Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 33
gerði, ekkert gat breytt því hvað þér fannst um mig. Þú varst allt- af stoltur af mér. Ég var alltaf Rakel þín, stelpan þín. Án þín væri ég ekki sú sem ég er í dag. Elsku afi. Ég sé þig fyrir mér í stólnum þínum í eldhúsinu, með hendur krosslagðar yfir bringu að spjalla við mig og segja mér sögur. Snúast í kring- um mig og litlu langafa- stelpurnar þínar, eins og þú snérist í kringum mig þegar ég var lítil. Ég gæfi allt til að fá eina svona stund í viðbót, eitt spjall, einn kaffibolla, eitt faðm- lag, einn hlátur. Ég veit samt að einu sinni enn eða þúsund sinn- um enn væri aldrei nóg. Elsku afi. Minningarnar eru óteljandi og bíð ég þess að geta hugsað um þær með eingöngu gleði í hjarta. Að horfa á þig úr glugganum í Lundi spenna belt- ið yfir nestispokann þinn og vinka til mín bless þegar þú varst á leiðinni í vinnuna, að bjarga mér frá köngulóm og hrossaflugum, að segja mér aft- ur og aftur söguna af Búkollu, þegar þú kenndir mér að tefla, þegar þú kenndir mér stjörnu- merkin, þegar við fórum saman í skólagarðana og elduðum svo bestu kjötsúpu í heimi, að ferðast um landið mér þér og ömmu á sumrin, við að prófa hvaða morgunkorn væri gott út í súrmjólk, þegar þú borðaðir graspönnuköku, þegar þú leyfð- ir mér að horfa á þig raka þig og plat-rakaðir mig svo líka, þú að hlúa að mér þegar ég meiddi mig og fullvissa mig um að þetta myndi gróa áður en ég gifti mig, þegar þú spilaðir fyrir mig lög á harmonikkuna, útilegur, sum- arbústaðaferðir og alltaf tvö ópal, svo ég pipri nú ekki. Jól, áramót, afmæli og heimsóknir. Og auðvitað öll símtölin. Ótelj- andi stundir þar sem spjallað var um daginn og veginn. Minn- ingabrot sem spanna alla mína ævi. Elsku afi. Þú varst svo séður og uppfinningasamur. Alltaf að láta þér detta eitthvað hug til að bæta hitt og þetta. Þú varst góð- hjartaður, glaðlyndur, víðlesinn, hnyttinn og alltaf stutt í brosið. Best var þó að fá þig til að hlæja því þá þurftirðu að halda utan um munninn svo að tennurnar dyttu ekki út. Það er þér til manns að horfa á fjölskylduna þína og sjá hversu mikilvægur og góður þú varst okkur öllum. Ást okkar á þér er þín arfleið og segir allt sem segja þarf um þann mann sem þú hafðir að geyma. Elsku afi. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þá blessun að hafa fengið að vera afastelpan þín. Ástar- og saknaðarkveðjur. Að eilífu. Afastelpan þín, Rakel Huld, Elías Þór og langafastelpurnar Ísabella Emma og Amilía Ísold. Baldur Jónasson, góður bróð- ir og frændi, er látinn. Baldur var bóndasonur og var um tíma sjálfur bóndi á Klungurbrekku í fæðingarsveit sinni, Skógar- strönd. Sveitin togaði alltaf í hann þó að hann byggi lengst af í þéttbýlinu. Það var kannski ekki tilviljun að fjölskyldan bjó lengi að Lundi í Kópavogi, sem var eins konar sveit í borg. Það var alltaf skemmtilegt að sækja Baldur, Huldu og dæturnar heim. Heimilisbragurinn ein- kenndist af hlýju og léttleika. Allir voru velkomnir og okkur leið alltaf vel eftir slíkar heim- sóknir. Baldur var sögumaður og frásagnarlist var náðargáfa sem hann bjó yfir í ríkum mæli. At- burðir sem í munni annarra hefðu virkað hversdagslegir urðu spennandi og áhugaverðir í frásögn Baldurs. Á yngri árum starfaði hann víða til sjávar og sveita og kynntist mörgu áhuga- verðu og stundum sérkennilegu fólki sem varð honum efniviður í ótal sögur. Þó að söguhetjurnar hefðu stundum komið sér sjálfar í klandur gerði Baldur aldrei lít- ið úr nokkrum manni en dró fram það skrítna og skemmti- lega í fari fólks. Hann læddi inn í frásögnina lágstemmdri kímni sem magnaðist eftir framvindu sögunnar. Tónlistin var ástríða Baldurs. Hann var góður harmonikku- leikari og lék á yngri árum fyrir dansi við margvísleg tilefni. Hann hafði gaman af því að taka í nikkuna og skemmta fólki. Baldur hlustaði mikið á klass- íska tónlist og átti góð hljóm- flutningstæki. Hann var svolítill dellukarl þegar kom að harm- onikkum og góðum græjum. Þegar Baldur var á besta aldri lenti hann í slæmu vinnu- slysi og þurfti að fást við afleið- ingar þess æ síðan. Það var áberandi að þó að hann væri illa haldinn og sárþjáður eftir slysið sáum við hann aldrei kvarta eða kveinka sér. Baldur sá alltaf já- kvæðar hliðar lífsins og tókst á við erfiðleika með karlmennsku og léttri lund. Við minnumst góðra samvista við Baldur með söknuði og trega og sendum okkar bestu samúðarkveðjur til Huldu, Kris, Rúnu, Ingu Fjólu og fjölskyldna. Lilja Soffía, Lára Jóna, Sigurður Helgi og Dagný. