Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 15.01.1987, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 15.01.1987, Qupperneq 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. janúar 1987 15 TRÉ-X byggingavörur löavöllum 7 Keflcivík Sími 4700 Grindavík: Tæpl. 70 þús. tonna afli á síðasta ári Frá Grindavíkurhöfn. Ljósm.: gv. ELDHÚS- og BAÐ-inn- réttingar að yðar óskum. FATASKÁPAR í mörgum stærðum. PARKET og gólfefni 18 tegundir INNIHURÐIR Aldrei meira úrval Það nýjasta er hvítmólaðar hurðir HURÐARHÚNAR Mikið úrval ALLT sem þú þarft í LOFTIÐ Einangrun, listar, lim, naglar. 22 tegundir af loftaplötum. Við erum sveigjanlegir í samningum. Allt að 11 mánaða greiðslukjör. IEURC KRISDIT BAÐÁHÖLD og skápahöldur fyrir vandláta Á síðasta ári var alls landað 69.900 lestum af fiski í Grindavík í 4.364 löndunum. Skiptist afli þessi með eftirfarandi hætti: Bolfiskur 23.519 tonn, humar 122 tonn, síld 8.600 tonn, loðna 34.348 tonn, rækja flutt út í gámum 2.116 tonn og annað 295 tonn. Utskipanir um Grindavíkurhöfn námu 20.416 tonnum oguppskip- anir 3.023 tonnum (að meirihluta salt). Alls komu 48 flutningaskip til Grinda- víkur á síðasta ári. gv. Að sigrast á sorg Þann 21. jan. n.k. hefst þriðja námskeiðið um að „sigrast á sorg“ sinni. Leið- beinandi, nú sem fyrr, er Þröstur Steinþórsson. Námskeiðið hefur að markmiði að styðja fólk sem hefur misst aðstand- endur eða ástvini. Þröstur fjallar um áhrif sorgar á daglegt líf syrgjenda og hvernig hún dregur úr virkni og vellíðan. Einnig leiðbeinir hann hvernig megi sigrast á sorg sinni án þess að minning hins látna gleymist. Við viljum hvetja alla sem eiga um sárt að binda að sækja námskeið þetta. Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir/hjúkrunarkona Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir Vandaðar vörur =-~ fyrir fágaðan smekk. Viljir þú vin gleðja, þá veldu honum eitthvað sérstakt. Hef til sölu úrval málverka og grafíkmynda eftir þjóð- kunna listamenn. Dinnrömmun SUÐURNESJA Vatnsnesvegi 12 — Keflavík. Sími 3598. HILLUEFNI Plasthúðað og spónlagt HILLUBERAR Hvar sem er Slökkvilið Miðneshrepps: 19 útköll vegna elds á síðasta ári Slökkvilið Miðneshrepps var kallað út alls 19 sinnum á síðasta ári vegna elds. Fjórum sinnum var það vegna húsa, tvisvar í bát- um, fjórum sinnum í bílum, þar af einu í bílflaki af rútu, og 9 sinnum vegna sinu- bruna. Þá var liðið kallað úr fjórum sinnum til að dæla sjó úr bátum og voru þrír þeirra komnir að því að sökkva er hjálp liðsins barst, að sögn Egils Olafs- sonar, slökkviliðsstjóra. Þá var liðið kallað út 14 sinnum til æfinga og eins var það kallað út vegna Brunavarnaátaks ’86. Þá var það á vakt níu helgar í sumar og eins voru ökutæki liðsins yfirfarin 48 helgar á síðasta ári. Mestu bruna- tjónin á síðasta ári urðu að Hólagötu 17 og í m.b. Barðanum í Sandgerðis- höfn, í öðrum tilfellum var tjónið lítils háttar. Eldvarnaeftirlitið í Sand- gerði heimsótti öllfyrirtæk- in á staðnum á síðasta ári svo og íþróttahúsið, dag- heimilið og skólann. Að sögn Egils fram- kvæmdu slökkviliðsmenn miklar endurbætur á slökkvistöðinni. „Eg veit ekki hvar ég væri er ég hefði ekki lið sem skipað er svona jákvæðum og duglegum mönnum eins og hér eru. Því þó hreppsnefndin sé já- kvæð er það ekkert á við góðan mannskap eins ogég hef á að skipa; mannskap, sem er einnig mjög snöggur að mæta, svo snöggur að margir eiga erfitt með að trúa því“, sagði Egill að lokum. Hárgreiðslusveinn Óskum eftir að ráða hárgreiðslusvein í 1/2 eða heils dags starf. Þarf að geta hafið störf í mars-apríl. £Laúan5 Sími 4848 XVa,nsnes,or9i

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.