Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
✝ Örn HelgiSteingrímsson
fæddist 28. október
1942 í Reykjavík.
Hann lést 22. októ-
ber 2015 á Líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi.
Foreldrar Arnar
voru Steingrímur
Magnússon fisksali,
f. 2.4. 1895 í Gull-
berastaðarseli
Lundarreykjadalshreppi, d.
4.12. 1991, og Sigríður Vilborg
Einarsdóttir, húsmóðir, f. 29.9.
1907 í Reykjavík, d. 24.10. 1993.
Systkini Arnar, samfeðra, voru
eldrar hennar voru Hans Niel-
sen mjólkurfræðingur og Hall-
fríður Nielsen, húsmóðir. Örn og
Alice eignuðust tvo syni. 1) Örn
Hans Arnarson, viðskiptafræð-
ingur, f. 12.9. 1973, og 2) Gústaf
Arnarson, rafvirki, f. 14.10.
1975, eiginkona hans er Johanna
Friberg Arnarson, þau eiga tvö
börn, Arnar Hans, f. 2005, og
Eydísi Alice Christinu, f. 2008.
Örn lauk Gagnfræðaskóla
verknáms 1959, iðnnámi í Vél-
smiðjunni Héðni hf. 1963, vél-
stjóraprófi í Vélskólanum í
Reykjavík 1966 og rafmagns-
deild 1967. Hann var vélstjóri á
skipum Hafskip hf. 1967-1985 en
eftir það hjá Eimskipafélagi Ís-
lands þangað til hann lét af
störfum sökum aldurs.
Útför Arnar fer fram frá
Hjallakirkju í Kópavogi í dag, 4.
nóvember 2015, og hefst athöfn-
in kl. 15.
átta talsins: Ágústa,
f. 15.6. 1918, Magn-
ús, f. 20.1. 1920,
Kristinn Einar, f.
13.10. 1922, Guð-
laug, f. 11.6. 1926,
Ingiríður, f. 7.1.
1930, d. 2.1. 2007,
Steingrímur, f.
30.7. 1931, Krist-
jana, f. 21.8. 1932,
d. 19.5. 2005, Auð-
ur, f. 6.1. 1935, d.
2.11. 2014.
Örn kvæntist 12. janúar 1974.
Eiginkona Arnar var Alice B.
Nielsen, f. 19.5. 1940 í Maarum í
Danmörku, d. 8.8. 2010. For-
Elskulegur faðir okkar er
fallinn frá eftir stutta en
snarpa lokabaráttu við illvígan
sjúkdóm.
Öll vitum við hver lífsins
gangur er, en aldrei er hægt að
búa sig undir endalokin, þá
sérstaklega þegar þau koma
snöggt.
Pabbi var mikið fjarverandi
vegna vinnu þegar við vorum
að alast upp, en það breytti því
ekki að hann fylgdist alltaf vel
með okkur þótt í burtu væri og
þegar hann kom í land voru
alltaf hátíðisdagar.
Við eigum góðar minningar
með honum á siglingum til út-
landa, í ferðalögum innanlands
eða bara heima við. Pabbi var
rólyndismaður og ekkert að
trana sér fram, að öllu jöfnu,
en fannst gaman í góðra vina
hópi. Reglulegur þáttur í lífinu
síðustu árin voru „menningar-
ferðirnar“ með félögum á mið-
vikudögum, kaffihúsaspjall á
laugardagsmorgnum og reglu-
legar kaffihúsaferðir með
skólafélögum úr Vélskólanum
og gömlum skipsfélögum.
Skemmtilegast fannst hon-
um þó þegar íbúðin fylltist af
lífi á hverju sumri þegar
barnabörnin og Gústaf og Jo-
hanna komu í heimsókn frá
Svíþjóð og dvöldu með honum í
nokkrar vikur.
Elsku pabbi, við gerum ráð
fyrir að mamma hafi tekið vel á
móti þér og þið njótið lífsins
saman aftur í öðrum heimi.
Þótt minn elskulegi faðir
og kæri vinur
hafi nú kallaður verið heim
til himinsins sælu sala
og sé því frá mér farinn
eftir óvenju farsæla
og gefandi samferð,
þá bið ég þess og vona
að brosið hans blíða og bjarta
áfram fái ísa að bræða
og lifa ljóst í mínu hjarta,
ylja mér og verma,
vera mér leiðarljós
á minni slóð
í gegnum
minninganna glóð.
