Víkurfréttir - 28.01.1988, Side 6
murt
6 Fimmtudagur 28. janúar 1988
jtíttít
Orðvar______________________
EKKI LENGUR GULLGRAFARABÆR
Ef það hefur farið framhjá
einhverjum, þá kom veturinn í
síðustu viku ineð snjókomu og
horkufrosti. Þetta er alvöru-
snjór núna, því það marrar
undir fótum manna eins og
gengið sé á kartöflumjöli. Sann-
kallaður heimskautasnjór.
Síðasta helgi var með þeim
fegurri hér á Suðurnesjum,
hciðskírt og stillt veður. Fjalla-
hringurinn austan og norðan
Faxaflóa baðaði sig í sólinni.
Með góðum sjónauka hefði
mátt sjá fólk renna sér á skíðum
í Siiæfellsjökli, svo tært var loft-
ið. Þúsundir manna notuðu líka
helgina til þess að renna sér á
skíðum í Bláfjöllum, sálinni til
hvíldar og líkamanum til hress-
ingar. Mitt í allri þessari dýrð
vakti samt óvenjuleg framtaks-
semi nokkurra manna aðdáun
og hrifningu þeirra sem leið
áttu um Flugstöðvarveginn
nýja. Fáeinir feður voru að
leika við börnin sín á sleðum og
snjóþotum efst við Flugvallar-
veginn og neðan við Grænás-
inn. I iér var uppákoma, sem þvi
miður sást ekki oft sunnan
Hafnarfjarðar í tugi ára. Frá
því um 1950 og alveg fram á
þcnnan dag liafa karlar á Suð-
urnesjuin verið svo önnum
kafnir við allt annað en barna-
uppeldi, að furðu sætir. Örfáar
undantekningar er þó að finna,
ef vel er að gáð. A þessum árum
minnist ég þess varla að liafa
séð uppáklædda Keflvíkinga
undir bcrum himni, nema á sjó-
mannadaginn og á 17. júní, og
svo auðvitað við jarðarfarir.
Fyrir 20-30 árunt síðan fór
liópur Keflvíkinga í hvítasunnu-
ferð á Snæfellsnes og gist var í
Stykkishólmi. Svo sem túrist-
um er lagið fóru menn snemnia
á fætur á hvítasunnumorgun í
glampandi sólskini og lögðu
allmargir upp í göngufcrð um
þorpið. Sárafáir sáu nokkuð
merkilegt við bæjarstæðið og
gömlu húsin eða höfnina. En
undantekningarlítið höfðu
menn orð á því, í hvert skipti
sem hópurinn mætti spariklædd-
um heimilisfeðrum með barna-
vagn eða smábörn í hátiðar-
skrúða, að hér hlyti að ríkja al-
gjört atvinnuleysi, eða í versta
falli byggju menn hérviðóvenju
mikið konuríki. Auðvitað áttu
mennirnir að vera að vinna.
Það skyldi þó eldrei vera, að
þessir feður sem sl. sunnudag
sáust leika sér við börnin sín í
snjónum, séu einmitt
afkomendur hvítasunnufaranna
hér um árið? Þeir séu að veita
börnum sínum þá athygli og
þann tíma, sem þeir sjálfir fóru
á mis við í æsku? Keflavik er
ekki lengur gullgrafarabær.
MannliTið er greinilega að róast
og taka á sig manneskjulegri
blæ. Menn sjást varla lengur í
samræðum á liarða hlaupum.
Þegar sú kynslóð sem nú er að
vaxa upp, liefur komið báðum
fótunum niður á jörðina, upp-
götvar hún hundruð tækifæra til
að njóta útivistar og samvista
mcð allri ijölskyldunni, einmitt
hér í nágrenninu. Fjöruferðir á
Garðskaga eða Sandvíkina.
Gönguleiðir eru þvers og kruss
um allar trissur. Fjallgöngur á
Keili eða Þorbjörn. Sundsprett-
ur í Bláa lóninu. Skautaferð á
Seltjörn. Útsýnisskífa er á
Stapanum, sem sárafáir vita
um. Veiðiferð niður á bryggju,
og þannig er liægt að telja enda-
laust upp. Reynið eitthvað af
þess nú um hclgina. Góða ferð.
Orðvar
Félagsmálaskóli
alþýðu
„Arsenal tekur bikarinn“
1. önn 7. - 20. febrúar 1988
Hvað kannt þú fyrir þér í fundarstörfum og framsögn? Hvað veist þú um
verkalýðshreyfinguna, starf hennar og sögu? Áttu auðvelt með aö koma fram
á fundum og samomum? Tekurðu þátt í félagslífi? Viltu þæta þekkingu
þína í hagfræði, fékagsfræði og. vinnurétti?
Veitt er tilsögn í þessum og öðrum hagnýtum greinum á 1. önn
Félagsmálaskóla alþýðu, sem verður i ölfusþorgum 7.-20. febrúar n.k.
Þá eru á dagskránni menningar- og skemmtikvöld auk
heimsókna í stofnanir og fyrirtæki. Félagsmenn Alþýðusambands (slands
eiga rétt á skólavist. Hámarksfjöldi á önn er 25 þátttakendur.
Umsóknir um skólavist þurfa að berast skrifstofu MFA fyrir 4. febr. n.k.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA, Grensásvegi 16,
simi 91-84233.
„Ég spila í hverri viku og alltaf á opinn seðil. Það er mis-
jafnt hvað ég set mikið á hann, yfirleitt er ég með tvö merki á
6-7 leikjum. Arangurinn hefurveriðsvona þolanlegur, mest
11 réttir", segir næsti tippari, Gísli Heiðarsson, knatt-
spyrnumaður úr Garði og starfsmaður hjá Varnarliðinu.
„Arsenal eru mínir menn. Þetta er eitt yngsta liðið í deild-
inni og það skerpmtilegasta. Liðið sýndi það í byrjun móts-
ins þó gengið hafi ekki verið eins gott upp á síðkastið. En ég
er öruggur um að mínir menn komast á Wembley og vinna
bikarinn. Liverpool fær deildina og búið. Hitt tökum við“,
sagði Gísli Heiðarsson.
Heildarspá Gísla:
ÞEKKING, STARF OG STERKARI VERKALÝÐSHREYFING
MFA
Aston Villa - Liverpool ... 2
Barnsley - Birmingham ... 2
Bradford - Oxford ...... 2
Brighton - Arsenal ..... 2
Leyton Orland-Nott’m For. 2
Luton - Southampton ... X
Man. Utd. - Chelsea .... 1
Mansfield - Wimbledon ... 2
Newcastle - Swindon .... 1
Portsmouth - Sheff. Utd. X
Port Vale - Tottenham ... 2
Q.P.R. - West Ham....... 1
Grindvíkingurinn með 4 rétta
Það var engin stjörnufans á Jóni Einarssyni úr Grinda-
vík í síðustu leikviku. Hann fékk aðeins fjóra rétta. Þeir sitja
því enn í efstu sætunum Jón Halldórsson og Sævar Júlíus-
son með 8 rétta. Næstir með7réttaeru JóhannesEllertsson,
Jóhann Benediktsson, Asbjörn Jónsson og Bjarki Guð-
mundsson. Nú fer að styttast í úrslitakeppnina þar sem
fjórir keppa um Wembley-ferð Samvinnuferða-Landsýn.
MENNINGAR- OG
FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU
SPARISJÓÐURINN í NJARÐVÍK TILKYNNIR BREYTT SÍMANÚMER FRÁ 1. FEB.
SPARISJÓÐURINN NJARÐVÍK