Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
Það eru liðin 65
ár síðan ég kynntist
heiðurshjónunum
Dagrúnu Gunnars-
dóttur og Guðjóni Emilssyni.
Guðjón og Einar, maðurinn
minn, voru bræðrasynir og góðir
vinir. Við fyrstu kynni tók ég
eftir því hvað hjónin voru glað-
vær og gestrisin enda alltaf
gaman að heimsækja þau á Nes-
veg 60 þar sem heimili þeirra
var. Það var ætíð opið ættingjum
og vinum og fljótlega vorum við
Einar komin í þann hóp. Við
mættum á árshátíð vélsmiðjunn-
ar Héðins þar sem Guðjón vann
og svo var alltaf opið hús á gaml-
árskvöld heima hjá þeim. Dag-
rún var sérlega dugleg kona og
vel verki farin og hún fór fljót-
lega að vinna utan heimilis, eink-
um á sumrin. Ég frétti að hún
hefði unnið við síldarsöltun. Ég
man það held ég rett að hún
saltaði síld á Seyðisfirði þaðan
Dagrún
Gunnarsdóttir
✝ Dagrún Gunn-arsdóttir fædd-
ist 29. maí 1923.
Hún andaðist 18.
október 2015.
Dagrún var jarð-
sungin 23. október
2015.
sem Guðjón var
ættaður og svo
vann hún mörg
sumur á Hótel
Eddu, Menntaskól-
anum Laugarvatni,
við góðan orðstír.
Mér var sagt að
þegar vinnu var
lokið á kvöldin í eld-
húsinu tók Dagrún
fram prjóna sína og
prjónaði mikið af
sjónvarpssokkum og seldi í búð
á Laugarvatni. Guðjón kom svo í
heimsókn um helgar. Guðjón var
mikill sjúklingur síðustu árin og
oft sá eg Dagrúnu með hann í
hjólastól í nálægð við heimili
þeirra á Seltjarnarnesi þar sem
þau bjuggu þá, en það er önnur
saga.
Dagrún bjó síðustu árin á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í
Reykjavík. Ég hitti Dagrúnu í
afmæli og þá sagði hún mér
brosandi frá því að nú væri verið
að sækja um vist fyrir sig á elli-
heimili. Ég var meira en hissa en
húmorinn yfirgaf Dagrúnu ekki
og nokkrum árum síðar þegar
hún var komin á Hrafnistu hitt-
umst við aftur. Vorum við Einar
þá komin á Árbæjarsafn til að
hlusta á Karl Jónatansson og
hans harmonikkufólk spila.
Þarna var Ragnheiður frænka
með sínar dætur sem allar spila
á harmonikku. Ragnheiður sagði
að Gunnar, sonur Dagrúnar,
væri með mömmu sína þarna og
við skyldum endilega hitta hana.
Það var svo gaman að sjá hvað
hún fagnaði okkur innilega og
sagði hlæjandi þegar henni var
sagt að hún væri á Árbæjar-
safni: Einar minn, nú erum við
orðin svo gömul að við erum
komin á safn saman. Svo hló hún
hjartanlega sjálf með okkur. Ég
veit að börnin hennar fjögur
skiptust á að létta henni lífið og
hugsuðu vel um hana.
Fjölskyldu hennar sendi ég
innilegar samúðarkveðjur. Með
hlýhug og virðingu kveð ég Dag-
rúnu og þakka henni allar
skemmtilegu samverustundirn-
ar.
Ólöf Stefánsdóttir.
