Víkurfréttir - 12.06.1987, Side 7
Vflttlft
4utU*
Föstudagur 12. júní 1987
Ljósm.: bb.
Þátttakendur í fyrstu ferð sumarsins.
Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum:
Fjölbreytt starfsemi
Vetrarstarfi Styrktarfélags
aldraðra á Suðurnesjum lauk
með leikhúsferð 13. maí.
Vetrardagskrá var með hefð-
bundnum hætti og aðsókn
var mjög góð; eldri borgarar
kunna vel að meta það sem
upp á er boðið. Allir 67 ára
og eldri eru velkomnir, hvort
sem þeir eru á hinum al-
menna vinnumarkaði eða
hættir störfum og viljum við í
því sambandi sérstaklega
benda á þá starfsemi sem
fram fór í Fjölbrautaskólan-
um síðastliðinn vetur, tré-
smíði og málmsmíði, þar sem
hægt var að smíða ýmsa hluti
undir leiðsögn kennara skól-
ans.
Sumarstarf félagsins bygg-
ist aðallega á ferðalögum
innanlands og utan. Fyrsta
ferðin var farin 4. þessa mán-
aðar að Flúðum. Þar var
dvalið i átta daga og þátttak-
endur 34 og 2 fararstjórar,
Anna Ingólfsdóttir og Gerða
Hammer. Næsta ferð verður
9. júní, ekið um Snæfellsnes
og gist í Laugagerðisskóla.
Ferðanefnd mun auglýsa
þessa ferð síðar. 23. ágúst
verður farið að Hvolsvelli og
dvalið í sex daga á Hótel
Hvolsvelli. Þátttakendur
verða um 30 og fararstjórar
þau Soffía Magnúsdóttir og
Helgi Kristjánsson.
*
Hinn 1. september verður
farið til Búlgaríu í 3ja vikna
ferð. I þeirri ferð verða farar-
stjórar Margrét Friðriks-
dóttir og Lórý Erlingsdóttir.
Sundnámskeið fyrir
aldraða hefst í Sundhöll
Keflavíkur 1. júlí. Kennt
verður alla virka daga kl.
11:30. Námskeiðið er 20 tím-
ar. Fólki er bent á að láta
innrita sig í síma 1709 og
4322 eða í Sundhöllinni,sími
1145. Námskeiðið er ókeypis
og þökkum við fyrir það. Við
minnum á að sundtími er
fyrir aldraða á laugardögum
kl. 9:45 og hvetjum við fólk
til að notfæra sér þann tíma.
I Grindavík stendur yfir
sundnámskeið fyrir aldraða.
Kennt er mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl.
8:30. Það er einnig ókeypis.
Okkur hefur borist til eyrna
að þar sé mikið fjör og
kátína.
I Grindavík verðurhanda-
vinnusýning á munum, unn-
um af öldruðum, 17. júní í
Grunnskólanum.
D-álma
Styrktarfélag aldraðra er
aðili að D-álmu samtökun-
um og tekur þátt í þeirri fjár-
öflun sem þar fer fram.
Auk þess selur félagið
minningarkort og fara þeir
peningar í sérstakan sjóð sem
á að renna til langlegudeildar
við Sjúkrahús Keflavíkur-
læknishéraðs. Við bendum á
að minningarkortin fást víða
í verslunum og í heimahús-
um hjá starfsfólki Styrktar-
félagsins.
Að lokum sendum við
þakklæti til þeirra fjölmörgu
sem veitt hafa félaginu
stuðning með fjárframlögum
og annarri aðstoð á liðnum
árum og biðjum þeim vel-
farnaðar.
Soffía Magnúsdóttir
Býður
upp á
skemmti-
siglingu
Guðmundur Jónsson,
Melteig 20, Keflavík, hefur
sett á stofn einkafyrirtæki
undir nafninu Sjávarferðir.
Er tilgangur þess rekstur
skips til skemmtisiglinga og
sjóstangaveiða. Hefur hann
keypt 30 tonna bát til þess-
ara nota og er verið að breyta
honum erlendis.
Orlof
húsmæðra
í næsta
mánuði
Eins og undanfarin ár
verður húsmæðraorlof Suð-
urnesja starfrækt að Laugar-
vatni í sumar. Verður það
vikuna 13. til 19. júlí.
Allar húsmæður á Suður-
nesjum hafa rétt til að sækja
um orlofsdvöl þessa viku, en
auk dvalar á Laugarvatni
geta þær fengið leigt orlofs-
heimilið í Gufudal.
Upplýsingar um málið
veita orlofsnefndarkonur í
hverju byggðarlagi fyrir sig.
En nöfn þeirra birtast í aug-
lýsingu í blaðinu.
Þú færð það sem þig van.tar
fyrir sjómannadag
og sautjándann
í Öldunni.
Sumarfatnaður á
alla fjölskylduna
góðu verði
N' .
O
X)V0'
Ódýrir jogginggallar
^I -!__1-í -- UltV ^ • *
• Strigaskór ^
• Bolir í miklu úrvali
• Buxur á dömur og herra
• og margt, margt fleira.
Munið að við höfum opið alla daga til kl. 23.30.
sVOs
m v%áV'&aí
Sandgerði - Sími 7415
- Þar verslar þú þegar þér hentar.