Morgunblaðið - 04.11.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
✝ Baldur Jónas-son fæddist í
Bláa herberginu á
Bíldhóli, Skógar-
strönd, 21. maí
1934. Hann lést í
faðmi fjölskyld-
unnar á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við
Hringbraut 16.
október 2015.
Hann var sonur
hjónanna Jónasar Guðmunds-
sonar frá Bíldhóli, f. 27. apríl
1905, d. 27. júlí 1978, og Láru
Jóelsdóttur frá Laxárdal, f. 11.
mars 1909, d. 23. mars 1969.
Systkini Baldurs eru: Birgir, f.
11. apríl 1933, d. 9. desember
2010, maki Sólveig G. Sigfús-
dóttir, f. 20. ágúst 1939. 2)
Lilja Soffía, f. 6. maí 1937,
maki Helgi Lárusson, f. 25.
júní 1936, d. 10. september
1997. 3) Guðmundur Þórður, f.
8. apríl 1942, maki Ólöf Sigur-
jónsdóttir, f. 21. júní 1946. 4)
Jóel Halldór, f. 26. október
1944, maki Halldís Hallsdóttir,
f. 13. febrúar 1945. 5) Herdís,
f. 15. júní 1950, maki Reynir
Guðmundsson, f. 22. mars
1941.
Eftirlifandi eiginkona Bald-
1961. Börn hennar og fyrri
manns, Baldurs Þórs Baldurs-
sonar, f. 19. mars 1961, eru: a)
Rakel Huld, f. 23. október
1983, maki Elías Þór Grönvold,
f. 14. júní 1983. Þeirra dætur
eru: Ísabella Emma, f. 3. maí
2011, og Amilía Ísold, f. 21.
mars 2013. b) Karen Rut, f. 18.
júní 1987, maki Vignir Sævars-
son, f. 4. febrúar 1965. Þeirra
börn eru: Vignir Adam, f. 22.
júlí 2008, og Freyja Rún, f. 16.
ágúst 2015. c) Davíð Þór, f. 20.
maí 1989. Sonur hans og fyrr-
um kærustu, Guðrúnar Ernu, f.
13. september 1991, er Stefán
Atli, f. 14. mars 2009. d) Aron
Örn, f. 30. janúar 1994. Sonur
Guðrúnar og seinni manns,
Guðlaugs Más Unnarssonar, f.
18. ágúst 1968, er Unnar Leó,
f. 28. júlí 2006. 3) Inga Fjóla, f.
18. nóvember 1962, eigin-
maður Óskar Jósef Óskarsson,
f. 15. ágúst 1960. Börn: a) Óli
Baldur, f. 12. desember 1983,
faðir Hartmann Kr. Guð-
mundsson, f. 6. ágúst 1958. b)
Lára, f. 8. febrúar 1991, faðir
Kristinn R. Sigurbergsson, f. 1.
febrúar 1963. Börn Ingu Fjólu
og Óskars: c) Brynjar Jósef, f.
9. júní 1994. d) Brynhildur Júl-
ía, f. 5. október 1999. e) Hilmir
Steinn, f. 10. september 2002.
Útförin fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna 30. október
2015.
urs er Brynhildur
Aðalbjörg Sig-
tryggsdóttir
(Hulda), f. 23. apríl
1934. Foreldrar
hennar voru Sig-
tryggur Jóhann-
esson, f. að Þverá í
Miðfirði 7. febrúar
1906, d. 10. júní
1948, og Guðrún J.
Pétursdóttir, f. að
Laufási (áður
Tittlingastaðir) í Víðidal 21.
mars 1914, d. 16. nóvember
1989.
Baldur og Hulda eiga þrjár
dætur:
1) Kristjana Sigrún Páls-
dóttir, fósturdóttir Baldurs, f.
24. apríl 1957, maki Sigurður
Pétur Harðarson, f. 17. júní
1955. Börn Kristjönu og fyrr-
verandi manns hennar, Gunn-
ars Theodórssonar, f. 19. nóv-
ember 1955, eru: a) Heiða
María, f. 5. ágúst 1977, eigin-
maður David Winnie, f. 26.
október 1966. Þeirra synir eru:
Róbert Atli, f. 10. júlí 2010, og
Thomas Andri, f. 30. júlí 2013.
b) Atli Viðar, f. 7. ágúst 1981,
maki Oddný Silja, f. 14. mars
1987.
