttu suður fyrir
tæpum tuttugu árum og Þormóð-
ur féll frá árið 2007. Upp úr því
fór að halla undan fæti hjá Ninnu
okkar og síðasta vetur var orðið
ljóst að hún þyrfti á umönnun að
halda. Hún fékk þá góðu hug-
mynd að fara á Hælið, eins og
hún kallaði hið gamla Héraðshæli
Húnvetninga. Það gekk eftir. Síð-
asta rúma hálfa árið bjó hún þar í
góðu yfirlæti, eignaðist gamlar
og nýjar vinkonur og undi sér vel.
Við heimsóttum hana síðasta
sumar og þá var hún í essinu sínu,
umvafin fallegu mublunum sínum
sem hún bólstraði sjálf fyrir
margt löngu. Hringnum var lok-
að og hún var komin heim.
Við Steingrímur og dætur okk-
ar kveðjum Ninnu með þakklæti í
huga fyrir alla gæskuna í okkar
garð og vottum Steingrími,
Helgu, Pétri og fjölskyldum
þeirra samúð okkar.
Kristín K. Alexíusdóttir
og Steingrímur Davíðsson,
Guðrún Vaka og Ingibjörg
Helga.
Jóninna Guðný
Steingrímsdóttir
ERFIDRYKKJUR AF ALÚÐ
Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju
Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta
Sími: 525 9930 • hotelsaga@hotelsaga.is • www.hotelsaga.is