Með þakklæti í huga vil ég
minnast nágrannakonu minnar,
Dagrúnar Gunnarsdóttur. Árið
1947 stofnuðu nokkrir menn úr
vélsmiðjunni Héðni og Stál-
smiðjunni byggingarfélag og
fluttu inn nokkur sænsk íbúðar-
hús sem voru sett niður við Nes-
veg og Granaskjól. Með í þess-
um félagsskap var eiginmaður
minn, Guðmundur Jónsson, og
Guðjón Emilsson, eiginmaður
Dagrúnar og þetta urðu okkar
fyrstu kynni af þessum öðlings-
hjónum. Dagrún og Guðjón
fengu hús númer 60 en við feng-
um hús númer 50. Það var til-
viljun að þessir Seyðfirðingar
fengu þessi hús. Þarna voru
vinabönd hnýtt. Á þessum árum
var löng bið eftir síma, jafnvel
eitt eða tvö ár. Dagrún og Guð-
jón höfðu fengið síma. Dagrúnu
fannst það ekki mikið mál að
sækja okkur í símann. Það var
alveg sjálfsagt og annað eftir
því. Þau voru einstaklega þægi-
leg og hjálpsöm. Allt var svo
sjálfsagt. Lífið var ekki áfalla-
laust hjá þeim hjónum þar sem
Guðjón var farinn að finna fyrir
þeim veikindum sem síðar
reyndist vera MS. Sem betur fer
tóku þau þessum veikindum af
miklu æðruleysi. Dagrún var
hraust og forkur dugleg. Guðjón
vann sem lagervörður hjá Héðni
og seinna hjá Símanum. Hann
var ákaflega vel liðinn í sínum
störfum og léttur í skapi. Við
fórum oft með þeim á starfs-
mannaskemmtanir í Héðni og
skemmtum okkur vel.
Í minningunni finnst mér allt-
af hafa verið mikið um gesti hjá
þeim hjónum og jafnvel nætur-
gesti utan af landi. En það má
segja að þar sem hjartarúm er
þar er húsrúm. Börnin þeirra
fjögur eru öll mikið tónlistarfólk
og stofnuðu hljómsveit saman.
Að lokum þakka ég Dagrúnu
vináttu og hjálpsemi hennar frá
gömlum góðum dögum.
Fjölskyldunni allri votta eg
innilega samúð.
Ingunn Erla Stefánsdóttir.
... við erum allar
hjúkrunarsystur,
alls staðar af landinu.
Þetta átti vel við haustið 1971
þegar við hófum nám í Hjúkr-
unarskóla Íslands og kallaðist
hópurinn eftir það J-holl. Við
urðum Hollsystur og það mynd-
aðist systraband sem bara Holl-
systur skilja.
Hollssysturnar voru sumar
háar, aðrar lágar og fljótt kom í
ljós að hæð í sentiímetrum hafði
Lilja
Aðalsteinsdóttir
✝ Lilja Aðal-steinsdóttir
fæddist 3. nóv-
ember 1951. Hún
lést 12. október
2015.
Útför Lilju fór
fram 19. október
2015.
lítið með Holl-
systrastærð að
gera. Hjartastærð,
hjálpsemi, útsjónar-
semi við lausn
vandamála og gott
lundarfar skipti
miklu meira máli.
Lilja var með þeim
lægri í sentimetrum
en hafði allt sem
upp var talið ásamt
miklum skipulags-
hæfileikum, innri gleði, hlýju og
sterkan vilja.
Sumar hollsystur bjuggu á
heimavist og þar var oft mikið
líf og fjör.
Frjósemi og barneignir holl-
systra ollu Lilju töluverður hug-
arangi um tíma því hún var
gjaldkeri Hollsjóðsins, en ákveð-
ið hafði verið að þegar barn
fæddist hjá hollsystur yrði
keypt burðarrúm frá hópnum,
rautt eða blátt. Burðarrúmin
urðu miklu fleiri en upphaflega
hafði verið áætlað og einu sinni
stundi Lilja „Lengi er von á
einu“ en brosti svo með glampa í
augum og barnið fékk burðar-
rúm.
Skiplagshæfileikar hennar
komu vel í ljós þegar hún klár-
aði þriðja árs bóklegt nám, átti
síðan frumburðinn rúmum
þremur vikum seinna og frá
hollsystrum fékk hún blátt burð-
arrúm sem nú eru barn síns
tíma og bílstólar komnir í stað-
inn.
Eftir útskrift fórum við hver í
sína áttina og tókumst á við lífið.