2) Guðrún Lára, f. 6. apríl
Minningar. Lækur. Ég man
þegar teymt var undir mér á
Mósa, gömlum hesti sem feng-
inn var að láni við heyskapinn.
Ég hef líklega verið þriggja ára.
Ég man þegar ég dvaldi á Leiti
meðan mamma lá á sæng suður í
Reykjavík. Þar voru hænur sem
völsuðu frá kjallaranum og út á
hlað. Ég man þegar ég vaknaði
einn morgun við grátinn í Rúnu
systur, við vorum einar í kotinu.
Ég brá mér í stígvél og stökk út
í fjós þar sem mamma og pabbi
voru við mjaltir, til að láta vita.
Ég man þegar við komum að
sunnan með Ingu systur ný-
fædda, þá fórum við beint á
Klungurbrekku og áttum heima
þar upp frá því. Ég man þegar
hlaðan og fjósið voru tekin í
gegn. Þegar múgavélin kom,
heyblásarinn og mjaltavélin.
Þegar túnin voru stækkuð.
Vatnið kom úr brunni úr hlíðinni
og ljósavélin var sett upp og við
fengum rafmagn. Síminn var
einlöngogtværstuttar. Ég man
sumrin þar sem litla húsið okkar
var fullt af gestum að sunnan og
börnum í sumardvöl. Samt var
alltaf pláss fyrir alla. Það var
alltaf sólskin á sumrin en á vet-
urna var allt á kafi í snjó. Þann-
ig var það í minningu barnsins.
Það þurfti að vinna, þau börn
sem á hrífu gátu haldið voru lát-
in raka í garða, reka kýrnar og
reka féð úr túnum. Það urðu all-
ir að hjálpast að. Þetta var stórt
verkefni, hjá ungum hjónum
með lítil efni og takmarkaðan
vélakost. Lítill tími gafst til að
grípa í bók, helst þó á veturna.
Mamma talar stundum um að
kannski hefðu þau getað gert
betur, reynt lengur. En 1969
seldu þau jörðina og fluttu suð-
ur. Komin með þrjár dætur á
skólaaldri, sem hefði annars
þurft að senda í heimavistar-
skóla. Ný veröld. Kópavogur, í
Lundinn okkar, þar sem við
fengum fimm stafa símanúmer,
rafmagnseldavél og mjólkurbúð,
bakarí og sjónvarp. Ungu hjónin
byrjuðu upp á nýtt með tvær
hendur tómar. En við vorum
nægjusöm og það gekk vel. Og
allaf var pabbi þar, hægur,
traustur. Ógæfan dundi svo yfir
1972 þegar pabbi hrapaði ofan af
fjórðu hæð af húsi í byggingu.
Stillans hafði gefið sig. En hann
hélt lífi. Við tók löng endurhæf-
ing, þar sem seigla hans og
mömmu kom enn betur í ljós.
Þau létu ekkert buga sig og
hentug vinna var fundin hjá
ÓJK þar sem hann var í tæp 30
ár. Ég man eftir Datsúninum
nýja rauða, ég man eftir Skód-
unum í röðum, plötunum og
nikkunni og gítarnum. Ég man
þegar við fórum í strætó úr
Kópavogi í bíó að sjá Sound of
music. Lambinu eða hakkabuff-
inu á sunnudögum. Glugga- og
ofnaþvottinum fyrir jólin.
Mamma að sauma á okkur jóla-
fötin. Græna gervijólatrénu.
Tíminn leið, við systur fluttum
að heiman. Barnabörn fóru að
koma og áttu gott skjól í Lundi
hjá afa og ömmu. Þau bjuggu í
Lundi í 25 ár og ennþá eru þau
kölluð amma og afi í Lundi. Þá
minnkuðu þau við sig og fluttust
í Dvergó þar sem þau bjuggu
síðan. Óteljandi oft í gegnum
tíðina höfum við komið við í eld-
húsinu þeirra og setið og skraf-
að um menn og málefni. Í þess-
um minningarbrotum mínum þá
get ég ekki skilið þau að. Þar
sem annað var þar var hitt. Og
þannig er það líka hér. Takk fyr-
ir samfylgdina og hvíl í friði,
pabbi minn.
