Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 40

Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Sjötta píanókeppni Íslandsdeildar EPTA (Evrópusambands píanó- kennara) hefst í Salnum, tónlistar- húsi Kópavogs, í dag og stendur til 8. nóvember. EPTA keppnin er ein mikilvægasta og best þekkta keppn- in á Íslandi í flutningi klassískrar tónlistar, segir í tilkynningu. Vík- ingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann fyrstu keppni EPTA árið 2000 og hefur hún verið haldin á þriggja ára fresti eftir það. Keppnin er ætl- uð píanónemendum 25 ára og yngri og er henni skipt upp í fjóra flokka; 10 ára og yngri, 14 ára og yngri, 18 ára og yngri og 25 ára og yngri. Í dómnefnd eru fjórir íslenskir pí- anóleikarar og einn erlendur sem er jafnframt formaður hennar og að þessu sinni er það Stefan Bojsten, einn af kunnustu píanistum Svíþjóð- ar sem unnið hefur til fjölda verð- launa í alþjóðlegum píanó- og kamm- ermúsíkkeppnum. Hann hefur komið fram sem einleikari með flest- um hljómsveitum Svíþjóðar og hald- ið tónleika á Norðurlöndum, í Evr- ópu, Asíu og Norður-Ameríku. Bojsten er prófessor við Konung- legu tónlistarakademíuna í Stokk- hólmi. Aðrir dómarar keppninnar 2015 eru Halldór Haraldsson, Edda Erlendsdóttir, Kristinn Örn Krist- insson og Valgerður Andrésdóttir. Nytt verk eftir Önnu Verðlaunatónskáldið Anna Þor- valdsdóttir hefur samið nýtt verk fyrir píanókeppni EPTA. Íslenskt tónskáld hefur ávallt verið fengið til að semja verk fyrir hverja keppni og fyrri tónskáld sem hafa gert það eru Þorkell Sigurbjörnsson, Haukur Tómasson, Snorri Sigfús Birgisson, Tryggvi M. Baldvinsson og Daníel Bjarnason. „Með þessum hætti skapar píanókeppni EPTA aukinn starfsvettvang fyrir tónskáld á Ís- landi og jafnframt byggist upp bóka- safn íslenskra píanóverka fyrir framtíðina,“ segir í tilkynningu. Dagskrá hátíðarinnar má finna á epta.is/dagskra og er aðgangur að henni ókeypis fyrir nemendur en aðrir greiða 1.000 kr. Píanókeppni EPTA haldin í Salnum Morgunblaðið/Kristinn Tónskáld Anna Þorvaldsdóttir samdi verk fyrir píanókeppnina. Dánardagur tónskáldsins Gabriel Fauré er í dag, 4. nóvember, og af því tilefni mun Kór Neskirkju flytja í kirkjunni Requiem og Cantique de Jean Racine, Op. 11 eftir tónskáldið. Einnig verða flutt verkin Pie Jesu eftir L. Niedermeyer og Calme des nuits eftir C. Saint-Saëns. Flytjendur á tónleikunum eru auk kórsins þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Fjölnir Ólafsson barítón og á org- el leikur Björn Steinar Sólbergs- son. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Fauré samdi Requiem á ár- unum 1887 til 1890. Sálumessa Fauré er með þekktustu verkum hans og hefur notið ómældra vin- sælda frá því hún var frumflutt árið 1888. Sjálfur sagði Fauré sálumessu sína einkennast frá upphafi til enda af trú á eilífa hvíld í dauðanum og ýmsir sam- tímamenn hans höfðu orð á því að í sálumessu hans væri ekki að finna ótta við dauðann og sumir kölluðu hana vögguvísu um dauð- ann, eins og segir í tilkynningu. Gabriel Fauré lést 4. nóvember 1924 og var sálumessan flutt við útför hans. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangseyrir kr. 2.500. Sálumessa Kór Neskirkju flytur Requiem eftir Fauré á dánardegi hans. Sálumessa Fauré flutt af Kór Neskirkju Elvý G. Hreinsdóttir söngkona og Eyþór Ingi Jónsson organisti hafa á undanförnum tveimur árum haldið á annan tug tónleika á NA-landi og í kvöld kl. 20.30 halda þau tónleika á Græna hattinum á Akureyri með hljóðfæraleikurum úr heimabyggð sinni sem þau kalla strákana. Strákarnir eru Kristján Edelstein gítarleikari, Stefán Gunnarsson bassaleikari, Valmar Väljaots, fiðlu- og harmonikkuleikari og Val- garður Óli Ómarsson slagverksleik- ari. Auk þeirra spilar „litli strák- urinn“, Birkir Blær Óðinsson gítarleikari, í nokkrum lögum. Birkir er 15 ára og mun hefja tón- leikana með því að syngja uppá- haldslög sín og spila á gítar og lo- op-tæki. Á efnisskránni verða lög