Og ég treysti því
að bænirnar hans bljúgu
mig blíðlega áfram munu bera
áleiðis birtunnar til,
svo um síðir við ljúflega
hittast munum heima á himnum
og samlagast í hinum eilífa
ljóssins yl.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Takk fyrir allt. Þínir synir,
Örn Hans og Gústaf.
Örn föðurbróðir okkar er lát-
inn.
Örn var yngstur í fjölmenn-
um systkinahópi og voru pabbi
okkar, Steingrímur og Örn
miklir vinir. Það var ávallt
kært á milli þeirra bræðra.
Þegar við systkinin hugsum
til baka þá koma upp í hugann
margar minningar um Örn og
Alice heitna konu hans en um
þau var ætíð talað sem eitt á
okkar heimili, Örn & Alice.
Alice kvaddi þennan heim árið
2010.
Við systkinin eigum margar
góðar minningar um samveru-
stundir með Erni, Alice og son-
um þeirra. Minningar úr sum-
arbústaðaferðum,
tjaldútilegum, Krummahólun-
um og síðustu ár úr Rjúpnasöl-
unum.
Það voru ætíð mikil veislu-
höld í kringum þau hjónin enda
voru þau miklir höfðingjar
heim að sækja og gleðigjafar.
Jólin hófust hjá okkur stór-
fjölskyldunni á hádegi hvern
aðfangadag í julefrokost hjá
Erni og Alice. Þar tóku þau vel
á móti okkur, allt var tilbúið og
hátíð í bæ.
Örn var vélstjóri hjá Eim-
skip og því mikið í útlöndum og
við systkinin nutum oft góðs af
því þegar við vorum börn.
Að koma til þeirra var því
alltaf svolítið „útlenskt“ á þeim
tíma, gos í dósum, útlenskt
nammi og fleira sem fékkst
ekki á Íslandi.
Örn var skemmtilegur mað-
ur og mikill húmoristi. Hann
var sannkallaður lífsnautna-
maður þegar kom að mat og
drykk. Það var alltaf gaman að
hitta hann því gleði, jákvæðni
og léttleiki einkenndu hann.
Hann var áhugasamur um
menn og málefni og ungur í
anda. Hans verður sárt saknað.
Elsku Örn Hans, Gústaf, Jo-
hanna, Arnar Hans og Eydís
Alice Christina, söknuður ykk-
ar er mikill og stutt stórra
högga á milli. Við biðjum góðan
Guð um að styrkja ykkur í
sorginni.
Minninguna um skemmtileg
hjón, Örn og Alice, munum við
alltaf geyma í hjörtum okkar.
Fjóla, Rakel, Kári og
Hrund Steingrímsbörn.
Okkur langar með nokkrum
orðum að minnast Arnar Helga
Steingrímssonar sem kvaddi
okkur þann 22. október síðast-
liðinn.
Örn kom inn í fjölskylduna í
upphafi áttunda áratugarins
þegar hann hóf sambúð með
Alice systur og frá fyrsta degi
var augljóst að þarna var á
ferðinni góður og heilsteyptur
maður.
Allt fram á síðasta dag skein
persónuleiki hans í gegn; stutt
var í húmorinn og nærvera
hans einstaklega góð.
Örn var alla tíð í millilanda-
siglingum og þegar hann kom
heim af sjónum var aldeilis
gaman að koma í heimsókn í
Krummahólana. Þar var ávallt
gestkvæmt enda voru þau hjón
vinamörg og höfðu gaman af
því að taka á móti gestum.
Örn lýsti fjölskyldu sinni
þannig að þar væru toppeintök
á ferð. Það fer þó ekki á milli
mála að Örn H. Steingrímsson
var á allan hátt toppmaður
sjálfur.
Elsku Örn Hans, Gústaf, Jó-
hanna, Arnar Hans og Eydís
Alice, minning um góðan mann
lifir. Takk fyrir samfylgdina,
elsku Örn, hvíldu í friði.
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur,
sem einu sinni var.
(Halldór Kiljan Laxness)
Kristján, Pálína (Pála)
og fjölskylda.