Kristjana.
Elsku hjartans pabbi minn,
ég er ekki farin að átta mig al-
mennilega á því ennþá að þú
sért endanlega farinn og finnst
þetta allt saman mjög óraun-
verulegt. Síðustu dagarnir fyrir
andlát þitt renna hálf partinn
saman í eitt því það gerðist allt
svo hratt. Ég veit að þetta var
búinn að vera mjög erfiður tími
fyrir þig og mömmu líka, því það
tekur á að vera sífellt svona
mikið þjáður af verkjum og lítil
von var til þess að það myndi
breytast. Það var nú samt
lungnabólgan sem tók þig frá
okkur allt of fljótt. Ég verð bara
að trúa því að þér líði betur
núna en hefði svo gjarnan viljað
að þú hefðir fengið lengri tíma
með okkur en án þess að þjást
svona mikið. Ég veit líka að þú
misstir aldrei vonina og við
héldum þar til nokkrum dögum
fyrir andlátið að krabbameinið
væri ekki búið að dreifa sér. Við
svona aðstæður leitar hugurinn
aftur til æskunnar og ég er svo
þakklát fyrir það hversu heppin
ég er með foreldra. Ég á margar
skemmtilegar minningar frá
ferðalögum sem við fórum í þar
sem við gistum í tjaldi og heim-
sóttum ættingja sem bjuggu úti
á landi. Þegar ég er aðeins níu
ára lentir þú í „stóra slysinu“
sem við kölluðum svo þegar þú
hrapaðir niður af vinnupalli af
fjórðu hæð og slasaðist mjög al-
varlega. Þetta breytti auðvitað
öllu hjá okkur í fjölskyldunni.
Seinna fórst þú að starfa sem
næturvörður og fannst mér allt-
af jafn gott að koma fram á
morgnana og borða hafragraut
sem þú eldaðir á hverjum
morgni og stundum varstu með
tilbúið kakó. Ég fór aldrei svöng
í skólann. Eftir að ég flutti að
heiman og eignaðist fjölskyldu
þá varst þú alltaf til staðar fyrir
okkur. Ég er sérstaklega þakk-
lát fyrir hvað þú og mamma
hjálpuðuð mér með Óla og síðar
Láru. Þið hugsuðuð alltaf vel um
litlu stelpuna ykkar og langar
mig að minnast á þegar þú
komst til okkar Óla í óveðrinu í
byrjun febrúar 1991 en þá er ég
komin nálægt því að eiga hana
Láru. Þá fór rafmagnið af og í
brjáluðu veðri komst þú til okk-
ar með heitt kakó á brúsa og
heitar pylsur sem þið hituðuð á
prímus. Það er líka ekki hægt að
sleppa því að minnast á allar
sumarbústaðaferðirnar sem þið
mamma buðuð okkur í með allan
barnaskarann. Síðustu árin var
heilsan ekki alltaf góð hjá þér en
sem betur fer góð inn á milli. Ég
er líka þakklát fyrir hvað við
eyddum miklum tíma saman síð-
ustu mánuðina og ég gat hjálpað
þér aðeins í staðinn. Að lokum
langar mig að segja að heiðar-
legri og betri maður en þú er
vandfundinn. Við systurnar
hugsum vel um mömmu. Við
sjáumst, elsku pabbi minn, þeg-
ar minn tími kemur. Þín dóttir,
Inga Fjóla.
Baldur gekk í barnaskóla síns
tíma heima í sveitinni, en las síð-
ar mikið og fræddist um mörg
efni. Hann hafði yndi og með-
fædda hæfileika fyrir músík og
kenndi sjálfum sér á harmón-
ikku og spilaði stundum á böll-
um í sveitinni. Eftir að hann
hætti að vinna lærði hann um
tíma hjá Karli Jónatanssyni og
hafði mikið yndi af.
Baldur hóf búskap á Læk á
Skógarströnd 1958. Bjó hann
einn í tvö ár, en þá kom konan
tilvonandi til hans með dóttur
sína, Kristjönu litlu Pálsdóttur
með sér. Síðar eignuðust þau
saman Guðrúnu Láru og Ingu
Fjólu. Árið 1962 fluttu þau að
Klungurbrekku, þar sem þau
bjuggu þangað til þau hættu bú-
skap og fluttu suður árið 1969.
