Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 12.06.1987, Page 15

Víkurfréttir - 12.06.1987, Page 15
VÍKUR juiUt Föstudagur 12. júní 1987 15 Plastgerð Suðurnesja auglýsir: Höfum tekið til starfa með eigin framleiðslu að nýju. Einangrunarplast í öllum þykktum og stærðum, nótað og sérskorið. Upplýsingar í síma 1959. Söfnuðu fyrir Vímulausa æsku Ungu drengimir á myndinni héldu hlutaveltu um daginn til styrktar Vímulausri æsku og söfnuðu þeir 776 krónum, sem þeir sendu samtökunum. Þeir heita Þórður K. Þórarinsson, sem er til vinstri, og Björgvin Einar Guð- mundsson, sem er til hægri á myndinni. Lisa Wium á skrifstofu samtakanna Vímulaus æska vildi koma á fram- færi þakklæti til piltanna og sagði að þeir fengju senda fána og bréf í þakklætisskyni frá samtökunum. Ljósm.: bb Járniðnaðarmenn Vana járniðnaðarmenn vantar, Mikil vinna. KÓPA HF. Bolafæti 9 - Sími 3988 og 6008 og á kvöldin í síma 6021. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða yfirmatsveina til starfa í samkomuhús liðsforingja, Keflavíkurflug- velli. Leitað er eftir faglærðum matsveinum. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytising, ráðningardeild, KeflavíkurfIugvelIi, eigi síðar en 15. júní n.k. Nánari upplýsingar veittar í síma 1973. Reiðnámskeið verður haldið í sumar fyrir börn og unglinga frá8- 16ára. Hestarog reiðtygi innifalið í þátttökugjaldi. Innritun er hafin í síma 2584 (Helga). Æskulýðsráð Keflavíkur Æskulýðsráð Njarðvíkur Hestamannafélagið Máni i Sorphaugunum f Grinda- vík lokað 1. ágúst Grindavík, er til umræðu hjá bæjaryfirvöldum, hvernig mæta skuli lokun þessari. Hallast menn helst að því að fyrirtækjum verði skipað að koma sínu sorpi, einsogöðr- um fyrirtækjum á Suðurnesj- um, til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Einstaklingum, sem þurfa að losna við aukasorp, verði bent á að nota meira sorp- hreinsibílinn, þegar hann hreinsar heimilissorpið. Auk þess yrði boðið upp á að vörubíll hreinsi rusl, svo sem af lóðum hjá fólki. Myndi það þurfa að tilkynna til bæjaryfirvalda, sem síðan senda vörubíl eftir ákveðn- um reglum.____________ Keypti sig inn í Fjölina Samkvæmt nýlegu Lög- birtingablaði hefur Örn Bérgsteinsson, Keflavík, keypt 25% eignarhluta í fyrirtækinu Fjölin s.f. Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að loka sorphaugum Grindavíkur 1. ágúst n.k. En áður hafði heil- brigðisnefnd Suðurnesja lagst gegn notkun þeirra. Að sögn Jóns Gunnars Stefánssonar, bæjarstjóra í Björgunaræfing- ar varnarliðsins Á undanförnum mánuð- um hefur annað slagið sést til björgunarþyrlu varnarliðs- ins, þar sem hún hefur verið sveimandi yfir sjónum, þá aðallega út af Vogastapa og Keflavík. Hefur sést er menn hafa verið dregnir upp í þyrl- una og einnig hefur mátt greina mikinn reyk á svæð- inu. I hvert sinn sem þetta hefur átt sér stað hafa síma- línur blaðsins verið rauðgló- andi vegna fólks sem ekki veit hvað um er að vera þarna úti. Að sögn Friðþórs Eydal, blaðafulltrúa varnarliðsins, eru hér á ferðinni reglulegar æfingar björgunarsveitar varnarliðsins, þar sem æfð er björgun úr sjávarháska með aðstoð þyrlu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.