Örn Helgi
Steingrímsson
✝ Guðrún Júlíus-dóttir fæddist í
Reykjavík 30. apríl
1920. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir í Reykja-
vík 24. október
2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Júl-
íus Magnússon, f.
12. júlí 1883, d. 4.
janúar 1931, og
Jónína Margrét Jónsdóttir, f. 17.
janúar 1891, d. 6. september
1970. Guðrún var önnur í röð-
inni af sjö systkinum, sem voru
Sigurður, f. 1917, d. 1984, Guð-
munda, f. 1922, d. 1995, Jó-
hanna, f. 1923, d. 2009, Guð-
Tómas Örn og Gunnar Þór, 2)
Júlíus, f. 1948, maki hans er
Björk Garðarsdóttir, sonur hans
er Skúli Magnús og dóttir þeirra
Bylgja, 3) Jón Gunnar, f. 1955,
maki hans er Fríða Birna
Kristinsdóttir, börn þeirra eru:
Hanna Kristín, Lísa Marín,
Gunnar Snær, 4) Erla, f. 1958,
maki Grétar Helgason, börn
þeirra eru: Hildur Edda, Helga
Lára og Daníel, dóttir hennar
er: Linda Rún. Barnabarnabörn-
in eru 17.
Guðrún stundaði nám við
Austurbæjarskóla og Gagn-
fræðaskóla Reykjavíkur. Eftir
það vann hún ýmis verslunar-
störf, lengst af hjá Efnalaug
Reykjavíkur ásamt manni sín-
um. Jón hafði tekið við rekstri
Efnalaugarinnar árið 1966 og
ráku þau hana til ársins 1996, þá
75 ára gömul. Útför Guðrúnar
fer fram frá Vídalínskirkju í
dag, 4. nóvember 2015, og hefst
athöfnin kl. 11.
mundur, f. 1926, d.
2008, Valur, f.
1928, og Sverrir, f.
1929. Guðrún gift-
ist 16. nóvember
1946 Jóni Tóm-
assyni, f. 13. desem-
ber 1920, d. 31.
ágúst 2004. For-
eldrar hans voru
hjónin Tómas Jóns-
son, f. 10. apríl
1889, d. 31. mars
1936, og Bjarnína Guðrún
Bjarnadóttir, f. 24. desember
1895, d. 29. mars 1970. Börn
Guðrúnar og Jóns eru: 1) Tóm-
as, f. 1946, d. 2008, maki hans
var Guðrún Þórdís Axelsdóttir
og synir þeirra eru: Jón Axel,
Ég var ekki nema fimmtán
ára þegar ég kom fyrst á heim-
ili Guðrúnar Júlíusdóttur
tengdamóður minnar. Ég kom
með Tómasi syni hennar og hún
tók mér afskaplega vel. Okkur
samdi vel frá fyrstu tíð. Við
Tómas giftum okkur 1968 og
eignuðumst þrjá syni. Guðrún
var mjög góð amma, maður gat
alltaf leitað til hennar þegar á
þurfti að halda. Eftir að hún og
tengdafaðir minn fóru að
ferðast fyrir alvöru eftir fimm-
tugt, með Ferðafélagi Íslands,
þá sagði Guðrún við okkur
Tómas: „Spyrjið þið mig alltaf
ef þið þurfið pössun, – ég segi
já ef ég get það, en nei ef ferða-
lag býðst.“
Hún elskaði að ferðast um
landið sitt en hún fór ekki til
útlanda fyrr en hún var komin
yfir áttrætt. Þá gerði hún víð-
reist og fór á nokkrum árum til
hátt í tuttugu landa.
Guðrún hafði ákveðnar skoð-
anir og var óhrædd við að halda
þeim fram. Hún var oft létt og
kát og oft gátum við hlegið
saman.
Það var gaman að hlæja með
henni, hún hafði svo dillandi
hlátur. En hún átti líka alvar-
legri hliðar, hún hafði ung þurft
að axla mikla ábyrgð á yngri
systkinum sínum þegar móðir
hennar var að vinna, það merkti
hana fyrir lífstíð. Hún var mjög
ábyrgðarfull kona og bar um-
hyggju fyrir sínu fólki.
Ég kveð tengdamóður mína
með virðingu og söknuði og bið
Guð að blessa minningu hennar.