Fyrst í Lundi við Nýbýlaveg í
Kópavogi. Á þeim tíma var
Lundur „sveit í bæ“og viðbrigð-
in því ekki eins mikil við að flytj-
ast úr sveitinni, ekki síst fyrir
dæturnar. Árið 1994 fluttu hjón-
in, þá orðin ein í koti, að
Dvergabakka í Breiðholti þar
sem þau bjuggu síðan.
Baldur fór ungur að vinna
eins og oftast var á þeim tíma.
Heima hjá foreldrum, vinnu-
maður í sveitinni, við brúar- og
vegavinnu o.fl. Eftir að suður
kom var erfitt að fá vinnu.
Byggingarvinna og sjórinn voru
helstu úrræðin. Fór hann þá
m.a. sem kokkur á togara og
sigldi utan, það voru einu skiptin
sem hann yfirgaf sitt ástkæra
föðurland. Í byggingarvinnunni
lenti Baldur í mjög slæmu slysi
árið 1972, sem hann náði sér
aldrei af. En hann gafst ekki
upp og í staðinn fyrir að fara á
örorkubætur fór hann að vinna.
Fyrst vann hann um sinn við að
líma skraut á platta og reyndi
síðar að vinna á trésmíðaverk-
stæði, en það gekk ekki upp
vegna slyssins. Þá fór hann að
vinna sem næturvörður við þrif
og gæslu hjá O. Johnson og
Kaaber og var þar til starfsloka.
Eftir að Baldur hætti að vinna
sat hann ekki auðum höndum,
enda ekki hans stíll. Hann tók
m.a. svo til að sér eldamennsk-
una á heimilinu, Huldu til mik-
illar gleði, hann las einnig mikið,
hlustaði á músík og hljóðbækur
og fór í langar gönguferðir. Sér-
staklega þótti honum gaman að
ganga í Elliðaárdalnum. Einnig
var hann mjög handlaginn og
hafði gaman af að dytta að því
sem þurfti á heimilinu. Afabörn-
in hans urðu 12 og langafabörn-
in eru nú orðin sjö. Var Baldur
mjög stoltur af þessum stóra
hópi sínum og fylgdist vel með
hvað hver og einn var að bar-
dúsa. Enda sýndi það sig í veik-
indum Baldurs, því þá safnaðist
þessi stóri hópur í kringum
hann og á hvert þeirra án efa
sínar góðu minningar um afa
sem alltaf átti rauðan ópal og
lék við þau úti í sumarbústaða-
ferðunum í Ölfusborgum.
Guðrún Lára Baldursdóttir
og fjölskylda.
Nú ertu farinn, elsku pabbi
minn, og ég er ekki ennþá farin
að trúa því. Ég vissi auðvitað að
einhvern tímann myndir þú fara
en ég bjóst bara alls ekki við því
að það yrði svona fljótt. Nú sit
ég hér við eldhúsborðið og
skrifa til þín. Ég sé út um stofu-
gluggann og horfi vestur á Snæ-
fellsjökul og hugsa til þín. Það
var svo margt sem við áttum eft-
ir að tala saman um og gera,
pabbi minn. Ég get bara þakkað
fyrir að hafa fengið þig fyrir föð-
ur og þakkað fyrir allt það góða
sem þú gafst mér.
Ein fyrsta minning mín um
þig er þegar ég fór með þér í
útihúsin á Klungurbrekku. Ég
gleymi aldrei hversu gott mér
fannst að leiða þig á þessari
löngu leið (í mínum huga). Þegar
veðrið var vont fannst mér ég
svo örugg og svo þegar þú varst
að gefa skepnunum lá ég bara í
heyinu og lét mig dreyma.
Ég man líka sérstaklega vel
eftir því þegar þú keyrðir mig á
fæðingarheimilið þegar ég var
að fara að eignast hana Rakel
okkar. Þú hafðir svo miklar
áhyggjur af mér. Þú varst á frí-
vakt en gast ekkert sofið alla
nóttina, varst bara á fullu að
taka til heima í Lundi. Svo um
kvöldið komuð þú og mamma í
heimsókn og gáfuð mér m.a.
sængurverasett fyrir Rakel og
þú sagðir stoltur frá því að þú
hefðir nú valið það sjálfur.
