Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 12.06.1987, Blaðsíða 1
á Suðurnesjum Þrátt fyrir að skólafólk hafi að undanförnu hóp- ast inn á vinnumarkaðinn á Suðurnesjum hefur þessi fjöldi hvergi full- nægt þörfinni á vinnuafli. Er nú svo komið að þessi vinnuaflsskortur er farinn að vaida vandræðum í rekstri einstakra fyrir- tækja. Ekki miðast skortur þessi eingöngu við fisk- vinnslu, því fólk vantar einnig í ýmis iðnaðarstörf svo og þjónustustörf. Að sögn atvinnurekenda, sem eru sumir hverjir yt£ 1 búnir að augiýsa töluvert eftir fólki án mikils ár- angurs, hafa komið upp hugmyndir um að flytja jafnvel inn fólk til að full- nægja eftirspurninni eftir vinnuafli. Virðist því svo að gámaútflutningur, sam- dráttur í sjávarútvegi og minnkandi framkvæmdir á flugveliinum hafi lítið að segja á Suðurnesjum um þessar mundir. Sést það best á hinum mikla fjölda atvinnuauglýsinga sem birst hafa að undan- förnu. B.v. Haukur GK 25 í Sandgerðishöfn um hvítasunnuna. Ljósm.: cpj. MINNI SKUTTOGARAR: Lesendur, athugiðl Næsta blað kemur út föstudaginn 19. júní. Sendum sjómönnum hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins og Suðumesjamönnum öllum þjóðhátíðarkveðjur. SKAMMGÓÐUR VERMIR Keflvíkingar nauðlentu í annað sinn í SL-mótinu í knattspyrnu er þeir töpuðu fyrir Skaga- mönnum 4:2 á Akranesi í fyrrakvöld. Utslagið var slæmur 5 mín. kafli í fyrri hálfleik, er í A skoraði 3 mörk. Það var því skammgóður vermirinn sem stuðningsmenn ÍBK fengu við góðan sigur gegn Þór um sl. helgi. Þá fögnuðu Keflvíkingar innilega, eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. „Stundum gerir knattspyrnan mann glaðan, aðeins til að gera mann von- svikinn aftur“, segir Peter Keeling, þjálfari ÍBK. Ljósm.: pket. af minni gerðinni er aðeins einn togari yfir allt landið sem skilaði meira aflaverð- mæti. Það er Guðbjörg IS, sem aflaði 1.591 tonn, að verðmæti 59,7 milljónir króna. Sá Suðurnesjatogari sem næst kemur Hauki er Sveinn Jónsson KE 9, sem fékk 1.358 tonn að verðmæti 39,7 milljónir króna. Olafur Jónsson fiskaði 831 tonn að verðmæti 38,8 milljónir króna, Bergvík 1.199 tonn fyrir 24,1 milljón og Aðalvík 1.202 tonn fyrir 25,5 milljón- ir. Ef báðir togarar Hrað- frystihúss Keflavíkur h.f., Aðalvík og Bergvík, eru bornir saman við Hauk, kemur í ljós að þeir öfluðu 898 tonnum meira samtals, en aflaverðmæti þeirra var þó 3,6 milljónum minna en hjá Hauki einum. Af frystitogurum lands- manna er aðeins einn með meira aflaverðmæti en Haukur. Og ef stóru togar- arnir eru skoðaðir kemur í ljós að fimm þeirra hafa meira verðmæti. En eini stóri togarinn, sem gerður er út frá Suðurnesjum, Dagstjarnan, náði aðeins 20,9 milljónum króna í aflaverðmæti þennan tíma. Togarinn Haukur GK 25 er í eigu Valbjörns h.f. Sand- gerði. Að sögn Eyþórs Jóns- sonar, útgerðarstjóra skips- ins, þakka þeir Valbjarnar- menn breytingum sem gerð- ar voru á skipinu í fyrra og góðum skipstjóra, Sveini Jónssyni, og áhöfn, vel- gengni þessa. Frá því um- ræddar breytingar voru gerð- ar á skipinu hafa frávik frá veiðum verið óþekkt dæmi vegna bilana því skipið hefur síðan verið í toppástandi. Út er komin á vegum Landssambands íslenskra útvegsmanna svonefnd togaraskýrsla, þ.e. yfirlit yfir aflaverðmæti togaraflotans fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Þar kennir ýmissa grasa en fyrir okkur Suðurnesja- menn vekur verðmæti togar- ans Hauks GK 25 frá Sand- gerði mesta athygli. Þessa fyrstu fjóra mánuði ársins bar togarinn 1.503 tonn að landi og nam brúttó- vermæti þess afla 53,3 millj- ónum króna. Af 83 togurum HAUKUR GK VARÐ NÆST HÆSTUR YFIR LANDIÐ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.