Guðrún Þórdís Axelsdóttir.
Okkur langar í nokkrum orð-
um að minnast elsku ömmu
Gunnu okkar, Guðrúnar Júl-
ísdóttur. Amma var sérstaklega
yndisleg kona og það var alltaf
notalegt að koma í heimsókn til
hennar, hvort sem það var í
Efnalaugina á Laugavegi eða í
Álftamýri og svo seinna meir í
Kirkjulund í Garðabæ og á Eir.
Við systur kepptumst alltaf
við að hlaupa upp og dingla á
dyrabjöllunni í Álftamýrinni
þegar við vorum litlar en sú
sem varð seinni til varð yfirleitt
frekar súr.
Amma náði hins vegar alltaf
að plata af manni skeifuna með
því að gefa okkur súkkulaði og
þá var það ein rjómasúkkul-
aðirönd með álpappír neðst til
þess að halda utan um svo það
færi nú ekki allt út um allt.
Amma var alltaf sterkur kar-
akter fram á síðasta dag, kald-
hæðin og skýr. Þegar hún frétti
af því fyrr á þessu ári að yngsta
langömmubarnið hennar var
búið að fá nafn, Grétar Jónsson,
þá sagði hún strax: „Með upp-
hafsstafina GJ, alveg eins og
ég.“ Skýr, 95 ára gömul. Það
var alltaf stutt í húmorinn hjá
henni og við upplifðum hana
aldrei í vondu skapi.
Hún var nægjusöm og lét sér
duga að sitja klukkutímum
saman og horfa á fjöllin og
náttúruna. Síðustu árin naut
hún þess að sofa fram yfir há-
degi og tók lífinu með stökustu
ró. Að hafa haft hana í okkar
lífi öll þessi ár hefur kennt okk-
ur svo margt og mun gera
áfram í minningunni.
Elsku amma, hvíldu í friði.
Þínar,
Hildur Edda
og Helga Lára.
Guðrún
Júlíusdóttir
á Hótel Borg
Hlý og persónuleg þjónusta
Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020
Faðir okkar, afi og bróðir,
SIGURÐUR GÍSLI LÚÐVÍGSSON
tannlæknir,
andaðist 29. október síðastliðinn
á hjartadeild Landspítalans. Útför hans
fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
7. nóvember klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Fyrir hönd annarra ættingja og vina,
.
Móeiður Anna Sigurðardóttir,
Kjartan Davíð Sigurðsson,
Adam Marksson Bell,
Daníel Marksson Bell,
Margrét Lúðvígsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR KOLBEINS,
ljósmóðir,
Aðalstræti 4, Patreksfirði,
sem lést 28. október, verður jarðsungin
frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn
7. nóvember klukkan 14.
.
Lilja, Barði, Ólafur, Ásdís, Helgi
og aðrir aðstandendur.
Okkar ástkæri
SKÚLI GRÉTAR GUÐNASON,
lögg. endurskoðandi,
Sólbraut 17, Seltjarnarnesi,
andaðist miðvikudaginn 28. október.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík föstudaginn 6. nóvember
klukkan 13.
.
Kristjana Björnsdóttir,
Berglín Skúladóttir, Óskar Axelsson,
Magnús Árni Kristín Dagmar
Skúlason, Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Okkar ástkæri
EIRÍKUR JÓNSSON
rafvirkjameistari,
sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík
19. október, verður jarðsunginn frá Áskirkju
föstudaginn 6. nóvember klukkan 11.
.
Dagbjört Guðmundsdóttir,
Helgi Kr. Eiríksson, Katrín Gunnarsdóttir,
Martha Eiríksdóttir, Andrés Magnússon,
Diðrik Eiríksson, Viktoría Valdimarsdóttir,
Inga Rós Eiríksdóttir, Halldór Sverrisson,
börn og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GEIRÞRÚÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Skólabraut 5, Seltjarnarnesi,
lést laugardaginn 31. október.
Útförin fer fram frá Neskirkju
mánudaginn 9. nóvember klukkan 13.
.
Guðni Garðarsson,
Birgir Aðalsteinsson, Birna Aspar,
Guðrún Aðalsteinsdóttir, Guðbr. Sævar Karlsson,
Stefán Aðalsteinsson, Sigríður S. Helgadóttir
og fjölskyldur.