Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 44

Morgunblaðið - 04.11.2015, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Sögðu dæmið vera allt of erfitt 2. Lygin á samfélagsmiðlum 3. Fyrir neðan allar hellur 4. Torkennileg hljóð á upptöku … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Margrét Guðnadóttir textíllista- kona og Ólöf Erla Bjarnadóttir kera- miker voru í lok sumars tilnefndar til verðlauna sem nefnast Prix Europeen des Arts Appliques í Belgíu, evr- ópskra verðlauna fyrir listhandverk, og voru verk þeirra valin úr 400 inn- sendum. 78 voru tilnefnd til verð- launanna, þrjú hlutu verðlaun og eru öll verkin nú á sýningunni European Summit of Applied Arts sem hófst 24. okt. og lýkur 16. janúar á næsta ári. Sýningin er í Mons í Belgíu sem er menningarborg Evrópu 2015. Voru tilnefndar til evrópskra verðlauna  Ljóðabók Bubba Morthens, Öskraðu gat á myrkrið, sem kom út fyrir rúmum mánuði, hefur verið send í endurprentun og er því fyrsta endurprentun jólavertíðarinnar, að því er fram kem- ur í pósti frá útgefanda hennar, For- laginu. Öskraðu gat á myrkrið er fyrsta ljóðabók Bubba og inniheldur 33 óbundin ljóð. Bókin hefur hlotið jákvæðar við- tökur gagnrýnenda það sem af er og þá m.a. gagnrýnanda Morgunblaðs- ins sem gaf henni fjórar stjörnur í einkunn og sagði m.a. að tjöldin væru dregin frá því ógnvekjandi sviði sem heimur fíknarinnar væri. Bókin væri dimm og full af ógn en þó grillti í ljós á veikum kveik í lokin. Fyrsta endurprentun jólavertíðarinnar Á miðvikudag Suðlæg átt, 3-8 m/s og dálitlar skúrir eða él, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Á fimmtudag austan og suðaustan 8-15 m/s. Talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-10 og skúrir eða él, en áfram þurrt norðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR „Ég nýt þess að búa í frá- bærri borg auk þess sem ég æfi vel til þess að halda mér í leikformi. Annað get ég ekki gert eins og mál standa,“ segir Róbert Gunn- arsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður franska stórliðsins PSG, en hann hefur meira og minna verið úti í kuldanum hjá Noka Serdarusic, þjálfara liðsins, það sem af er keppnistímabilinu. »4 Nýtur borgarinnar og æfir vel Eiður Smári Guðjohnsen kveðst vera ánægður með gang mála síðustu tvo mánuðina með kínverska liðinu Shiji- azhuang Ever Bright. „Það ætti að skýrast fljótlega hvort það verður áframhald á samstarfi okkar eða ekki,“ segir Eiður sem veit ekki hvort hann er í plönum lands- liðsþjálfaranna fyrir vináttu- landsleikina gegn Pól- landi og Slóvakíu. »1 Skýrist fljótlega hvort Eiður verður kyrr í Kína Real Madrid og Manchester City urðu í gærkvöld fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu. Man- chester United kom sér á topp síns riðils með 1:0-sigri á CSKA Moskvu, þar sem Wayne Rooney skoraði eftir rúmlega 400 mínútna bið United frá síðasta marki. Kári Árnason átti erf- itt kvöld í Úkraínu. »3 Rooney og Man. Utd brutu loksins ísinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristín G. Magnús leikkona er að taka saman starfsyfirlit yfir undan- farna fimm áratugi og ætlar að vera með sérstaka sýningu í Iðnó þriðju- daginn 29. desember næstkomandi. „Ég ætla að stikla á stóru úr því sem ég hef gert síðustu 50 árin, þó að ég hafi reyndar stigið fyrst á svið í Þjóðleikhúsinu fyrir 62 árum,“ segir hún. Ferðaleikhúsið og kvöldvökurnar, sem bera samheitið Light Nights, hafa verið stór hluti af leiklistarlífi Kristínar, en spanna þó ekki allan ferilinn. „Sumir halda að ég hafi ekki gert neitt annað en það er mis- skilningur,“ segir hún og vísar til þess að hún hafi meðal annars skrif- að og leikstýrt barnasýningu í West End í London, lengi unnið í Þjóð- leikhúsinu og farið með leikhóp um landið og sýnt 40 leiksýningar á 40 dögum, m.a. með Róberti Arnfinns- syni og Baldvini Halldórssyni. „Ég hef verið með ýmsar uppá- komur í gegnum tíðina,“ áréttar hún og segir að alltaf hafi verið fullt á fyrrnefnt barnaleikrit. „Eftir síð- ustu sýninguna í London spurði barn hvenær ég kæmi aftur og segir það allt um móttökurnar.“ Hún segir að sýningunum úti á landi hafi líka verið vel tekið. Þá hafi fólk spurt hvort um gamanmál væri að ræða og þegar hún hafi játað því hafi næsta spurning verið hvort boð- ið yrði upp á ball á eftir. „Sumar- gleðin var á sama tíma og þá var ball á eftir og þannig vildi fólk hafa það.“ Góðgerðarsýning Sýningin í Iðnó verður á tjaldi samfara leikbrotum. Kristín hefur fengið fyrirtækið Bergvík til þess að setja saman myndskeið úr ýmsu sem á daga hennar hefur drifið, allt frá því hún fór út í að verða ball- ettdansari og leikkona. „Það var bara tilviljun,“ rifjar hún upp. „Þeg- ar ég var 15 ára bað vinkona mín mig um að koma með sér í ball- etttíma. „Ég hef aldrei farið áður og er feimin við að fara ein,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ svaraði ég. „Ég skal fara með þér í einn tíma en bara í einn tíma.“ En hæfileikarnir leyndu sér ekki og áður en ég vissi af var ég farin í ballettnám í London og þaðan lá leiðin í Royal Academy of Drama- tic Art enda vildi ég alltaf verða leik- kona. Ég ætlaði aldrei að verða ball- erína.“ Í vor var Kristín með góðgerðar- sýningu í Boston til styrktar Vildar- börnum Icelandair og yfirlitssýn- ingin nú verður til styrktar Mæðra- styrksnefnd. „Ég vil láta gott af mér leiða,“ segir hún og bætir við að listamennirnir, sem koma fram á sýningunni, geri það án endurgjalds. „Ég slæ því tvær flugur í einu höggi, held upp á 50 ára leikafmæli og styrki gott málefni í leiðinni. Kannski ég kalli sýninguna Hring- ferðina.“ Hringferð með Kristínu  Leikkonan set- ur upp góðgerðar- sýningu í Iðnó Morgunblaðið/RAX Sviðsmynd Kristín G. Magnús leikkona undirbýr sýninguna og hefur frá mörgu að segja í stofunni heima. Djákninn á Myrká Kristín á sýningu í Bandaríkjunum 1978.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.