Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 12.06.1987, Page 21

Víkurfréttir - 12.06.1987, Page 21
mun juUit Föstudagur 12. júní 1987 21 tveir eða þrír, nú er orðið fullt af bátum á þessari slóð og lætur nærri að þeir séu á milli 20 og 30, minni bátar, sem stunda þennan veiði- skap. Þarna er oft ekki mik- ið um fisk, en þegar hann gefur sig til þá er fljótt að koma í kílóið, því oftast er maður að fá stóran og fall- egan þorsk. Með 5 færarúllur af nýjustu gerð Hafborgin KE 85 verður vel útbúin á þessa vertíð og verða þeir félagar með 5 tölvustýrðar færarúllur af nýjustu gerð. Arni sagði að þær væru sænsk framleiðsla og væru ákaflega fullkomn- ar í alla staði. Það eina sem hann þyrfti að gera þegar búið væri að stilla rúllurnar væri að ganga á milli og losa fiskinn af krókunum - um hitt sæju rúllurnarsjálf- ar, þær meira að segja flaut- uðu þegar fiskur væri kom- inn á og þær byrjaðar að draga inn. „Eg var með þrjár rúllur af þessari gerð í fyrra og þær reyndust svo vel að í ár verð ég með fimm“ sagði Árni. Mikil framför í tækjabúnaði Árni sagði að mikil fram- för hefði orðið í tækjabún- aði í bátum á síðustu árum og menn þyrftu ekki lengur að líta út um glugga til að átta sig á staðsetningu eða taka mið í landi. Nú væri Loran staðsetningartæki komið í flesta báta og með því væri hægt að staðsetja sig svo ekki skeikaði nema meter. Fiskileitartæki væru alltaf að verða fullkomnari og því auðveldara að finna þann gula. Tölvustýrðu rúllurnar væru sérstaklega skemmtilegar og stillingar á þeim væru ótalmargar, allt eftir því hvað ætti við hverju sinni. Hættuleg þróun í smábátaútgerðinni Árni taldi að sú þróun, sem átt hefði sér stað í út- gerð smábáta á síðustu ár- um, væri hættuleg stefna með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. „Nú er svo komið að allir keppast við að komast í þessa útgerð og verð á bátunum hefur rokið upp úr öllu valdi. Menn eru að kaupa sér nýja báta fyrir margar milljónir og ég er ekki farinn að sjá að þessi útgerð standi undirsér. Það eru allskonar menn komnir i smábátaútgerð í dag, menn sem hafa litla sem enga þekkingu á sjó- mennsku og eru ekki til- búnir að mæta hinum ýmsu hættum sem geta skapast til sjós. Hræddur er ég um að illa færi fyrir mörgum ef hann gerði eitthvað af veðri nú í sumar, því eins og ég sagði þá eru allt of margir í þessari útgerð sem lítið þekkja annað en að sitja við skrifborð“ sagði Árni að lokum. Jón Jóhannsson ásamt syni sínum. Hann var á togara í fyrrasumar, en ætlar nú að reyna fyrir sér á handfærum. Ljósm.: bb. Sjómenn! - Til hamingju með daginn. Víkur-fréttir íþróttamiðstöð Njarðvíkur Lausir tímar til út- leigu í íþróttasölum Mánud., þriðjud., miðvikd.: kl. 17:45-18:30 og 21:30-22:20. Fimmtud.: kl. 17:45-18:30 og 20:45-22:20. Sunnud.: kl. 19:10-20:00. Hægt er að fá salina leigða á öðrum tímum eftir samkomulagi. - „Litli salurinn" er heppilegur fyrir borðtennis o.fl. Tímatafla vegna útleigu á íþróttasal: Föstud. Kl. Kl. Sunnud. 10-11 Fótbolti Fjölskyldut. 11-12 Fótbolti Fjölskyldut. 12-13 Frjáls tími Frjáls tími 13-14 Körfubolti Badminton 14-15 Körfubolti Badminton 15-16 Fjölskyldut. Fjölskyldut. 16-17 Badminton Körfubolti 17-18 Fjölskyldut. 17-18 Badminton Körfubolti 18-19 Handbolti 18-19 Handbolti Fótbolti 19-20 Handbolti 20-21 Blak 21-22 Blak TV'1 •- Geymiö auglýsinguna Sundlaug Njarðvíkur Sumartími Mánudag - föstudag: Kl. 07:00-09:00 (fullorðnir). Kl. 12:00-18:30. Kl. 20:00-21:30 (fullorðnir). ATH: Kvennatímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00-21:30. Laugardaga kl. 13:00-17:30. Sunnudaga kl. 08:00-12:30. íþróttamiðstöð Njarðvíkur, sími 2744 og 4567 íþróttavallarhús, sími 1160. íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, sími 4567. Takið eftir: 16. júní og 24. júlí verður sundlaugin lokuð vegna námskeiða. Auk þess nokkradagaíágústvegnavið- haldsvinnu. - Nánar auglýst síðar. íþróttamiðstöð Njarðvíkur Geymiö auglýsinguna ATVINNA Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í Gunnarbakaríi. Upplýsingar á staðnum, ekki í síma. Fyrirtæki í fullum rekstri til sölu Góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar í síma 4402. STEYPA SEM STEIMST HELLUR 40x40 cm 20x40 cm 20x20 cm I - steinn 36 stk. pr. m2 GRAAR Cx SEXKANTUR 18.5 stk. pr. m2 SVARTAR BROTA- STEINN 20x40 cm RAUÐAR 1Á sexkantur fyrir beð og fleira. Já, þær eru komnar á Suð- urnesin hellurnar og steinarnir frá Verslun, þjónusta og málningarverktaka Baldursgötu 14 - Keflavík Síml 4737

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.