Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 12.06.1987, Síða 12

Víkurfréttir - 12.06.1987, Síða 12
12 Föstudagur 12. júní 1987 Daníel Einarsson, Víði. Ljósm.: pket. Daníel efstur Daníel Einarsson, varnarmaður- inn sterki úr Víði, Garði, hefur nú tekið forystuna í stigakeppni Víkur- frétta um stigahæsta lcikmann í 1. deildarliðunum í knattspyrnu á Suðurnesjum. Daniel hefur verið ábcrandi jafnbestur í liði Víðis og hefur hann tvívegis verið valinn maður leiksins. Annars er stiga- gjöfin þessi: stig Danícl Einarsson, Víði ......... 7 Peter Farrell, ÍBK ............. 6 Gunnar Oddsson, ÍBK............ 5 Gísli Heiðarsson, Víði......... 4 Ingvar Guðmundsson, IBK ... 4 Guðjón Guðmundsson, Víði .. 3 Vilhjálmur Einarsson, Víði ... 2 Sigurður Björgvinsson, IBK .. 2 Grétar Einarsson, Víði ......... 2 Jóhann Júlíusson, IBK ......... 1 Hafnir ekki unnið leik Hafnir léku ekki um síðustu helgi. Liðið leikur sem kunnugt er í 4. deild og er þar í C-riðli. A morg- un leika Hafnir gegn Víkverja úr Reykjavík og fer leikurinn fram á malarvellinum í Keflavik sem er heimavöllur Hafnaliðsins. Ekki hefur gengið vel í fyrstu leikjunum hjá þeim Hafnamönn- um og hefur liðið tapað öllum leikj- um sínum til þessa. Guðmundur Fransson, þjálfari, var samt bjart- sýnn og gerði sér vonir um að vel gengi gegn Víkverjum á morgun. Þrír með tvö mörk 3 leikmenn í Suðurnesjaliðunum hafa nú skorað tvö mörk hver í Islandsmótinu í knattspyrnu, en alls hafa 19 leikmenn náð að skora í þeiin leikjum sem fram hafa farið. Eftirtaldir leikmenn hafa náð að skora: stig Gunnar Oddsson, ÍBK........... 2 Iyar Guðmundsson, Reyni .... 2 Óli Þór Magnússon, ÍBK .... 2 Peter Farrell, ÍBK ........... 1 Guðjón Guðmundsson, Víði .. 1 Pétur Brynjarsson, Reyni .... 1 Daníel Egilsson, Reyni ....... 1 Ari Haukur Arason, Reyni ... 1 Kjartan Einarsson, Reyni .... 1 Guðmundur Jónasson, Höfnum 1 Albert Eðvaldsson, UMFN ... 1 Halldór Halldórsson, Höfnum 1 Símon Alfreðsson, UMFG ... 1 Hjálmar Hallgrímsson, UMFG 1 Ólafur Ingólfsson, UMFG ... 1 Freyr Bragason, IBK v........ 1 Ingvar Guðmundsson, IBK ... 1 Jón Ólafsson, ÚMFN ........... 1 Trausti Hafsteinsson, UMFN . 1 ðheppnin elti Grindvíkinga Grindvíkingar höfðu ekki heppnina með sér þegar þeir fengu Árbæjarliðið Fylki í heimsókn i 3. deild íslands- mótsins í knattspyrnu á laugar- daginn. Grindvikingar sóttu nær látlaust allan leikinn en tókst ekki að skora, þrátt fyrir fjöldann allan af marktækifær- um. Fyikismenn fengu eitt færí í leiknum og úr því skoruðu þeir sigurmarkið, sem kom i siðari hálfleik. Lokatölurnar urðu því 1:0 fyrir Fylki. Nokkrir lykilmenn í liði UMFG eiga við meiðsli að striða og munar þar mestu um markaskorarann Sigurgeir Guðjónsson, sem ekki hefur getað leikið með vegna meiðsia. Þetta kom berlega fram síðustu 20 mínúturnar, en þá fór leikurinn að mestu fram innan vítateigs Fylkis. Ekki vildi boltinn samt í mark- ið og Grindvíkingar sátu eftir með sárt ennið. Bestu leikmenn UMFG voru: Símon Alfreðsson 3 stig, Hjálmar Hallgrímsson 2 stig og Rúnar Sigurjónsson 1 stig. Næsti leikur UMFG verður gegn Leikni á heimavelli á morgun og hefst leikurinn kl. 14. „Höfðum alla burði til að sigra“ - sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis, eftir jafntefii gegn FH Föstudagur 12. júní 