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Áhugasamir hafi samband við Kristrúnu í síma 862 0382 Morgunblaðið óskar eftir blaðbera í Ytri Njarðvík Raðauglýsingar Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa og postulínshópur II kl. 9. Útskurðarhópur II og postuínshópur III kl. 13. Söngstund við píanóið með Helgu Gunnarsdóttur tónmenntakennara kl. 13.45 og Bókaspjall GuðnaTh. Jóhannessonar kl. 15.10. Námskeið í Brennu-Njáls sögu kl. 16. Kennari er Kristín Jónsdóttir íslenskufræðingur. Skráning: kristinj@mr.is Árskógar 4 Opin smíðar/ útskurður. kl: 09:00-16:00. Handavinnu- stofa/ leiðb. kl. 09:00-16:00. Stóladans með Þóreyju kl. 10:00-10:40. Opið hús/ m.a. spilað vist og bridge 13:00-16:00. Ljósbrotið- prjónaklúbbur með Guðnýju Ingigerði. Boðinn Handavinna kl. 9-16 (efri sal kl. 13-16), vatnsleikfimi kl. 9.30 og 9.40, Bónusrútan kl. 13 og hugvekja presta kl. 14. Bólstaðarhlíð 43 Spiladagur, boccia kl. 10:40, og glerlist kl. 13:00. Bústaðakirkja Félagsstarfið er á sínum stað á miðvikudögum kl. 13. Það verður helgistund í kirkjunni um kl. 14.30 í tilefni af allraheilagra- messu. Jónas Þórir kantor kemur í heimsókn með góðan gest með sér. Kaffi og hjartahlýja. Starfsfólk Bústaðakirkju. Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8. Furugerði 1 Morgunmatur klukkan 8.10-9.10. Botsía klukkan 10.30. Hádegismatur 11.30-12.30. Samverustund klukkan 14. Kaffi 14.30- 15.30. Kvöldmatur kl. 18-19. Nánari upplýsingar í síma 411-2740. Garðabær Stólaleikfimi fyrir konur og karla í Sjálandi kl. 9.10, kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 10 og í Ásgarði kl. 11, bútasaumur og brids í Jónshúsi kl.13, leir og gler í Kirkjuhvoli kl. 16. Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-12. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Söngur og dans kl. 10.30, Leikfimi með Sigga Guðmunds á skjánum kl. 11. Félagsvist kl. 13. Steinamálun með leiðbeinanda kl. 13-15. Skorið úr pappa með leiðbeinanda kl. 13-16, hægt að gera margt sniðugt s.s. ýmis konar öskjur og byggingar. Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.30, glerlist kl. 9.30, félagsvist kl. 13 og gler- og postulínsmálun kl. 13. Grensáskirkja Samvera eldri borgara í safnaðarheimilinu kl. 14. Allir velkomnir. Guðríðarkirkja Félagsstarf fullorðina í Guðríðarkirkju miðvikudaginn 4.nóv. kl:12:00 Fyrirbænastund. Hægt er að hafa samband við Guðríðarkirkju með fyrir bænaaefni í síma 5777770 eða netfangið kirkjuvordur@grafarholt.is. Eftir stundina verður boðið upp á svið, kartöflustöppu og rófustöppu á 1000 krónur. Óttar Guðmundsson geðlæknir kemur í heimsókn til okkar.Leikfimi. Myndasýning. Kaffisopi í lokin. Gullsmári Myndlist kl 9, Ganga kl. 10, Postulínsmálun kl. 12.30, kvennabrids kl. 13, Línudans kl. 16.30, Línudans byrjendur kl. 17.30. Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn. allir velkomnir í kaffi kl. 8.30. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9. Morgunleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30. Frjálst spil kl. 13. Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, blöðin, púsl og tafl liggja frammi. Léttar aerobic æfingar kl. 9, morgunleikfimi kl 9.45. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Handavinnuhópur kl. 13, línudans kl. 13.30, kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir,hársnyrting. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, ganga kl. 10, upples- trarhópur Soffíu kl. 9.45 línudans fyrir byrjendur kl. 10.15, hláturjóga kl 13. Gunnhildur Hrólfsdóttir kynninr bók sína ,,Þær þráðinn spunnu" kl. 14.30, tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Hringdansar og línudans falla niður í dag vegna jarðafarar. Korpúlfar Glerlistanámskeið kl. 9 í Borgum, stjórnarfundur kl. 10 í Borgum, gönguhópar kl. 10 frá Borgum, Keila kl. 10 í Egilshöll, Ga- man saman kl. 13 í Borgum og LJÓÐAVEISLA ALDREI SKAL ÉG GLEYMA ÞÉR hefst kl. 13.30 í dag á vegum framsagnarhóps Korpúlfa, leiðbeinandi Sigurður Skúlason, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir söngkona syngur. Allir velkomnir. Kaffi og Rósu pönnukökur og fleira fyrir þá sem vilja. Laugarból Nýtt í Ármanni: Leikfimi fyrir 50+ og eldri borgara. Leik- fimi kl. 11 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Fjölbreyttar æfingar. Allir velkomnir. Neskirkja Krossgötur kl. 13.30. Þjónandi forysta og auðmýkt í fari leiðtogans. Sigrún Gunnarsdóttir fjallar um efnið, en hún er lektor í hjúkrunarfræði og hefur unnið að málefnum þjónandi forystu á Íslandi. Kaffiveitingar. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgun- leikfimi í borðsal kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40, opin samvera kl. 16. Selið Kaffi og dagblöð kl. 8.30, tölvur kl. 10, hádegisverður kl. 11.30, handavinna kl. 13 og síðdegiskaffi kl. 14.30. MInnum á að félagsmiðstöðin er opin öllum aldurshópum. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Listasmiðja Skólabraut kl. 9. Botsía Gróttusal kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12..Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag kl. 13. verður félagsvist á Skólabraut. Skráning í óvissuferðina 19 nóvember stendur yfir. Uppl. í síma 8939800. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10.00 - Söngvaka kl. 14.00 stjórnendur: Sigurður Jónsson píanóleikari og Karl S Karlsson - Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30 stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9. Hárgreiðsla kl. 9. Spænska (fram- hald), Elba kl. 9.15. Spænska (byrjendur), Elba kl. 10.45. Verslunarferð í Bónus kl. 12.10. Vitatorg Bókband og handavinna kl. 9, messa fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 10.15, ferð í Bónus kl. 12.20, rúta við Skúlagötu. Upplestur framhaldssögu kl.12.20, Myndlist kl. 13.30. Dansað með Vitatorgsbandinu kl. 14, allir velkomnir. Félagslíf Háaleitisbraut 58–60 Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Ingveldur Ragnarsdóttir segir frá bænakeðju. Ræðumað- ur er Òlafur Jóhannsson. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00.  HELGAFELL 6015110419 VI Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Þjónusta GM Smiðir eru að bæta við sig verkefnum fyrir næstu misseri. Gips. Gluggar. Innréttingar. Parketlagnir. Hurðar. Kerfisloft og fleira sem snýr að bygginga- starfsemi. Uppl. gmsmidir@gmail.com Ýmislegt NÝTT OG SPENNANDI Teg NICOLE - þunnur, haldgóður í 32-38 D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH á kr. 9.880,- Teg LILIANA - létt fylltur og frábær í stærðum 32-38 D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH á kr. 9.880,- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald          mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Kristján JónJóhannsson fæddist í Reykja- vík 2. desember 1956. Hann lést á heimili sínu 22. október 2015. Foreldrar hans voru Anna Gígja Sigurjónsdóttir Galito, f. 1933, og Jóhann Helgi Ís- fjörð Jóhannsson, f. 1928, d. 2004. Systkini Kristjáns eru Jó- hann Helgi Jóhannsson, f. 1957, Ólafur Atli Jónsson, f. 1954, Pétur Wilhelm Bernburg Jóhannsson, f. 1946, d. 2000, Jó- hanna Jóhanns- dóttir, f. 1951, Jóna Ástríður Jó- hannsdóttir, f. 1951, Þorfinnur Jóhannsson, f. 1953. Börn Kristjáns voru Thelma Gígja Kristjánsdóttir, f. 1974, d. 2004, Ragna Björk Ragnarsdóttir, f. 1976, og Jóhann Helgi Ísfjörð Kristjánsson, f. 1980. Útför Kristjáns fór fram 3. nóvember 2015. Það var eitt sinn eyrarblóm á eyðistað. Og lítill fugl að kvöldi kom og kyssti það. Hann elskaði svo undurheitt sitt eyrarblóm. Og veröldin var án þess öll, svo auð og tóm. Að morgni eftir nepjunótt og nístings él. Fram og aftur flögrar hann um frosinn mel. (Jón Thoroddsen) Þangað til næst … Ragna Björk. Kristján Jón Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.