Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 2
VÍKUR-fréttir 2 Fimmtudagur 15. janúar 1987 yfimn Útgefandi: Vikur-fréttir hf. Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 14, II. hæð - Simi 4717 - Box 125 - 230 Keflavík Ritstjórar: Emil Páll Jónsson heimasimi 2677 Páll Ketilsson, heimasimi 3707 Fréttastjóri: Emil Páll Jónsson Auglýsingastjóri: Páll Ketilsson Upplag: 4800 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes hvern fimmtudag. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF . Keflavik / Fasteignaþjónusta Suðurnesja Sími 3722 Suðurtún 5, Keflavik: 2x89 m2 eldra einbýlishús. Efri hæð: 4 svefnherb. og bað. Neðri hæð: stofa, borð- stofa, hol, eldhús, vaskahús, WC, forstofa, geymsla. Ný teppi, dúkar, neysluvatn og skolplagnir. Frábær staður. Laust fljótlega . 4.100.000 Hátún 25, Keflavík: Parhús ca. 164 m2 á tveimur hæðum ásamt 80 m2 bílskúr. 3.500.000 Vesturbraut 3, Keflavík: Eldra einbýlishús, ca. 160 m2, mikiöendurnýjað ásamt bílskúr. ■ Hringbraut 52, n.h., stór, ca. 130 m2..... 2.300.000 Kirkjuvegur 46, Keflavik: Eldra einbýlishús, allt end- urnýjað 1981 ... 2.050.000 Skipti á ódýrara, t.d. i Garði eða Sandgerði. ■ Verslunar- eða iðnaðar- húsnæði, rúml. 200 ferm., við Tjarnargötu .. Tilboð ■ Hringbraut 44, ca. 60 m2 studioíbúð á neðri hæð. 1.400.000 ■ Hringbraut 83, efri hæð, snyrtiieg íbúð ásamt bíl- skúr. Laus fljótlega. 1.800.000 ■ Mikið úrval 2ja og 3ja herb. fokheldra og lengra kominna ibúða, t.d. viö Heiöarholt, Heiöarhvamm, Hólmgarð, Heiöarból og Hjallaveg. INNRI-NJARÐVÍK: 5 herb. 130 ferm. hæö í þrí- býlishúsi. Toppíbúð. Glæsi- legt útsýni .. 1.950.00 ■ Njarðvíkurbraut 26, full- frágengið einbýlishús ásamt bílskúr. Góð eign. Skipti möguleg á íbúð í Keflavík/Njarðvík. 3.400.000 FASTEIGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Hafnargötu 31 - Keflavt'k - Sími 3722 Elías Guðmundsson, sölustjóri Ásþjörn Jónsson, lögfraeðingur Skattframtöl Annast gerð skattframtala fyrir einstakl- inga. JÓN G. BRIEM hdl., Hafnargötu 35 - Keflavík - Sími 3566 Banaslysið við Kúagerði: 5-7 cm brún hafði myndast við steypuna Klukkan tólf mínútur yfir átta síðasta föstudags- morgunn varð all harður árekstur fimm bifreiða á Reykjanesbraut í Kúagerði. Voru sjö fluttir á sjúkrahús og þar lést einn þeirra. Slys þetta gerðist með þeim hætti að ökumaður bifreiðar sem var á suður- leið missti bifreið sína út af steypunni og út á öxlina, sem er meðfram veginum. Vegna hlákunnar undan- farið hafði myndast 5-7 cm brún milli steypunnar og axlarinnar, sem var mjög gljúp þarna. Virðist öku- maðurinn þá hafa sveigt snöggt inn á veginn aftur og misst bifreiðina þar með yfir á hina akreinina og á bifreið sem kom á móti. Við þetta féll farþegi úr aftursæti bifreiðarinnar sem var á suðurleið út úr henni og bifreið sem var á eftir þeirri, lenti á konunni og síðan á tveimur bifreið- um öðrum, sem voru að koma að sunnan. Lést konan sem féll úr bifreiðinni skömmu eftir að hún kom í sjúkrahús. Hún var úr Reykjavík, fædd 1940. Farþegar í framsæt- um og ökumenn allra bif- reiðanna voru í öryggisbelt- um og sluppu án meiðsla, nema hvað þau hlutu mar eftir öryggisbeltin. Mikil hálka og þoka var á slys- stað. Voru kallaðir til tveir sjúkrabílar úr Hafnarfirði og einn úr Keflavík á slys- stað, en þegar Keflavíkur- bíllinn kom á vettvang höfðu hinir slösuðu verið fluttir burt. Réði þar mestu um að í Hafnarfirði eru sjúkraflutningamenn til- búnir á vakt á slökkvistöð- inni, en slíkt er ekki í Keflavík. Þá var Reykja- nesbrautin verri yfirferðar að sunnanverðu en fyrir innan Kúagerði sökum hálkunnar og hinnar miklu þoku sem huldi Reykjanes- brautina á Vogastapa. A.m.k. fjórar bifreið- anna senr lentu í árekstrin- um eru ónýtar. Utsöluslagurinn hafinn Jánúarútsölur hófust í mörgum verslunum í byrj- un síðustu viku. Verslun- in Póseidon í Keflavík reið á vaðið og byrjaði með sína útsölu á mánu- dag. Mikil örtröð mynd- aðist í versluninni fyrstu dagana og þurfti að hleypa inn í hollum. Tals- verð traffík var einnig í fleiri verslunum og má búast við henni enn meiri þegar nýtt kortatímabil hefst núna 18, jan. Ljósm.: pket. Eru vegaframkvæmdir útá Reykjanes komnar í salt? Að undanförnu hafa margir sveitarstjórnar- menn á Suðurnesjum og ýmsir íbúar Suðurnesja gert sér vonir um að vegakerfið út á Reykjanes verði endur- bætt. Einnigaðlagðurverði vegur er tengi saman byggð- ir á Suðurlandi við núver- andi þjóðveg til Grinda- víkur. Með fyrrnefnda veginum og þá sérstaklega Grinda- víkur megin, opnast frek- ari möguleikar varðandi nýtingu orkuauðlinda á Reykjanesi, auk þess sem hægt væri að skapa betri grundvöll fyrir að í Grinda- vík yrði þjónusta, s.s. vist- arverur fyrir starfsmenn á Reykjanesi. Enda Grinda- vík einna best setta svæðið til að útvega mannafla í at- hafnasemi þar út frá. Með vegi með ströndinni væri hægt að tengja betur sjávarplássin á Suðurlandi og þau hér á Suðurnesjum, svo og Sjóefnavinnsluna á Reykjanesi, auk þess að koma á beinu sambandi milli bænda austan fjalls og Reykjanessvæðisins. Einn þeirra manna sem hvað ötlast hefur unnið að þessum málum er Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri í Grindavík, og því þótti Víkur-fréttum rétt að spyrja hann hvernig gengi að fá „kerfið" með sér í þessu máli. „Að því er mér er sagt, eru litlar líkur fyrir því að það verði af þessum fram- kvæmdum á næstunni“ sagði Jón Gunnar. „En engu að síður verður að taka alvarlega á þessum málum hið fyrsta, bæði vegna orkuauðlindanna á Reykjanesi og þá ekki síður til að tengja vegakerfið hér með ströndinni væntanlegri brú yfir Ölfusá, sem tengja mun Eyrarbakka og Stokks- eyri við Þorlákshöfn".

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.