Þegar ég fékk að lesa undir
lokaprófin í Kennaraháskólan-
um hjá ykkur mömmu læddist
þú um til að trufla mig ekki en
gast samt ekki stillt þig um að
kíkja öðru hverju inn í herbergi
til að spyrja mig hvort ég væri
ekki svöng og þyrfti ekki að
hvíla mig aðeins.
Þegar ég kom í heimsókn til
ykkar mömmu og við fórum inn í
herbergið þitt og þú spilaðir fyr-
ir mig á harmónikkuna, eða þá
að við sátum við eldhúsborðið og
þú varst að fara með vísur fyrir
mig eða segja mér frá sjálfum
þér, hvernig þið Birgir hefðuð
verið að prakkarast þegar þið
voruð litlir. Þegar þú varst
vinnumaður á Hesti. Hversu
gaman hefði verið að spila á
böllum í sveitinni þegar þú varst
ungur.
Ég gæti endalaust haldið
áfram að telja upp en það er víst
ekki hægt. Ég sakna þín svo
mikið, elsku pabbi minn, sakna
þess að geta ekki hringt í þig og
spjallað eins og við vorum vön
að gera. Ég gat sagt þér nánast
allt. Alltaf hafðir þú réttu svör-
in.
Við töluðum stundum um
hvað tæki við eftir dauðann. Við
vorum sammála um að eitthvað
tæki við og að við myndum hitta
fólkið okkar „hinum megin“. En
hvernig það væri gátum við ekki
vitað og sögðum að það væri
verst að þeir sem væru farnir
gætu nú ekki bara sagt okkur
það. En svo vorum við líka sam-
mála um að líklega væri bara
best að vita það ekki, maður
ætti ekki að vita allt.
Ég ætla nú að kveðja þig í
bili, pabbi minn. Þú varst minn
allra besti vinur og verður alltaf.
Ég veit að þú munt fylgjast með
okkur áfram og ég veit líka að
þú hafðir áhyggjur af mömmu,
hvað yrði um hana eftir þinn
dag. Þú þarft þess ekki, við
munum öll hugsa voða vel um
hana.
Vertu nú blessaður þangað til
næst, eins og við sögðum alltaf
þegar við kvöddumst, elsku
pabbi, og við hittumst aftur þeg-
ar minn tími kemur.
Þín
Guðrún.
Blessaður afi minn, núna ert
þú farinn frá okkur og það allt
of fljótt. En þú varst orðinn svo
veikur að það er bara gott að
þér líði ekki lengur illa, afi minn.
Ég man ennþá þegar ég frétti að
þú hefðir greinst með krabba-
mein og ég hugsaði: Afi í Dvergó
með krabbamein... hann hristir
þetta af sér, kallinn, hann er svo
sterkur. En ekki varstu svo
heppinn, því miður vann krabba-
meinið. En þú vannst hjarta
okkur allra sem kynntust þér,
afi minn, því þú varst gull af
manni og það er svo sorglegt að
fá ekki nokkur ár með þér í við-
bót. Ég man eftir því hvað ég
var alltaf spenntur að fara til
ömmu og afa í Dvergó og fá að
gista þar. Þá fékk ég alltaf smá
pening til að fara út í sjoppu að
kaupa nammi og svo leyfðuð þið
okkur að vaka lengi fram eftir.
Svo vaknaði maður við góðan
morgunmat. Ég fékk líka oft að
leika mér á píanóinu þínu, sem
mér fannst svo gaman. Síðan
varð ég eldri og þá breyttust
tímarnir. Ég kíkti þá yfir í kaffi
og meðlæti. Alltaf þegar maður
kom í heimsókn var manni boðið
eitthvað að borða, sama þótt
maður væri að kíkja bara í stutt-
an tíma. Þú og amma sáuð svo
vel um okkur. Þú varst líka allt-
af svo áhugasamur um okkur
barnabörnin þín. Mamma sagði
mér oft hversu stoltur þú værir
af mér, hvað ég væri duglegur
að vinna og ákveðinn í hlutunum
og hvað þú værir ánægður með
að ég hefði byrjað aftur í skóla
að læra pípulagnir. Ég vil þakka
þér fyrir að vera afi minn, ég vil
þakka þér fyrir alla tímana sem
við áttum saman, ég vil þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gefið
mér. Ég vil þakka þér fyrir
stærstu gjöfina sem ég hef feng-
ið, fyrir að hafa gefið mér hana
mömmu mína sem er demant-
urinn í lífi mínu. Ég skal sjá um
að passa upp á ömmu og
mömmu alveg eins og þú pass-
aðir mig. Ég veit að þú munt
vaka yfir okkur og passa okkur.
