Víkurfréttir - 17.09.1987, Blaðsíða 7
\>iKun
julUi
Fimmtudagur 17. september 1987 7
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs:
Deilt um stöðu deildar-
stjóra fæðingadeildar
Á fundi aðalstjórnar
Sjúkrahúss Keflavíkurlækn-
ishéraðs og Heilsugæslu-
stöðvar Suðurnesja 19. ágúst
s.l. var tekið fyrir bréf frá Sól-
veigu Þórðardóttur frá 4. ág-
úst 1987, þar sem hún óskar
eftir að draga uppsögn sína til
baka. En uppsögnin var tekin
til greina á fundi stjórnarinn-
ar 3. júlí.
Við umræðu um málið kom
fram eftirfarandi tillaga frá
Karli Guðmundssyni, fram-
kvæmdastjóra:
„Sljórn S,K. hefur ákveðið
að minnka starf deildarstjóra á
fœðingargangi í 50% stöðu,
þar sem stœrð deildarinnar
gefur ekki tilefni til 100%
stöðu deildarstjóra."
Samþykkti stjórnin að gefa
Sólveigu kost á 50% starfi
deildarstjóra á deildarstjóra-
launum, auk 50% stöðu ljós-
móður á sömu kjörum ogaðr-
ar ljósmæður á S.K. hafa. Var
tillaga þessi samþykkt með 2
atkvæðum gegn einu, tveif
sátu hjá og gerðu eftirfarand'i
bókun: y
„ Við fulltrúar starfsfó/ks
teljum ekki tímabœrt að breyta
neinu varðandi stöðuhlutfall
deildarstjóra á fœðingardeikl
Við fögnum því að hún komi
aftur til starfa og sitjum þvíhjá
við afgreiðslu málsins.
Guðrún Guðbjarnardóttir,
Páll Þorgeirsson.“
Málið var aftur tekið til
umræðu á fundi stjórnarinnar
28. ágúst og þá var eftirfar-
andi tillaga samþykkt sam-
hljóða:
,,Að beiðni yfirlæknis fæð-
ingardeildar samþykkir stjórn
S.K. að deildarstjóri fæðingar-
deildar gegni óbreyttri stöðu út
septembermánuð, enda verði
tryggt með því að rekstur
fæðingardeildar gangi snurðu-
laust út þann mánuð. Jafn-
framt afturkallar stjórnin
samþykkt síðasta fundar."
Þessir sex krakkar stóðu nýlega fyrir nýstárlegri söfnun til
handa Þroskahjálp á Suðurnesjum. Höfðu þau flöskusöfnun
og keyptu fyrir það sælgæti til endursölu, auk þess héldu þau
hlutaveltu og af þessu varð ágóði, kr. 1.865,20. Þau heita f.v.
fremri röð: Iris Reynisdóttir, Berglind Osk Guðmundsdóttir.
Aftari röð: Kristján Guðmundsson, Kristín Margeirsdóttir,
Asdís Arna Gottskálksdóttir og Anna Karína Sigurðardóttir.
Ljósnt.: epj.
KRAKKAR!
Vinsamlegast komið í hlutaveltumyndatökur á
fimmtudögum eða föstudögum. Ritstj.
Bifreiðaeftirlitið:
Skoðunarstöð
byggð í Keflavík
í dómsmálaráðuneytinu er
nú verið að vinna að róttæk-
um breytingum á starfsemi
Bifreiðaeftirlitsins. M.a. er
rætt um að breyta stofnun-
inni í hlutafélag með aðild
ríkisins og einkaaðila, s.s.
tryggingafélaga, F.Í.B. og
Bílgreinasambandsins.
Yrðu aðalstöðvar í
Reykjavík en fjórar skoðun-
arstöðvar byggðar úti á
landsbyggðinni og þar
kemur Keflavík inn í mynd-
ina en byggja á þar skoðun-
arstöð er þjóna myndi Suð-
urnesjum öllum. Þar yrði
starfrækt þjónusta í líkingu
við þá, sem Bifreiðaeftirlitið
sinnir í dag.
Tónlistarskólinn í Keflavik
ÖLDUNGADEILD
verður starfrækt í vetur.
Kennslugreinar: Píanó og tónfræði.
Innritun á morgun, föstudag 18. september í
T ónlistarskólanum.
LÁTIÐ GAMLA DRAUMINN RÆTAST.
Skólastjóri
I
VÍTAMÍN
OG
HEILSUFÆÐI
og holl elni til matargerða
í miklu úrvali.
7 L
7 L
7 L
NÚ FER HVER AÐ
VERÐA SÍÐASTUR AÐ
TRYGGJA SÉR.
FRAMPARTA A STOR-
LÆKKUÐU VERÐI.
UÚFFENGIR í KJÖTSÚPUNA
OG POTTSTEIKURNAR.
HREIN NÁTTÚRUAFURÐ.
HOLLT OG BRAGÐGOTT KJÖT.
HA6KAUP
FITJUM - NJARÐVIK
7 L
1 L
1 L