Morgunblaðið - 04.11.2015, Side 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
Nú líður að því að hinum ótta-lausa njósnara hennar hátignar
Bretadrottningar, James Bond,
verði enn einu sinni att út á foraðið.
Nýja myndin ber heitið Spectre,
sem merkir vofa, en er skamm-
stöfun fyrir glæpasamtök sem á ís-
lensku mætti kalla Sérsveit um
gagnnjósnir, hryðjuverk, hefnd og
fjárkúgun (Special Executive for
Counter-intelligence, Terrorism,
Revenge and Extortion). Á íslensku
ætti myndin því að heita SUGHHF
og verður það vonandi í uppáhalds-
blaði Víkverja.
x x x
Víkverji er veikur fyrir ótrúverð-ugum hetjum og James Bond
er þar engin undantekning, finnst
Sean Connery besti Bondinn, en er
á því að George Lazenby hafi verið
vanmetinn.
x x x
Bond hefur í áranna rás átt sérmarga keppinauta, sem hafa
reyndar verið misáhugaverðir. Einn
þeirra er Jerry Cotton, sem varð
feikivinsæll í Þýskalandi og sló af
einhverjum ástæðum einnig í gegn í
Finnlandi. Rúmlega 2500 sögur
hafa verið gefnar út um FBI-
njósnarann Jerry Cotton og hafa
þær selst í 850 milljónum eintaka.
Sex myndir voru gerðar um hetjuna
og sá Víkverji eina þeirra í Regn-
boganum fyrir margt löngu. Jerry
Cotton var ekkert ómögulegt og er
Víkverja sérlega minnisstætt þegar
hetjan stekkur fram af 60 metra
hárri brú til að ná varmenni, sem
hyggst sigla á brott á snekkju.
Lendir hann ekki bara á bátnum,
heldur á skyggni úr segldúk, sprett-
ur á fætur og slær misindismanninn
kaldan.
x x x
Austur-Þjóðverjar létu ekki sitteftir liggja þegar Bond kom
fram á sjónarsviðið. Alexander var
tískuljósmyndari á daginn, en í raun
njósnari fyrir Stasi. Hann var hetja
í sjónvarpsþáttum á áttunda ára-
tugnum og í þeim var Stasi ekki hin
illræmda öryggislögregla sem hélt
heilu samfélagi í greipum ógnar og
eftirlits, heldur brjóstvörnin gegn
hinu illa veldi kapítalismans.
víkverji@mbl.is
Víkverji Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hvers konar ný og framandi reynsla
gleður þig í dag. Leitaðu leiða til að breyta
þessu með hjálp góðra manna.
20. apríl - 20. maí
Naut Stöðurafmagnið sem myndast milli
þess sem þú vilt og þess sem þú hefur getur
verið algerlega ærandi. Skrifaðu allt niður og
búðu þig undir aukna ábyrgð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki deigan síga heldur hamr-
aðu á skoðunum þínum þangað til þær hljóta
hljómgrunn. Gakktu því í málin og fáðu þau á
hreint.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Aukin ábyrgð á börnum gæti valdið
þér hugarangri í dag. Farðu þér samt að engu
óðslega. Ekki vera of stoltur til þess að við-
urkenna að þú hafir haft rangt fyrir þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarfnast mikillar umhyggju og af
henni færðu nóg. Hægðu á þér og teldu upp
að tíu áður en þú hefst handa.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú finnur fyrir einsemd og einangrun í
dag. Að öðrum kosti færðu á þig leiðindi sem
þú losnar ekki við. Það er auðveldara að
sætta sig við breytingar ef maður hefur hæfi-
leika til að horfa til framtíðar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Taktu fjármálin föstum tökum núna,
einkum og sér í lagi ef þú hefur verið kæru-
laus að undanförnu. Hlustaðu á innsæi þitt
og gefðu þér nægan tíma til að finna bestu
lausnina.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að hrista af þér slenið,
bretta upp ermarnar og taka þinn þátt í því
sem gera þarf. Hvað sem verður, þá
þroskastu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú laðar til þín gjafir og greiða
þessa dagana. Föt ýmist bæla eða auðvelda
sjálfstjáningu. Reyndu að sætta þig við trufl-
anir og sýna þolinmæði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er ekki við aðra að sakast þótt
þér finnist dagarnir bragðdaufir. Reyndu að
fá meiri útrás í líkamsrækt og leikfimi. Góð
tækifæri gefast til að auka færni og þekkingu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það þarf ekki mikið til þess að
draga úr þér mátt og þig skortir bæði kraft
og ákafa núna. Gamall vinur þarfnast athygli.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú munt hugsanlega hjálpa vinnu-
félaga þínum að leysa einhvers konar vanda-
mál í dag. Afstaða stjarnanna gerir það að
verkum að það er hætt við að þú farir yfir
strikið.
Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-ar að gefnu tilefni „neglan“ í
Leirinn:
Þeir spurðu eftir hopp og hí
um helgina alla: „Því“
(og ennþá í kippnum
þar karlar í slippnum)
„átt́ún að vera í?“
Hjálmar Freysteinsson velur orð-
in „ósjálfbær rekstur – skýrsla“
sem yfirskrift þessarar limru:
Sá armi þræll var mér aldrei kær,
illa meðferð og skammir fær.
Svo ef ég vel
að sveltáann í hel
verður hann öldungis ósjálfbær.
Ólafur Stefánsson er í sólar-
löndum og sendi línu í Leirinn þar
sem hann segir að það hausti líka
þar syðra, – „stöku hósti og hnerri
heyrist í morgunsvalanum þar sem
menn bíða í forsæluhluta garðsins
eftir að snack-barinn sé opnaður og
klukkan að ganga ellefu:
Heyrist yfir hótelgarðinn
hóstakjölt og ræskingar,
það mætti vera mælikvarðinn
að mál sé að hefja veitingar.
Ármann Þorgrímsson yrkir um
Stuðmenn:
Heimilt er öllum að hafa þá siði
sem henta ef vilja þeir athygli ná
en allsnakta gamlingja uppi á sviði
ekki langar mig held ég að sjá.
Eftir heimsókn forsætisráðherra
Breta segir Ármann „aftur bjart
framundan“:
Aftur sækja ætlum feng
útrás hafin, kunnug skrefin
Bretar okkur bjóða streng
bankastríðin fyrirgefin.
Gústi Mar bætti við:
Styrkist Breta sterlingspund,
stoltið fara kringum.
Þiggja langan ljósahund,
lausn frá Íslendingum.
Hallmundur Guðmundsson yrkir
á Boðnarmiði og kallar: „Ytra og
innra sjálfið“:
Á splunkunýjum spariskóm
spranga ég um heiminn.
Sjái ég laglegt lofnarblóm,
lít ég undan feiminn.
Gömul vísa í lokin eftir Þorstein
tól Gissurarson:
Að kveða lof um látinn mann
linar í mér kátínu.
Lítils met ég þvætting þann
þó hann sé á látínu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Negluna og sjálfbæran
rekstur ber á góma
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MÉR ER SAMA ÞÓ AÐ BIÐIN SÉ LÖNG
HÉRNA; MATURINN ER HRÆÐILEGUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að brynna músum
þegar hann fer í burtu.
ÍSKUR!
ÍSKUR!
ÍSKUR!
ÍSKUR!
SIR
RIDDARI!
VIÐ HÖFUM
EKKI SÉÐ ÞIG
Í ALDIR!
KOMDU
OG LÆÐSTU
MEÐ OKKUR
UPP AÐ ÓVINA-
KASTALA!
ÞAÐ ERU
ERFIÐIR TÍMAR
MJÖG
ERFIÐIR…
VIÐ EIGUM LÍTIÐ EFTIR
AF MAÍSSNAKKI
ÞAÐ ER RÉTT…
HANN GÆTI
ÞAÐ!
ÉG HEF VERIÐ SVO
LENGI FRÁ AÐ ÉG
GÆTI STEFNT VERK-
EFNINU Í VOÐA!
SÁLARRANNSÓKNASTOFA
KJAFTA-
SKJÓÐUR
KJAFT-
ASKAR
Börnin mín, elskum ekki með tómum
orðum heldur í verki og sannleika.
(1. Jóh. 3.18)
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200
VERSLAÐU Á
WWW.GÁP.IS
KEYPTUREEBOKNANO
5.0SKÓ
-OGÞÚFÆRÐ50%A
FSLÁTTAFEINNIFLÍK
MEÐ!
NANO5.0