Lilja flutti austur á Neskaup-
stað með Einari sínum og vann
þar sem hjúkrunarkona mestan
hluta sinnar starfsævi, eignaðist
börn og annaðist sína fjölskyldu.
Oft hefur verið sagt að hjúkr-
unarkonur séu mæður að ævi-
starfi. Lilja var hvort tveggja,
besta mamma og amma, ásamt
því að vera hjúkka með öllu því
sem tilheyrir á nóttu sem degi.
Samgöngur á þessum árum
voru ekkert allt of góðar en
Lilja kom eins oft og hún gat á
fagnaði hollsins. Okkur eru
mjög minnistæðar síðustu tvær
afmælisferðir J-Holls, þar sem
sögukonan Lilja sló í gegn. Fyr-
ir nokkrum árum fluttu þau suð-
ur og við sáum meir af Lilju
með sitt yndislega bros og
augnaglott, sem enginn okkar
gleymir, og hún vildi helst ekki
missa úr hitting né jólahlaðborð.
Nú eru þessar samverustundir
perlur í minningasjóði okkar.
Það sem einu sinni var,
eru góðar minningar.
Kæra Lilja, hafðu bestu
þakkir fyrir allt sem þú gafst
okkur í gegnum tíðina, það
gleymist aldrei. Nærveru þinnar
verður sárt saknað á komandi
„Hittingum J-Holls“.
Við vottum Einari, börnum
ykkar og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð og biðjum
alla engla himinsins að vernda
þau og gefa þeim styrk.
Hvíl þú í friði, fyrir hönd
Hollsystra, J-holli,
Björg Ólafsdóttir.
Elskuleg systir
mín, hún Soffía, er
látin eftir erfiða
sjúkdómslegu frá 4. janúar.
Nú spyr maður sig, hvar fæ
ég nú fréttirnar?
Hún var mjög dugleg við að
hafa samband við systkini, ætt-
ingja og vini, sérstaklega trygg
og lét sér aðra varða, enda
fannst öllum vænt um Soffíu,
alltaf gat hún sagt manni frétt-
ir.
Soffía var þriðja í röðinni of
okkur sjö systkinum. Ég elst,
var tæplega 6 ára þegar hún
fæddist, og man ég það vel, það
var heima í Karfavoginum. Það
Soffía Ragnheiður
Ragnarsdóttir
✝ Soffía Ragn-heiður Ragn-
arsdóttir fæddist
26. ágúst 1950. Hún
lést 20. október
2015.
Soffía var jarð-
sungin 29. október
2015.
var eldsnemma að
morgni þann 26.
águst 1950, ég vissi
auðvitað ekki hvað
var að gerast
þarna í herberginu
við hliðina svo ég
fór bara út að leika
mér, ég man að
það var mjög gott
veður, auðvitað
enginn á ferli
svona snemma
dags, en þarna var hún að
koma í heiminn.
Soffía var mikið á spítala
fyrstu tvö árin, hún fæddist
með snúna fætur og fasta ökkla
og man ég þegar verið var að
setja á hana spelkur á kvöldin
til að sofa með.
Þetta átti eftir að há henni
alla tíð, hún fór mjög seint að
ganga. Mér er mjög minnis-
stætt þegar við vorum að heim-
sækja hana á Landakotsspítala
á sunnudögum, fara í strætó
niður á torg og labba upp Tún-
götuna, sem mér fannst mjög
brött. Þarna stóðum við á gang-
inum á spítalanum og horfðum
á hana í gegnum gler. Hún var
í miklu uppáhaldi hjá nunnun-
um á Landakoti.
Þær létu hana hafa hátalara
við rúmgaflinn, örugglega sú
eina sem fékk svona lúxus. Hún
var annars við góða heilsu eða
þar til fyrir næstum fimm árum
þegar nýrun gáfu sig og hefur
hún verið í blóðskilun síðan
þrisvar í viku fjóra tíma í senn,
þetta reyndi mikið á, en Soffía
gafst aldrei upp, tók þessu bara
sem vinnu.