Hvíldu í friði, afi minn, og hafðu
alltaf heitt á könnunni því einn
daginn kem ég og við fáum okk-
ur aftur kaffi saman.
Þinn
Aron.
Elsku afi okkar, þakka þér
fyrir að vera alltaf svona góður
við okkur. Við vonum að þér líði
vel núna og sért orðinn frískur
aftur. Það hefur örugglega verið
tekið vel á móti þér af lang-
ömmu og langafa. Við söknum
þín mikið, elsku afi.
Er vorið hlær og fagrar grundir gróa
og geislar himins leika’ um hæð og
mó,
er syngur „dírrin dí“ í lofti lóa
og ljóssins englar dansa um strönd
og sjó.
Við komum, elsku afi, til að kveðja
með ástarþökk og bænarljóð á vör.
Þín æðsta sæla var að gefa og
gleðja,
og góðir englar voru í þinni för.
Ó, hjartans afi, öll þín heitt við
söknum
því enginn var eins góður á okkar
braut.
Á angurs nótt og vonar morgni er
vöknum
þá vakir andi þinn í gleði og þraut
og „gleym mér ei“ að þínu lága leiði
við leggjum hljótt og brosum gegn-
um tár,
sem maísól, er brosir blítt í heiði
þú blessar okkar stundir daga og ár.
(HP)
Þín barnabörn,
Óli Baldur, Lára, Brynj-
ar, Hulda og Hilmir.
Sæll afi minn, nú er víst kom-
inn tími til að kveðja þig þó að
það sé alltof snemmt. Mér finnst
eins og ég sé enn bara að fara að
kíkja í kaffi til ykkar ömmu að
ræða um allt og ekkert. Mér
fannst líka að við værum svo
svipaðir, rólegir en ákveðnir þó
með húmorinn í lagi.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar frá því að því að ég var lít-
ill og saklaus, öll skiptin sem ég
fékk að gista, fá nammi og horfa
á Mr. Bean. Besta þjónusta sem
hægt var að fá.
Þess vegna er leiðinlegt að
strákurinn minn, hann Stefán
Atli, fái ekki að kynnast þér bet-
ur en hann var alltaf hrifinn af
ykkur og vildi alltaf koma með í
heimsókn til ömmu og afa í
Dvergó sem kemur ekki á óvart,
enda alltaf kex og kökur á boð-
stólum og leið honum alltaf vel
hjá ykkur.
Mér finnst enn að þetta sé
ekki raunverulegt enda gerðist
þetta svo fljótt, en svona er víst
lífið. Ég mun alltaf halda í minn-
ingarnar um þig og ég er svo
heppinn að eiga margar góðar
sem munu ætíð lifa með mér.
Hvíldu í friði, afi minn, ég
mun aldrei gleyma þér. Sjáumst
hinum megin.
Þinn afastrákur,
Davíð.
Elsku hjartans afi minn. Ég
bý ekki yfir þeirri hæfni að lýsa
með orðum hversu mikið ég
sakna þín. Söknuðurinn ristir
svo djúpt að ég óttast að ég
verði aldrei heil aftur, ég og þú
höfum verið tengd alveg sér-
stökum böndum frá því ég fædd-
ist og ég veit ekki hvernig ég á
að vera án þín.
Elsku afi. Ég vona að þú hafir
vitað hversu mikið ég elska þig
og hversu mikilvægur þú varst
mér. Að frá því að ég var lítil
stelpa hefur þú verið fasti
punkturinn minn, mikilvægasti
maðurinn í lífi mínu og besti,
besti vinur minn. Þú veittir mér
ávallt skilyrðislausa ást og það
var sama hvað ég gerði eða ekki
Baldur Jónasson HINSTA KVEÐJA
Kveðja til afa í Dvergó.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Unnar Leó.