úr öllum áttum, m.a. kraftmikil þjóðlagatónlist, popptónlist frá Portúgal og Hollandi, kántrítónlist, íslenskur blús og djass, sænsk dixi- eland-tónlist og lög eftir Tom Waits. Elvý, Eyþór og strákarnir Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson Hjón Elvý og Eyþór eru músíkalskt par. Everest 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00 Smárabíó 16.50 Borgarbíó Akureyri 20.00 Legend 16 Metacritic 59/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 The Last Witch Hunter 12 Vin Diesel fer með hlutverk Kaulder, aldagamals víga- manns sem drap norna- drottninguna á miðöldum. Metacritic 36/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 22.40 Sambíóin Akureyri 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Pan Munaðarleysingi ferðast til Hvergilands og uppgötvar ör- lög sín, að verða hetjan Pétur Pan. Bönnuð yngri en 7 ára. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Klovn Forever 14 Casper flytur frá Danmörku til Los Angeles til að eltast við frekari frægð og frama. Frank er ákveðinn í að vinna vináttu hans á ný og eltir hann til LA, en það hlýtur að enda með ósköpum. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Smárabíó 20.00, 22.50 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 22.10 Crimson Peak 16 Metacritic 69/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.40 The Martian 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 17.00, 20.00, 22.15 Black Mass 16 Metacritic 68/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Kringlunni 22.30 Sicario 16 Metacritic 83/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 22.00 The Intern Metacritic 50/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Kringlunni 20.00 Dheepan 12 Fyrrverandi hermaður úr borgarastríðinu á Srí Lanka reynir að finna sér samastað í Frakklandi. Metacritic 78/100 IMDB 7,1/10 Háskólabíó 20.00, 22.30 Þrestir 12 Háskólabíó 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00 The Walk Saga línudansarans Philippe Petit, sem gekk á milli Tví- buraturnanna. Metacritic 70/100 IMDB 8,0/10 Smárabíó 17.20, 22.25 Tannhäuser Sambíóin Kringlunni 18.00 Hotel Transylvania 2 IMDB 7,7/10 Smárabíó 17.55 Borgarbíó Akureyri 18.00 Hvað er svona merkilegt við það? Ný heimildarmynd sem fjallar um hin róttæku kvennaframboð sem birtust á níunda áratug síðustu aldar auk þess að koma við í nútímanum. Sambíóin Kringlunni 18.00 Bíó Paradís 20.00 Glænýja testamentið Guð er andstyggilegur skít- hæll frá Brussel, en dóttir hans er staðráðin í að koma hlutunum í lag. Myndin er ekki við hæfi yngri en 9 ára. Bíó Paradís 20.00 Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Á stríðsárunum fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. Bíó Paradís 18.00 Fúsi Bíó Paradís 20.00 Pawn Sacrifice 12 Metacritic 66/100 IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 22.15 Hrútar Bíó Paradís 22.00 Ice and the Sky Bíó Paradís 18.00 Love 3D Bíó Paradís 22.15 Bönnuð innan 18 ára Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Þrír skátar, á lokakvöldi útilegunnar, uppgötva gildi sannrar vináttu þegar þeir reyna að bjarga bænum sínum frá uppvakningafaraldri. IMDb 5,9/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 17.50, 17.50, 20.00, 20.00, 22.10, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Scouts Guide to the Zombie Apocalypse 16 Kokkurinn Adam Jones er einn af villingum Parísarborgar og skeytir ekki um neitt nema spennuna við að skapa nýjar bragðsprengjur. Metacritic 38/100 IMDb 6,9/10 Smárabíó 17.00, 20.00, 22.15, 22.40 Háskólabíó 17.30, 22.20 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Burnt 12 Smábæjarstúlkan Jerrica Jem Benton stofnar hljóm- sveit með systur sinni og tveimur vinkonum og fljót- lega verða þær umkringd- ar aðdáendum. Metacritic 44/100 IMDb 3,2/10 Laugarásbíó 17.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Jem and the Holograms

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.