Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 12.06.1987, Síða 20

Víkurfréttir - 12.06.1987, Síða 20
20 Föstudagur 12. júní 1987 miíiliuau Óskum sjómönnum til hamingju meö daginn. Fiskanes hf. Grindavík Óskum sjómönnum til hamingju með daginn. Happasæll sf. Básvegi 1 - Keflavík Árni Eðvaldsson, skipstjóri á Hafborgu KE-85, við tölvustýrðu handfærarúllurnar, sem gefið hafa svo góða raun. Ein rúlla kostar á milli 200-300 þúsund krónur. Ljósm.: bb. Óskum sjómönnum til hamingju með daginn. til að ræða við sjómenn í til- efni dagsins. Hafborg KE 85 lá bundin við hafnar- garðinn og þar hittum við þá Ama Eðvaldsson, skip- stjóra, og Jón Jóhannsson, sem vom í óða önn að út- búa bátinn til færaveiða. Þeir ætla að fara austur til Hafnar í Hornafirði og gera bátinn út þaðan í sumar. Hafborg KE, sem er 11,5 tonna bátur, stundaði neta- veiðar í vetur og fékk um 100 tonn á vertiðinni. „Sjómannadagurinn er ekki lengur fyrir sjómenn, hátíðarhöldin eru farin að snúast meira um fólkið í landi en sjómennina,“ sagði Arni ^ Eðvaldsson, skipstjóri. „Eg er fyrir löngu hættur að taka þátt í þessari skemmtun, því mér finnst þessi hátíðardagur sjómanna ekki lengur vera eins og ég man best eftir honum. Jón Jóhannsson tók í sama streng og kvaðst sakna sjómannadagsins, eins og hann hefði verið á árum áður. Þáttur sjó- manna í þessum degi hefði minnkað með hverju ári og sér fyndist það ekki vera rétt þróun á málum. Fékk 100 tonn á netavertíðinni Arni sagði að hann væri nýlega hættur á netunum og aflinn hefði orðið um 100 tonn á vertiðinni. Það væri svona sæmilegt, en gerði ekki mikið meira en að ná endum saman. „Ég var óheppinn í lokin, því þá missti ég af aflahrotunni sem kom í Breiðafirði. Við fórum vestur en urðum of seinir, því þá var mesta hrotan um garð gengin. Þetta er greinilega orðið ár- visst þarna vesturfrá og á næstu vertíð læt ég þetta ekki henda mig aftur,“ sagði Arni. Var á loðnu í vetur Jón Jóhannsson var á Hörpu RE í vetur og stund; aði báturinn loðnuveiðar. I fyrrasumar var Jón á tog- ara frá Akureyri, en ætlar nú að freista gæfunnar á handfærum. Jón er ekki alveg ókunnur Arna, því fyrir tveim sumrum var hann með honum á færum fyrir austan og gerði það gott. Jón sagðist ekki hafa mikinn áhuga á að vera á bátum sem stunduðu tog- veiðar eða hliðstæðan veiði- skap hér á Faxaflóasvæð- inu í sumar, því á þeim veiðiskap eyddu menn allt- of löngum tíma í borðsaln- um og á því hefði hann ekki áhuga. Fimmta sum- arið fyrir austan Nú er Ámi að hefja fimmtu sumarvertíð sína fyrir austan og sagði hann að útkoman hjá sér hefði verið vel viðunandi á þess- um árum. „Þegar ég var að byrja vorum við aðeins HAFNIR HF. FISKVINNSLA Sjómannadagurinn verð- ur haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og af því til- efni lögðum við leið okkar niður á bryggju í Keflavík Sendum sjómönnum bestu hátíðarkveðjur í tilefni sjómannadagsins: Axel Pálsson hf., Keflavík Fiskverkunarstöð Guðmundar Axelssonar, Keflavík R. A. Pétursson, Njarðvik Oliufélagið Skeljungur, umboð, Keflavik Oliusamlag Keflavikur og nágrennis, Keflavik Netaverkstæði Suðurnesja, Njarðvik Fiskverkun Óskars Ingiberssonar, Njarðvik Skipasmiðjan Hörður hf., Njarðvik Fiskverkunarstöð Magnúsar Björgvinssonar, Garði Fiskverkunarstöð Karls Njálssonar, Garði Tros, Sandgerði ísnes hf., Víkurbraut 4, Keflavik Saltver hf., Njarðvik - Búrfell og Erling Valdimar hf., Vogum „Sjómannadagurinn er ekki lengur fyrir sjómenn“ - segir Arni Eðvaldsson, skipstjóri á Hafborgu KE-85

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.