Í apríl fór Soffía á Grensás
eftir fjögurra mánaða legu á
Landspítalanum, þarna leið
henni vel enda ekki hægt að
hugsa sér betri umönnun, allir
af vilja gerðir til að létta henni
lífið.
Það var líka stutt í sprellið
hjá henni sem allir höfðu gam-
an af, en auðvitað átti hún erf-
iða daga, gat ausið úr sér og
skellt á mann símanum sem
hún gerði nú dálítið oft í gegn-
um árin, en hún var fljót að
hringja aftur, enda tók maður
þessu nú ekki alvarlega.
Soffía giftist Valgeiri Inga
Ólafssyni kennara frá Kirkju-
bæjarklaustri, þau eignuðust
tvö börn, Helgu Berglindi og
Jón Ómar og eru barnabörnin
tvö, Soffía Hrönn og Kristján
Máni.
Soffía og Ingi bjuggu í nokk-
ur ár á Kirkjubæjarklaustri þar
sem Ingi starfaði sem kennari.
Henni leið vel á Klaustri, eign-
aðist þar mjög góða vini.
Einnig tók hún þátt í störf-
um leikfélagsins og átti þar
skemmtilegan og viðburðaríkan
tíma. Soffía og Ingi skildu eftir
20 ára hjónaband.
Soffía hafði mjög gaman af
söng og mikinn áhuga á allri
dægurtónlist og kunni flesta
texta, hún var líka mjög hag-
mælt og eru til margar góðar
vísur eftir hana.
Soffía vann ýmis störf um
ævina fór einnig sem aupair til
Ameriku í eitt ár Hún var alls
staðar vel látin, enda létt í
skapi og sérstaklega orðheppin.
Hún var einstök.
Soffíu verður sárt saknað af
okkur sem þekktum hana.
Ég votta börnum, tengdasyni
og barnabörnum mína dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning hennar í
Guðs friði.
Ingunn Ragnarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN JÓHANN SIGURÐSSON
húsasmíðameistari,
Engihlíð 16e,
Ólafsvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi miðvikudaginn
28. október. Útför hans fer fram frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 7. nóvember klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ólafsvíkurkirkju og
Krabbameinsfélag Snæfellsness.
.
Guðrún Alexandersdóttir,
Kristjana Halldórsdóttir, Svanur Aðalsteinsson,
Magnús Stefánsson, Sigrún Drífa Óttarsdóttir,
Vilborg Lilja Stefánsdóttir, Eiríkur L. Gautsson,
Sigríður Stefánsdóttir, Halldór G. Ólafsson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og tvíburasystir,
ÁSA KAREN ÁSGEIRSDÓTTIR,
Vatnsstíg 21,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 27. október. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin.
.
Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður R. Sveinmarsson,
Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg S. Pálmadóttir,
Ása Karen, Gunnhildur, Anton Felix,
Berglind og Stefán Franz.
Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HAFSTEINN B. ÓLAFSSON,
Sléttuvegi 13,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
sunnudaginn 1. nóvember.
Að ósk hins látna fer jarðarförin fram í kyrrþey.
.
Gréta A. Vilhjálmsdóttir,
Margrét Hafsteinsdóttir, Vilhelm Einarsson,
Sigurður Kort Hafsteinsson, Skúli Þór Hafsteinsson,
Anna Jóna Árnadóttir, Bertel Mártenson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN BIRNA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Skildinganesi 58, Reykjavík,
lézt 2. nóvember síðastliðinn.
.
Gunnar I. Hafsteinsson,
Sigrún Magnea Gunnarsdóttir,
Benedikt Magnússon
og dætur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
KRISTINN BJÖRNSSON,
fyrrverandi forstjóri,
Fjólugötu 1,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut 31. október.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á að láta Minningarsjóð Landspítalans
njóta þess.
.
Sólveig Pétursdóttir,
Pétur Gylfi Kristinsson,
Emilía Sjöfn Kristinsdóttir,
Björn H. Kristinsson, Herborg H. Ingvarsdóttir,
Inga Bríet, Kristinn Tjörvi, Einar Ísak
og Markús Bragi.