1987 13 Fyrsta mark Keflvíkinga í leiknum gegn Þór. Oli Þór Magnússon nær sonar, og markvörður Þórs kemur engum vörnum við. að skjóta á markið (innfellda myndin) eftir sendingu Ingvars Guðmunds- Ljósm.: mad. „Við höfðum alla burði til að sigra í þessum leik og áttum góð færi í fyrri hálfleik til að gera út um leikinn," sagði Haukur Haf- steinsson, þjálfari Víðis, Garði, eftir að lið hans hafði gert jafn- tefli 0:0 gegn FH í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu í Hafnarfirði á laugardaginn. Víð- ismenn hafa farið hægt af stað í íslandsmótinu, hafa fengið 2 stig í þrem leikjum og aðeins skorað eitt mark. Haukur sagði að sóknarleik- ur Víðis hefði verið mun beittari í þessum leik en í fyrstu tveim leikjunum, þó ekki hefði tekist að skora að þessu sinni. ,,Sam- leikurinn var ágætur þar til að komið var að vítateig, þá fór allt í vaskinn hjá okkur. I þessum leik lékum við framar en í fyrri leikjum og gafst það betur,“ sagði Haukur ennfremur. Víðismenn voru sterkari í fyrri hálfleik og fengu þá nokk- ur góð marktækifæri sem þeir nýttu ekki. FH-ingar voru sterkari framan af í síðari hálf- leik en undir lok leiksins sóttu Víðismenn í sig veðrið og voru betri í lokin. I stigagjöf Víkur-frétta fengu bræðurnir í liðinu öll stigin, Daníel Einarsson fékk 3 stig, Grétar Einarsson 2 stig og Vil- hjálmur Eiarsson fékk eitt stig. LOKS Lfl ÞOR! Það ríkti talsverður spenningur meðal þeirra fáu áhorfenda sem mættu á leik IBK og Þórs á laugardag, fyrsta heimaleik Keflvíkinga. Kannski ekki að ástæðulausu cftir útreiðina gegn Val, og nú voru mót- herjarnir ekki af verri endanum, topplið norðanmanna, Þór Ak., sem hafði sigrað Fram sannfærandi í 1. umferð á útivelli. Taugaspenna Taugatitringur einkenndi fyrri hálfleik hjá leikmönnum beggja liða. Heimamenn voru þó meira sannfærandi og fengu nokkur sæmileg tækifæri til að skora, en tókst ekki. Liðin reyndu að ná upp spili en tókst illa. Þórsarar fengu ekki umtalsverð færi og það sem kom inn í teig gómaði Þorsteinn Rúnar efstur í Fitjanestismótinu Rúnar Hallgrímsson sigraði á Fitjanestísmótinu í golfi. Ljósm.: pkei. Rúnar Haligrímsson, 12ára piltur, sigraði á Fitjanestis- golfmótinu sem haldið var í síðustu viku. Rúnar lék á 63 höggum nettó og var sex höggum betri en en næsti maður. Bergsteinn Jósefsson. Þriðji varð Lúðvík Gunnars- son á 71 höggi. Hafsteinn Sigurvinsson og Sigurður Sigurðsson urðu jafnir og efstir án forgjafar, léku báðir á 79 höggum, en sá síðarncfndi fékk 1. sætið fyrir betri árangur á síðustu 6 hol- unum. Aukaverðlaun voru fyrir að vera næstur holu á 16. braut. Þau hlaut Tryggvi Þ. Tryggvason, sló kúluna 2.25 m frá stöng. Fitjanesti gaf vegleg úttekt- arverðlaun til mótsins. Hörð keppni hjá Hirti og Lúðvík Á laugardag var haldið 18 holu punktamót, svokallað Hvítasunnumót. Hörð barátta varð um efstu sætin og fór svo að iokum að þeir Lúðvík Gunnarsson og Hjörtur Kristj- ánsson enduðu cfstir og jafnir með 38 punkta. Var Lúlia dæmdur sigur fyrir betri ár- angur á síðustu holunum. Júlíus Jónsson avrð þriðji með 36 punkta. Mæðginin sigruðu Hjóna- og parakeppni var haldin nú nýlega í Leirunni. Góð þátttaka varð og voru leiknar 18 holur. Sigurvegarar urðu þau mæðgin Ásta Páls, betur þekkt sem myndlistar- kona, og sonur hennar Páll Gunnarsson. Þau léku á 64 höggum nettó. Sveitarstjórna- keppnin Hin árlega sveitarstjórna- keppni verður haldin á föstu- dag, 12. júní, og hefst kl. 17. Allir sveitarstjórnarmenn af Suðurnesjum mæta í Leiruna og etja kappi við hvítu kúluna og ef marka má keppnir síð- ustu ára verður hún án efa liörð, en í fyrra tóku Njarðvík- íngar sig tii ogrufu margra ára sigurgöngu Kefivíkinga og sigruðu naumlega. Félagar í GS ieika með sveit- arstjórnamönnum og eru hvattir til að mæta. Bjarnason af miklu öryggi. Ekkert mark hafði verið skorað er dómari flautaði til hálfleiks. Gunnar gaf tóninn Strax í byrjun seinni hálfleiks mátti sjá að Keflvíkingar ætluðu að leggja allt í sölurnar fyrir sigur. A fyrstu mínútunum fékk Gunnar Oddsson boltann inn í miðjan vítateig í dauðafæri, lagði boltann fyrir sig í stað þess að skjóta strax, og skaut rétt yfir markið. Það var eins og vindi væri hleypt úr blöðru, því Kefl- víkingar áttu nánast leikinn eftir þetta og mark lá í loftinu. Það kom á 65. mín., er Ingvar gaf gullfallega sendingu frá horn- fána inn í miðjan markteig þar sem Oli Þór kom aðvífandi og skoraði af öryggi. Um 5 mín. síðar skoraði Ingvar sjálfur. Hann náði boltanum eftir mis- tök varnarmanna Þórs rétt fyrir utan vítateig, hljóp af stað inn í teig og skaut góðu vinstri fótar skoti í stöng og inn, vel að verki staðið, og staðan orðin 2:0. Skömmu seinna átti Ingvar góða möguleika á að skora eftir sendingu frá Jóhanni Magg., en boltinn fór rétt framhjá. Dauða- færin komu hreinlega í kippum. Freyr komst á auðan sjó inn í teig en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á sam- herja og sóknin rann út í sand- inn. Freyr var aftur á ferðinni stuttu síðar, gaf á Gunnar sem þrumaði boltanum í þverslá og út. Ingvar fékk annað tækifæri eftir sendingu frá Frey, en boltinn vildi bara ekki í netið. Áður en dómari flautaði til leiks- loka áttu bæði Sigurður Björg- vins og Oli Þór góð marktækifæri sem ekki nýttust. Kefivíkingar fögnuðu í lokin, 2:0 sigur sem hefði hæglega getað orðið stærri. Sumir sögðu sömu tölu og ÍBK fékk á sig gegn Val. Það var allt annar bragur á IBK-liðinu núna en gegn Val. Flest allir stóðu sig vel og erfitt að segja hverjir voru bestir. Jó- hann Júl. og nafni hans Magn- ússon voru traustir í vörninni með góðan markvörð að baki, á miðjunni áttu þeir Gunnar Odds, Freyr og Siggi Bj. góðan leik, og loks Ingvar Guðmunds- son, sem er að „springa út“ þessa dagana. „Keflvíking- ar léku vel“ - sögðu þeir Guðni Kjartansson og Karl Hermannson, fyrrum leikmenn IBK og landsliðsins „Það var allt annað að sjá til Kefivíkinga núna. Þeirvoru óhræddir og létu boltann vinna. Þessi leikur hefði auð- veldlega, með örlítilli heppni, getað orðið mun stærri", sögðu þeir Guðni Kjartans- son, aðstoðarlandsliðsþjálf- ari, og Karl Hermannsson, báðir fyrrum leikmenn ÍBK og landsliðsins. Þeir sáu um stigagjöfina á leikmenn fyrir Víkur-fréltir í þessum leili og gáfu Gunnari Odds 3 stig, Ingvari 2 og Sigurði Björgvins 1 stig. ,,Það stóðu sig allir vel og erfitt að gefa mönnum stig eftir svona leik og vonandi verður framhaldið svona gott", sögðu þeir Guðni og Karl. Njarðvikingar unnu sannfærandi sigur í Garðabæ Njarðvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Stjörnuna 2:0 í 3. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu í Garðabæ á laugardag- inn. Bæði mörkin voru gerð í fyrri hálfieik og eftir gangi leiksins hefðu Njarðvíkingar átt að skora enn fieiri mörk, því þeir fengu aragrúa marktæki- færa sem þeir nýttu ekki. Fyrra mark _ Njarðvíkinga skoraði Jón Olafsson eftir góða sókn á 15. mínútu. Ólaf- ur Gylfason átti sendingu fyrir markið, Friðrik Ragnarsson lét boltann fara framhjá sér til Jóns, sem skoraði með góðu skoti. Fimmtán mínútum seinna skoraði svo Trausti Hafsteins- son seinna markið og kom það eftir mikla pressu að marki Stjörnunnar. Boltinn barst út í teig til Trausta sem sendi boltann í netið með föstu skoti. Bestu leikmenn UMFN í þessum leik voru Trausti Haf- steinsson með 3 stig, Valþór Sigþórsson 2 stig og Ólafur Birgisson sem fékk eitt stig. Næsti leikur Njarðvíkinga verður gegn Reyni, Sandgerði, á heimavelli á morgun kl. 14 og verður þar áreiðanlega hart barist. Óli Þór Magnússon ÍBK, lék vörn Þórs oft grátt í leik liðanna um síðustu helgi. Hér hefur hann snúið af sér þrjá varnarmenn og félagi hans, Sigurður Björgvinsson (annar frá hægri) fylgist spenntur með. Ljósm.: mad. Valþór Sigþórsson UMFN. Ljósm.: pket. Valþór og Símon efstir Valþór Sigþórsson og Símon Al- freðsson eru nú efstir og jafnir að stigum í stigakeppni Víkur-frétta um besta leikmanninn í 3. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu, en alls hafa nú 19 leikmenn fengið stig í stigagjöfinni og eru það eftirtaldir: stig Valþór Sigþórsson, UMFN ... 6 Símon Alfreðsson, UMFG ... 6 Pálmi Ingólfsson, UMFG .... 5 Jóhannes Sigurjónsson, Reyni 4 Davíð Skúlason, Reyni ......... 4 Helgi Kárason, Reyni .......... 3 Þórður Ólafsson, Reyni......... 3 Björn Oddgeirsson, UMFN .. 3 Albert Eðvaldsson, UMFN ... 3 Hjálmar Hallgrímss., UMFG 3 Trausti Hafsteinsson, UMFN . 3 Bjarni Ólason, UMFG ........... 2 Páll Þorkelsson, UMFN ......... 2 Ari Haukur Arason, Reyni ... 2 Helgi Bogason, UMFG............ 1 Stefán Pétursson, Reyni ....... 1 Rúnar Sigurjónsson, UMFG .. 1 Ólafur Birgisson, UMFN .... I Kjartan Einarsson, Reyni .... 1 ÍBK-stúlkurnar töpuðu stórt ÍBK-stúIkurnar töpuðu stórt fyrir Skaga-stúlkunum í 1. deild kvenna á íslandsmótinu í knatt- spyrnu á Akranesi á föstudaginn. Lokatölurnar urðu 6:0 og hafa IBK-stúlkurnar nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum í mótinu án þess að skora mark. Lið ÍBK náði sér aldrei á strik á Akranesi. Þær léku vörnina aftar- lega og ætluðu greinilega að leika upp á jafntefli, en dæmið gekk ekki upp og fimm sinnum í fyrri hálfieik mátti markvörður ÍBK hirða bolt- ann úr markinu. Sum markanna voru af ódýrari gerðinni og komu eftjr klaufaleg mistök í vörn ÍBK. í síðari hálfieik var allt annar bragur á liði ÍBK sem barðist mun betur en í þeim fyrri. Stúlkunum tókst samt ekki að skora, en fengu á sig eitt mark sem kom eftir horn- spyrnu. Stigahæstu stúlkurnar í liði ÍBK urðu: Guðný Magnúsdóttir 3 stig, Kristín Blöndal 2 stig og Stefanía Bergmann 1 stig. Guðný og Kristín efstar Stigahæstu stúlkurnar í 1. deild- arliði ÍBK að loknum tveim fyrstu leikjunum í stigakeppni Víkur- frétta eru: stig Guðný Magnúsdóttir ............ 5 Kristín Blöndal................ 5 Svandís Gylfadóttir ........... 1 Stefánía Bergmann ............. 1

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.